Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Oddný Frið-rikka Ingimars-
dóttir fæddist á
Þórshöfn á Langa-
nesi 1. júní 1922.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Drop-
laugarstöðum
fimmtudaginn 26.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ingimar Bald-
vinsson, bóndi og
póst- og símstöðvar-
stjóri á Þórshöfn (f.
20.11. 1891, d. 30.1.
1979), og Oddný
Friðrikka Árnadóttir, húsmóðir
og organisti (f. 16.7. 1893, d. 29.
9 1977). Oddný var sjöunda í röð-
inni af ellefu systkinum. Hin eru:
Soffía Arnþrúður, f. 26. 3. 1912,
d. 1. 11. 1979, Hólmfríður Þórdís,
f. 26.6. 1913, d. 5.10. 1998, Helga
Aðalbjörg, f. 26. 1. 1915, d. 26.6.
1945, Steinunn Birna, f. 9.10.
1916, d. 11.12. 1992, Arnþrúður,
f. 12.7. 1918, d. 22.4. 1993, Hall-
dóra, f. 19.6. 1920, Jóna Gunn-
1978, barn hans Ólöf, barnsmóðir
Sigurbjörg Sigurjónsdóttir lækn-
ir, og Davíð Ólafur hagfræðingur
f. 21.11. 1980.
Árið 1952 giftist Oddný Ás-
geiriHjartarsyni, sagnfræðingi
og bókaverði (f. 21.11. 1910, d.
29.7. 1974), og eignuðust þau
þrjú börn; Snorra, starfsmann á
Bjarkarási, f. 12.10. 1952, Ragn-
heiði, leikhúsfræðing, f. 14.7.
1955, hennar maki er Nabil El
Azan leikstjóri og eiga þau tvö
börn: Alexander Ásgeir, f. 25.6.
1990, og Andru, f. 19.8. 1992,
Halldór, myndlistarmann, f.
13.10. 1956.
Árið 1977 giftist Oddný Ingi-
mar Einarssyni lögfræðingi. Þau
skildu árið 1980.
Oddný stundaði nám við hús-
mæðraskólann á Laugum í
Reykjadal. Á yngri árum starfaði
hún sem ritari hjá Fjárhagsráði.
Árið 1962 stofnaði hún bókabúð-
ina Hlíðar og árið 1968 bókabúð
Glæsibæjar sem hún starfrækti
til ársins 1982. Sama ár opnaði
hún listmunaverslunina Ossu í
Glæsibæ, sem hún flutti nokkru
síðar í Kirkjustræti 8. Þá verslun
rak hún allt til ársins 1993.
Útför Oddnýjar verður gerð
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
laug, f. 23.11. 1923,
d. 11.11. 1988, Jó-
hann J., fyrrverandi
forstjóri, f. 23.7.
1926, Ingimar, prest-
ur, f. 24.8. 1929, Árni
Sigfús Páll, f. 1.10.
1932, d. 30.11. 1935.
Árið 1945 giftist
Oddný Jóhanni Frið-
rikssyni fram-
kvæmdastjóra (f.
21.5. 1914, d. 8.3.
1986). Þau skildu.
Þau eignuðust einn
son, Ingimar, sem er
skrifstofustjóri í
landbúnaðarráðuneytinu, f. 3.5.
1947. Eiginkona hans er Lillý
Valgerður Oddsdóttir skrifstofu-
maður og börn þeirra eru: Vala,
stjórnmálafræðingur, f. 28.1.
1974, sambýlismaður hennar
Bjarni Þórður Bjarnason verk-
fræðingur, barn þeirra Bryndís
Líf, Oddný viðskiptafræðingur, f.
30.4. 1976, sambýlismaður Thor-
steinn Freyr Johannesson verk-
fræðinemi, Oddur, læknir, f. 13.5.
Amma mín var stórbrotin og
glæsileg kona sem allir kunnu vel við.
