Morgunblaðið - 03.06.2005, Side 44

Morgunblaðið - 03.06.2005, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján Þor-leifsson fæddist í Reykjavík 18. október 1939. Hann lést skyndilega og óvænt um borð í bát sínum vestur í Ísa- fjarðardjúpi 27. maí síðastliðinn. Krist- ján er sonur hjónanna Jóhönnu Guðmundsdóttur, f. 27.12. 1916, d. 26.3. 1975, og Þorleifs S. Kristjánssonar, f. 28.9. 1905. Þau hjón eignuðust 12 börn, en aðeins sex komust til fullorð- insára. Þau eru: Valdís Heiða, f. 1938, Halldór, f. 1942, Sigurður Ástvin , f. 1947, Þórlaug Guð- finna, f. 1948, Birna Guðríður, f. 1958, auk Kristjáns sjálfs. Kristján kvæntist eftirlifandi konu sinni Arndísi Jónasdóttur (Stellu), f. 8.7. 1938. Þau gengu í hjónaband árið1996, en höfðu þá búið saman í 20 ár. Með fyrri konu sinni, Báru Benediktsdóttur, eignaðist Kristján tvö börn: 1) Björgvin Hlíðar, f. 21. maí 1963, kvæntur Björku Arnardóttur, f. 8.3. 1963, og eiga þau tvö börn. 2) Fjóla, f. 6.12. 1965, maki Jón Tryggvi Jóhannsson, f. 23.8. 1964, og eiga þau þrjú börn. Börn Arndísar frá fyrra hjóna- bandi með Sigurði Bjarnasyni húsasmíðameistara eru: a) Jónas, f. 12.2. 1958, kvæntur Elísabetu Óladótt- ur, f. 2.4. 1958. Þau eiga fimm börn; b) Stefanía, f. 20.5. 1959, maki Snorri Rafn Snorrason, f. 14.2. 1958, þau eiga fjögur börn; c) Kristrún, f. 4.6. 1968, maki Snorri Þórsson, f. 5.4. 1966, þau eiga eitt barn saman, en áð- ur hafði Kristrún eignast tvö börn með Stefáni Ásmundssyni; og d) Bjarni, f. 22.2. 1970, kvæntur Helgu Sveinsdóttur, f. 4.2. 1972, þau eiga þrjú börn. Kristján ólst upp hjá foreldr- um sínum á Suðureyri við Súg- andafjörð fram til sjö ára ald- urs, en þá fluttist fjölskyldan til Bolungarvíkur. Hann fór ungur að sækja sjóinn og var sjómaður allt sitt líf. Til Hafnarfjarðar flutti hann, ásamt Arndísi konu sinni, haustið 1990, en þau áttu alla tíð annað heimili í Bolung- arvík, enda reri Kristján frá Bolungarvík út á Djúpið vor- og sumarvertíðir allar þar til yfir lauk. Kristján verður jarðsunginn í dag frá Hafnarfjarðarkirkju og hefst athöfnin klukkan 13. Það er sárt að þurfa að kveðja hann Kristján Þorleifsson fyrir fullt og allt – svo óvænt og skyndilega – hann Kidda afa, eins og börnin mín kölluðu hann jafnan. Hann sem ævina út var tvíefldur og hraustur og mikill vinnu- víkingur og kenndi sér nánast aldrei meins. Við hjónin og börnin okkar minnumst nú margra gleðistunda sem við áttum með Kidda afa og Stellu ömmu, bæði hér í Firðinum og ekki síður vestur í Bolungarvík á þessum síðustu áratugum. Hann var mikill og góður afi, barngóður, léttur og hress, og á sínum bestu stundum með húmorinn í góðum gír. Hann var hjálpsamur og greiðugur og hafði gaman af framkvæmdum, hafði yndi af að breyta hlutunum í kringum sig þeim til betra útlits og hagræðis, en sjálfum sér og sínum nánustu til þæg- inda og ánægju. Mér er minnisstætt þegar ég sagði honum fyrir nokkrum árum að ekki sæi ég fram á að málað yrði hjá mér fyrir jólin þótt mikil þörf væri á; þá kom hann allt í einu gal- vaskur og tók til starfa og lauk við það sem gera þurfti á ótrúlega stutt- um tíma. Kiddi afi var svo sannarlega ekki að tvínóna við verkin sem hann tók að sér, hvort heldur þau voru unnin í eigin þágu eða annarra. Hann hafði ánægju af að hjálpa öðrum og sagði að loknu verki að gleðin yfir því