Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 57

Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 57
SÁLIN hans Jóns míns gefur út nýtt lag í dag og heldur jafnframt tónleika á Nasa í kvöld. „Við erum að gefa út nýtt lag á morgun. Þetta er þriðja smáskífan af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, sem kemur út næsta haust. Við byrjuðum á því að gefa út „Tíminn og við“ fyrir síðustu jól. Svo fyrir páskana kom „Aldrei lið- ið betur“. Nýja lagið heitir „Þú færð bros“. Við erum gríðarlega bjartsýnir og jákvæðir þessa dagana,“ segir Guðmundur Jónsson, gítarleikari og helsti lagasmiður Sálarinnar hans Jóns míns. Lagið er einmitt eftir hann með texta eftir Friðrik Sturlu- son bassaleikara. „Við erum búnir að vera í drama- tískum pælingum síðustu ár,“ segir Guðmundur, en nú er tónlistin að hans sögn orðin hressari. Á leið til Danmerkur „Við erum að fara til Danmerkur á mánudaginn í stúdíó sem heitir PUK,“ segir hann en þetta er þekkt hljóðver á Jótlandi þar sem fjölmarg- ir virtir listamenn hafa hljóðritað í gegnum tíðina, m.a. George Michael, Elton John og Mezzoforte. Af hverju að fara til Danmerkur? „Okkur langaði að fara burt frá Reykjavík og komast í næði. Okkur langaði að vera hljómsveit saman í stúdíói og búa til músík. Þetta er úti í sveit,“ segir hann en Sálin verður í viku í Danaveldi. „Við klárum aldrei plötuna á þess- um tíma en þegar menn eru svona einangraðir bara að vinna í músík verður meira úr verki. Við höfum gert þetta áður, að vísu hér á Íslandi, þegar við tókum upp Þessi þungu högg. Við tókum hana upp og mix- uðum á þrettán dögum.“ Það verður ekki slegið slöku við í Danmörku. „Við ætlum að gera eins mikið og við getum. Við erum nýbúnir að velja lögin á plötuna og núna eru strákarnir, Stebbi og Frissi, að semja texta á fullu. Ég er búinn að semja allan aprílmánuð og svo er Jenni með tvö lög á plötunni,“ segir hann, en væntanleg plata mun innihalda ellefu lög. Átta lög verða því í farteskinu til Danmerkur en þrjú eru tilbúin. Tekið upp myndband í kvöld Á tónleikunum á Nasa í kvöld verð- ur jafnframt tekið upp myndband við nýja lagið, „Þú færð bros“. „Þetta kom nú snöggt til. Við ætlum að reyna að taka upp myndband á tón- leikunum. Það hefur verið að mynd- ast mjög skemmtileg stemning á Nasa og mikið stuð. Okkur langar að ná því á myndband.“ „Svo förum við að túra um landið í júlí og ágúst. Við verðum alveg á fullu fram að áramótum,“ segir hann. Fyrstu tónleikarnir eftir Dan- merkurförina verða dagana 1. og 2. júlí á Akureyri. Í vikunni þar á eftir verður leikið í Reykjavík og á Akra- nesi og svo koll af kolli. Aðdáendur geta fylgst með tónleikadagskránni á síðu hljómsveitarinnar. Tónlist | Sálin hans Jóns míns með nýtt lag og tónleika Gríðarlega bjartsýnir Morgunblaðið/Árni Torfason Sálin hans Jóns míns verður með tónleika á Nasa í kvöld en sveitin heldur eftir helgi í hljóðver í Danmörku. Sálin spilar á Nasa í kvöld. Húsið verður opnað kl. 23 og er miðaverð 1.900 kr. Forsala á Nasa milli 13 og 17 og er miðaverð þá 1.500 kr. www.salinhansjonsmins.is www.salin.is Ljósmynd/Atli Mar Hafsteinsson Hildur Vala hefur verið önnum kaf- in síðan hún sigraði í Idol-stjörnu- leitinni. HILDUR Vala Idol-stjarna gerir aðra tilraun til að halda útgáfutónleika nú á sunnudaginn í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir áttu upphaflega að vera seinustu helgi en þá fékk Hildur Vala flensu og því var þeim frestað. Hildur Vala hefur vægast sagt ver- ið upptekin síðan hún sigraði með glæsibrag í Idolinu en auk þess að sinna sínum eigin sólóferli fyllti hún skarð Ragnhildar Gísladóttur í Stuð- mönnum. Til marks um vinsældir stúlkunnar verður hún að syngja á fimm tónleikum þessa helgina. Tvenna tónleika með Stuðmönnum, tvenna útgáfutónleika á sunnudaginn og eina tónleika í Vestmannaeyjum. Fimm tónleikar á þremur dögum myndu þreyta hinn reyndasta söngv- ara en Hildur Vala segist hvergi vera bangin. „Ég hef ekki enn þá orðið þreytt í röddinni og ég reikna með því að þetta verði ekki mikið mál. Ég er líka svo spennt fyrir útgáfutónleikun- um að ég læt ekki þreytu spilla þeim fyrir mér.