Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BAUHAUS VILL LÓÐ
Þýska byggingavöruverslana-
keðjan Bauhaus á nú í samninga-
viðræðum við Urriðaholt ehf. um
kaup á landi í Garðabæ, þar sem
Bauhaus áformar að reisa og reka
um 12.000 fm stórverslun.
Gríðarlega kaldur maí
Maí var óvenju þurr og sólríkur
víða um land í ár. Þó var maímán-
uður víða hinn kaldasti í áratug. Í
Reykjavík var meðalhitinn 5,7 stig
eða 0,6 stigum undir meðallagi og
hefur ekki verið kaldara síðan 1993.
Úrkoma mældist víða aðeins þriðj-
ungur af meðalúrkomu.
Neyðarviðræður innan ESB
Lettneska þingið samþykkti í gær
stjórnarskrársáttmála ESB, degi
eftir að Hollendingar höfnuðu hon-
um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Evr-
ópskir ráðamenn reyna nú að ráða
úr þeim vanda sem upp er kominn
innan ESB eftir að Frakkar og síðan
Hollendingar höfnuðu stjórnar-
skránni.
Blaðamaður myrtur í Beirút
Þekktur blaðamaður, Samir Kass-
ir, fórst af völdum bílsprengju í
Beirút, höfuðborg Líbanons í gær.
Kassir var andstæðingur áhrifa Sýr-
lendinga í Líbanon og beitti sér fyrir
því að Sýrlendingar færu með her
sinn úr landinu.
Y f i r l i t
Kynning Morgunblaðinu fylgir
Sjómannadagsblaðið.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
Í dag
Fréttaskýring 8 Forystugrein 32
Verið 14 Viðhorf 34
Viðskipti 15 Bréf 35
Erlent 18/19 Minningar 36/45
Minn staður 20 Myndasögur 58
Landið 21 Dagbók 50/53
Höfuðborgin 22/23 Velvakandi 51
Suðurnes 22/23 Staður og stund 52
Akureyri 24 Leikhús 54
Austurland 24 Bíó 58/61
Menning 25 Ljósvakamiðlar 62
Daglegt líf 26/27 Veður 63
Umræðan 30/35 Staksteinar 63
* * *
MATSNEFND á vegum Austur-
hafnar-TR ehf. hefur boðið fyrir-
tækjunum Fasteign og Klasa annars
vegar og Portus Group hins vegar að
taka áfram þátt í samningsferli við
byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss
við Reykjavíkurhöfn.
Þriðji hópurinn sem var eftir, Við-
höfn, dettur hins vegar út, en hóp-
arnir þrír lögðu fram frumhugmynd-
ir sínar í janúar sl. og fengu
umsagnir um þær í febrúar. Í maí-
byrjun voru svo fyrstu tilboð með
kostnaðar- og rekstraráætlunum
lagðar fram og hefur matsnefnd farið
yfir þau.
Alls voru fjórir hópar viðurkennd-
ir í júlí á síðasta ári sem þátttakend-
ur í samningsferlinu, en fjórði hóp-
urinn, Multiplex og Foster &
Partners, hætti þátttöku í janúar.
Fyrirtækið Austurhöfn-TR ehf. sér
um útboð verksins og segir í frétta-
tilkynningu frá fyrirtækinu að sér-
stök undirnefnd arkitekta hafi gefið
umsögn um arkitektúr og hönnun,
sérstök nefnd á vegum Reykjavíkur-
borgar gefið umsögn um skipulags-
þáttinn og samráðshópur notenda
gefið umsögn um áætlaða starfsemi,
þjónustu og starfsáætlanir.
Tilboð og tillögur metin
út frá ýmsum þáttum
Að sögn Stefáns Hermannssonar,
framkvæmdastjóra Austurhafnar,
verða tilboð Fasteignar og Klasa og
Portus metin áfram og fyrirtækjun-
um gefinn kostur á að þróa tillögur
og tilboðin og bæta það sem ekki
þykir nógu gott. Stefnt er að því að
tilkynnt verði um hvaða hópur hlýtur
verkið í haust og að samningum verði
lokið í árslok, þannig að framkvæmd-
ir við byggingu hússins geti hafist
fyrir árslok 2006.
