Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 31 410 4000 | landsbanki.is Ferðalán Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í næsta útibúi. Það getur breytt öllu að hafa aðgang að ferðaláni á hagstæðum kjörum. Þá er aðeins spurning um að fylgja eigin innsæi og taka sér gott frí. • Þú færð lán fyrir ferðinni • Þú færð lán fyrir gjaldeyrinum • Þú getur sótt um á landsbanki.is og reiknað þitt lán Besti tíminn til að fara í frí er þegar þú þarft á því að halda! www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Heradid Rajasthan á Ind-landi er með vinsælustuviðkomustöðum ferða-manna þar í landi. Raj- asthan er enda einkar aðgengilegt frá höfuðborginni Delhí og þetta hrjóstruga, gróðurlitla svæði hefur auk þess um aldaraðir verið heim- kynni Rajputan-ættbálksins, sem í anda sannra riddara kýs dauða um- fram vansæmd. Bærinn Jailsamer, sem liggur á útmörkum Pakistans og Indlands, er meðal þeirra staða sem flestir ferða- langar leggja leið sína til, enda óneitanlega rómantískur viðkomu- staður þar sem þetta gamla virki rís líkt og snarbrött eyja upp úr sand- auðninni í kring. Og þótt bærinn hafi fyrir löngu teygt anga sína töluvert út fyrir upp- haflega varnarveggi virkisins kjósa flestir ferðamenn að dvelja innan virkismúranna þar sem mikil vinna hefur verið lögð í viðhald og end- urgerð gamalla bygginga á und- anförnum árum. Það er líka dramatísk upplifun að vakna upp á sólríkum morgni og njóta útsýnis yfir nærliggjandi sveit- ir út um hótelglugga sem eru í sjálf- um virkisveggjunum. Með skipum eyðimerkurinnar Þótt fjölmargir láti sér eflaust nægja að skoða þær fornu bygg- ingar og líflega og litríka mannlíf sem Jailsamer býður upp á setur kameldýrið ekki síður svip á Jailsamer, sem m.a. hýsir vinsæla kamelhátíð ár hvert. Þar er keppt í túrbangerð og kam- elkappreiðum og herra Eyðimörk valinn en keppnin sú byggist líklega á öllu hetjulegri forsendum en hefð- bundin fegurðarsamkeppni. Stóran hluta ársins eru kamelsaf- aríferðir út í Thar-eyðimörkina. Besti tíminn til slíkra ferða er frá október og til loka febrúar. Hægt er að velja allt frá hálfs- dagsferðum, til að mynda sólarlags- ferðum út í sandauðnirnar, til kam- elferða sem taka allt að viku. Algengasta ferðalengdin er um tveir til fjórir dagar enda flestir bún- ir að fá nóg af brennandi sól og hæg- um gangi kameldýranna eftir þann tíma þótt dýrin hafi raunar reynst þægilegri fararskjóti en blaðamaður átti von á. Ferðirnar eru farnar með far- arstjóra og kamelhirðum sem auk þess að hirða um skepnurnar sjá um eldamennsku fyrir ferðalanga sem hvílast á meðan eins og nýlendu- herrar í skugga nærliggjandi trjáa. Maturinn er yfirleitt góður, einfald- ur, hafragrautur og ristað brauð með tei í morgunmat og chapatti- flatbrauð, hrísgrjón og grænmet- isréttur í hádeginu og á kvöldin. Í flestum tilfellum er sofið við varðeld undir stjörnubjörtum himni en það getur orðið nokkuð kalt þrátt fyrir teppi og aðrar ábreiður og ekki úr vegi að kippa með sér svefnpoka. Einnig standa til boða meiri lúx- usferðir þar sem tjöld, beddar og ríkulegra fæði er í boði sem og jepp- ar sem hægt er að ferðast með hluta leiðarinnar en kannski er spurning hvort ekki tapist hluti þess látlausa sjarma sem svona safarí einkennir ef of mikill munaður er hafður með. Út í auðnina Algengustu viðkomustaðir kam- elsafaríferðalanga eru menning- arminjar í nágrenni Jailsamer á borð við Amar Saagar, sem geymir uppþornaðan brunn, Jain – trúarhof og garðvin, Mool Sagar – eyðimerk- urvin í niðurníðslu sem hýsir hof ind- verska guðsins Shiva og svo yfirgef- in þorp sem riðið er fram á. Þeir sem búast við yfirgefnum sandauðnum á þessari reiðleið verða hins vegar fyr- ir vonbrigðum enda vinsældir henn- ar slíkar að jafnvel kaupmenn með söluvarning sjá sér leik á borði að halda á þessar slóðir. Ef þögnin er það sem leitað er eft- ir borgar sig því frekar að panta ferðina í gegnum fyrirtæki á borð við Deseret Boy Guest House og Ganesh Travels sem getið hafa sér gott orð fyrir að leita út fyrir hinar