Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 45 MINNINGAR ✝ Jochum Magnús-son, kennari, fæddist á Akureyri 9. maí 1949. Hann andaðist á Háskóla- sjúkrahúsinu í Malmö í Svíþjóð 1. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Júlíu Jóns- dóttur húsfreyju, f. 29.5. 1924 í Fagra- nesi á Langanesi, og Magnúsar Jochums- sonar, rennismíða- meistara, f. 19.10. 1913 í Reykjavík, d. 21.8. 1989. Systkini Jochums eru: Guðrún Þóra, f. 23.4. 1943, Sigrún, f. 12.6. 1945, Valgerður, f. 23.1. 1954, Jón Júlíus, f. 14.1. 1956, d. 11.11. 1973, Sigurður Friðrik, f. 24.7. 1957. Uppeldisbróðir Joch- ums er Stefán Gísli Stefánsson, f. 26. apríl 1964, sonur Sigrúnar, systur Jochums. Jochum kvæntist 1. janúar 1975 Katrínu Þorvaldsdóttur, kennara, f. 11.8. 1952, en þau skildu árið 1978. Foreldrar hennar eru Jak- obína Jónsdóttir, f. 4.11. 1919, kennari, og Þorvaldur Sæmunds- son, f. 20.9. 1918, kennari. Börn Katrínar og Jochums eru: 1) Jó- rúnu Marísdóttur, skrifstofufull- trúa, f. 11.10. 1947, eignaðist Joch- um soninn Marís Þór, f. 28.10. 1970. Hann er margmiðlunarfræð- ingur. Foreldrar Guðrúnar eru María Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 18.6. 1920, og Marís O. Guð- mundsson, f. 24.11. 1908, d. 7.1. 1979, múrarameistari. Börn Marís Þórs eru Sól Li, f. 12.10. 1995, og Helena Freyja María, f. 10.2. 2004. Kona Marís Þórs er Johanna Segl- er, fatahönnuður, f. 22.12. 1971. Jochum gekk í Íþróttakennara- skólann á Laugarvatni og útskrif- aðist þaðan 1971 sem íþróttakenn- ari. Hann vann ýmis störf á þessum árum bæði til sjós og lands. Almennu kennaraprófi lauk hann frá Kennaraskólanum í Reykjavík 1973. Árið 1982 lagði Jochum stund á nám í uppeldis- greinum við Kennaraháskóla Ís- lands. Árin 1974–78 var Jochum kennari við Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði. Til Danmerkur fluttist Jochum 1983 og var búsettur í Kaupmannahöfn, og stundaði þá m.a. nám í fornleifafræði við Kaupmannahafnarháskóla, nokk- ur misseri. Síðan fluttist hann til Svíþjóðar og hefur lengst af verið búsettur í Malmö, þar sem hann starfaði fyrstu árin sem kennari en síðan við eftirlit og viðhald opin- berra bygginga Malmöborgar. Bálför fór fram í Svíþjóð, en minningarathöfn um Jochum verður í Dómkirkjunni í dag og hefst klukkan 13. hanna Júlía, f. 27.6. 1974, doktorsnemi í sagnfræði, gift Shamim Taherzadeh, lækni, og eiga þau soninn Arían Helga, f. 29.12. 2003. 2) Mar- grét Rósa, f. 11.1. 1976, sagnfræðingur. Dóttir hennar og Kjartans Þórs Ragn- arssonar, f. 22.5. 1980, sagnfræðings, er Freyja Sól, f. 23.6. 2003. 3) Þorvaldur Jakob, f. 14.11. 1977, tölvunarfræðingur. Kona hans er Lisa Kristina Linde- feldt, f. 6.8. 1976, líftölvunarfræð- ingur. Þau eiga soninn Óskar Loga, f. 8.5. 2004. Jochum eignaðist með Báru Kjartansdóttur, f. 23.12. 1951, tízkuhönnuði, dótturina Sigríði Karen, f. 10.2. 1970, sem er sál- fræðingur. Foreldrar Báru eru Kjartan Guðmundsson, f. 19.8. 1922, d. 15.9. 1973, kaupmaður, og Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja, f. 2.11. 1923. Börn Sigríðar Karenar eru Saga, f. 14.9. 1991, og Daði, f. 2.11. 1997. Eiginmaður Sigríðar Karenar er Jón Símonarson, f. 21.5. 