Morgunblaðið - 03.06.2005, Side 26

Morgunblaðið - 03.06.2005, Side 26
Ostar, kex og létt- vín fyrir alla, nema bílstjór- ann, er til- valið nesti. Samlokur og bökur erudæmigert breskt nesti ílautarferðum,“ segir PaulNewton, verslunareig- andi í Pipar og salt. „Ég hef reyndar ekki oft farið í laut- arferð á Íslandi en ég man sér- staklega eftir dásamlegum degi á Kristnihátíð á Þing- völlum. Við lögðum af stað snemma morguns til að lenda ekki í umferðinni sem allir bjuggust við eftir þjóðhátíðina eða þjóðvegahá- tíðina eins og sumir kölluðu hana. Þetta var sólríkur dagur, nær engin umferð og við nutum góða veðursins allan daginn með nestiskörfuna. Alveg ógleym- anlegt.“ Góð samloka er með skinku og sterku sinnepi að mati Paul. En ætli Bretar séu ekki frægastir fyrir sam- lokur með agúrku og segir Paul að best sé að strá aðeins salti á agúrku- sneiðina. „Það gerir gæfumuninn,“ segir hann. „Roastbeef er líka gott í samloku og eins er eggjasalat kryddað með fersku karsi líka al- gengt í nesti. Hafrakex og marmelaði er einnig mjög vinsælt í nesti og margir taka með osta og súrar gúrkur. En brauðið verður að vera gróft annaðhvort heilhveitibrauð eða betri fjölkorna- brauð. Hvítt brauð er ekki eins gott, það klessist fljótt og verður leiðinlegt.“ Eggjasalat 1–2 egg, harðsoðin majones fersk karsi Öllu blandað saman og sett á milli brauðsneiðanna. Baka með brokkolí og rifnum osti Botn 450 g hveiti salt, (hnífsoddur) 175 g smjörlíki 110 g Crisko eða mjúk jurtafeiti 75 g vatn Hnoða saman og setja í tvö 24 cm bökuform. Bakað í 190º C heitum ofni í 20 mín. Fylling 200 g soðið brokkoli 175 g rifinn ostur 2 egg 150 ml matreiðslurjómi Brokkoli sett í botninn ásamt osti. Eggið þeytt saman við rjómann og hellt yfir. Bakað í 180º C heitum ofni í 40 mín. Til tilbreytingar má setja skinku, beikon eða sveppi í fyllinguna í staðin fyrir brokkoli. „Þessi baka er mjög vinsæl á okkar heimili og á sumrin jafnast bakan á við fulla máltíð ef hún er með beikoni og sveppum,“ segir Paul.  LAUTARFERÐ | Paul Newton sýnir í nestiskörfuna Morgunblaðið/Golli Paul Newton mælir með bökum, góðum samlokum og hafrakexi í nestiskörfuna fyrir lautarferðina. Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Dásamlegur dagur á Þingvöllum Veitingakonan DolphinaAdams á og rekurveitingastaðinn BlueSky í Albufeira í Portúgal ásamt börnunum sínum, því á meðan dóttirin Ludewina og tengdadóttirin Marta standa yfir pottum og pönnum í eldhúsinu þjóna synirnir Sidónio og Mario til borðs. Dolphina eða Dollý, eins og hún er oftast kölluð, hefur í gegnum árin vingast talsvert við Íslendinga enda hélt hún eft- irminnilegar grillveislur fyrir landann eingöngu fyrir nokkrum árum og oft komu íslenskir skemmtikraftar til að skemmta. Dolly segist hafa þurft að leigja frá sér reksturinn um eins árs skeið, en nú sé hún komin tvíefld til baka og eigi þá ósk heitasta að end- urtaka grillveislurnar góðu. Af nógu plássi er að taka enda tekur staðurinn um 200 manns í sæti og er í hliðargötu við skemmtistaðinn Libertos á Laugaveginum svokallaða. Stein- snar frá er svo kráin Walkers þar sem húsráðendur eru einkar hrifn- ir af Sigurlagi Sverris Stormskers í flutningi fjölmargra íslenskra listamanna því tónlistarmyndband- inu er varpað þar á breiðtjald í tíma og ótíma. Dollý er upprunalega frá borg- inni Windhoek í Namibíu, en flutt- ist árið 1979 til Portúgals ásamt eig- inmanninum heitnum, sem var frá portúgölsku eyjunni Madeira, og fjórum ungum börnum. „Börnin þurftu auðvitað að alast upp við gott at- læti,“ segir Dollý aðspurð um ástæður flutnings fjöl- skyldunnar frá Afríkulandi og yfir í Evrópuland, en veitingastaðinn hefur Dollý rekið frá árinu 1986. Á matseðlinum hjá Dollý eru m.a. steikur af öllu tagi, sverð- fiskur, rækjur, túnfiskur, piri-piri- kjúklingur, kjöt á teini og græn- metisréttir og eru allir réttir framreiddir með bökuðum eða frönskum kartöflum auk grænmet- is eða salats. Þótt þær Ludewina og Marta ráði ríkjum í eldhúsinu eldar Dollý sjálf afrískan karrík- júklingarétt, sem smakkast hreint út sagt frábærlega, en áhugasamir matgæðingar þurfa að panta þann rétt hjá veitingakonunni degi fyrir komu þar sem rétturinn þarfnast nokkurs undirbúnings. Hann er þó vel þess virði og sömuleiðis er hægur vandi að prófa sig áfram heima í eldhúsi þar sem upp- skriftin er ekki flókin. Dollý var svo vinsamleg að gefa Daglegu lífi uppskriftina í heimsókn fyrir skömmu. Afrískur karríkjúklingur (fyrir fjóra) 1 kjúklingur, hlutaður niður í smærri bita 1–2 laukar karrí lárviðarlauf 1 dós kókosmjólk salt nokkrar kartöflur bakaðar baunir, t.d. frá Heinz Kjúklingurinn er hreinsaður og skorinn í bita. Laukurinn skorinn niður og svitaður í olíu við vægan hita. Kjúklingabitunum bætt út í og þetta steikt lítillega saman við mjög vægan hita. Karríi eftir smekk, lárviðarlaufi, salti og kók- osmjólk bætt út í. Látið sjóða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Skerið kartöflur í smáa bita og steikið í olíu. Kartöflunum síðan bætt út í réttinn og í lokin er bök- uðu baununum skellt út í réttinn. Borið fram t.d. með hrísgrjónum eða kartöflumús.  FRAMANDI RÉTTIR | Afrískur karríkjúklingur að hætti veitingastaðarins Blue Sky í Albufeira Langar að grilla fyrir Íslendinga Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Dolphina Adams er mörgum Íslendingnum að góðu kunn, en hún rekur veitingastaðinn Blue Sky í Albufeira í Portúgal. Hér er hún ásamt sonunum Mario og Sidónio og tengdadótturinni Mörtu. Hún Dollý á veitingastaðnum Blue Sky í portú- galska bænum Albufeira býður m.a. upp á afrískan karríkjúklingarétt, sem hún gaf Jóhönnu Ingvarsdóttur uppskrift að. Blue Sky, Rua Almeida Garrett, N°22, Areias de S. Joao, Albufeira, Portúgal. Sími: 289-513974. join@mbl.is Brauð með smjöri og osti. Afrískur karrí- kjúklingur. 26 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | MATARKISTAN                  Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Dalvegi 28 – Kópavogi Sími 515 8700 BLIKKÁS –

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.