Hún var alltaf fín og falleg eins og
klippt út úr tískublaði. Alveg frá því
ég man eftir mér var mesta tilhlökk-
unarefnið að fá að fara í búðina til
ömmu. Þegar hún var með bókabúð-
ina í Glæsibæ kölluðum við systkinin
oft í bílnum: Glæsibær, Glæsibær, til
að leggja áherslu á hvert við vildum
fara. Hún tók alltaf fagnandi á móti
okkur eins og við hefðum ekki séð
hana í langan tíma. Ég man eins og
það hafi gerst í gær þegar ég fékk að
velja mína fyrstu skólatösku í bóka-
búðinni hjá henni en þá var ég bara
fimm ára. Það var alltaf svo mikið um
að vera hjá ömmu og má helst líkja
því við jólastemningu árið um kring.
Amma var mikill listunnandi og
hafði mjög gott auga fyrir öllu sem
var fallegt. Við systurnar vorum ekki
gamlar þegar við vorum farnar að af-
greiða í listmunaversluninni í Kirkju-
stræti. Það var gaman því maður
fékk að vera mikill þátttakandi í því
sem amma var að gera. Hún var einn-
ig með gott viðskiptavit og átti auð-
velt með að eiga samskipti við fólk.
Ég velti því stundum fyrir mér
hvernig hún fór að því, sérstaklega
erlendis því hún kunni aðeins lítið í
erlendum tungumálum. Henni tókst
samt á ótrúlegan hátt að eiga góð og
traust samskipti við sína viðskipta-
vini erlendis.
Góð saga er til af henni þegar hún
skrapp eitt sinn til Parísar til að
heimsækja Ragnheiði frænku mína.
Sagt er að í þá daga hafi verið ómögu-
legt að fá leigubílstjóra þar í borg til
að aðstoða sig með nokkurn skapað-
an hlut og þeir leyfðu farþegunum
vart að komast út úr bílnum á áfanga-
stað. Ragnheiður bjó á 7. hæð og
amma var með mikinn farangur með
sér. Ragga frænka var því mjög
undrandi þegar það fyrsta sem hún
sá þegar hún opnaði dyrnar var
leigubílstjórinn með svitadropana
perlandi á enninu með töskurnar
hennar ömmu. Ekki er enn vitað
hvernig hún amma mín talaði franska
leigubílstjórann í þetta verk á ís-
lenskunni einni.
Heilsan var ekki góð síðustu árin
og í desember 1996 flutti amma á
hjúkrunarheimilið Droplaugarstaði.
Þar var hugsað einstaklega vel um
hana og á starfsfólkið þar miklar
þakkir skilið. Þrátt fyrir veikindi sín
gat hún alltaf laumað fram brosi þeg-
ar maður kom í heimsókn sem sagði
mikið til um persónuleika hennar.
Við ráðum ekki hverjir áar okkar
eru en mér þykir Guð hafa verið með
í ráðum þegar amma mín var valin
handa mér. Hún var okkur systkin-
unum stoð og stytta, ávallt reiðubúin
til að sinna okkur og hjálpa. Og ráðin
sín veitti hún af kærleika sem við
lærðum af. Minningin um ömmu
verður ljós sem lýsir þeim sem hana
þekktu. Takk fyrir allar yndislegu
minningarnar sem ég á um þig,
amma mín.
Megi góður guð geyma og varð-
veita þig þar sem þú ert núna.
Vala.
Núna er Ossa amma mín látin eftir
erfið veikindi. Ég minnist hennar
með mikilli hlýju og ég á margar góð-
ar minningar um hana. Ég ber nafn
ömmu sem hélt mér undir skírn. Það
var alltaf gaman að koma í heimsókn
til ömmu, tekið var á móti öllum með
viðhöfn. Einhvern veginn er það
þannig í minningunni að ísinn, kókið
og nammið smakkaðist best hjá
ömmu.
Hún rak bókabúð Glæsibæjar í
mörg ár, þar stjórnaði hún með mikl-
um myndarbrag. Við systkinin fórum
oft með mömmu og pabba í bókabúð-
ina og hjá ömmu fengum við fyrstu
skólatöskuna. Síðar rak hún list-
munabúð í Kirkjustræti 8. Ég aðstoð-
aði ömmu oft í versluninni, við fórum
saman í innkaupaferðir til London og
Parísar. Það var ótrúlegt að fylgjast
með dugnaðinum og útsjónarseminni
við innkaupin og hve mikið þrek og
mikinn verkvilja hún hafði.
