Morgunblaðið - 03.06.2005, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 03.06.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 25 MENNING „TÓNSKÁLD eiga að spila meira á hljóðfæri og hljóðfæraleikarar eiga að gera meira af því að semja. Þannig skiljum við betur hvort ann- að og útkoman yrði langtum betri,“ segir skoski víóluleikarinn Garth Knox sem hingað er kominn til að spila á tónleikum á vegum Listahá- tíðar Reykjavíkur og Víólufélags Ís- lands. Sjálfur blandar Knox saman hljóðfæraleik, kennslu og tón- smíðum en lítur fyrst og fremst á sig sem hljóðfæraleikara. „Sem hljóðfæraleikari og tón- skáld á ég auðveldara með að skilja tónsmíði og veit hvað gengur upp og hvað ekki. Rökfræði tónsmíða og rökfræði hljóðfæraleiks er mjög ólík,“ segir Knox. „Það er mikill munur á að spinna tónlist og semja. Þegar ég sest niður til að skrifa á blað það sem ég hef verið að spila, þá breytist tónlistin oft heilmikið.“ Tala eigið tungumál Knox byrjaði að spila þegar hann var aðeins fimm ára gamall. Tvær systur hans spiluðu þá á fiðlur og bróðir hans á selló þannig að for- eldrar hans beindu honum að víól- unni. Hann segist fljótlega hafa tek- ið ástfóstri við hljóðfærið og ákveðið að víóluleikur yrði hans ævistarf. Í dag er hann sá eini úr systkinahópnum sem er atvinnu- hljóðfæraleikari en hann segir að fjölskyldan spili stundum saman á jólunum. Knox segir að það sé alltaf að verða skemmtilegra að spila á víól- una og þá sérstaklega vegna þeirra mörgu tækifæra sem hann fær til að spila með fólki víða að úr heim- inum. Hann hefur spilað mikið einn í gegnum árin en segir meira gef- andi að spila með öðrum hljóðfæra- leikurum. „Fólk frá ólíkum löndum spilar mismunandi á hljóðfærið og á oft mun auðveldara að spila tónlist frá sínu heimalandi en aðrir. Hljóð- færin eiga sitt eigið tungumál og stundum telja hljóðfæraleikarar sig tala tungumálið þegar þeir í raun kunna aðeins örlítið og þurfa að gefa sér tíma og hlusta á hljóðfæra- tungumál hvers lands til að læra. Þetta hef ég sjálfur upplifað.“ segir Knox. Í kvöld mun Knox spila á tón- leikum Listahátíðar og Víólufélags Íslands, en hann er staddur hér á landi til að taka þátt í fjögurra daga alþjóðlegri víóluráðstefnu félagsins. Á tónleikunum mun Knox spila eitt verka sinna, Malor me bat, ásamt fimm íslenskum víóluleikurum en hann mun einnig flytja sólóverk eft- ir Salvatore Sciarriano og taka þátt í frumflutningi verks eftir Daníel Bjarnason. Viola d’amore Í verkinu Malor me bat spilar Knox á viola d’amore sem er af- brigði víólunnar. Í viola d’amore eru svokallaðir undirstrengir sem ekki er spilað á en þeir framlengja tónana sem spilaðir eru á yf- irstrengina og gefa fallegan hrein- hljóm. Í verkinu munu fimm víóluleik- arar spila með Knox og er hugsunin á bakvið verkið komin frá uppbygg- ingu viola d’amore hljóðfærisins. „Í byrjun er hlutverk víólnanna að túlka undirstrengi viola d’amore og framlengja minn leik en þegar líður á taka víólurnar yfir leik viola d’amore. Verkið er byggt á fimm- tándualdar þjóðlagi sem er mjög fallegt og mig langaði að setja í víólubúning.“ Í verkinu notar Knox magnara til að áhorfendur heyri hljóm undir- strengjanna sem best. Undanfarið hefur hann verið að prófa sig áfram með notkun tölva í tónlist sinni en segir tæknina einungis vera til að hjálpa hljóðfærinu en ekki til að koma í stað þess. Á morgun verða einnig tónleikar á vegum Víólufélags Íslands og þá mun Knox taka þátt í flutningi þriggja verka; einu eftir sjálfan sig og svo verkum eftir Hans Werner Henze og Luciano Berio. Rökfræði tónsmíða ólík rökfræði hljóðfæraleiks Morgunblaðið/Sverrir Skoski víóluleikarinn Garth Knox. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Listahátíð | Víóluleikarinn Garth Knox á tónleikum Listahátíðar í Ými RAGNAR Kjartansson hefur verið atorkumikill gjörningalistamaður síðastliðin 4 ár eða svo og jöfnum höndum sinnt myndlist og popp- tónlist sem söngvari hljómsveita. Þ. á m. Kanada, The Funerals og Trabant. Ragnar hefur viljað sam- ræma tónlist, leiklist og myndlist sem er í sjálfu sér gott og gilt. Þessir þættir tvinnast oft saman hvort sem er hjá tilraunakenndum leikhópum eða gjörninga- listamönnum með bakgrunn í myndlist. En það er fín lína þarna á milli og til þess að samruni gangi upp þarf að vera jafnvægi á milli þáttanna þriggja. Ragnar leggur jafnan mikið upp úr „sýningunni“ sem er að gera mikið fyrir ímynd Trabants þessa dagana. Hvað myndlistina varðar þá leita ég alla- vega eftir einhverju meiru en að sjá skemmtilegt „show“, en mér hefur jafnan þótt það hængur á list Ragnars hve „sýningin“ spilar veigamikla rullu. Framlag Ragnars til Listahátíð- ar í Reykjavík er daglegur gjörn- ingur í í yfirgefnu húsi, nánar til- tekið Dagsbrún undir Eyjafjöllum, þar sem áður voru haldnar skemmtanir, dans og leiksýningar. Ragnar hefur áður verið með dag- lega gjörninga í tiltekinn tíma. Út- skriftarverk hans frá Listaháskóla Íslands var t.d. ópera þar sem listamaðurinn söng sig hásan í viku. Það var skemmtilegt „show“. Gjörningurinn undir Eyjafjöllum nefnist „Hin mikla ókyrrð“ og er, eins og óperan, tilraun til að sam- ræma og þá nýta mátt leiklistar, tónlistar og myndlistar saman. Ragnar situr á sviðinu dag hvern sminkaður eins og draugur, fölur, marinn og blóðugur og spilar blús. Draugurinn er klæddur búningi sem gefur til kynna að hann hafi starfað í leikhúsinu áður en það lagðist í eyði. Sennilega dó hann þar og vill hvergi fara. Það er fátt jafn ánægjulegt og að sjá tilraunir listamanns ná sam- an. Allt sem maður hefur séð frá honum, misgott og misslæmt, hef- ur þá leitt hann á nýjan stað í list sinni. Ragnar nær nefnilega alger- lega að fanga áhorfandann inn í gjörninginn. Hér er ekkert „show“ í gangi heldur lifandi skúlptúr- innsetning sköpuð út frá næmri til- finningu fyrir rými. Þegar maður gengur inn í eyðibýlið er eins og að mæta tveimur víddum í senn, hinu raunverulega eyðibýli og heimi hinna dauðu. Maður er ekki viss hvort sviðsmyndin hafi verið skilin eftir þegar húsið var yfirgefið eða hvort hún er hluti af heimi draugs- ins. Fjöldi kassettutækja sem listamaðurinn hefur staðsett víðs- vegar í húsinu með upptökum af draugablús fylla rýmið af reim- leika en eru samt líka raunveruleg gömul rykfallin kassettutæki sem gætu hafa verið skilin eftir og legið þarna í áraraðir. Verkið hefur skemmtilega til- vísun í íslenska menningu, þjóð- sögur og huldufólk og vel er unnið út frá staðnum með fallega náttúru og jarmandi kindur útivið og alla eymdina og sjálfsvorkunina innivið þar sem aumingja draugurinn sit- ur einn síns liðs, glamrar sinn draugablús á gítar og skeytir ekki um lifandi gesti enda veit hann væntanlega ekkert af þeim. Ragn- ar er hér að sýna sitt allra besta og er tvímælalaust með eitt heit- asta myndlistarverkið á Listahá- tíðinni í Reykjavík 2005. Leikhúsdraugurinn Morgunblaðið/Ransu Draugablús Ragnars