Aðspurður til hvaða þátta sé helst
litið við mat á tilboðum segir Stefán
að þar spili margt inn í; arkitektúr og
hönnun, skipulagslausnir, ýmiskonar
atriði varðandi hljómburð og önnur
tæknileg atriði í sambandi við salina,
rekstur hússins, markaðsáætlanir og
aðrir viðskiptalegir þættir. Áætlaður
kostnaður við byggingu tónlistar- og
ráðstefnuhúss er 7–8 milljarðar og
það fyrirtæki sem verður fyrir valinu
mun sjá um að reka húsið eftir að
byggingu þess er lokið. Stefán segir
að rekstraraðili hússins verði að upp-
fylla ákveðin skilyrði, t.a.m. að veita
Sinfóníuhljómsveitinni ákveðna
þjónustu en árlegur styrkur hins op-
inbera mun nema 595 milljónum á
verðlagi ársins 2004 og verður styrk-
urinn veittur í 35 ár frá og með 2009.
Viðhöfn dettur út
Portus og Fasteign
og Klasi áfram í
viðræðum
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Fasteign og Klasi
Þátttakendur: Eignarhaldsfélagið
Fasteign hf., fasteignarekstrarfélag í
eigu Íslandsbanka og nokkurra sveit-
arfélaga, og Klasi hf., fasteignarekstr-
arfélag í eigu Íslandsbanka.
Arkitektar: Schmidt, Hammer & Las-
sen a/s og Teiknistofa Halldórs Guð-
mundssonar.
Stýriverktaki: Ístak/PIHL.
Portus Group
Þátttakendur: Landsafl hf., fasteigna-
rekstrarfélag í eigu Landsbanka Ís-
lands, Nýsir hf. og Íslenskir aðal-
verktakar hf.
Arkitektar: Henning Larsens Tegne-
stue, Batteríið-arkitektar.
Stýriverktaki: ÍAV.
Viðhöfn
Þátttakendur: Sparisjóðabanki Ís-
lands, Festing ehf., Eykt ehf. og
Höfðaborg ehf.
Arkitektar: Ateliers Jean Nouvel.
Þeim til aðstoðar er teiknistofan T.ark.
Stýriverktaki: Eykt ehf.
Heimild: www.austurhofn.is
„STÆRSTA ógnin við okkar öryggi í
dag er hættan af gjöreyðingarvopn-
um í höndum óábyrgra ríkisstjórna,
útlagaríkja og hryðjuverkamanna,“
sagði Davíð Oddsson, utanríkisráð-
herra, þegar hann setti ráðstefnu um
áhrif NATO á útbreiðslu lýðræðis og
mannréttinda í húsnæði Íslenskrar
erfðagreiningar í gær.
Davíð sagði að með náinni sam-
vinnu aðildarríkja NATO sé hægt að
draga úr hættunni sem stafar af ger-
eyðingarvopnum í röngum höndum.
„NATO er, og verður áfram, horn-
steinn öryggis og varna aðildarríkj-
anna, og að mínu mati á þetta sér-
staklega við um nýju aðildarríkin sem
setja traust sitt á bandalagið þegar
kemur að öryggi.“
Stækkun NATO sem nú er í gangi
er hluti af þeirri þróun sem bandalag-
ið verður að fara í gegnum til þess að
mæta nýjum ógnum eins og alþjóða
hryðjuverkastarfsemi, sagði Davíð.
„Afar fáir, ef einhverjir, spáðu fyrir
um fall Sovétríkjanna og Varsjár-
bandalagsins, og
hryðjuverkaárás-
irnar á Bandarík-
in árið 2001 voru
óvæntar. Þetta
sýnir okkur þörf-
ina fyrir það að
laga bandalagið
að breyttum ör-
yggisaðstæðum.“
Ráðstefnan um
áhrif NATO á útbreiðslu lýðræðis og
mannréttinda er haldin af Varðbergi,
félagi ungra áhugamanna um vest-
ræna samvinnu, og lýkur ráðstefn-
unni í dag, föstudag. Meðal ræðu-
manna í gær voru Gunnar Snorri
Gunnarsson ráðuneytisstjóri utanrík-
isráðuneytisins og Siv Friðleifsdóttir
alþingismaður. Í dag stíga í pontu
meðal annarra Sólveig Pétursdóttir
formaður utanríkismálanefndar Al-
þingis, Gunnar Pálsson sendiherra og
Troels Egeskov Sörensen formaður
ungliðasamtaka um vestræna sam-
vinnu.