Amma var ákaflega barngóð og
mikið fyrir öll sín barnabörn. Síðustu
árin gladdi það hana mjög að fá litlu
langömmustelpurnar í heimsókn.
Amma vildi ætíð allt fyrir okkur gera
og hafði mikinn áhuga á allri sinni
fjölskyldu. Hún var alltaf mjög
rausnarleg og það var ætíð hátíð þeg-
ar amma kom heim frá útlöndum.
Hún átti stóran systkinahóp og því
oft mjög gestkvæmt hjá henni. Hall-
dóra systir hennar sem býr á Akur-
eyri var alltaf í miklu uppáhaldi hjá
henni. Það var alltaf tilhlökkun að
fara til ömmu þegar Halldóra kom í
bæinn.
Amma var glæsileg og ávallt vel
klædd, bar sig vel, örugg og ákveðin í
fasi. Hún var að mörgu leyti á undan
sinni kynslóð, kona sem gerði hlutina
sjálf og lét drauma sína rætast.
Ég þakka þér fyrir allt, elsku
amma mín. Guð blessi þig.
Oddný Ingimarsdóttir.
Segja má að liðin séu mörg ár síð-
an Ossa kvaddi okkur, en nú er þó
komið að mér að kveðja hana. Oddný
Ingimarsdóttir er eini náni vinurinn
sem ég hef misst með þeim hætti að
andlátið sjálft er ekki beinlínis við-
burður, heldur eins og endapunktur
eftirmála sögu sem þegar var lokið.
Hún var löngu hætt að vera með okk-
ur, þessi kona sem áður naut fé-
lagsskapar við aðra betur en flestir
aðrir og var ævinlega hrókur alls
fagnaðar, ímynd lífsgleði, bjartsýni,
seiglu og kjarks. Kannski mætti
segja að þessi kvenmaður sem svo oft
þurfti á kraftaverkum að halda til að
geta siglt áfram í lífsins ólgusjó, hafi
ekki einungis átt margar upprisur
heldur hafi hún líka dáið tvisvar. Geri
aðrir betur. Og það sem síðast dó í
fyrri dauðanum var húmorinn. Hún
kom okkur oft í opna skjöldu á jólum
eða nýársveislum – glerfín, prúð og
vel greidd en talin úti úr heiminum –
með meinfyndnum setningum sem
hún átti í pokahorninu og virtist hafa
gleymt að gleyma.
Ég kynntist þessari dásamlegu
konu þegar ég fyrir margt löngu var
að gera hosur mínar grænar fyrir
Helgu systurdóttur hennar sem svo
varð konan mín. Við Helga og börnin
okkar urðum heimagangar hjá Ossu
og manni hennar, Ásgeiri Hjartar-
syni, sagnfræðingi og leiklistargagn-
rýnanda, eins og reyndar fleiri af-
sprengi systrahópsins föngulega frá
Langanesi, dætra heiðurshjónanna
Ingimars Baldvinssonar og Oddnýj-
ar Árnadóttur á Þórshöfn. Ég hef
kynnst mörgu gestrisnu fólki um æv-
ina, en Ossa hlýtur að vera þar einna
fremst meðal jafningja. Í búðinni
sinni var hún býsna dugleg að selja,
en heima var hún enn duglegri að
gefa. Að minni fjölskyldu sneru ekki
einungis veitingar og viðurgerning-
ur, heldur var hún jafn óspör á hlý
ummæli, uppörvun, hrós og gaman-
semi, viðmót sem ég vona að hún hafi
ekki gleymt að skilja einhvers staðar
eftir uppskriftina af. Sunnudagsbíl-
túrarnir enduðu flestir hjá Ossu
fyrstu hjúskaparárin okkar Helgu.