1974, símsmiður. Með Guð- Jochum Magnússyni, mági mínum, kynntist ég sem ljóshrokkinhærðum líflegum unglingi austur í Hveragerði fyrir meira en 40 árum. En þau ár hafa verið fljót að líða og nú er hann horfinn sjónum. Öll söknum við hans, því að hann var einkar viðfelldinn og vel lið- inn af öllum. Hann var vel að manni og íþróttir honum hugleiknar. Það varð því að ráði, að hann gekk í íþróttaskóla og gerðist íþróttakennari. Síðar aflaði hann sér jafnframt almennra kennara- réttinda. Lífið er flókið ferli og það varð hlut- skipti Jochums að flytjast af landi brott og dveljast allan síðari hluta ævi sinnar erlendis. Um skeið bjó hann í Kaupmannahöfn, en lengst af hefur hann búið í Malmö í Svíþjóð, og starf- aði síðustu árin við eftirlit og viðhald með byggingum Malmöborgar. Áhugasvið Jochums voru mörg. Eftir að hann fluttist til Danmerkur var hann m.a. við nám í fornleifafræði þrjú misseri við Kaupmannahafnarhá- skóla. Og einnig lagði hann stund á bogfimi og var í félagi áhugamanna í Malmö um þá íþrótt. Ég á einungis góðar minningar um Jochum, sem var drengur góður og vildi öllum vel. Votta ég móður hans, systkinum, börnum og barnabörnum einlæga samúð á þess- ari skilnaðarstund. Sigurður Gizurarson. Fyrir rúmum fimmtíu árum fluttist móðursystir okkar Júlía með Magnúsi manni sínum og börnunum Guðrúnu Þóru, Sigrúnu og Jochum frá Akur- eyri til Hveragerðis. Næstu árin þar á undan höfðu fjölskyldur okkar búið saman í Skipagötunni á Akureyri sem ein fjölskylda og við eldri systurnar ól- umst upp með frænkum okkar og frænda eins og í einum stórum systk- inahópi. Yngri systkini okkar Anna Pála, Helena og Páll fæddust síðar, eftir að fjölskylda Jochums var flutt til Hveragerðis, og kynntust henni með öðrum hætti en við tvær. Júlía og Anna móðir okkar höfðu báðar flust til Akureyrar frá Syðri Grund í Svarfað- ardal. Það var erfitt fyrir okkur að horfa á eftir „systkinum“ okkar renna úr hlaði, vinka til þeirra og vita að fram- vegis fengjum við ekki að hittast á hverjum degi, vera samferða í skólann og leika okkur saman. Í þá daga var langt á milli Hveragerðis og Akureyr- ar, en það var yndislegt að hittast á sumrin í sveitinni hjá Sigrúnu ömmu, í Svarfaðardalnum sem við tengdumst öll tryggðarböndum. Systkinahópurinn í Hveragerði stækkaði og Valgerður, Jón og Sigurð- ur bættust í hópinn. Jón lést af slysför- um aðeins 17 ára gamall. Það var þungbært áfall fyrir fjölskylduna og ekki síst fyrir eldri bróðurinn Jochum. Jochum frændi var fallegur og góð- ur drengur með ljósa lokka. Það var alltaf stutt í kímnina hjá honum. Hann var mikill vinnuþjarkur og stundaði ætíð vinnu með skólagöngunni til að framfleyta sér. Hann var bæði með kennara- og íþróttakennaramenntun og vann sem kennari í mörg ár, bæði í Reykjavík og úti á landi. Jochum eignaðist fimm gjörvileg börn, sem bera föður sínum fagurt vitni. Sjálfur varð hann aðnjótandi mikillar ástúðar og umhyggju í æsku og bjó að því alla tíð, þótt hann hafi orðið að ganga gegnum erfiðleika í líf- inu og ekki verið hlíft við því að kynn- ast sorginni. Ef hægt er að segja um nokkurn mann að hann hafi verið of góður í sér, þá teljum við að það eigi við um Jochum frænda, hann var ef til vill of góðviljaður og fórnfús. