Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 42

Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Hólm-fríður Rand- versdóttir fæddist á Grund í Eyjafirði 3. mars 1928. Hún andaðist á gjör- gæsludeild FSA 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Sigurðardóttir, f. 8.4. 1903, d. 6.9. 1998, og Randver Guðmundsson, f. 29.9. 1891, d. 21.5. 1962. Systkini Mar- grétar eru: Guð- mundur Hans, f. 28.9. 1929, d. 3.5. 2002, Klara Sigríður, f. 4.3. 1932, Sigurður Geir, f. 28.4. 1939, og Rósa Ólöf, f. 21.4. 1942. Hinn 17. september 1950 gift- ist Margrét Benjamín Jósefssyni húsgagnasmíðameistara, f. 11.8. 1925, frá Kúðá í Þistilfirði. For- eldrar hans voru hjónin Jósef Vigfússon, f. 5.4. 1891, d. 24.9. 1966, og Halldóra Jóhannsdóttir, f. 28.1. 1882, d. 21.4. 1940. Systk- Sól og Benjamín Árni, fyrir átti Sigrún einn son, Óðin Guð- mannsson. 2) Benjamín, maki B. Helena Guðmannsdóttir, þau eiga börnin Sólrúnu Stefaníu og Ríkharð Daða, fyrir átti Helena eina dóttur, Ólöfu Maríönnu Sal- varsdóttur. 5) Katrín, f. 26.2. 1957, maki Oddur Helgason og þeirra börn eru Grétar Már, Hrönn og Arnar Freyr. 6) Hall- dóra Lilja f. 1.10. 1964, maki Bragi Finnbogason og þau eiga börnin Brynjar Sindra og Önnu Margréti. Fyrir átti Benjamín son, Gísla Vestfjörð, f. 13.5. 1949, maki Marta Jensen. Margrét ólst upp í foreldra- húsum í Fjósakoti í Eyjafirði, fór 15 ára til Akureyrar í gagn- fræðaskólanám og að námi loknu vann hún hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga í nokkur ár en sinnti eftir giftingu húsmóðurstörfum og börnum, studdi mann sinn þegar hann og fleiri aðilar stofnuðu Húsgagnaverksmiðjuna Val- björk, en árið 1969 stofnuðu hún og Benjamín Húsgagnaversl- unina Augsýn og þar starfaði hún í 33 ár, uns þau seldu versl- unina og hættu störfum. Útför Margrétar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ini hans eru Leó, f. 17.6. 1913, d. 7.3. 2000, Ingibjörg, f. 8.3. 1915, Vigfús, f. 24.7. 1917, d. 19.4. 2000, og hálfsystir Lára Framarsdóttir, f. 12.1. 1902, látin fyrir nokkrum árum. Börn Margrétar og Benjamíns eru: 1) Hildur, f. 14.1. 1950, maki Lars Larsen. 2) Jósef Halldór, f. 22.10. 1951, d. 31.1. 1954. 3) Ólöf Vera, f. 2.3. 1953, maki Stein- dór Stefánsson, þeirra börn eru Bjarni Jósep, Svanur Hólm og Auðunn. Fyrir átti Ólöf eina dóttur, Thelmu Kristjánsdóttur, maki Haukur Hergeirsson, þau eiga tvö börn, Söru Hlín og Birki Má og eitt barn í vændum. 4) Sól- rún Stefanía, f. 1.3. 1956, maki Kjartan Tryggvason, þeirra börn eru: 1) Sigrún Rósa, fyrrv. maki Birgir Þorvaldsson og þeirra börn eru Logi, Kjartan, Viktoría Hún mamma er dáin. Hver vill heyra þessi orð um móður sína, þó svo að við vitum að við deyjum jú öll einhvern tíma? Þau eru svo sár þessi orð, við systur trúum þeim varla, viljum ekki trúa þeim, að mamma, elsku mamma, okkar fasti punktur í líf- inu og skjól, þessi viljasterka kona sem hvað eftir annað reis upp eftir áföllin og veikindin, að hún sé öll. Það var undarleg tilfinning að koma í Lindasíðuna, vitandi að hún komi aldrei aftur heim, sjá alla kunnuglegu hlutina hennar; inni- skóna við rauða stólinn, Hjemm- et-krossgátuna og gleraugun á borðinu, allt vakti þetta minningar um svo margt í liðinni tíð. Við eigum svo margt að þakka þessari konu, styrkinn sem hún gaf okkur og stuðninginn sem var allt- af fyrir hendi, sama hvað gekk á, fyrir örlætið og hlýjuna og ekki síst fyrir umönnun barna okkar og barnabarna, þau áttu alltaf skjól hjá ömmu/langömmu sinni og hlýj- an faðm að ganga í. Við systur eigum eftir minning- arnar, minningar um móður sem þrátt fyrir ýmis áföll í lífinu og veikindin, stóð alltaf sterk, vilja- sterk og keik allt fram á síðasta dag. Við þökkum þann tíma sem við áttum saman og við eigum fallegar og hlýjar minningar sem við mun- um búa að allt okkar líf. