Morgunblaðið - 03.06.2005, Page 27

Morgunblaðið - 03.06.2005, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 27 DAGLEGT LÍF Útivistarbókin skiptist í tvohluta, annars vegar erfjallað almennt um úti-vist með leiðbeiningum um búnað, nesti og leiðarval. Hins vegar eru tuttugu leiðarlýsingar um útivistarsvæði í nágrenni Reykja- víkur, bæði léttar leiðir og aðeins erfiðari fjallgöngur,“ segir Páll Ás- geir og bætir við að tildrög þess að hann setti saman þessa bók hafi ver- ið þau að honum fannst ekki mikið framboð af leiðarlýsingum og efni sem fjallaði um nágrenni Reykjavík- ur. „Á höfuðborgarsvæðinu búa flestir landsmenn og nánasta um- hverfi þess er mjög ríkt af nátt- úruperlum og fjölbreyttum útivist- armöguleikum sem mér fannst full ástæða til að vekja meiri athygli á.“ Páll segir að útivist þurfi ekki að krefjast mikils erfiðis eða fyrir- hafnar. „Við þurfum ekki endilega að leggja eitthvað á okkur til þess að vera úti, stundum getur verið nóg að fara bara út í náttúruna og setjast á þúfu eða stein. Hver og einn finnur sinn takt í útivist og það þarf ekki að líta á hana sem sér- staklega flókið og erfitt verkefni sem krefst mikils útbúnaðar. Það er mjög auðvelt að gera útivist að hversdaglegum þætti í sínum lífs- stíl.“ Menningarárekstur á tjaldstæðum Í Útivistarbókinni eru margar gagnlegar upplýsingar, til dæmis má finna þar kafla um hvar má tjalda, rétt tjaldbúans og siðareglur á tjaldstæðum. „Ég kenni fólki að leita að tjald- stæði og set fram reglur sem gott er að hafa í huga við það. Ég hef oft séð það á almenningstjaldstæðum á Íslandi að það verða menningar- árekstrar. Íslendingarnir spila á gít- ar og syngja, fá sér jafnvel einn eða tvo bjóra og finnst ekkert að því að sitja fram yfir miðnætti en erlendu ferðamennirnir vilja vera komnir á fætur eldsnemma og fara að sofa klukkan níu og þá halda Íslending- arnir vöku fyrir þeim og svo vakna Íslendingarnir við pottaskarkið í er- lendu ferðamönnunum klukkan fimm um morguninn. Það er hægt að sjá við þessum árekstrum með því að staðsetja sig rétt á tjaldstæð- inu og vera kannski aðeins út úr. Ég minni fólk líka á það að tjaldveggir eru þunnir og hljóð berast auðveld- lega á lygnum sumarkvöldum.“ Aðspurður segir Páll sitt uppá- haldssvæði vera á Reykjanesinu. „Þar er Lambafellsgjá sem er sprunga í gegnum fjallið Lambafell sem er rétt hjá Keili. Maður fer inn í sprunguna, gengur í gegnum hana og endar á toppnum á Lambafelli. Þetta er mjög magnaður staður. Esjan er sennilega sá staður hérna í nágrenninu sem ég hef oftast komið á. Það er alveg sama á hvaða tíma sólarhringsins eða ársins maður kemur á Esjuna það er alltaf fólk á henni. Esjan og Keilir eru vinsæl- ustu áfangastaðirnir hérna við Reykjavík en aðrir staðir af þeim sem ég lýsi í bókinni eru ekki svo fjölfarnir.“ Gaman að þekkja náttúruna Í Útivistarbókinni eru meðal ann- ars upplýsingar við hvern stað um akstursfjarlægð frá Reykjavík, erf- iði yfirferðar, lengd göngu í kíló- metrum og göngutíma. Í bókinni er einnig að finna leiðbeiningar um hvað má borða í náttúrunni. „Það er svo margt í náttúrunni sem má borða og þetta er líka til að hjálpa fólki að þekkja algengar plöntur. Það er líka smá kafli um pöddur og skordýr til að veita fólki innsýn inn í hvað þetta er fjölbreyttur heimur og til að hvetja það til að staldra við og horfa í kringum sig. Það er mjög al- gengt að reyndir ferðalangar þekki vel fugla, plöntur og pöddur. Þegar fólk stundar útivist þá vill það vita meira um umhverfi sitt.