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Í dag kveðjum við Jochum hinstu kveðju. Við minnumst hans sem góðs drengs og frábærs frænda og vinar. Blessuð sé minning hans. Fjölskyldu hans vottum við innilega samúð. Sigurbjörg og Sigrún Pálsdætur. Hugurinn leitaði ósjálfrátt til liðinna stunda á Núpi í Dýrafirði, þegar mér barst sú fregn að Jochum Magnússon væri fallinn frá. Við vorum samkenn- arar við Héraðsskólann á Núpi árin 1974–1978. Jochum útskrifaðist úr Íþrótta- kennaraskóla Íslands 1971 og 1973 lauk hann almennu kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Hann var því að hefja sinn kennaraferil á Núpi. Hann kom ekki einn að Núpi. Hon- um fylgdi kona hans Katrín Þorvalds- dóttir og nýfædd dóttir þeirra Jó- hanna Júlía. Á Núpsárunum fæddist þeim svo dóttirin Margrét Rósa og sonurinn Þorvaldur Jakob. Katrín hafði lokið kennaraprófi 1973 eins og Jochum og réðst hún sem kennari við Barnaskólann á Núpi. Á árum Jochums og Katrínar á Núpi má segja að þar hafi verið iðandi mannlíf og skemmtilegt samfélag. Barna- og Héraðsskólinn voru í nábýli og tengdir traustum böndum sem menningarlegur miðdepill sveitarinn- ar. Kennarafjölskyldur bjuggu í íbúð- um sem tengdust heimavistum nem- enda. Óhætt er að segja að Jochum og Katrín hafi aðlagast fljótt lífsmynstri staðarins. Ég var um þessar mundir einn á báti og hafði gjarnan þann háttinn á að heimsækja einhverja kennarafjöl- skylduna á kvöldin til að spjalla og fá kaffisopa. Hvarvetna var hvort tveggja til reiðu. Fljótlega fór ég að venja komur mínar á heimili Jochums og Katrínar. Þar var gott að koma og gestrisni í hávegum. Jochum var lag- inn við að halda uppi glaðværu spjalli og oftar en ekki var gripið í spil. Með okkur Jochum tókst vinátta sem hélst meðan leiðir okkar lágu saman. Jochum rækti kennslustörf sín vel og var í góðum metum hjá samstarfs- fólki, nemendum og fólki almennt hér fyrir vestan. Samband okkar Jochums rofnaði þegar hann flutti burt úr Dýrafirði, þar sem hann hafði átt góða daga. Nokkrir þyrnar munu hafa verið á lífs- braut hans eftir það, en í mínum huga sé ég hann nú eins og ég kynntist hon- um á Núpi sem ljúfum, glaðværum og góðum dreng. Jochum lætur eftir sig auðlegð í mannvænlegum börnum sínum og góðum minningum í huga okkar sem kynntumst honum á Núpi. Ég flyt börnum hans og öðrum vandamönnum hugheilar samúðar- kveðjur. Valdimar Gíslason. Öll segjum við sögu með lífi okkar. Hún er ekki eintal heldur saga sem verður til í samskiptum við annað fólk. Lífssagan er rituð af okkur sjálfum og öðru fólki, drættir hennar eru sumir sterkir meðan aðrir eru daufari en allir safnast þeir í eina bók: bók ævinnar. Oft fáum við ekki ráðið hvað við sjálf skrifum í þessa bók né heldur hvað aðrir skrifa um okkur. Það er sem ósjálfráð skrift taki stundum við og skrái sögu undarlegra atburða sem við erum þátttakendur í. Þegar björt maísólin skein á Íslandi andaðist Jochum Magnússon á mild- um degi á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Þar hafði hann búið síðasta aldarfjórðung. Jochum batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn hans. Hug- ur hans var leitandi og óþreyjufullur. Viðkvæmur og íhugull, á stundum gáskafullur og opinskár. Spurningar um tilgang lífsins bönkuðu einlægt upp á og hann glímdi við þær. Leitaði inn á ókunnar slóðir draumspeki og stjörnuspeki þar sem hann taldi sig finna svör. Kannski var hann alla tíð að leita að einhvers konar sáttum við lífið