Heimilið var einstakt, borgaralegt í
bestu merkingu þess orðs, allur hús-
búnaður vandaður, uppfullt af góðri
myndlist, ilmandi af frjálslyndri
smekkvísi. Og svo sveif yfir vötnun-
um bóhemískt fordómaleysi og
mannúðarhyggja plús ómælt grín og
glens. Ossa og Ásgeir voru að vísu
gerólík, kostulegt par mætti segja,
en mér hefur oft dottið í hug að þau
hafi verið eins og tvær hliðar á sama
peningnum. Enda, þegar þau slitu
samvistum, var líkt og bæði hefðu
tapað helmingnum af sjálfu sér. Þau
báru hvorugt sitt barr eftir það.
Fólk sem ber í sér miklar andstæð-
ur hefur alltaf höfðað sterkt til mín.
Ossa var þannig. Hún hafði gengið
gegnum margs konar erfiða reynslu,
missti annað augað í slysi sem barn,
þurfti ung að bjarga sér á eigin spýt-
ur, lenti í fleiri en einu misheppnuðu
hjónabandi, komið upp fjórum börn-
um að mestu af eigin rammleik og
rekið búðir sem stundum gengu vel,
stundum illa. Hún var mistæk eins og
oft er um hæfileikaríkt og hugrakkt
fólk. Hún tók marga, stóra dýfuna,
en reis alltaf upp aftur, kom sér
margoft fyrir á nýju heimili og alltaf
var jafn fallegt í kringum hana, og
sama reisnin yfir henni sjálfri hvern-
ig sem viðraði. Það er varla ofmælt að
þetta hafi verið kona með reynslu.
Gamansemin var henni í blóð borin,
en hún var eflaust líka vörn hennar
gegn umhverfinu og gegn því að láta
hugfallast.
Ossa var náskyld konu minni og
börnum, en ekki mér. Líklega hefur
engin manneskja óskyld mér sýnt
meiri vináttu en hún. Við vorum
einkavinir alla tíð, treystum hvort
öðru, höfðum ánægju af félagsskap
hvort annars og reyndum að gera
hvort öðru hvaða greiða sem var, þótt
hræddur sé ég um að oftar hafi ég
þegið þá en veitt. Ég þakka Ossu fyr-
ir allt sem hún var mér og fjölskyldu
minni og sendi mínar innilegustu
samúðarkveðjur til Ingimars, Ragn-
heiðar, Halldórs og Snorra. Blessuð
sé minning Oddnýjar Ingimarsdótt-
ur.
Örnólfur Árnason.
Er hún dáin, blessunin. Elsku,
blessuð, manneskjan, hefði Ossa get-
að sagt, með sinni hljómþýðu rödd,
full hluttekningar.
Oddný Friðrikka Ingimarsdóttir ,
eins og hún hét fullu nafni, var ekki
bara móðursystir mín, bara Ossa
frænka, heldur ein af mínum bestu
vinkonum, hjálparhella, förunautur,
sem markaði djúp spor. Ossa hefði
orðið 83 ára í gær 1. júní en kaus að
yfirgefa sviðið nokkrum dögum fyrr
þann 26. maí sl., kvaddi á sinn hljóð-
láta hátt, elsku blessuð manneskjan.
Ég hef þekkt hana allt mitt líf, gleði-
legar bernskuminningar tengjast
heimsóknum Ossu á Akureyri með
Ingimar son sinn, þá einstæð móðir
eftir að hjónabandi hennar og Jó-
hanns Friðrikssonar lauk. Ég man
hvað ég sóttist eftir nálægð hennar,
strax lítil stelpa, því þótt þær væru
flottar Akureyrardömur mamma og
Halla móðursystir var Ossa ekta
Reykjavíkurdama, með ljóst þykkt
hár og naglalakk og ilmvatn sem
minnti á blómailm. Það fylgdi henni
einhver sérstök orka, mýkt og kven-
legur yndisþokki sem eltist ekki af
henni sem betur fer.