hefðbundnu ferðamannaslóðir. Bæði fyrirtækin hafa helgað sér hluta eyðimerkurinnar undir ferðir sínar þannig að ferðalangarnir geta verið nokkuð vissir um að einu manneskjurnar sem þeir rekast á verða íbúar lítilla eyðimerkurþorps- kjarna sem staðnæmst er í á leiðinni og safaríförum boðið að skoða frum- stæð heimkynnin sem ýmist eru unnin úr trjágreinum, grjóti eða mykju og reynast þrátt fyrir einfald- leikann oft mun hreinni en mörg húsakynni sem eru innan borg- armarkanna. Börnin hópast líka jafnan í kringum ferðamennina í þessum heimsóknum, áhugasöm um að láta taka myndir af sér nú eða eignast einhvers konar minjagrip. Pennar eru algeng ósk og heyrðist ósjaldan hrópað School pen (skóla- penna) þótt sum væru frakkari og óskuðu eftir úrum eða myndavélum ferðalanga. Það kom á óvart hversu gróin Thar- eyðimörkin er. Vissulega blasir gylltur sandur við svo langt sem aug- að eygir, en tré og runnar setja einnig svip á landslagið og bjölluhljómur frá geitahjörðum veitti víða kærkomna hvíld frá þögninni ekki síður en að há- vaxin trén veittu hvíld frá brenn- heitri miðdegissólinni. Þjóðlagatónlist kryddaði skemmtilega upp á kvöldvökurnar er þorpstónlistarmaður næsta þorps birtist jafnan, settist við varðeldinn og dró fram framandi hljóðfæri eða beitti fyrir sig raddböndunum og upphófust þá tónleikar undir stjörnubjörtum himni sem kam- elhirðarnir áttu til að taka þátt í. Síðustu kvöldstundina var ferða- mönnum boðið upp á tilbreytingu frá grænmetisfæðinu sem fól í sér að keypt er geit eða kjúklingur frá næsta þorpi, dýrinu slátrað og dýr- indis máltíð elduð fyrir hópinn. Ferðalangarnir í þessum hópi völdu kjúkling sem þótti hinn mesti herra- mannsmatur þótt vissulega hafi far- ið svolítið um þennan vestræna hóp þegar maturinn birtist síðdegis lif- andi á náttstað tilbúinn til slátrunar fyrir kvöldmáltíðina. Hörð samkeppni Það ríkir mikil samkeppni milli þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á kamelsafarí og því er oft hægt að finna ferðir á grunsamlega lágu verði. Búast má við að greiða frá 500–600 rúpíum eða frá 750–900 krónum fyrir daginn í grunnferð og því borgar sig að kynna sér vel allar upplýsingar áður en lagt er í hann. Meðal þess sem hafa skal á hreinu er hver reiðleiðin sé, hvort hver og einn hafi örugglega sitt kameldýr og hvort ferðalöngum sé séð fyrir vatni, ábreiðum og hver matseðillinn verði. Sumir freistast til að spara ótrú- legustu þætti til að mæta harðri samkeppni. Flest hótel í Jailsamer geta séð um að bóka kamelsafarí fyrir ferðamenn en þar sem hvorki hótel né ferðaskrifstofur utan Gan- esh Travels eiga dýrin er best að hafa hluti á kristaltæru fyrirfram því það er svo gott sem ómögulegt að fá endurgreitt eftir á.  INDLAND Kamelsafarí í sól og sandi Steikjandi sólskin og gylltar sandhæðir eru nokkuð sem flestir Íslendingar tengja efalítið einna helst dvöl á suðrænni sólarströnd. Sólin og sandurinn geta þó ekki síður reynst einkennandi fyrir kamelsafarí í Thar-eyðimörk- inni á Indlandi. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Frekari upplýsingar um kamel- safarí: Ganesh Travels, er í eigu kam- elhirðanna sjálfra. Netfang: www.ganesh- travel45@hotmail.com Sahara Travels, er í eigu Bissa, herra eyðimerkur eða Marlboro- manns Indlands sem finna má í fjölmörgum auglýsingum, m.a. fyr- ir ferðamannaráð Rajasthan. Desert Boy Guest House, býður ferðir út í auðnina. Netfang: desert_p@yahoo.com Börnin hópast í kringum ferðamennina, áhugasöm um að láta taka myndir af sér eða í von um að eignast einhvers konar minjagrip, eins og t.d. penna. Algengasta ferðalengdin er um tveir til fjórir dagar enda flestir búnir að fá nóg af brennandi sól og hægum gangi kameldýranna eftir þann tíma, þótt dýrin hafi raunar reynst þægilegri fararskjóti en blaðamaður átti von á. Það kom á óvart hversu gróin Thar-eyðimörkin er. Vissulega blasir gylltur sandur við svo langt sem augað eygir, en tré og runnar setja einnig svip á landslagið. Morgunblaðið/ASE FERÐALÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.