Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.04.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 57 MENNING Ísköld vörn. Norður ♠ÁG1073 ♥DG5 V/NS ♦75 ♣D95 Vestur Austur ♠64 ♠D985 ♥Á ♥74 ♦ÁKD103 ♦G984 ♣KG432 ♣1087 Suður ♠K2 ♥K1098632 ♦62 ♣Á6 Suður verður sagnhafi í fjórum hjörtum eftir nokkra sagnbaráttu: Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 1 spaði Pass 2 hjörtu 3 lauf 3 hjörtu 4 tíglar 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur kemur út með hátígul. Nú er aðeins ein vörn til – vestur verður að spila undan tígulaðlinum yfir á gosa makkers og fá lauf til baka. Þá nær sagnhafi ekki að losa sig við tap- spilið í laufi ofan í spaða. En er hægt að finna þessa vörn? Því ekki það. Barátta austurs í fjóra tígla er hjálpleg, því vestur veit þá að suður á aðeins einn tígul eftir og það er á móti líkum að það sé nákvæmlega gosinn. En öruggasta leiðin er að koma út með drottninguna í tígli. Þá sér austur að gosinn er innkoma og getur kallað. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Félagsstarf Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Skvettuball verður haldið í Gullsmára laugardaginn 16 apríl kl. 20–23. Allir velkomnir á gömlu góðu ballskónum og með góða skapið með sér. Kaffi, bjór og gos á hóflegu verði. Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir dansi. Síðasta Skvettuball vetrarins. Félagsstarf Gerðubergs | Klukkan 13–17 „Gullþræðir“ opin listmuna- sýning Maríu Jónsdóttur, listakonan er á staðnum. Á fimmtud. frá kl. 12.30 og föstud. kl.9–16 rósamálun og geisladiskasaumur og fl. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður í sal I.O.G.T að Stangarhyl 4, laugardaginn 16. apríl. Spila- mennskan hefst kl. 20.00 og síðan verður dansað fram eftir nóttu. Fjöl- mennum og tökum með okkur gesti. Félagsstarf SÁÁ. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 20:00. Einnig er bænastund alla virka morgna kl. 07– 08. Allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Hvítasunnukirkjan Fíladelfía 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Be2 a6 7. 0–0 Be7 8. f4 0–0 9. Kh1 Dc7 10. a4 Rc6 11. Be3 Rxd4 12. Dxd4 Bd7 13. e5 Re8 14. Bf3 Bc6 15. Re4 Hd8 16. Dc3 Bxe4 17. Bxe4 Hc8 18. Bd4 f5 19. exf6 Bxf6 20. Dh3 Bxd4 21. Bxh7+ Kf7 22. Hfe1 Dd7 23. f5 e5 24. Bg6+ Ke7 25. Dh4+ Rf6 26. Dxd4 Hxc2 27. Had1 Dc7 28. De3 Hc4 29. h3 Dc5 30. Dg5 Kd7 31. Bh5 Rxh5 32. Dxh5 Hf4 33. Dg6 H8xf5 34. Dxg7+ Hf7 35. Dg6 H7f6 36. Dg8 Hf8 37. Db3 Hb4 38. Dg3 Hbf4 39. Kh2 H8f7 40. Db3 Db4 41. Dd5 Ke7 Staðan kom upp á meistaramóti Danmerkur sem lauk fyrir skömmu í Køge. Sune Berg Hansen (2.553) hafði hvítt gegn Thomas Hutters (2.445). 42. Hxe5+! Kf8 svartur hefði orðið mát eftir 42. … dxe5 43. Dxe5+ Kf8 44. Hd8#. 43. Dxd6+ Dxd6 44. Hxd6 Hxa4 45. Hb6 Hc4 46. He3 Hc2 47. Hg3 hvíta staðan er unnin enda erfitt fyrir svartan að ráða við frelsingja hans á kóngsvæng. 47. … Hd7 48. Hg4 Ke8 49. Hg8+ Kf7 50. Hb8 Hcc7 51. Kg3 Kg7 52. Kh4 He7 53. g4 Hcd7 54. g5 Kf7 55. Kh5 Kg7 56. h4 Hc7 57. Hg6+ Kf7 58. Hh8 a5 59. Kh6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Safnvörðum Norræna stofnunin um samtímalist óskar eftir Svarið fyrir 9. maí! Nánari upplýsingar www.nifca.org 16. apríl Tilviljunin er ef til vill dulnefni Guðs þegar hann hirðir ekki um að setja nafnið sitt undir. Anatole France 1844 (Frakkland) Önnur afmælisbörn dagsins: Fornólfur (Jón Þorkelsson) 1859 John Millington Synge 1871 (Írland) Kingsley Amis 1922 (Bretland) Elísabet Jökulsdóttir 1958 Árbók bókmenntanna ELÍSABET Waage hörpuleik- ari og Kolbeinn Bjarnason flautu- leikari halda tvenna tónleika um helgina. Í dag kl. 17 leika þau í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði, og á morgun kl. 17 í Hveragerðiskirkju. Efnisskráin er að mestu byggð á verkum tónskálda frá Asíulöndum. Kunnasta tónskáldið er sennilega indverski sítarleikarinn Ravi Shank- ar. Einnig verða leikin Flautusónata í E-dúr eftir J.S. Bach, Tilbrigði við Les