borgaði erfiðið meira en vel. Kristján var laghentur og drjúg- virkur og kunni vel til verka á mörg- um sviðum iðnaðarstarfa, lagði park- et á gólf, flísalagði böð, setti upp innréttingar, ekkert slíkt vafðist fyrir honum, þótt sjórinn og sjómanna- störf, bátaútgerð og allt sem henni tilheyrði, róðrar og aflagengd og verðlag, ættu hug hans allan frá upp- hafi til æviloka. Ekki má gleyma því að Kristján var mikill fjölskyldumað- ur og hugsaði vel til og vel um sitt fólk. Í apríl síðastliðnum fóru þau hjónin, Kristján og Stella móðir mín, til Danmerkur til að vera við ferm- ingu Arons systursonar míns og jafn- framt til að hitta Hlíðar son hans og Björku konu hans, en þau búa í Dan- mörku. Þetta ferðalag varð þeim báð- um eftirminnilegt og skemmtilegt og var lifandi í huga þeirra beggja þess- ar síðustu vikur á lífsgöngu hans. Kristján var alinn upp við vinnu- semi og ábyrgð á gerðum sínum, enda má með sanni segja að líf hans allt var vinna, vinna frá morgni til kvölds, vetur, sumar, vor og haust. Hann var ákaflega aðgætinn og glöggur sjómaður og fiskinn með af- brigðum; hans sjötta skilningarvit var það að finna út hvar fisk væri að fá hverju sinni í Djúpinu, enda brást það ekki, ef einhver afli var þar undir yfirborði, þá kom eitthvað af honum í hlut Kristjáns. Núna, á seinni árum, ræddu þau, Kristján og Stella, stundum um að breyta meira til og taka kóssinn á ný markmið, ferðast meira og njóta lífs- ins við breyttar aðstæður. Sú stefna átti vaxandi gengi að fagna í huga þeirra, og tvisvar höfðu þau tekið sér ferð á hendur til Kanaríeyja ásamt sínum vinahjónum, Báru og Kristni, en það er sem stundum fyrr að menn- irnir álykta en Guð ræður. Kristján Þorleifsson er nú genginn á vit feðra sinna svo snöggt og óvænt að athygli hefur vakið. Við brottför hans úr þessum heimi fylgja honum hlýjar óskir og þökk fyrir allt það sem hann var ástvinum sínum og öðrum sem hann umgekkst. Við biðjum honum blessunar í trausti á Guð og góðar vættir og vitum að þar sem góðir menn fara þar eru Guðs vegir. Stefanía Sigurðardóttir. Elsku bróðir. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Ég þakka þér fyrir allar þær ógleymanlegu stundir sem þú gafst mér og mun ég geyma vel þá stund þegar við hittumst seinast, það var seinasta sumar, þú varst nýkomin úr bænum og við áttum saman gott spjall eins og okkur einum var lagið. Ég mun sakna þín sárt, kæri bróð- ir. Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góður gaf, ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrlegum, ljósum löndum, þar lífsins tré gróa á fögrum ströndum, við sumaryl og sólardýrð. Mitt skip er lítið, en lögur stór og leynir þúsundum skerja. En granda skal hvorki sker né sjór því skipi er Jesús má verja. Hans vald er sama sem var það áður, því valdi er særinn og stormur háður. Hann býður: „Verði blíðalogn!“ Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi dimma dröfn, vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í ægi falla ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Valdimar V. Snævarr.) Elsku Stella, börn og aðrir að- standendur, innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra og megi guð vera með ykkur. Birna Guðríður Þorleifsdóttir. Kristján föðurbróðir minn er látinn fyrir aldur fram. Mig langar hér í nokkrum orðum að minnast Kitta frænda eins og við kölluðum hann. Pabbi og Kitti áttu saman þriggja tonna trillu sem hét Stapi og réru út frá Bolungarvík. Eftir nokkur ár saman á Stapanum keypti Kitti sér stærri bát sem hét Ölver. Héldu þeir áfram að róa út, bara núna hvor á sín- um bátnum. Þegar á leið og ég fór að hafa áhuga á sjónum, um 10-12 ára, spurði ég pabba hvort ég mætti fara með honum á sjóinn. Hann vildi þá frekar að ég færi með Kitta, öryggisins vegna, enda var hann á nokkuð stærri bát. Þetta varð úr og var ræs- ing eldsnemma enda tók nokkurn tíma að sigla á miðin. Hlíðar frændi, sem réri með honum yfir sumartím- ann, lagði sig á leiðinni út en það gat ég ekki því ég þoldi ekki við í lúk- arnum. Nú, ekki man ég hvað aflinn varð mikill en ég man þó vel eftir því þegar Kitti kallaði mig heim til sín niður á Hlíðastræti til að sækja minn hlut eftir þennan túr. Það gekk stoltur strákur heim þennan dag. Ég sendi Stellu, börnum þeirra og fjölskyldum og Þorleifi afa innilegar samúðarkveðjur. Jóhann Þór Halldórsson. Elsku kæri afi minn. Mikið er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Allt gerðist svo snögglega og enginn gat búist við því. Alltof fljótt kvaddir þú heiminn og ég kveð þig í mikilli sorg. Við fjölskyldan erum öll miður okkar og söknum þín sárt. Ég man eftir því þegar ég var bara lítil písl og var byrjuð að koma í heim- sókn til þín og ömmu í Bolungarvík. Ætli ég hafi ekki verið rétt um þriggja ára þegar ég kom fyrst. Það tók mig víst smá tíma að venjast þér en þegar það gerðist þá var hvergi til betra fang en fangið þitt í hæginda- stólnum. Tími minn sem barn í Bol- ungarvík var yndislegur tími og ég varðveiti hann í hjarta mínu. Alltaf vonaði ég að ég fengi að vera lengur en þann tíma sem var settur og kom alltaf til ykkar að ári. Berjatínslan, bátsferðirnar, fjöru- ferðirnar, rúnturinn upp í hjall að sækja harðfisk, biðin við höfnina að gá hvort þú værir að koma í land og allt kitlið, hláturinn og gormafóturinn eru dýrmætar minningar frá tíma okkar saman. Alltaf varstu ljúfur og þolinmóður og einstaklega barngóður. Þú mundir svo vel öll gullkorn frá okkur barna- börnunum og varst duglegur að skjóta þeim inn í samtal okkar á full- orðinsárum og kæta okkur með minningum úr æsku okkar. Þú og Jónas Bjarki voruð svo miklir vinir og hann saknar þín sárt. Þú varst alltaf til í að dunda þér með honum og þið voruð duglegir að heimsækja húsdýragarðinn, taka bíl- túr niður á höfn og fara í göngutúra tveir saman og yfirleitt var smá bland í poka með í för. Þú varst svo sniðugur, stríðinn og fyndinn og alltaf var stutt í húmorinn. Alltaf þegar ég heyri harmonikku- tónlist mun ég ósjálfrátt hugsa til þín og minnast tíma okkar saman. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Kiddi afi, megi guð geyma þig og varðveita. Elskum þig og sökn- um sárt. Arndís Jónasdóttir, Brynjar Þór Gestsson og Jónas Bjarki Brynjarsson. Fallinn er frá Kristján Þorleifsson eða Kiddi Leifa eins og ég þekkti hann. Ég á ennþá erfitt með að trúa því að Kiddi vinur minn sé dáinn, við náðum ótrúlega vel saman þrátt fyrir að ég væri 32 árum yngri en hann. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 9 árum í gegnum Jónas Sigurðsson í Glugga- og hurðasmiðjunni þar sem við unnum báðir hjá honum um tíma. Á þeim tíma bjuggum við í sama hverfi. Bauðst hann þá til að ná í mig á leiðinni í vinnuna og stakk ég þá upp á því að ég myndi bíða á eftir honum úti á horni en hann tók það ekki í mál og sagðist ná í mig upp að dyrum. Mér fannst hann alltaf vera að hugsa um minn hag. Fyrir nokkrum árum fór ég Jónas og Stebbi vestur í Bolungarvík til Kidda og Stellu. Sigldi Kiddi með okkur eins og kon- ungur hafsins um Jökulfirðina, ég man eftir því að hann gerði mikið grín að mér fyrir það að ég gæti aldrei orðið sjómaður, en í þá daga var ég farinn að þekkja hans sérstaka og skemmtilega húmor, þannig að ég var ekkert að rengja hann. Í nóvember síðastliðnum var ég að vinna heima hjá Kidda og Stellu og stakk hann því að mér hvort ég hefði ekki eitthvað fyrir hann að gera þar sem ég var kominn með eigin rekstur og svo varð úr að hann var hjá mér fram í apríl. Þar sem við unnum mikið bara tveir saman náðum við að kynn- ast mjög vel. Í hádeginu buðu Kiddi og Stella mér alltaf í mat á Hrauntunguna og það voru ekki neinar smá kræsingar, þetta voru svo notalegar stundir, rætt um heima og geima. Allstaðar þar sem ég kom með Kidda var honum vel tekið, það vant- aði ekki húmorinn hjá honum, alltaf stutt í glottið og hláturinn. Við sátum í kaffitímunum og spáð- um mikið í lífið og tilveruna, Kiddi gaf mér mikið af góðum og nytsamlegum ráðum af sinni föðurlegu umhyggju. Eitt af minnisstæðustu samtölunum okkar var þegar við ræddum um dauðann, og ég sagði Kidda að þegar hann yrði 100 ára og ég 65, þá kæmi ég til hans á elliheimilið og við mynd- um rifja upp liðna tíma. Þetta fannst honum skemmtilegar stúderingar. En því verður ekki að heilsa, við hitt- umst ekki aftur fyrr en ég kem yfir. Það má segja að Kiddi hafi verið ein af mínum sterkustu fyrirmyndum í lífinu, ég leit mikið upp til hans og bar mikla virðingu fyrir honum. Ég og fjölskylda mín vottum Stellu, börnum þeirra, barnabörnum og barnabarnabarni innilega samúð. Kiddi ég þakka þér samfylgdina og kveð þig, minn kæri vinur, með þakk- læti og virðingu. Þinn vinur, Hilmar Snær (Hilli). Ekki hvarflaði að okkur hjónum að við værum að kveðja Kristján Þor- leifsson vin minn í síðasta sinn er við hittum hann á Lónsbrautinni í vor þegar hann var að fara vestur með bátinn sinn á handfæri eins og venju- lega á þessum árstíma. Hann var óvenjulega kátur og hress, eina sem við söknuðum úr spjallinu eftirá var hin góðlátlega kerskni sem meðal annars gerði hann svo sérstakan mann sem hann var. Ég kynntist Kristjáni fyrir um það bil 10 árum, með okkur tókst fljótlega góður kunningsskapur sem síðar þró- aðist upp í trausta vináttu. Það er ekki meining mín að rekja æviferil vinar míns heldur þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an um borð í hvor annars bát, við spjall um fiskveiðar og báta og raun- ar allt milli himins og jarðar. Fyrir alla hjálpina sem hann veitti mér á Lónsbrautinni í Hafnarfirði, þar sem Kristján var nánast eins og starfs- maður. Þar kom hann við flesta daga sem ég var þar við störf og féll aldrei verk úr hendi á meðan hann stoppaði nema rétt á meðan við tylltum okkur og fengum okkur kaffisopa og tób- akskorn. Ef ég hafði orð á því að óþarfi væri að vinna eins og skepna þó hann liti inn, var svarið eitthvað á þá leið að hann væri sjálfur fullfær um að taka ákvörðun um hvort hann dútlaði eitt- hvað eða sæti og gerði ekki