Davíð Oddsson
Gereyðingarvopn
í röngum höndum
stærsta ógnin
RÚMLEGA fertugur karlmaður
var í gær dæmdur í fimm mánaða
fangelsi fyrir að brjóta gegn nálg-
unarbanni gegn Helga Áss Grét-
arssyni og sambýliskonu hans og
fyrir að hóta nágranna sínum.
Hann hafði áður verið dæmdur fyr-
ir brot á nálgunarbanninu.
Samkvæmt nálgunarbanninu má
maðurinn ekki koma nær Helga
Áss og sambýliskonu hans en 200
metra en það bann rauf hann gegn
þeim báðum með eins mánaðar
millibili síðla síðasta árs. Maðurinn
neitaði sök og sagðist hafa hitt þau
á gangi fyrir tilviljun. Í dómnum
segir að honum hefði átt að vera
ljóst að honum væri allsendis
óheimilt að nálgast þau meira en
sem nemur 200 metrum og því
hefði hann átt að halda rakleitt á
brott ef hann varð ferða þeirra var.
Það hefði hann á hinn bóginn ekki
gert. Var hann því sakfelldur fyrir
að brjóta gegn nálgunarbanninu.
Hann var auk þess dæmdur fyrir
að hóta manni sem býr í sama húsi
líkamsmeiðingum. Fram kemur í
dómnum að þegar lögregla kom á
staðinn hafi maðurinn komið til
móts við lögreglumenn með hamar í
hendi. Aðspurður hvers vegna hann
tæki svona á móti lögreglu sagðist
hann hafa átt von á að mæta ná-
granna sínum. Hann hafði áður ver-
ið dæmdur fyrir að ráðast á íbúa í
húsinu og því hafði nágranninn
ærna ástæðu til að óttast um heil-
brigði sitt og velferð, að því er segir
í dómnum.
Hefur áður hlotið
dóma fyrir árásir
Maðurinn á að baki alllangan
sakarferil og hefur m.a. nokkrum
sinnum verið dæmdur fyrir líkams-
árásir, hótanir og húsbrot. Í fyrra
var hann dæmdur í sex mánaða
fangelsi fyrir ofsóknir á hendur
Helga Áss og sambýliskonu hans.
Hann hefur átt við geðsjúkdóm að
stríða en héraðsdómur mat hann
sakhæfan.
Sambýliskona Helga Áss bjó áð-
ur með manninum.
Símon Sigvaldason kvað upp
dóminn. Katrín Hilmarsdóttir,
fulltrúi lögreglustjórans í Reykja-
vík, sótti en Jón Magnússon hrl.
var til varnar.
Aftur dæmdur fyrir
brot á nálgunarbanni
EINN frægasti víóluleikari heims,
Yuri Bashmet, lék á tónleikum með
Sinfóníuhljómsveit Íslands í gær-
kvöld, þar sem hann gegndi bæði
hlutverki hljómsveitarstjóra og ein-
leikara. Tónleikarnir voru hluti af
Listahátíð í Reykjavík.
Að sögn Jónasar Sen, tónlistar-
gagnrýnanda Morgunblaðsins, var
Bashmet fjarri sínu besta formi fyrst
framan af og því olli fyrri hluti tón-
leikanna hálfgerðum vonbrigðum.
„Svo rættist heldur betur úr tónleik-
unum eftir hlé,“ bætir Jónas við.
Dómur um tónleikana birtist í
Morgunblaðinu á morgun.
Morgunblaðið/Jim Smart
Batnaði eftir hlé
Til starfa á ný
AGNES Bragadóttir, fréttastjóri
viðskiptafrétta Morgunblaðsins, er
komin til starfa á ritstjórn blaðsins
á ný. Hún hefur verið í leyfi frá því í
apríl vegna starfa í þágu Almenn-
ings ehf. og m.a. verið einn helzti
talsmaður þess félags. Aðrir hafa
nú tekið við því hlutverki.
Valt í Kjálkafirði
BÍLVELTA varð á öðrum tímanum
í gær í Kjálkafirði, austan við
Flókalund, samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar á Patreksfirði. Fjórir
voru í bílnum og hlaut fólkið minni
háttar meiðsl að því er lögregla
segir. Sjúkrabíll var sendur frá Pat-
reksfirði til þess að sækja fólkið.