Bernskuminningar eru gjarnan
sveipaðar ljóma og í mínu minni þá
var alltaf gott veður á Akureyri, þeg-
ar Ossa, frænka var í heimsókn, þótt
síðar meir hafi einhverjir reynt að
halda því fram að ævinlega hafi
Oddný komið með rok og rigningu
með sér að sunnan. Það var í þ.m.
glatt á hjalla, mikið skrafað svo barn-
seyrun stóðu á stilkum og meðfædd
frásagnargáfa systranna og húmor
naut sín þegar rifjaðar voru upp sög-
ur af köllum og kellingum á Langa-
nesi eða bara atvik úr daglega lífinu
svo tárin streymdu niður kinnarnar.
Og ég man að ég hugsaði hvort Ossa
frænka gæti grátið með gerviauganu
sínu. Mamma hafði sagt mér söguna
af því, þegar Ossa litla varð fyrir slysi
og missti annað augað og mér fannst
það svo óskaplega sorglegt og vildi
heyra söguna aftur og aftur, en líka
eitthvað dularfullt og spennandi, eins
og í ævintýri.
Ossa sem átti býsna ævintýralegt
líf var næstyngst átta systra, átta
stelpur í röð og síðan fæddust ömmu
og afa, þeim Oddnýju Friðrikku
Árnadóttur og Ingimari Baldvins-
syni á Þórshöfn á Langanesi, loks
þrír langþráðir strákar, ellefu börn á
tuttugu árum. Rétt eins og talan átta
hefur hvorki upphaf né endi, er ein
órofa heild, var systrahópurinn ein
órofa lífræn heild, sem deildi sorgum
og sigrum og öll börnin í fjölskyld-
unni voru börnin þeirra og dvöldu sitt
á hvað um lengri eða skemmri tíma
eftir því hvernig spilin röðuðust á
hendi. Og afi og amma lögðu aldrei
niður spilin, alltaf var hægt að leita
þangað, alltaf var nóg pláss í Ingi-
marshúsi, stóra timburhúsinu í miðju
þorpinu í þjóðbraut miðri og síðar í
nýja húsinu út með sjó og alltaf nóg
rými í hjörtum þeirra beggja.
Þær systur, eins og ávallt var tekið
til orða um þær, voru orðlagðar fríð-
leiks- og þokkagyðjur og þegar skoð-
uð er mynd, sem tekin er af þeim
1924, standandi í aldursröð í heima-
saumuðum sparikjólum, svolítið eins
og ævintýraprinsessur, er það síst
orðum aukið. En glæsipíurnar á
myndinni voru engar mélkisur og
Ossa litla með ljósu lokkana, sem
hræddist myndasmiðinn og hafði flú-
ið í fang Soffíu stóru systur var engin
veimiltíta þegar fram í sótti. Hún var
björt og fögur en líka harðger og seig
eins og íslensk urt, hafði fengið hæfi-
legan skerf af „Fagranesþrjóskunni“
eða „Sauðanesþráanum“, eins og
stundum var nefnt í góðu af eigin-
mönnum þeirra systra.
Þokki og mýkt fannst mér alltaf
það sem var mest áberandi í hennar
fari, meira að segja fótatakið, hvern-
ig hún steig til jarðar hafði yfir sér
sérstaka mýkt, hvernig hún lyfti ann-
arri öxlinni, sem var einkennandi
ósjálfráður kækur eða hryllti sig yfir
hrjúfri framkomu var það mjúkur,
fágaður hrollur, oft í kjölfarið á
óborganlegri frásögn af atburði eða
samskiptum.