neitt og þegar hann yrði leiður á mér færi það ekki framhjá mér. Kæri vinur, bestu þakkir fyrir vin- áttuna sem hefði mátt vera lengri, en þú sagðir nú alltaf að líf okkar væri fyrirfram ákveðið og þó að við værum ekki alveg sammála um það vorum við sammála um að við réðum engu um hvenær því lyki. Elsku Stella mín, við Jóhanna sendum þér, öldruðum föður hans og fjölskyldunni allri, okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og syrgjum með ykkur traustan og góðan dreng. Gunnar Pálmason. Nú er horfinn á braut vinur okkar Kristján Þorleifsson. Við kynntumst fyrir nokkrum árum og höfum átt margar góðar stundir saman. Krist- ján var traustur maður og góður fé- lagi. Hann hafði sérstaka kímnigáfu og ákveðnar skoðanir á hlutunum. Við fórum saman á Kanarí í tvígang, síðast í janúar í vetur. Þar undi hann sér vel og vildi helst vera þar í marg- ar vikur. Það var vilji hans og Stellu að við kæmum vestur til þeirra í Bolungar- vík í sumar og hann ætlaði að sigla með okkur á bátnum sínum „Ölver“ og sýna okkur fegurstu staði Vest- fjarða. Elsku Stella og fjölskylda, megi Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Bára og Kristinn. Ég er staddur djúpt út af Rit, sólin speglast í haffletinum, ægifagurt er að horfa til lands en hann er tregur. Hvert á ég að fara? Það er best að hringja í Kristján. Ef einhverstaðar er fisk að hafa í þessari blíðu þá er hann þar. Halló. Sæll, hvar ert þú? Já ert þetta þú, ég er í Vesturkantinum. Ertu að fá hann? Það er reytingur. Hvar ert þú? Út á Björgum og ekkert að hafa. Þér er óhætt að koma. Engar orðalengingar, við kveðjumst og ég legg af stað yfir í Vesturkantinn. Deginum bjargað, aflinn eftir daginn tæp tvö tonn. Kæri vinur, þegar þetta var, þá var það hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem þú reyndist okkur í Smáherja vel. Við vorum sammála á svo mörgum sviðum án þess að þurfa að ræða það sérstaklega og svo fyrirvaralaust sammála um að vera ósamála og hafa gaman af. En nú er ég þér, kæri vin- ur, ósammála. Ég meina að þú skulir vera allur án þess að kveðja mig. Ég sakna þín og aflsins sem í þér bjó en við vorum jú sammála um að við ætt- um ekki morgundaginn vísan og þeg- ar að dauðanum kæmi þá yrði svo að vera. Ég er glaður að leiðir okkar skuli hafa legið saman og þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og geta þegið ráð frá þér þegar leggja átti upp í lang- ferðir milli landshluta þar sem siglt er fyrir ystu nes og straumþungar rastir. Sjaldan brást, að þegar ekki var farið að ráðum þínum, þá lét full- ur árangur oftast á sér standa eða erfiðleikarnir urðu meiri en nauðsyn- legt var. Það var því dýrmætt að fara að ráðum þínum og verða sjálfbjarga. Ég sendi Stellu, ættingjum þínum og vinum samúðarkveðju. Með þakklæti kveð ég þig kæri vin- ur. Ég geri það með virðingu, sökn- uði, og vert þú búinn að steypa sökk- ur sem duga fyrir okkur báða þegar ég kem. Hagalín. KRISTJÁN ÞORLEIFSSON Elsku pabbi.Megi þér ætíð líða þúsund sinnum betur en ég af hjarta fæ beðið. (Næturgalinn.) Fjóla. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Ég kveð þig með þakklæti í huga fyrir allar þær ánægju- stundir sem við höfum átt til sjós og lands. Vertu sæll kæri bróðir og hafðu þökk fyrir allt. Halldór Þorleifsson. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.