og sjálfan sig. Sóttist eftir næði og var einfari í sér hin síðari ár. Sló áfram sinn ævivef sem fáir fengu að sjá. Hann lauk kennaraprófi og kenndi um tíma. Gerðist fjölskyldumaður og eignaðist börn og góða konu. Jochum var ákafur í öllu því sem hann hafði með höndum. Lagði stolt sitt í öll verk, metnað og vandvirkni. Árin liðu og hann virtist hafa náð fótfestu í lífinu. Gæfa hans stóð ekki lengi og hann ákvað að slíta sem flest bönd við Ís- land. Honum fannst hann þurfa að leita hamingjunnar annars staðar. Ævispölurinn er undarleg vegferð. Þú verður samferða fólki fyrir tilviljun. Allir horfa vongóðum augum mót líf- inu sem bíður og halda síðan út í hvers- daginn. Síðan líða árin. Þú heyrir af og til af skólafélögunum og stundum hitt- ast þeir á förnum vegi. Skyndilega færðu fréttir að einn úr hópnum er lát- inn. Sögukafli er rofinn og eftir er góð minning sem þér var gefin og þakkar fyrir. Guð blessi minningu Jochums Magnússonar. Hreinn S. Hákonarson. JOCHUM MAGNÚSSON ✝ Stefán HaukurEinarsson fædd- ist á Akureyri hinn 6. febrúar 1925. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 21. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Einar Stefán Stefánsson frá Möðrudal á Efra Fjalli, f. 28.5.1891 í Reykjavík, og Aldís Anna Kristjánsdóttir frá Grímsstöðum á Hólsfjöllum, f. 6.12.1898. Haukur kvæntist þýskri konu, Erdmuthe Ursula Glage, f. 10.5.1938, frá Ladtkeim hjá Königsberg, sem nú heitir Kaliningrad í Rússlandi. Erd- muthe var fatahönnuður og leið- sögumaður. Hún lést 13.3.1996. Erdmuthe og Haukur eignuðust tvö börn. Þau eru: Stefán Einar, f. 27.4.1974, forritari, og Marlín Al- dís, leikskólastarfs- maður, f. 12.5.1982. Sambýliskona Stef- áns Einars er Bryn- dís Sigtryggsdóttir, f. 24.9.1975, og eiga þau soninn Braga, f. 6.4.2005. Maki Mar- línar Aldísar er Ólaf- ur Bjarni Sigur- sveinsson, f. 20.8.1973. Marlín á dóttur, Árdísi Lilju Gísladóttur, f. 4.9.2001, með Gísla Steingrímssyni. Stefán var stúdent úr MA. Hann vann skrifstofustörf á Akureyri og í Reykjavík, var kennari í Vogaskóla í Reykjavík, leiðsögumaður með erlendum ferðamönnum, löggiltur dómtúlk- ur og skjalaþýðandi í ensku. Útför Stefáns verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Foreldrar Stefáns Hauks voru Einar Stefán Stefánsson frá Möðru- dal á Efra Fjalli og Aldís Anna Krist- jánsdóttir frá Grímsstöðum á Hóls- fjöllum. Þau voru gefin saman í Reykjavík hinn 4.6. 1923 og settust að á Akureyri þar sem þau ráku Hót- el Oddeyri til ársins 1926. Þá fluttist Einar til Kanada og bjó þar til 1930 en þá sneri hann aftur til Íslands og settist að í Reykjavík þar sem hann andaðist 1.7. 1968. Aldís bjó áfram á Akureyri og síðar í Reykjavík. Einar og hún bjuggu ekki aftur saman. Stefán Haukur, sem var alltaf nefndur Haukur, ólst upp hjá móður sinni á Akureyri til fullorðinsára og tók stúdentspróf í Menntaskólanum þar. Foreldrar mínir, Ingólfur Krist- jánsson frá Grímsstöðum og Katrín María Magnúsdóttir, bjuggu á Víði- hóli á Hólsfjöllum og fluttust 1928 í Grímsstaði með barnahóp. Haukur dvaldist jafnan á Grímsstöðum á sumrin og þannig varð hann eins og einn af barnahópnum. Okkur hinum fannst varla komið sumar fyrr en Haukur var kominn inn eins og far- fuglarnir. Hann lumaði líka oftast á ein- hverju góðgæti sem hann deildi með okkur. Hann kunni líka ýmsa leiki sem hann hafði vanist og kenndi okkur. Ég átti heima á Akureyri frá 1939 til 1946 og var þau árin tíður gestur hjá Hauki og Aldísi móður hans sem var einstök að rausnarskap og gest- risni. Á henni sannaðist gamalt orð- tak: „Þar sem er pláss í hjartanu þar er líka pláss í húsum.