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund, biðjum þann guð, sem gaf líf þitt og tók græðandi hendi að milda sorgarstund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt, þegar við reikum liðins tíma slóð. Í samfylgd þinni var allt blítt og bjart, blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð. Okkur í hug er efst á hverri stund, ást þín til hvers, sem lífsins anda dró, hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund. Friðarins guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsdóttir.) Elsku pabbi, megi góður guð gefa þér styrk til að takast á við sorgina og missinn. Hildur, Ólöf Vera, Sólrún Stefanía, Katrín og Halldóra Lilja. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum við nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Elsku amma, það er svo erfitt að sætta sig við það að þú sért farin frá okkur. Ég veit að þú varst lasin og með marga sjúkdóma en þú hafðir alltaf betur í baráttunni og ég var svo viss um að það yrði eins núna. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki hér lengur, að geta ekki tekið upp símann og hringt til að athuga hvernig þú haf- ir það og fá fréttir af ættingjunum. Bara það að koma heim til ykkar afa núna og að sjá þig ekki sitjandi í rauða stólnum þínum, með teppi yfir fótunum og að horfa á t.d. Leiðarljós er mjög erfitt og tóm- legt. Maður var alltaf velkominn á heimili ykkar og sem barn bjó ég mjög oft hjá ykkur afa. Maður gat alltaf treyst því að það var vel tekið á móti manni með heitu kakói og kökum í hvert skipti sem maður kom til ykkar og þér fannst ekkert leiðinlegra en að koma engu í okk- ur og gafst sjaldan upp fyrr en að við fengum okkur eitthvað að borða. Birki og Söru langar svo til að þakka fyrir spilamennskuna, þú hafðir mikla þolinmæði og voru þær margar lönguvitleysurnar. Elsku amma, ég sakna þín afar mikið, þú varst stoð mín og stytta í lífinu og það verður erfitt að halda áfram án þín. En í fyllingu tímans trúi ég því að sárin muni gróa og við lifum glöð og ánægð yfir að hafa fengið þetta tækifæri til að þekkja og njóta svona yndislegrar ömmu eins og þú reyndist okkur. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem að tengjast þér, elsku amma, og viljum við Haukur, Sara Hlín og Birkir Már þakka þér kær- lega fyrir allt saman. Við vitum að þú ert komin á góð- an stað og að brói, Hansi og langamma hafa tekið vel á móti þér. Við vitum líka að þú munt halda áfram að fylgjast með okkur og halda þinni verndarhendi yfir okk- ur. Elsku afi, Hildur, mamma, Stefa, Kata, Dóra og fjölskyldur. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorg- ina og ástvinamissinn. Kærar kveðjur. Thelma. Elsku amma, við söknum þín mikið. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau, er heitast unna þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið mesta gafst þú hverju sinni. Þinn traustur faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessum, amma kæra, nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá, í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. Amma er engill núna. Brynjar Sindri og Anna Margrét. Elsku Gréta mín. Þegar þú ert farin, hugsa ég til baka um öll árin okkar frá 15 ára aldri. Aldrei fór styggðaryrði á milli okkar. Þú varst góðhjörtuð, trygglynd og hafðir góða nærveru. Margs er að minnast á langri ævi og margt ber að þakka. Öllum ástvinum þínum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guð geymi þig, kæra vinkona. Sigurlaug Ingólfsdóttir. MARGRÉT H. RANDVERSDÓTTIR ✝ Sesselja Ólafs-dóttir fæddist á Klömbrum í Vestur- hópi 10.10. 