Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Náttúran í ríki markmiða á morgun ÚR VERINU ELLEFTI árgangur Sjómannadagsblaðs Austur- lands er kominn út. Í blaðinu er meðal annars að finna viðamikla umfjöllun um strand togarans Eg- ils rauða fyrir sléttum 50 árum og frækilega björgun 29 manna úr áhöfninni, viðtal við einse- tufrúna á Hesteyri í Mjóafirði, Önnu M. Guðmundsdóttur, og fjölmörg minningabrot, í mynda- og textaformi, frá lið- inni tíð á Austurlandi. Í blaðinu er einnig birt brot úr óútgefn- um æviminningum Vilhjálms Árnasonar hæstaréttarlög- manns, sem fæddur var á Skálanesi í Seyðisfirði árið 1917, og fjallað um fiskveiðar Færeyinga við Ísland á 19. og 20. öld og margt fleira. Ritstjóri Sjómannadagsblaðs Austurlands er Kristján J. Kristjánsson frá Norðfirði. Á höf- uðborgarsvæðinu er meðal annars hægt að nálg- ast Sjómannadagsblað Austurlands í verslunum Pennans – Eymundsson, Grandakaffi Granda- garði og Kænunni í Hafnarfirði. Á Akureyri er blaðið fáanlegt í Pennanum – Bókvali í Hafn- arstræti og í Pennanum á Glerártorgi. Sjómannadags- blað Austurlands komið út REKSTRARUMHVERFI sjáv- arútvegsins mun leiða til frekari samþjöppunar í sjávarútvegi, að mati Árna M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra. Hann á þó ekki von á að kvótaþakið svo- kallaða verði hækkað á næst- unni. Þetta kom fram í máli hans á vorfundi útflutningsráðs FÍS, sem haldinn var í gær. Árni ræddi m.a. á fundinum samþjöppun í sjávarútveginum á síðustu árum. Hann sagðist þeirrar skoðunar að umhverfið hafi kallað á þá samþjöppun sem orðið hafi. Þannig hafi hækkandi gengi íslensku krón- unnar haft mikil áhrif á stöðu greinarinnar að undanförnu, það kæmi greinilega fram í fregnum af uppsögnum í fisk- vinnslu síðustu daga. Geng- isþróunin setti þrýsting á fyr- irtækin í greininni, einkum þau minni og veikari og þær ein- ingar innan stærri fyrirtækj- anna sem væru hvað veikastar. Einnig hafi samkeppni við Suð- austur- og Austur-Asíu haft mikil áhrif á rekstur fiskvinnsl- unnar að undanförnu. Einnig hafi orðið vart að erfiðlega gangi að manna fiskvinnsluna í því þensluástandi sem ríkt hafi að undanförnu. Atvinnuleysi sé lítið og samkeppnin um vinnu- aflið meiri. Þessa séu einnig merki í útgerðinni. „Allt þetta mun að mínu mati leiða til frek- ari samþjöppunar og að við munum sjá meiri tæknivæðingu, bæði á sjó og í landi þannig að við getum unnið sama afla og vonandi einhvern tímann meiri afla, með minni mannskap en meiri tækjabúnaði.“ Árni sagðist hins vegar ekki eiga von á því að takmörkunum á hámarkskvóta yrði breytt á næstunni, enda væri enn þá heilmikið svigrúm innan grein- arinnar með þeim lögum sem nú eru í gildi. Hann sagði stöðu greinarinnar þannig góða og margir möguleikar. „Oft hefur verið talað um að það væri íþyngjandi fyrir greinina að vera svo stór og uppistöðuat- vinnugrein í atvinnulífinu. Þegar sú staða jafnast, taka aðrir ekki eins mikið tillit til greinarinnar og greinin verður að taka meira tillit til annarra. Það þarf ekki að vera slæmt, hvorki fyrir greinina né fyrir þjóðina í heild,“ sagði Árni. Frekari samþjöpp- un í sjáv- arútvegi Morgunblaðið/Sverrir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra með stórkaupmönnum á vorfundi FÍS. RANNSÓKNIR við