Kjartanssonar í eyðibýli undir Eyjafjöllum. Jón B.K. Ransu MYNDLIST Listahátíð í Reykjavík Dagsbrún undir Eyjafjöllum Gjörningurinn stendur yfir frá 14-17 og 20-22 alla daga vikunnar. Lokið 5. júní. Ragnar Kjartansson ÞAÐ ER sagt að fáar íslenskar fjöl- skyldur fari varhluta af glímunni við afleiðingar áfengissýkinnar. Sá sem ræðst í það verkefni að færa í listræn- an búning þær þjáningar sem áfeng- issjúklingur skapar sér og nánasta umhverfi sínu og þær flóknu tilfinn- ingar sem úr því spretta, ræðst því hvorki á garðinn þar sem hann er lægstur né getur vænst þess að áhorfandinn setji sig ekki í nokkuð gagnrýnar stellingar. En hugrakkar konur stíga nú æ oftar fram á íslenskt leiksvið og er það vel. Móðirin og dóttirin í þessari frum- raun Ingibjargar Reynisdóttur eru læstar í vítahring fíkilstilveru ein- stæðrar móðurinnar. Í myndbrotum sem tengd eru, eða kannski ætti fremur að segja sprengd upp af tregablöndnum, ákaflega hrífandi pí- anóleik og söng Ragnheiðar Gröndal, er okkur sögð örsaga síðustu daga í samvist þeirra mæðgna þar sem kornung dóttirin er að kikna undir því að bera ábyrgð á sjúku foreldrinu. Verkið er vissulega skrifað á hvunndagsmáli, sem er oft eðlilegt og trúverðugt í fátækt sinni og grófleika, en bygging þess er viðkvæm, óljós, og varla hefðbundin (hefði reyndar, eins og flest leikverk, þarfnast yfirlesturs þjálfaðs dramatúrgs). Því er það að þegar leikstjórinn Eline McKay, sem hér þreytir einnig frumraun sína með atvinnuleikurum, og stendur vissu- lega frammi fyrir erfiðu verkefni, vel- ur að sviðsetja senurnar milli mæðgnanna eins og hvunndagslegt sjónvarpsleikrit byggt á aristótelískri hefð þá lendir sýningin á villigötum. Í stað þess að vinna senurnar á tákn- rænan hátt, jafnvel í takt við blæinn á atriðum Ragnheiðar Gröndal og fal- legri lýsingunni, vinna úr því sem gerist undir og á milli orðanna, dvelja í ósögðum óttanum, voninni, van- traustinu, niðurbældri reiði og ógn- þrunginni eða vanmáttugri þögn, þá er hér of mikið öskrað, of hratt farið yfir og hegðunarmunstur áfeng- issjúklinga hafa ekki ætíð verið nægi- lega vel skoðuð í leiktúlkuninni. Áhorfandinn nær því lengi vel hvorki að tengja sig við persónurnar né skilja til hvers ferðin er farin. Í kyrrð lokasenunnar hinsvegar þar sem móðirin, sem Ingibjörg Reynisdóttir leikur sjálf, situr ósjálf- bjarga á stofnun og gerir í eymd sinni vanburðugar tilraunir til að ná til dótturinnar Nínu, sem leikin er af Ís- gerði Elfu Gunnarsdóttur, þá afhjúp- ast jafnt hæfileikar Ingibjargar til að skrifa texta sem lifnar á sviði sem og hvers þessar tvær áhugaverðugu leikkonur eru raunverulega megn- ugar. Þá sterku mynd geymir áhorf- andinn með sér og það ætti Eline McKay að gera líka þegar hún ræðst í næsta leikstjórnarverkefni sitt. Á villigötum áfengisins LEIKLIST Senukúnstnerinn í samstarfi við Hafnarfjarðarleikhúsið Eftir Ingibjörgu Reynisdóttur. Leikstjóri: Eline McKay. Höfundur tónlistar og söng- ur: Ragnhildur Gröndal. Lýsing og sýningastjórn: Garðar Borgþórsson. Leikarar: Ingibjörg Reynisdóttir, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir. Hafnarfjarðarleik- húsið, miðvikudaginn, 1. júní kl. 20. Móðir mín, dóttir mín „Í myndbrotum, sem tengd eru eða kannski ætti fremur að segja sprengd upp af tregablöndnum, ákaflega hrífandi píanóleik og söng Ragnheiðar Gröndal, er okkur sögð saga úr samvist þeirra mæðgna.“ María Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.