“ Til Hauks komu iðulega skólabræður hans í Menntaskólanum og þeim kynntist ég að sjálfsögðu og fræddist um skól- ann og lærifeður þar. Einn þeirra þekkti ég, öðlinginn Vernharð Þor- steinsson frá Möðrudal, náfrænda Hauks. Hann varð seinna kennari minn. Hann var heimspekingur að mennt og benti okkur stundum á þá hlið hlutanna, til dæmis að það merkilegasta við núþálegar sagnir væri ekki óreglulegt form þeirra heldur hitt að þær fjölluðu um und- irstöðu mannlífsins, nefnilega að vilja, geta og kunna. Þegar frændfólkið af Hólsfjöllum kom til Akureyrar var miðstöð þess að sjálfsögðu hjá Aldísi og Hauki og þar var alltaf pláss og önnur fyrir- greiðsla til reiðu. Við systkinin nefndu Aldísi alltaf „frænku“ og það brást aldrei að hún sendi jóla- og af- mælisgjafir. Við Haukur vorum systkinasynir, Aldís og faðir minn voru hálfsystkini. Haukur var meðalmaður á hæð og grannvaxinn, skolhærður og vel far- inn í andliti eins og það var orðað fyrrum. Hann var ekki mjög heilsu- hraustur enda varð hann fyrir áföll- um, því versta þegar hann hrapaði úr stiga við að mála húsið sitt og bein- brotnaði á mörgum stöðum og meiddist illa. Eftir stúdentspróf innritaðist Haukur í læknadeild en söðlaði um og lagði fyrir sig tungumál, einkum ensku og gerðist kennari í henni til starfsloka. Hann aflaði sér réttinda sem lög- giltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku. Hann stundaði skrifstofustörf um tíma, meðal annars hjá sendiráði Bandaríkjanna. Hann vann líka um tíma hjá Ferðaskrifstofu ríkisins á sumrin eins og fleiri kennarar og tungumálamenn og var leiðsögumað- ur útlendinga í Íslandsferðum. Haukur kvæntist þýskri konu, Erdmuthe Glage. Muthe var glæsi- leg kona og vel að sér og stundaði bæði fatahönnun og leiðsögu ferða- manna fyrir Ferðaskrifstofuna. Þau Haukur eignuðust tvö börn, Stefán Einar og Marlíni Aldísi. Haukur lagði fleira fyrir sig en nú var talið. Hann fór líka á sjó og sótti námskeið í matreiðslu og öðlaðist réttindi til að vera matsveinn á fiski- skipum. Ég get staðfest það af eigin reynslu að matarboði hjá Hauki gleymir maður ekki. Haukur var ljúfmenni og vinsæll eins og faðir hans. Einar kom stund- um á Grímsstaði og líka í Víðihóla. Okkur börnunum fannst til um Einar sem var stundum í skógarhöggs- mannaskyrtu og í gerðarlegum stíg- vélum gerólíkum sauðskinns- eða leðurskónum okkar. Hann hafði oft fallegar gjafir meðferðis og minnis- stæður er mér enn útskorinn hunds- haus með gleraugum sem lengi var til heima. Einar fékkst líka við að mála og mig rámar í mynd af suð- urfjöllunum með Herðubreið í miðj- unni. Síðan við Haukur urðum eftir- launamenn höfum við haldið vinátt- unni við og hist öðru hverju eða talað í síma til að rifja upp fortíðina og ræða um gamla félaga og tungumál, áhugamál okkar beggja. Að lokum þakka ég Hauki frænda fyrir langa og góða vináttu á langri samfylgd. Baldur Ingólfsson. STEFÁN HAUKUR EINARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.