Háskóla Íslands hafa stóraukist á undanförnum árum og eru nú um 40% meiri en árið 1997, þrátt fyrir að fjárveiting til rannsókna hafi staðið í stað frá árinu 2000. Þetta kemur fram í endurskoðuðum árs- reikningi skólans, sem kynntur var á ársfundi hans nýverið. Innlendir styrkir til rannsókna- verkefna við skólann á síðasta ári juk- ust um 23% og erlendir styrkir um 82%, meðal annars í tengslum við stúdentaskipti og starfsþjálfun. Mikil fjölgun nemenda í doktors- og meist- aranámi hefur eflt skólann sem rann- sóknamiðstöð og í formála ársskýrsl- unnar, segir Páll Skúlason, háskólarektor. Segir hann að skólinn sé orðinn rannsóknasetur á heims- mælikvarða. Heildarvelta Háskólans á síðasta ári nam 6,6 milljörðum króna og bók- færð gjöld umfram tekjur voru 137 milljónir. Ríkisframlag til skólans var rúmir 4,2 milljarðar króna fyrir 5.200 ársverk nemenda. Nemendur unnu 550 ársverkum betur og var kostn- aður við þau um 330 milljónir króna. Miðað við óbreyttar forsendur má ætla að allt að 800 nemendur stundi nú nám við skólann án ríkisframlags. Unnið að kynjajafnrétti Nemendur við skólann eru nú um 9.000 og hefur fjölgað hratt undanfar- in ár. Hlutfall kvenna í stúdentahópn- um er orðið 63%. Kynjahlutföll starfs- manna eru nokkuð jöfn á flestum sviðum. Þó eru konur í miklum meiri- hluta í stjórnsýslustörfum en í hópi dósenta og prófessora eru karlar mun fleiri. Áætlun um jafnrétti kynjanna, frá árinu 2000, er að renna út, en ekki hafa enn náðst öll markmiðin sem þar var stefnt að. Samstarf jafnréttisfull- trúa við deildir skólans verður því í brennidepli á næstu árum. Er skóli allra landsmanna Í formála ársskýrslunnar segir Páll einnig að aldrei megi gleyma að Há- skóli Íslands sé skóli allra lands- manna og að í því felist skylda til að bregðast við kalli tímans og sinna menntaþörfum sem brýnastar séu á hverjum tíma. Páll segir kennslu og rannsóknir við skólann standa í blóma og kveðst vona að stjórnvöld beri gæfu til að tryggja að svo verði um ókomin ár. Styrkir til rannsókna aukast en fjárveiting stendur í stað SÍÐASTLIÐINN þriðjudag voru liðin 60 ár frá því að Geirþrúður Hildur Bernhöft lauk embættis- prófi í guðfræði frá Háskóla Ís- lands, fyrst íslenskra kvenna. Í til- efni af því stóðu guðfræðideild Háskólans, Félag guðfræðinga og Kvennakirkjan fyrir hátíð- arsamkomu í kapellu Háskólans. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, dósent við guðfræðideild, annaðist undirbúning samkomunnar fyrir hönd guðfræðideildar. Segir hún að 87 konur hafi frá upphafi lokið kandídatsprófi í guðfræði á Íslandi, en þá eru ekki taldar þær sem hafa aðeins BA-próf. Aukning kvenna í guðfræðideild hefur verið mjög hröð síðasta áratuginn, en eftir að Geirþrúður lauk prófi liðu sautján ár þar til önnur kona gerði slíkt hið sama. Konur hafa verið í meirihluta í guðfræðideild frá árinu 1995 og hafa síðustu ár verið um og yfir 70% nemenda, en um 63% nemenda við Háskóla Íslands eru konur. Fjölgun kvenna í deildinni er í takt við þróun í fleiri deildum, en hefur gerst mjög hratt. Konur í meirihluta í guðfræðinámi Morgunblaðið/Sverrir Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir ávarpaði hátíðarsamkomuna fyrir hönd guðfræðideildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.