“ Nýútkomin plata Hildar Völu hef- ur verið að gera það gott síðan hún kom út og hafa öll lögin á plötunni náð á Topp 20 listann á Tónlist.is sem mest sóttu lögin. Á útgáfutónleikun- um mun Hildur Vala njóta fulltingis valinkunnra listamanna undir stjórn Jóns Ólafssonar en auk þeirra mun Helgi Valur koma fram sem sérstak- ur gestur á tónleikunum. Helgi Valur gaf út um daginn sína fyrstu plötu, Demise of Faith, en á þeirri plötu syngja þau Hildur Vala dúett. Nær uppselt er á tónleikana. Syngur á fimm tón- leikum um helgina Tónlist | Hildur Vala þreytist seint MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 57 MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK Málabraut Náttúrufræðibraut 2 nýmáladeildir 2 fornmáladeildir 2 eðlisfræðideildir 2 náttúrufræðideildir Rektor Nemendur 10. bekkjar sækja rafrænt um skólavist, en aðrir sækja um á eyðublöðum sem fá má á skrifstofu skólans eða á www.mr.is. OPIÐ HÚS fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra verður sunnudaginn 5. júní kl. 14-17. Þar kynna kennarar og nemendur skólann. Allir eru hjartanlega velkomnir. Nemendur velja um tvær meginnámsbrautir með fjölbreyttum kjörsviðum: Á heimasíðu skólans, www.mr.is, má finna frekari upplýsingar um nám og starf í skólanum. Reynsla hefur sýnt að nám í Menntaskólanum í Reykjavík er traustur grunnur fyrir nám á háskólastigi. Nemendur skólans eru um 830 og starfsfólk um 90. INNRITUN í Menntaskólann í Reykjavík stendur yfir dagana 5. júní kl. 14-17 og 13.-14. júní kl. 9-18. Aðstoð við innritun er veitt á þessum tímum og á venjulegum skrifstofutíma aðra daga. Menntaskólinn í Reykjavík við Lækjargötu 101 Reykjavík sími 545 1900 http://www.mr.is Framtíðin er þín leggur traustan grunn að velgengni í háskóla ÍSLENSKA reggísveitin Hjálmar verður með tvenna tónleika um helgina. Tónleikar Hjálma hafa þótt vel heppnaðir og nýtur sveit- in, sem var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum, mikilla vinsælda. Í kvöld spilar sveitin í Hveragerðiskirkju á síð- ustu tónleikunum í tónleikaröðinni Kvöld í Hveró. Helgi Valur Ás- geirsson, trúbador frá Hveragerði, hitar upp fyrir Hjálma og flytur lög af nýútkominni sólóplötu sinni. „Yfirlýst markmið Kvölds í Hveró er að auka fjölbreytni í menningu á svæðinu, opna augu almennings fyrir þeim möguleika að íslensk popptónlist eigi ekki síður heima í kirkju en klassíkin og gefa ungu og hæfileikaríku tónlistarfólki af Suðurlandi tæki- færi til að hita upp fyrir þá lista- menn sem fram koma. Hljóm- burður í Hveragerðiskirkju er einstaklega fallegur,“ segir í til- kynningu. Á morgun spila Hjálmar síðan á Nasa en fyrri tónleikar sveit- arinnar á staðnum hafa verið fjöl- mennir. Tónlist | Bjartasta vonin með tvenna tónleika um helgina Fróðlegt verður að hlýða á reggítónana óma í Hveragerðiskirkju í kvöld. Hjálmar og Helgi Valur í Hvera- gerðiskirkju í kvöld kl. 21 en kirkjan verður opnuð kl. 20. Miðaverð 1.500 kr. en ekki er tekið við kort- um. Laugardagskvöld verður sveit- in á Nasa og verður húsið opnað kl. 23 og er miðaverð 500 kr. www.kvoldihvero.go.is www.nasa.is Hjálmar í Hveró Hljómsveitin Hudson Wayne hit-ar upp fyrir Antony and The Johnsons á tónleikum á Nasa 11. júlí nk. Miðasala gengur að sögn vel – um 300 miðar seldir. Hudson Wayne gefur út sína aðra plötu eftir helgi. Sveitin hefur fengið til liðs við sig nýjan meðlim, Ólöfu Arnalds, en áður leikið með Nix Nolte, Slow- blow og múm. Miðasala á tónleika Antony and the Johnsons fer fram í 12 Tónum og á midi.is. Miðaverð 4.250 kr.    Fjölskyldudagar verða í Sambíó-unum Kringlunni 2.–5. júní. Þá kostar 300 kr. á eftirtaldar myndir: Svampur Sveinsson, The Pacifier, Bangsímon og Fríllinn, Sahara og Ice Princess. Sjá nánari upplýsingar um sýningartíma í bíóauglýsingum. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.