Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 64

Morgunblaðið - 03.06.2005, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi 20% afsláttur Heimilisosturmeð 20% afslættií næstu verslun! Nú færðu Heimilisost í sérmerktum kílóastykkjum á tilboði í næstu verslun! SALA á nýjum fólksbílum jókst um 55% fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þessi aukning er ekki síst athyglisverð í ljósi þess að allt síðasta ár jókst bílasalan um 21,1% miðað við árið 2003. Allt árið 2004 seldust um tólf þús- und nýir fólksbílar en fyrstu fimm mán- uði þessa árs hafa selst 7.144 nýir fólks- bílar. Ef salan verður svipuð og hún hefur verið það sem af er árinu verða seldir um 18.500 nýir fólksbílar á árinu og þarf að leita aftur til ársins 1987 til að finna jafn mikla sölu á einu ári. Þá var seldur 18.081 nýr fólksbíll enda var ekki innheimtur skattur af bílum það ár. Að meðaltali seldust 9.126 nýir fólksbílar á ári á ár- unum 1988–2004. | B2 Stefnir í metsölu á bílum VEÐUR var óvenju þurrt og sólríkt um meginhluta landsins í maí, lengst af fremur svalt og næturfrost viðloð- andi. Meðalhiti í Reykjavík var 5,7 stig og er það 0,6 stigum undir með- allagi. Þetta er kaldasti maímánuður í Reykjavík frá því 1993. Jafnframt er þetta fyrsti mánuðurinn sem hit- inn er marktækt undir meðallagi frá því í febrúar 2002. Á Akureyri var meðalhitinn 4,4 stig, það er 1,1 stigi undir meðallagi og þar var maí hinn kaldasti frá 1995. Í Akurnesi var meðalhitinn 5,0 stig og 0,5 stig á Hveravöllum. Úrkoma í Reykjavík mældist aðeins 13,8 mm, sem er tæpur þriðjungur meðalúrkomu. Þurrt var í 16 daga samfellt, en lengstu þurrkakaflar í Reykjavík eru um 30 dagar þannig að nokkuð skortir á að um met hafi verið að ræða. Á Akureyri mældist úrkoman 6,5 mm og er það rúmur þriðjungur meðalúrkomu. Í Akurnesi mældist úrkoman aðeins 4 mm og ekki vitað um jafn litla úrkomu þar í maí. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 317,7 eða 126 stundum um- fram meðallag. Aðeins einu sinni hafa sólskinsstundirnar mælst fleiri í Reykjavík en það var 1958 þegar þær mældust 330,1. Á Akureyri var einnig sólríkt eða 246,1 stund sem er 72 stundum umfram meðallag. Vorið í heildina var nærri með- allagi hvað hita varðar, 0,4 stig yfir meðallagi í Reykjavík og 0,1 stig á Akureyri. Mjög sólríkt var um land- ið sunnanvert. Sólskinsstundir mældust 486 í Reykjavík og aðeins einu sinni orðið fleiri á þessum tíma árs, 1924 þegar þær mældust 509. Víða kaldasti maí í áratug HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær auglýsingastofuna Gott fólk ehf. til að greiða tveimur fyrrv. starfsmönnum stofunnar samtals um 3 milljónir vegna ógreiddra launa o.fl. Aug- lýsingastofan taldi mennina hafa rofið trúnað og krafðist að hvor um sig greiddi hátt í 65 milljónir vegna tapaðra viðskipta. Dómarinn gerði at- hugasemdir við málatilbúnað auglýsingastof- unnar og sagði hana ekki hafa lagt fram nein sönnunargögn í málinu. Mennirnir sögðu báðir störfum sínum lausum unnar og sagði að húnn hefði hvorki lagt fram sönnunargögn né leitt fram vitni, máli sínu til stuðnings. Lagt hefði verið fram mikið af skjöl- um en samantektin hvorki verið skýr né nein til- raun gerð til að sundurliða og reikna út kröfu- gerðina. Auglýsingastofan þarf jafnframt að greiða mönnunum samtals 1,5 milljónir vegna málskostnaðar. Í dómnum segir m.a. að hafa verði í huga að stofan hefði haft uppi háar fjár- kröfur án þess að gera minnstu tilraun til að sanna fullyrðingar sínar. Jón Finnbjörnsson kvað upp dóminn. Jó- hannes R. Jóhannsson hrl. flutti málið f.h. starfsmannanna en Gunnlaugur Þráinsson, framkv.stjóri Góðs fólks, af hálfu stofunnar. 