Morgunblaðið - 03.06.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.06.2005, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STOPPAÐ Í GÖTIN Meirihluti skipulagsráðsReykjavíkur hefur settfram áhugaverðar hug- myndir um að bjóða út lóðir fyrir sérbýlishús í grónum hverfum borg- arinnar. Með þessu má slá þrjár flug- ur í einu höggi; í fyrsta lagi koma til móts við mikla spurn eftir sérbýlis- lóðum, í öðru lagi þétta byggðina og nýta lóðir, sem einhverra hluta vegna hafa orðið útundan í eldri hverfum og í þriðja lagi nýta betur þá þjónustu, sem fyrir er í grónum hverfum. Tillögur skipulagsráðs um nýtingu óbyggðra lóða hafa verið sendar um- hverfisráði og hverfaráðum til um- sagnar. Það er auðvitað meira en sjálfsagt að íbúar í þeim hverfum, sem um ræðir, fái að segja sína skoð- un á þeim. Jafnframt þarf að gæta þess að ganga ekki á óspillta náttúru og útivistarsvæði, eins og Dagur B. Eggertsson, formaður skipulags- ráðs, nefnir í Morgunblaðinu í gær. Í ýmsum tilvikum liggur hins veg- ar auðvitað fyrir að óbyggðu lóðirnar eru bara grasflatir eða móar, sem nýtast í bezta falli sem sparkvellir. Það er gömul saga og ný að bygg- ingum á slíkum svæðum er oft mót- mælt; nágrannar telja að sér þrengt, hafa áhyggjur af því að útsýni hverfi eða skuggi myndist o.s.frv. Slíkt er ekki óeðlilegt, einkum þegar viðkom- andi svæði hafa staðið lengi óbyggð; hins vegar liggur oft fyrir að það eru eingöngu tilviljanir, sem hafa ráðið því að þau eru auð, ekki meðvitaðar ákvarðanir í skipulagsmálum. Það er jákvætt og nauðsynlegt, og getur oft stuðlað að því að bæta heildarsvip hverfisins, að stoppa í slík göt. Af þessum sökum er það líka snjallræði, sem skipulagsráð leggur til; að skilgreindar verði leikreglur um útboð lóða, sem tryggi að hluti af- gjaldsins fyrir þær renni beint til verkefna sem nýtast viðkomandi hverfum, t.d. endurnýjunar og upp- byggingar leikvalla, uppsetningar listaverka, byggingar hverfistorga, gróðursetningar o.s.frv. Dagur B. Eggertsson segir slíkt algengt er- lendis, þar sem beinlínis sé skil- greint hvað hverfin geti fengið í stað- inn fyrir þéttingu byggðar. Mikilvægt er auðvitað að þær byggingar, sem bætt verður inn í eldri hverfi, falli að því byggðar- mynztri sem fyrir er hvað bygging- arstíl og nýtingarhlutfall lóða varð- ar. Sums staðar, þar sem auðar lóðir er að finna, liggur vafalaust beinast við að byggja fremur fjölbýli en sér- býli. Dagur nefnir raunar í blaðinu í gær þann möguleika að byggja á auðum lóðum lítil fjölbýlishús, sem gera fólki kleift að minnka við sig en búa áfram í hverfinu sínu. Það er hins vegar rétt hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, í blaðinu í dag að þessi aðgerð ein og sér mætir auðvitað ekki spurn eftir sérbýli í borginni. Við skipulagningu nýrra hverfa þarf að hafa í huga að fram- boð húsgerða endurspegli óskir íbúðakaupenda. Ein ástæðan fyrir gríðarlegum hækkunum á verði sér- býlis er auðvitað að framboð svarar ekki eftirspurn. Áður hefur stökum lóðum inni í eldri hverfum oft verið úthlutað til valinna einstaklinga fyrir litla pen- inga. Það er auðvitað mikilvægt að smíða gegnsæjar leikreglur um að allir geti boðið í þessar lóðir á jafn- réttisgrundvelli, en jafnframt þarf að tryggja að verðið sé ekki svo hátt að eingöngu forréttindahópar ráði við kaupin. VERÐUGIR VERÐLAUNAHAFAR Eftir fyrstu veitingu íslenzkumenntaverðlaunanna í fyrra- dag má fullyrða að þau þjóna vel þeim tilgangi, sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlaði þeim er hann greindi frá því í ára- mótaávarpi sínu að hann hefði sett þau á stofn. Forsetinn sagði þá: „Íslensku menntaverðlaunin verða einkum bundin við grunnskólastarf- ið enda hvað mikilvægast að rækta þar garðinn og skapa samstöðu, sem dugir um langa framtíð.