“ Að sögn Páls er útivist fjölskyldu- sport. „Börn hafa miklu meira út- hald í göngur en maður heldur. Í svona útivist er fjölskyldan saman. Börnin læra ábyrgð og undirbúning, þetta er þroskandi fyrir þau og það er hægt að taka þau með sér frá mjög ungum aldri, tíu ára barn skoppar á undan manni eins og hundur ef því finnst gaman.“ Páll ferðast oftast ásamt eig- inkonu sinni en er einnig félagi í nokkrum ferðafélögum. „Í sumar ætla ég að fara í nokkra litla leið- angra því ég er að safna efni í aðra og öðruvísi bók. Um þjóðhátíð- arhelgina mun ég ganga kringum Eiríksjökul, en sú ganga er partur af því langtímaverkefni að ganga í kringum alla íslenska jökla. Ég hef komist að því að maður er aldrei bú- inn að ferðast.“  ÚTIVIST | Ekki leita langt yfir skammt Morgunblaðið/Þorkell Páll Ásgeir Ásgeirsson, útvarpsmaður, rithöfundur og útivistarunnandi. Auðvelt að gera útivist að hvers- dagslegum þætti í sínum lífsstíl „Við sækjum oft vatnið yfir lækinn í þessum efnum og eigum það til að keyra langar leiðir til að stunda útivist í staðinn fyrir að skoða okkar nánasta um- hverfi,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson, fjölmiðla- maður og höfundur Útivistarbókarinnar sem kom nýverið út. Bókin fjallar um útivist og bendir á skemmtilegar gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur. ingveldur@mbl.is MEÐ hækkandi sól og hlýnandi veðri fjölgar grillmáltíðum landans að jöfnu, og minnir bragðið af glóð- arsteiktu kjöti með fersku græn- meti efalítið á sumarið í hugum margra. Það er þó að ýmsu að gæta varðandi meðhöndlun matvæla þegar grillað er enda lítt gaman ef veislunni lýkur með veikindum gesta. Umhverfisstofnun sendi í vikunni frá sér bæklinginn Góð ráð við grillið sem ráðleggingarnar hér á eftir byggjast á, en bæklinginn í heild sinni má nálgast í mat- vöruverslunum, hjá heilbrigðiseft- irlitinu og Umhverfisstofnun, sem og á vefsíðu stofnunarinnar.  Þvoið hendur fyrir og eftir með- höndlun matvæla, enda hreinlæti grundvallaratriði við meðhöndl- un matvæla.  Notið eldhúspappír til að þurrka blóðvökva frá kjöti og kjúkling.  Notið tvöfalt sett af áhöldum. Hrátt kjöt eða blóðsafi úr hráu kjöti má aldrei komast í snert- ingu við matvæli sem eru tilbúin til neyslu. Notið því annað fat og áhöld fyrir grillaðan mat en fyrir hrátt kjöt.  Notið sérstakt skurðbretti fyrir grænmeti og tryggið að öll áhöld séu hrein. Krossmengun úr hráu kjöti í hrásalat getur haft alvar- legar afleiðingar.  Mikilvægt er að gegnsteikja fugla- og svínakjöt. Eins þarf að gegnsteikja hamborgara og aðra rétti úr hakki þar sem yfirborðs- bakteríur geta dreifst um allt kjötið þegar það er hakkað.  Við grillun heilla vöðva dugar að grilla vel yfirborð vöðvans.  Ekki borða brenndan mat. Mik- ilvægt er að gefa sér góðan tíma þegar grillað er og gæta þess að logi leiki ekki um matinn. Brenni yfirborð matarins geta skaðleg, jafnvel krabbameinsmyndandi, efni myndast. Það er því mik- ilvægt að skera frá alla brennda kjöthluta áður en matarins er neytt.  Notið álpappír. Fita frá kjöti eða olía í marineringu getur fram- kallað loga þegar hún drýpur niður á kolin. Álpappírinn getur komið í veg fyrir slíkt.  MATUR Ráðleggingar fyrir grillara Morgunblaðið/Jim Smart Þegar grillað er borgar sig að hafa tvö sett af áhöldum. www.ust.is steinsagarblöð járnsagarblöð hringsagarblöð kjarnaborar kjarnaborstandar hand/kjarnaborvélar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.