1912. Hún lést á sjúkra- húsinu á Hvamms- tanga 24.5. síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Marsi- bil Teitsdóttir, f. 10.6. 1883, d 30.1. 1974, og Ólafur Ólafsson, f. 1.4. 1890, d 6.4. 1985. Sesselja var elst þriggja systkina. Hin systk- inin eru: Margrét, f. 29.7. 1914, d. 24.6. 1988, og Finn- börn og fjögur barnabarnabörn. 2) Helga Marsibil, f. 12.3. 1935, bú- sett í Reykjavík, gift Halldóri Jó- hannessyni, f. 28.10. 1937. Þau eiga þrjú börn og fimm barna- börn. 3) Inga Sigurbjörg, f. 17.7. 1937, búsett í Borgarnesi, gift Jóni Þórðarsyni, f. 22.2. 1935. Þau eiga fimm börn og fimmtán barnabörn og eitt barnabarnabarn. Ingvar lést 21. febrúar 1939 og flutti Sesselja þá með börn sín til Margrétar systur sinnar og Guð- mundar Jónssonar, sem bjuggu í Laufási við Hvammstanga. Þar bjó hún til ársins 1960 er hún flutti til Baldurs, sonar síns sem hafði reist sér hús í Mellandi. Sesselja vann ýmis störf á sjúkrahúsinu, sá um þrif á kirkjunni og í barnaskólan- um til fjölda ára. Útför Sesselju fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. bogi, f. 24.5. 1921. Sesselja giftist árið 1932 Ingvari Helga Jakobssyni, d. 21. febrúar 1939. Þau hófu fyrst búskap á Kistu í Vesturhópi. Ári síðar fluttu þau að Geitafelli á Vatnsnesi og bjuggu þar í 6 ár. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Bald- ur, f. 19.2. 1933, bú- settur á Hvamms- tanga, kvæntur Guðlaugu Sigurðar- dóttur, f. 14.6. 1933. Þau eiga þrjú börn, ellefu barna- Elsku mamma og tengdamamma. Sárt við munum sakna þín, en nú vit- um við að þér líður vel. Við munum geyma minningar um þig í hjarta okkar allra. Við þökkum allar ynd- islegar stundir sem við áttum með þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guð geymi þig Börn og tengdabörn. Í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar. Amma Sesselja var ein af þessum hvunndagshetjum, vildi ekki láta hafa fyrir sér, ekki vera áberandi og leið best í herberginu sínu með prjónana innan um myndir af ástvin- um. Það eru ótal góðar minningar sem við geymum um ömmu Sesselju. Flest fórum við systkinin til lengri eða skemmri sumardvalar á Hvammstanga á æskuárunum og dvöldum þá í góðu yfirlæti hjá ömmu sem bjó í skjóli Baldurs sonar síns og Lillu konu hans. Það verður allt svo stórt í endurminningunni. Meira að segja amma sem var þó smávaxin og nett kona. Seinni part sumars þegar farið var upp í fjall í berjamó eða að tína fjallagrös var amma fremst í flokki og máttum við krakkarnir hafa okkur öll við að fylgja henni eftir en hún var þá komin á sjötugsaldur. Hún var svo létt í spori. Amma var af- ar stolt af hópnum sínum og kom þannig fram við smáfólkið að öllum fannst þeir vera mikilvægir í augum ömmu. Hún var ung kona þegar hún missti mann sinn og ól ein upp þrjú börn þeirra. Eflaust hefur það ekki verið einfalt mál á styrjaldartímum. En hennar létta lund og kjarkur hef- ur fleytt henni langt og upp komust börnin með aðstoð góðra aðstand- enda. Þau börn hennar þrjú og þeirra makar hafa verið vakin og sofin yfir velferð ömmu og ber sérstaklega að nefna hlut Baldurs og Lillu og verður þeim seint fullþakkað. Amma var undir það síðasta farin að þrá hvíld- ina. Um hana var afar vel hugsað á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og hafði hún og börn hennar oft orð á því hversu yndislegt starfsfólkið væri og natið við að sinna henni. Nú að leið- arlokum viljum við þakka ömmu allt það sem hún var okkur. Hún auðgaði svo sannarlega tilveruna, börnum okkar var hún góð langamma, ætt- rækin og minnug á nöfn og afmæl- isdaga. Amma okkar hefur kvatt þennan heim södd lífdaga og skilur eftir