28. febrúar 2004. Nokkrum dögum fyrr hafði Síminn sagt upp samningi við stofuna og aug- lýsingastofuna Nonna og Manna og tilkynnt að framvegis yrði aðeins skipt við eina auglýsinga- stofu. Á þessum tíma stóðu jafnframt yfir við- ræður um sameiningu stofanna en upp úr þeim slitnaði. Mennirnir réðu sig síðar til Nonna og Manna og gerði Síminn samning við þá stofu. Auglýsingastofan hélt því fram að mennirnir hefðu rofið trúnað og með uppsögnunum átt þátt í að stofan missti af viðskiptunum við Sím- ann. Taldi stofan að hvor um sig hefði valdið stofunni 65 milljóna tjóni. Einnig var krafist endurgreiðslu fyrirframgreiddra launa. Dómurinn hafnaði kröfum auglýsingastof- Auglýsingastofa dæmd til að greiða fyrrv. starfsmönnum laun í uppsagnarfresti Gerði enga tilraun til að sanna 130 milljóna kröfu Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is UPPSAGNIR á 50 starfsmönnum Bílddælings, liðlega þriðjungi vinnufærra manna í þorpinu, þýða rúmlega 40% atvinnuleysi í þessu 226 manna samfélagi. Það var þungur tónn í starfsfólki fyrirtæk- isins sem Morgunblaðið ræddi við í gær en það sagðist þó hafa vonir um að úr rættist. „Það versta er að lausum togara. Afleysingafram- kvæmdastjórinn sagði að menn hefðu búist við að fá byggðakvóta, það hefði hjálpað mikið til og því verið eins og köld vatnsgusa þegar ljóst varð að hann fengist ekki. ir á Austurlandi og hátt gengi krónunnar eigi mestan þátt í þeim vanda sem útflutningsgreinarnar glími við. Þetta hefði legið fyrir áð- ur en hafist var handa og eigi því ekki að koma á óvart. Á Bíldudal hugsar fólk hvað hafi vakað fyrir stjórnendum Bílddæl- ings að hefja rekstur með kvóta- fólk á hér eigur sem það getur ekki hlaupið frá og því til viðbótar eru báðar fyrirvinnurnar á heimilum að missa vinnuna. Þetta er ekkert grín,“ sagði Hrönn Hauksdóttir, trúnaðarmaður starfsfólksins. Hagfræðingar og stjórnmála- menn sem Morgunblaðið ræddi við í gær segja að stóriðjuframkvæmd- 40% verða atvinnulaus Morgunblaðið/Ómar  Stjórnvöld | 10  Erum öll | 32–33 ALLNOKKRAR skemmdir urðu á bíl sem lenti í árekstri við reiðhjól á Höfn í Horna- firði í gærkvöldi. Tólf ára drengur hjólaði fram fyrir húshorn og á bílinn í þann mund sem honum var ekið inn á bílastæði við Nýheima, nýjan miðbæ Hornfirðinga. Við áreksturinn skemmdist bretti og stuð- ari bílsins talsvert, mun meira en menn töldu að búast hefði mátt við í slíkum árekstri. Hvorki sást á reiðhjólinu né stráknum. Bíll skemmdist í árekstri við reiðhjól MAGNEA Katrín Þorvarðardóttir varð dúx frá Open University í Bretlandi í vor, í einu virtasta, en jafnframt fjölmennasta MBA-prógrammi í heiminum. Skólinn er einn stærsti fjarnámsskóli í heimi, með yf- ir 250.000 nemendur á um 200 náms- brautum. MBA-prógrammið hjá skólanum hefur hlotið þrefalda viðurkenningu fag- samtaka. Magnea Katrín býr í Leimuiden skammt sunnan við Amsterdam í Hollandi og hefur sl. fjögur ár stundað nám við OU Business School. „Ég hef verið í MBA-viðskipta- námi hjá Open University í fjögur ár,“ sagði Magnea Katrín í samtali við Morg- unblaðið. „Maður byrjaði í grunnnámi í al- mennri viðskiptafræði í tvö ár, en seinni tvö árin fóru svo í MBA-námið. Ég náði mjög góðum árangri og hlaut m.a. 1.500 evrur í verðlaun ásamt ferð til London í sérstaka útskriftarathöfn.“ Við útskriftina í London var Magneu Katrínu lýst af prófessor sínum sem hold- gervingi þeirrar miklu vinnu og einbeit- ingar sem einkenndi þúsundir nemenda skólans. Einstakir hæfileikar hennar og árangur gerðu hana að sérstakri fyrir- mynd annarra nemenda. Framúrskarandi á heimsvísu Magnea Katrín Þorvarðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.