“ Verðlaunin vekja þannig athygli á því, sem bezt er gert í íslenzkum grunnskólum. Verðlaun fyrir merkt ævistarf fékk Kári Arnórsson, fyrr- verandi skólastjóri, sem meðal ann- ars byggði upp „opinn skóla“ í Fossvogsskóla, undanfara þess sem nú er kallað einstaklingsbundið nám. Grundaskóli á Akranesi hlaut verðlaun m.a. fyrir þróunarstarf og framsækna náms- og kennsluhætti. Sigfríður Björnsdóttir, tónmennta- kennari við Háteigsskóla, hlaut verðlaun fyrir námsvefinn Tónlist í tímans rás, sem hvetur nemendur m.a. til tónsmíða. Þá fékk Rannveig Þorvaldsdóttir menntaverðlaunin fyrir starf að skóla án aðgreining- ar. Íslenzku menntaverðlaunin munu vonandi á næstu árum stuðla að því markmiði, sem Morgunblaðið og forseti Íslands eiga sameiginlegt, að skapa víðtæka sátt um starfið í grunnskólum landsins, hefja starf kennarans til vegs og virðingar og skapa úrvalsskóla, sem getur orðið öðrum fyrirmynd. Þá verða verð- launin þeim, sem þau hljóta, vafa- laust hvatning. Hins vegar er það sláandi þegar Rannveig Þorvaldsdóttir, ungi kennarinn sem fær verðlaunin fyrir alúð og hæfileika, segir: „Ef sömu aðstæður koma upp og á síðasta ári, stefnir í verkfall, þá ætla ég ekki að vera með. Þá hætti ég að vera kennari.“ Til þess að koma í veg fyrir að úrvalsfólkið hverfi úr kennarastétt – eða láti sér aldrei detta í hug að leggja kennslu fyrir sig – þarf meira en verðlaun. Það þarf pen- inga – og einnig samkeppni skóla um kennara og tækifæri til að þeir fái að njóta sín í starfi, óheftir af niðurnjörvuðum, miðstýrðum kjarasamningum. Með meiri fjár- veitingum, meiri fjölbreytni í menntakerfinu og meiri valddreif- ingu er hægt að skapa úrvalsskóla. Þ etta er engin skemmtiheimsókn til Bíldudals. Það eru ekki nema tveir dagar liðnir frá því ríflega þriðj- ungi vinnufærra manna og kvenna í bænum var sagt upp störfum sín- um, en hér er um að ræða starfsfólk Bílddæl- ings, stærsta vinnuveitandans á staðnum. Fyrir 226 manna samfélag með 140 atvinnufæra íbúa er þetta mikið áfall. Starfsfólk Bílddælings er í sjokki en lifir samt í voninni um að úr rætist. Áður en til uppsagnanna kom hafði atvinnu- leysi verið að minnka misserin á undan eða úr 9,6% í október 2003 í 6,4% í maí 2005. Fólki er líka að fækka. Hér bjuggu 258 manns 2003 en 226 nú. 334 bjuggu hér árið 1998. En þetta eru bara tölur sem, ef út í það er farið, eru jafn- fjarlægar og eigendur Bílddælings voru þegar starfsfólk fyrirtækisins var rekið. Fólk hér er mjög vonsvikið yfir því að eigendurnir skyldu vera víðsfjarri á hinni viðkvæmu stundu. Af- leysingaframkvæmdastjórinn, Víkingur Gunn- arsson, afhenti fólkinu uppsagnarbréfið. Trúnaðarmaður starfsmanna, Hrönn Hauks- dóttir, hefur skilning á erfiðleikum sem eig- endur Bílddælings áttu í, en fer ekki ofan af því að Jens Valdimarsson framkvæmdastjóra hafi skort manndóm til að horfast í augu við starfs- fólkið þegar því var sagt upp. Alltaf reiðarslag Allt um það. Þetta er hreint ekki í fyrsta skipti sem fólki í fiskvinnslu á Bíldudal er sagt upp. „En þetta er auðvitað alltaf reiðarslag,“ segir Hrönn. „Við erum öll rosalega dofin en það fer að verða þykkur á okkur skrápurinn hvað upp- sagnir varðar.“ Uppsagnirnar taka gildi um næstu mánaðamót og á næstu fjórum vikum á að endurskipuleggja starfsemina og endurmeta forsendur rekstursins. „Maður á ekki von á að það takist á einum mánuði,“ segir Hrönn. „En hvað sem því líður þá trúi ég því að hér verði áframhaldandi vinna. Ég hef ekki trú á því að ráðamenn sveitarfélagsins eða yfirvaldið í Reykjavík setji okkur á kaldan klaka í einu vet- fangi. Það versta er að fólk á hér eigur sem það getur ekki hlaupið frá og því til viðbótar eru báðar fyrirvinnurnar á heimilum að missa vinn- una. Þetta er ekkert grín.