sig birtu og yl í brjóstum okkar. Við drúpum höfði í þökk fyrir liðnar stundir og biðjum góðan guð að geyma ömmu Sesselju. Þórður, Gunnar, Garðar, Sess- elja, Finnbogi og fjölskyldur. Elsku amma. Nú ertu farin. Okkur systkinin langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Það er margs að minnast. Til dæm- is þegar þú komst til okkar í Víðigerði og passaðir okkur þegar mamma og pabbi fóru til útlanda. Það var alltaf skemmtilegur tími. Eins þegar við komum til þín í heimsókn í Melland og þú gafst okkur alltaf suðusúkku- laði í nesti. Þú passaðir alltaf að við ættum nóg af vettlingum og sokkum sem þú hafðir prjónað. Eftir að við fluttum suður til Reykjavíkur þá komstu alltaf suður fyrir jólin og keyptir allar gjafirnar með okkur systrum og alltaf endaði ferðin með kókosbolluveislu. Guð geymi þig og minningu þína. Jesús er mér í minni, mig á hans vald ég gef, hvort ég er úti eða inni, eins þá ég vaki og sef. Hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf, honum af hjarta eg treysti, hann mýkir dauðans kíf. (Hallgrímur Pétursson.) Ingvar, Jóhanna og Edda. Elsku langamma. Við bræður biðum alltaf í eftir- væntingu eftir því að komast heim til ömmu og afa þegar við fréttum að þú værir í heimsókn. Hversu gott það var að komast inn í gestaherbergið og knúsa þig og kyssa því að þú komst of sjaldan í bæinn að okkur fannst. Þá beið okkar oftar en ekki súkkulaðibiti sem staldraði ekki lengi við. Sama hvaða minning um þig er dregin upp úr hugarskotum okkar þá minnumst við þín yfirleitt með eitthvað á milli handanna. Hvort sem þú varst að sauma, mála á púða eða eitthvað ann- að varð útkoman ætíð töfrum líkust. Þegar þú fórst að veikjast þá fækkaði heimsóknunum suður en gaman var að sjá þig síðasta sumar þegar ég, Halldór, kíkti í heimsókn til þín á sjúkrahúsið. Við komum til með að alltaf sakna þín elsku langamma og þú verður ávallt í huga okkar. Guð á himnum geymi þig og vaki guðs engl- ar yfir þér og við bræðum munum hitta þig seinna. Halldór Reynir og Eyþór Bergvinssynir. Kynni mín af Sesselju hófust árið 1996. Við Siggi í tilhugalífinu og ég töluvert kvíðin að hitta fjölskyldu hans í fyrsta sinn, eins og gengur. En sá kvíði hvarf eins og dögg fyrir sólu, er ég gekk inn um dyrnar á Mellandi á Hvammstanga. Allir voru hlýlegir við mig og hvers manns hugljúfi í við- kynningu og ekki síst amma Sigga, hún Sesselja. Hún bjó þá enn á heim- ili sonar sins og tengdadóttur, Bald- urs og Guðlaugar og var einstaklega ern bæði í hugsun og tali. Hún tók mér opnum örmum, bauð mig vel- komna í fjölskylduna á sinn hæga en ljúfmannlega hátt. Fundum við fljótt að við áttum sameiginlegt áhugamál, hannyrðirnar og sýndi hún mér margt listaverkið er hún hafði unnið í höndunum. Þegar Bára Guðlaug dóttir mín fæddist í byrjun árs 2001, hringdi Sesselja í mig sjálf og óskaði mér til hamingju með litlu stúlkuna. Barnagæla var hún hin mesta og allt- af lumaði hún á mola í munninn á þeirri stuttu er við komum norður í heimsókn. Þótt sjónin væri farin að daprast, fékk litla manneskjan iðu- lega útprjónaða vettlinga frá langó sinni eða þá hlýja sokka. Allt listavel unnið í höndum gömlu konunnar. Alltaf mundi hún eftir afmælisdögun- um okkar, hringdi með afmælisóskir og spurði frétta. Oft gaukaði hún smá aur í lófann á Báru til að setja í bauk- inn sinn. En nú er langri ævi Sesselju ömmu og langömmu lokið hér á jörð. Margs er að minnast en það er ljúfmennskan sem henni fylgdi sem okkur er efst í huga. Þægileg nærvera hennar og hjartahlýja. Við Siggi og Bára Guð- laug munum sakna hennar og geyma minningu hennar í hjörtum okkar. Sigríður. SESSELJA ÓLAFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.