Við liggur að ég hafi elt Ossu
frænku mína á röndum, sem krakki
og unglingur var ég oft gestkomandi
á Eiríksgötunni, þar sem hún og
seinni maður hennar Ásgeir Hjart-
arson bjuggu ásamt börnunum sín-
um þremur, Snorra, Ragnheiði, Hall-
dóri og Ingimari, syni Ossu. Í því húsi
bjó einnig bróðir Ásgeirs, skáldið
Snorri Hjartarson og var mikill vin-
skapur með Ossu og honum. Þar var
strax ljóst hversu óhemju vinsæl og
mikill gestgjafi hún var og þrátt fyrir
mikið annríki gaf hún sér alltaf tíma
til að spjalla. Þegar ég svo flutti til
Reykjavíkur og hóf leiklistarnám,
bjó ég um tíma á Háaleitisbraut þar
sem frú Oddný hafði innréttað glæsi-
íbúð eftir eigin höfði. Þar var oft glatt
á hjalla, leikhúsfólk, myndlistar-
menn, vinir og venslafólk, unglingar
allir voru velkomnir og ávallt var Ás-
geir reiðubúinn að miðla fróðleik á
sinn einstaka og hógværa hátt. Sann-
kallað menningartorg, ekki ósvipað
og hjá afa og ömmu á Þórshöfn, enda
amma og Ossa um margt líkar, með
áhuga á skáldskap og fögrum listum
en vitaskuld var hún athafnasöm og
stríðin eins og afi. Ossa hafði marga
strengi í sinni hörpu, listrænan, sem
birtist í flottum fatastíl og glæsiíbúð-
um en líka viðskiptalegan þegar hún
af áræði og dugnaði réðst í að setja á
laggirnar bókaverslun í Hlíðunum
sem hún síðar flutti í stærra pláss í
nýjum verslunarkjarna í Glæsibæ.
Eftir að hún hætti með bókabúðina
opnaði hún listmunaverslunina Ossu
sem síðast var til húsa í Kirkjustræti
og margir muna. Og þá var nú mín í
essinu sínu. Þar kynnti hún fyrir
landanum handofin teppi frá ýmsum
heimshornum, fatnað og listmuni
sem hún valdi á mörkuðum Parísar-
borgar og víðar og naut þar dóttur
sinnar Ragnheiðar, búsettrar í París,
allt valið af smekkvísi og listrænu
innsæi.
Ossa hafði skilað miklu og góðu
dagsverki þegar hún hætti störfum,
rúmlega sjötug og við hefðum svo
sannarlega unnt henni þess að
ferðast um heiminn og njóta lífsins.
En sjúkdómurinn illvígi Alzheimer lá
í leyni og Droplaugarstaðir hafa ver-
ið hennar heimili í tæp tíu ár. Þar
naut hún aðhlynningar og var hvers
manns hugljúfi, flott og fín á sínum
hælaháu skóm, fótlaga skór voru
ekki hennar deild, þótt það vígi félli
líka að lokum en hún hafði þá ekkert
með það að gera. Við áttum oft góðar
stundir saman tvær einar og það er
mér ógleymanleg stund þegar hún
fyrir ekki margt löngu strauk og
þuklaði efnið í fötunum mínum, leit
svo upp og það var bros í báðum aug-
um.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
hana að og endurgoldið henni að ein-
hverju leyti gæsku hennar í minn
garð og síðar okkar Örnólfs og barna
okkar. Magga elsta dóttir okkar
eignaðist auka ömmu þar sem Ossa
var og hún og Ásgeir sem hún kallaði
afa voru miklir mátar enda fædd
sama dag. Ég er þakklát fyrir að eiga
að vinum börn hennar, sem hún gaf
allt sem í hennar valdi stóð að gefa,
enda hæfileikaríkar og góðar mann-
eskjur eins og foreldrar þeirra. Ossa
lagði málefnum þroskaheftra lið, en
Snorri elsta barn Ossu og Ásgeirs
þurfti slíkrar aðstoðar við eftir að
hafa skaðast í fæðingu. Hún barðist
af mikilli elju við hlið Magnúsar
Magnúsar skólastjóra Höfðuskóla
fyrir bættri menntun þeirra sem á
sérkennslu þurfa að halda. Það var
ósegjanlegur léttir fyrir Ossu sem
alltaf var með Snorra sér við hlið,
þegar hann eignaðist eigið heimili á
góðu sambýli þar sem honum líður
vel, með góðu fólki.
Ég efast ekki um að Ossa er með
góðu fólki núna og vona bara að
henni sé haldin vegleg afmælisveisla
í dag 1. júní, þegar ég hripa niður
þessa fátæklegu kveðju til minnar
elskulegu frænku Oddnýjar Ingi-
marsdóttur.
Blessuð sé minning hennar.
Helga E. Jónsdóttir.
ODDNÝ
INGIMARSDÓTTIR