Folies d’Espagne eftir Marin Marais og Intermezzo úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Kolbeinn og Elísabet hafa um árabil verið virk í íslensku tónlist- arlífi auk þess að leika á tónleikum erlendis. Seinni tónleikarnir eru áskrift- artónleikar Tónlistarfélags Hvera- gerðis og Ölfuss og haldnir í sam- starfi við Félag íslenskra tónlistarmanna með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Harpa og flauta á Ísa- firði og í Hveragerði Kolbeinn Bjarnason Elísabet Waage SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norð- urlands efnir til fjölskyldutónleika í Samkomuhúsinu á morgun, sunnu- daginn 17. apríl kl. 16 í samvinnu við Leikfélag Akureyrar. Frumflutt verður nýtt tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson við smásöguna „Stúlkan í turninum“ eftir Jónas Hallgrímsson en það samdi Snorri að beiðni hljómsveitarinnar og með stuðningi Menningarborgarsjóðs. Lesari er Skúli Gautason leikari. Fyrirhugað var að flytja þetta tónverk á skólatónleikum hljóm- sveitarinnar á liðnu hausti, en vegna verkfalls varð ekkert af slíkum tón- leikum. Guð- mundur Óli Gunnarsson hljómsveit- arstjóri sagði að verkið yrði þess í stað flutt á skóla- tónleikum á næsta hausti. Hljóm- sveitin hefur á skólatónleikum und- anfarinna ára flutt tónverk, byggt á sögum, frægast þeirra líklega Pétur og úlfurinn sem flutt var fyrir fáum árum. Þá hefur sveitin flutt Djákn- ann á Myrká og einu sinni áður hef- ur verk verið samið sérstaklega fyr- ir hljómsveitina til að flytja á skólatónleikum. Það gerðu bræð- urnir Tryggvi og Sveinbjörn I. Baldvinssynir, sem í sameiningu sömdu, Lykilinn, Tryggvi tónlistina og Sveinbjörn söguna. „Nú fengum við Snorra Sigfús til að semja fyrir okkur verk og hann valdi sér sögu eftir Jónas Hallgrímsson, þetta er ævintýri þar sem góð og ill öfl tak- ast á, álög og töfrar koma við sögu og farsæl lausn í lokin, allt sem prýðir gott ævintýri,“ sagði Guð- mundur Óli. Tónlistin í verkinu miðar að því að útmála söguna, „þannig að fólk upplifi hana á annan hátt og sterk- ari en ef einungis væri hlustað á söguna án tónlistarinnar. Tónlistin bætir inn alveg nýrri vídd í upplif- unina,“ sagði hljómsveitarstjórinn og kvaðst spenntur að finna hver viðbrögð áheyrenda yrðu. Að auki flytur hljómsveitin nokk- ur lög úr hinum vinsæla söngleik, Óliver, sem Leikfélag Akureyrar sýndi fyrr í vetur við góðar und- irtektir. Ólafur Egill Egilsson mæt- ir í gervi Fagins ásamt þjófaflokki sínum þannig að nú eru allra síð- ustu forvöð fyrir þá sem ekki sáu verkið á meðan það var á fjölunum að sjá brot af því besta nú. „Við erum að vona að með þessu efnisvali sem höfðar til barna að foreldrar mæti á tónleikana með börnum sínum og eigi góða stund.“ Tónlist | Fjölskyldutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands Tónverk eftir sögu Jónasar Hallgrímssonar frumflutt Morgunblaðið/Kristján Fagin og þjófagengi hans taka þátt í fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á morgun, sunnudag, en þeir eru í samvinnu við Leikfélag Akureyrar sem sýndi söngleikinn Óliver fyrr í vetur. Snorri Sigfús Birgisson Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is PÉTUR Örn Friðriksson og Helgi Hjaltalín fjalla í dag kl. 15 um sýn- inguna Markmið og samstarfið sem þeir hafa átt undir þessu sýning- arheiti, en sýningin sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum er sú ellefta í röðinni. Helgi og Pétur hafa unnið saman að því að færa áhugamál sín inn á svið myndlistarinnar. Það hef- ur þeim tekist með því að smíða furðutæki af ýmsu tagi; farskjóta fyrir nær óhugsandi aðstæður, tæki og tól sem hafa vafasamt notagildi, og vélar sem geta varla sinnt hlut- verki sínu. Notagildið er ef til vill takmarkað, en „markmið“ þeirra Helga og Péturs er ferðalag, hvort sem það er ferð myndatökuvélar niður fjallshlíð eða ferðir ökutækja, sem ímyndunaraflið knýr áfram. Fjallað um Markmið XI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.