Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 9

Morgunblaðið - 16.04.2005, Side 9
HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra úrskurðaði í gær þrjá menn í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglunnar á Akureyri á hassmáli en hún handtók mennina með 300 grömm af hassi í vikunni. Einn hinna handteknu var úrskurðaður í gæslu til 19. apríl en hinir tveir til 25. apríl. Í gæsluvarðhald vegna hassmáls MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 9 FRÉTTIR iðunn tískuverslun Kringlunni, sími 588 1680 Ný sending af kápum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Peysur og kvartbuxur Ótal snið og litir Kringlunni - sími 568 1822 Góðar sumargjafir Strigaskór St. 20-28 - Verð kr. 2.600 Stígvél St. 20-29 Verð kr. 2.400 ÁFENGISSALA hér á landi var um 20,4 milljónir lítrar á síðasta ári á móti 19,2 milljónum lítra ár- ið 2003, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Aukningin er um 6,3%. Talið í alkóhóllítrum er aukningin hlutfallslega ekki eins mikil, eða 4,4% milli ára, úr 1.458 þúsund alkóhóllítrum árið 2003 í 1.523 þúsund alkóhóllítra í fyrra. Sala á léttu víni hefur aukist mest, en sala á sterkum drykkjum hefur minnkað stöðugt á síðustu árum. Reiknað á hvern íbúa 15 ára og eldri, nam salan 6,71 alkóhóllítrum, en var 6,52 alkóhóllítrar á árinu 2003. Sú aukning er 2,9% milli ára, en sambærilegar hækkanir milli ára á þeim mælikvarða hafa verið frá ríflega 2% til ríflega 5% frá árinu 2000. Sala á áfengi jókst um 6,3% á síðasta ári MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt tillögu borgarstjóra að menntaráði verði falið að útfæra ít- arlega áform um gjaldfrjálsan leik- skóla í Reykjavík í samræmi við þau auknu fjárframlög sem til þess séu ætluð í frumvarpi að þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingu og fjármál Reykjavíkurborgar 2005– 2008. Í tillögunni segir, að sérstaklega skuli hugað að þróun gjaldskrár með tilliti til systkinaafsláttar og gjald- töku fyrir dvalarstundir umfram gjaldfrjálsar stundir. Þá skuli ráðið hyggja að áhrifum gjaldfrjáls leik- skóla á samspil þjónustu leikskóla og dagforeldra, ekki síst í ljósi væntan- legrar endurskoðunar á reglugerð um daggæslu í heimahúsum. Menntaráð útfæri gjaldfrjálsan leikskóla RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært karlmann fyrir að bana eiginkonu sinni á heimili þeirra í Kópavogi í nóvember á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær og hefst aðalmeðferð 27. maí nk. Ákærða er gefið að sök að hafa brugðið þvottasnúru um háls hinn- ar látnu og þrengt að með þeim af- leiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Bótakröfur upp á 17 milljónir króna eru hafðar uppi í málinu frá börnum og foreldrum hinnar látnu. Við þingfestingu málsins játaði ákærði á sig kyrkingu en neitaði að hafa ætlað sér að bana konu sinni. Ákærður fyrir manndráp BORGARRÁÐ Reykjavíkur lýsti því yfir á fundi sínum að það væri reiðubúið að greiða fyrir því að framtíðaraðsetur Háskólans í Reykjavík yrði áfram í Reykjavík. Í bókun borgarráðs segir, að á síðustu mánuðum hafi staðið yfir vinna með fulltrúum Háskólans í Reykjavík um staðarval skólans til framtíðar. Sú staðsetning innan borgarinnar sem fulltrúum skól- ans hafi hugnast best sé í Vatns- mýri. HR verði áfram í Reykjavík Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ICELANDAIR vekur athygli á því, að frá og með 14. apríl nk. hafa yf- irvöld í Bandaríkjunum lagt bann við því að einstaklingar hafi sígar- ettukveikjara á sér eða í handfar- angri í flugi til og frá Bandaríkj- unum. Bannið, sem gildir um allar tegundir kveikjara, hefur þegar tekið gildi. Um langt skeið hefur verið í gildi bann í öllum löndum við að flytja kveikjara í farangri sem fer í far- angurslestir flugvéla, en nú nær bannið einnig til kveikjara í far- þegarými til og frá Bandaríkj- unum. Brot á reglum um flutning bann- aðra hluta getur varðað háum sekt- um í Bandaríkjunum fyrir þá sem hafa slíka hluti í fórum sínum þegar komið er inn á svæði flugvalla eftir vopnaleit eða um borð í flugvélum. Kveikjarar bann- aðir í flugi til Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.