Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.06.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 19 ERLENT www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 28 64 2 0 6/ 20 05 Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 * pr. mán. Miðast við 36 mán. leigu og 136.000 kr. í tryggingafé. ** pr mán. Miðað við 84 mán. samning og 20% útborgun. Verðlistaverð 1.849.000 kr. Tilboðsverð 1.756.000 kr. Einkaleiga 34.200 kr.* Bílasamningur 21.060 kr.** COROLLA WAGON. Fjölskyldubíll með ferðaþrá. Pláss fyrir fleiri ævintýri Corolla Wagon er freistandi kostur fyrir fólk sem langar bæði til að njóta lífsins í borginni og ferðast á eigin vegum. Hönnunin er stílhrein og gleður augað en ekkert er gefið eftir þegar kemur að notagildi. Innanrými er sérstaklega vel skipulagt með þægindi og nýtingu í huga og gefur mögu- leika á miklu farangursrými. Corolla Wagon er sparneytinn og ríkulega hlaðinn staðalbúnaði. Líttu inn, skoðaðu og reynsluaktu nýjum Corolla Wagon. CHERIE Blair, eiginkona Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, situr þessa dagana undir ásökunum í heimalandi sínu þess efnis að hún hafi misnotað stöðu sína sem forsætisráð- herrafrú til að ná sér í aukapening. Vandræði Cherie Blair hófust þeg- ar kom í ljós að hún ætlaði að þiggja 30.000 pund, um 3,5 milljónir ísl. kr., fyrir að halda erindi í Kennedy Cent- er í New York undir yfirskriftinni „Forsætisráðherrafrúin í Downings- træti“. Hélt hún erindið á mánudag fyrir fullum 2.500 manna sal og var eiginmaður hennar staddur í Banda- ríkjunum á sama tíma á fundum með George W. Bush, forseta landsins. Gagnrýnin á hendur Cherie Blair snýst einkum um að efni fyrirlesturs- ins hafi ekki tengst starfi hennar sem lögfræðingur heldur stöðu hennar sem eiginkona forsætisráðherrans. Chris Grayling, þingmaður Íhalds- flokksins, hefur gengið einna harðast fram gegn Blair og sakar hana um að hafa „notfært sér“ stöðu mannsins síns og „brotið gegn anda“ siðareglna um starfshætti ráðherra. Í kjölfar málsins hefur hann kallað eftir því að stjórnsýslureglur verði hertar og far- ið fram á opinbera rannsókn á að- draganda og öðrum kringumstæðum sem við koma fyrirlestri Blair. Í við- tali við fréttastofu BBC sagði Gray- ling að reglur um starfshætti ráð- herra kveði á um að ráðherrar megi ekki „taka greiðslu fyrir að taka þátt í uppákomum sem tengjast starfi þeirra“. Hann sagði mál þetta vissulega á gráu svæði þar sem ekki væri um að ræða ráð- herrann sjálfan heldur eiginkonu hans en að hún væri jú að fá greitt fyrir að segja frá lífi þeirra beggja í Downingstræti 10. Grayling sagðist telja að besti kostur Blair í stöðunni væri að gefa upphæðina, sem hún fékk greidda fyrir fyrirlesturinn, til góðgerðarmála. Claire Short, fyrrverandi þróunar- málaráðherra í ríkisstjórn Tonys Blairs, hefur einnig gagnrýnt Cherie Blair og segir að sér finnist hún hafa „farið yfir strikið“. Eitt væri að vinna að starfsframa sínum sem lögfræð- ingur og fyrir það fengi Cherie Blair góð laun, en að fá greitt fyrir að vera „kona forsætisráðherrans“ væri ein- faldlega „rangt“. Talsmaður forsætisráðherraemb- ættisins vísaði því á bug að nokkur tengsl væru milli fyrirlesturs Cherie Blair í New York og ferðar eigin- manns hennar til Bandaríkjanna. Fyrirlesturinn hefði verið ráðgerður með löngum fyrirvara og verið alfarið á hennar eigin vegum, auk þess sem þau hefðu ferðast hvort í sínu lagi. Cherie Blair viðurkennir að það hafi verið óheppilegt að þau hjónin skyldu hafa ferðast á sama tíma til Bandaríkjanna og ítrekar að fyrir- lesturinn hafi verið á sínum eigin veg- um. „Þetta er hrikalegur línudans sem maður er alltaf að stíga, að vera þátttakandi í atvinnulífinu og að vera gift forsætisráðherranum,“ sagði hún og bætti því við að sér fyndist gagn- rýnin á hendur sér lykta af kynjamis- rétti. „Denis Thatcher sinnti fullt af utanaðkomandi störfum og áhuga- málum,“ sagði hún og vísar til eigin- manns Margrétar Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra landsins, „enginn sá neitt athugavert við það“. Þáði 30 þúsund pund fyrir fyrir- lestur um lífið í Downingstræti 10 Cherie Blair ÞRETTÁN Kúbumenn ferðuðust fyrr í vikunni frá heimalandi sínu til Flórída á gömlum leigubíl sem breytt hafði verið í bát og bíða þess nú að fá landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Bíllinn er af gerð- inni Mercury, árgerð 1948, og útbjó fólkið hann þannig að hann gæti siglt þessa leið meðal annars með því að koma stóru stefni fyrir framan á honum. Farþegarnir þrettán segja að þeir muni sæta ofsóknum verði þeir sendir aftur til Kúbu og krefjast lögfræðingar þeirra þess að þeim verði hleypt inn í Banda- ríkin. Einn farþeganna, Rafael Di- az Rey, var að gera þriðju tilraun sína til að komast til Bandaríkj- anna frá Kúbu í bíl sem breytt hafði verið í bát. Fyrir tíu árum reyndi hann að sigla á Buick, ár- gerð 1947, en þurfti að snúa við vegna vélarbilunar, og í fyrra var hann stöðvaður á leiðinni á öðrum Buick. AP „Keyrðu“ frá Kúbu til Flórída á leigubíl STJÓRNVÖLD í Bandaríkjun- um hafa ákveðið að setja sig ekki upp á móti því að Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða- kjarnorku- málastofnun- arinnar (IAEA), sitji annað kjör- tímabil í emb- ætti. Frá þessu var greint í gær en ákvörðunin kemur nokkuð á óvart, enda hefur nokkrum sinnum kastast í kekki milli Bandaríkjastjórnar og ElBaradeis. ElBaradei hefur þegar setið tvö fjögurra ára kjörtímabil sem framkvæmdastjóri IAEA og yrði fyrstur manna til að sitja þrjú kjörtímabil. Fyrr á þessu ári höfðu bandarísk stjórnvöld hvatt hann til að sækjast ekki eftir öðru kjörtímabili. Hafa menn þar á bæ ekki verið ánægðir með störf ElBaradeis í tengslum við Íraksdeiluna og þykir hann einnig hafa farið mjúkum höndum um Írana, sem Bandaríkjamenn fullyrða að séu að vinna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá ráðningu fram- kvæmdastjóra IAEA á stjórnar- fundi á mánudag. Ekki leng- ur and- snúnir ElBaradei Mohamed ElBaradei Hart sótt að Cherie Blair Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.