“ Hrönn segir að þrátt fyrir áfallið hafi hún allt eins getað búist við því hvernig fór því Bílddæl- ingur með sinn kvótalausa togara fékk ekki byggðakvóta fyrir síðasta ár, sem hún segir óskiljanlegt. Af þeim 50 starfsmönnum Bílddælings sem sagt hefur verið upp eru 29 í fiskvinnslu fyr- irtækisins. Aðrir eru á togaranum Hallgrími BA og enn aðrir í beinamjölsverksmiðju sem tekur við beinum frá Tálknafirði og Patreks- firði. Þá er ónefnd hausaþurrkunin fyrir Níger- íumarkað. Átján tonn eru flutt út á mánuði frá Bíldudal. Rúmlega tugur Pólverja vinnur í fiskvinnsl- unni og margir þeirra hafa sest að á Bíldudal, keypt sér hús og yfirgefa ekki staðinn ótil- neyddir. Bozena Turek er ung fiskvinnslukona sem búsett hefur verið hér í átta ár og segir uppsagnirnar ákaflega slæmar fyrir sig og starfsfélaga sína. Þess má geta að þetta er í þriðja skiptið sem hún fær uppsagnarbréf frá vinnuveitendum sínum á Bíldudal. Hún á ungan son og vill í lengstu lög dvelja áfram á Bíldudal. „Þetta er rosalega slæmt því það er enga aðra vinnu að hafa en þessa,“ segir hún. Sam- talið fer fram á íslensku en Bozena talar tung- una reiprennandi. „Við vonum að það komi eitt- hvað í staðinn og það hlýtur að koma í ljós hvernig framhaldið verður. Allir hugsa um hvað muni gerast næst. Það eru allir með upp- sagnarfrest til júníloka. Við vonum að uppsagn- irnar verði dregnar til baka svo við getum hald- ið áfram að vinna. Við getum ekki gert annað en að bíða.“ Hún segir fólk vissulega vera tilbúið að búa annars staðar ef enga vinnu er að hafa á Bíldu- dal en tilhugsunin um að yfirgefa staðinn sé hins vegar mjög sár. „Fólkið hér er alveg ynd- islegt og sumarið ákaflega fallegt. Litli strák- urinn minn unir sér afar vel hér og það yrði því mjög leiðinlegt að fara héðan. Hér er gott mannlíf og allir þekkja alla að ekki sé talað um góðsemd fólks hvert í annars garð.“ Fyrsta húsið á Vestfjörðun sem vinnur karfa í 20 ár Í fiskvinnslunni starfar Hlynur Aðalsteinsson sem verkstjóri og hann er ósáttur með meinta fáfræði sveitarstjórnarmanna Vesturbyggðar gagnvart atvinnustarfsemi á Bíldudal. Þrátt fyrir slæmar fréttir um hinar víðtæku upp- sagnir er ekki þar með sagt að vinnslan í húsinu sé lömuð enn. Þvert á móti. Enn vinnur fólk hér og þegar Morgunblaðsmenn litu þar inn var verið að vinna býsnin öll af karfa. Hallgrímur BA til f „ fjör Hly nok Í hú flök H ing un óþy firð get anu úrg okk me key me han una H mik um ráð alls han því ing hyg Þ hva me kvó len að l á h við efn aði V kvæ grí ver um ist ing sé e það köl V leik fra hæ fjar líka Víkingur Gunnarsson er hér á skrifstofu framkvæmdastjóra Bílddælings. Hlynur Aðalsteinsson verkstjóri. Boz Bíl 50 manns á Bíldudal sagt upp störfum hjá stærsta vin „Erum öll rosalega Hrönn Hauksdóttir trúnaðarmaður. Bílddælingar sem missa vinnuna um næstu mánaðamót eru slegnir en rætist, skrifar Örlygur Steinn Sigurjónsson frá Bíldudal. Svæðisvinn allt að 60 manns á atvinnuleysisskrá. Það þýðir rúmlega 40% atvinnul ors ÞAÐ styttist í sumarhátíð Bíld- dælinga sem hefst 23. júní undir heitinu Bíldudals grænar baunir. Fyrir setningu hátíðarinnar ætla tveir þúsundþjalasmiðir að vera búnir að koma gamla kaupfélags- húsinu í stand og breyta því í veitinga- og gistihús. Þeir vinna af krafti þessa dagana, þeir Björn Magnús Magnússon og Jón Há- kon Ágústsson sem fjárfest hafa í snotru húsinu. Það var reist árið 1950 og verður kallað Kaup- félagið eins og allir Bílddælingar hafa vanist áratugum saman. Þangað verður hægt að fara út að borða með elskunni sinni eða fá sér drykk eða kaffi og tertu á veröndinni eða panta sér her- bergi til að hvíla lúin bein. Gisti- rými verður fyrir 27 manns og segir Jón Hákon að þeir félagar hafi verið viðriðnir húsið frá því í nóvember. Samningar við Byggðastofnun hafi síðan náðst í apríl og nú er að láta hendur standa fram úr ermum og gera klárt fyrir opnunina. „Meiningin er að höfða til ferðamanna sem eru á leið í skotveiði út á fjörð eða sjóstangaveiði,“ segir Jón Hákon. Hann er nýfluttur til heimabæjarins, Bíldudals, eftir nokkurra ára dvöl í Reykjavík. Hér á hann fjölskyldu og fast- eign. Spurður um áhrif uppsag anna hjá Bílddælingi segir h að ekki tjói annað en að hor Horfa fram á veginn í atvinnumálunum Björn Magnús Magnússon og elið og veitingahúsið Kaupfé ina Bíldudals grænar baunir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.