Morgunblaðið - 10.06.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.06.2005, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI AUSTURLAND Reyðarfjörður | Gróðrarstöðin Sól- skógar ehf. hefur opnað útibú að Hjallaleiru 1, sunnan hringtorgsins á Reyðarfirði. Að sögn Önnu Ragnheiðar Gunn- arsdóttur garðyrkjufræðings leggja þau hjá Sólskógum áherslu á trjáplöntur, rósir, runna, limgerðis- plöntur, fjölær blóm og blandaðar kryddjurtir í pottum. Einnig ker og potta, mold, áburð og fleira tengt garðyrkju. Opið verður í júní virka daga 15.00–19.00 og um helgar 13.00–16.00. Sumarið á Austurlandi hefur lát- ið bíða eftir sér og hefur því garð- yrkja farið hægt af stað en nú er góða veðrið á leiðinni. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Sólskógar á Reyðarfirði Egilsstaðir | Byggingafyrirtækið Rendita ehf. hefur sótt um bygg- ingarleyfi fyrir 8.900 fermetra verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á Kaupvangi 2–4 á Egilsstöðum, gegnt húsi Kaupfélag Héraðsbúa. Hafa eigendur lóðar og húss sem stendur á lóðinni samþykkt að selja Rendita lóðina undir bygg- inguna. Gert er ráð fyrir að bygg- ingin verði 5 hæðir með bílakjall- ara á tveimur hæðum. Verslanir eru hugsaðar á jarðhæð, skrif- stofur á 2.–4. hæð og veitinga- staður á 5. hæð. Þá er gert ráð fyrir kvikmynda- og leiksýningasal í húsinu. Hugmyndin er að húsið verði allt úr gleri utan turns á byggingunni. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um einn milljarð króna. Umsókn Rendita er nú til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum á Fljótsdalshéraði og verður væntan lega afgreidd innan skamms, þar sem til stendur að auglýsa deili- skipulag fyrir miðbæ Egilsstaða innan fárra vikna. Ljósmynd/AVH Hugmynd um stórt glerhýsi í miðbænum Kárahnjúkavirkjun | Tímamót urðu í virkjunar- framkvæmdunum við Kárahnjúka á dögunum, þeg- ar fyrsta sniglinum var komið á sinn stað í stöðvar- hússhvelfingunni í Valþjófsstaðarfjalli. Þetta stykki er hluti af hverfli einnar af sex vélum sem framleiða munu rafmagn Kárahnjúkavirkjunar. Snigillinn er 6 x 7 metrar að stærð og 29 tonn að þyngd, fram- leiddur á Ítalíu. Um þrjár klukkustundir tók að koma sniglinum inn í fjallið í stöðvarhússhvelf- inguna og í sæti sitt ofan á sográsinni. Snigill næstu vélar er væntanlegur eftir nokkrar vikur og smátt og smátt tekur þessi hluti virkjunarinnar þannig á sig mynd.    Nýtt fjölbýli | Skóflustunga var í gær tekin á Reyðarfirði að sex hæða fjölbýlishúsi fyrir aldraða. Í húsinu verða 22 þjónustuíbúðir, félagsmiðstöð og þjón- usta frá sveitarfélaginu. Leiguíbúðir í Fjarðabyggð byggja og hafa þegar selt um helming íbúðanna. Egilsstaðir | Hrafndís B. Einarsdóttir var á fleygi- ferð eftir Egilsstaðanesinu með ungan son sinn, Gísla Mar, í aftanívagni um helgina. Lengi hefur verið beðið eftir reiðhjóla- og göngustíg milli þétt- býlisins á Egilsstöðum og í Fellabæ, þar sem gang- andi og hjólandi vegfarendur eru í hættu vegna um- ferðarinnar, enda vegurinn hluti af þjóðvegi 1, Austurlandsvegi. Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdals- héraðs, segir frumhönnun göngu- og hjólreiðastígs yfir nesið lokið og nú sé verið að kynna Vegagerð- inni og eiganda að landinu meðfram þjóðveginum hugmyndina. Vonast er til að fullnaðarhönnun stígs- ins ljúki innan hálfs mánaðar og hægt verði að bjóða verkið út í sumar og ljúka því seint í haust. Hillir undir hjólreiða- og göngustíg yfir nesið Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Brunað yfir nesið Hrafndís B. Einarsdóttir með Gísla litla Mar í aftanívagni. Þrjár ungar konur braut-skrást frá Háskólanum áAkureyri á morgun,laugardag, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir það að þær eru fyrstar til að ljúka BA- námi í nútímafræði, en Háskólinn á Akureyri er eini íslenski háskólinn sem býður upp á nám í þessari fræðigrein. Nútímafræði er þver- fagleg grein á sviði hugvísinda, þekkt kennslugrein í háskólum í útlöndum, en í náminu er hugað að rótum nútímans og þeim umbylt- ingum sem honum hafa fylgt, auk þess sem rýnt er í sjálft nútíma- hugtakið og er fjallað um nútímann frá mörgum hliðum og fræðigrein- um. Konurnar sem um ræðir eru þær Ólína Freysteinsdóttir, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir og Þorgerður Hafdís Þorgilsdóttir, en þær ljúka námi með áherslu á mismunandi sviði, Ólína á menntunar- og upp- eldissviði, Þorgerður á sálfræði- sviði og Ragnheiður á samfélags- og hagþróunarsviði. Allar eru sam- mála um að námið hafi verið afar skemmtilegt, gefandi og fjölbreytt, „það er hægt að velja á milli svo margra og ólíkra áfanga“, sagði Ragnheiður Jóna, en hún nefndi einnig að reynsla sín af háskól- anum væri góð, „þetta eru litlar einingar, mikil samskipti og ná- lægð við kennara og aðra nem- endur“. Ragnheiður Jóna ólst upp á Hvanneyri í Borgarfirði, en hefur í allmörg ár búið á Akureyri, hún er tækniteiknari að mennt. Ólína er snyrtifræðingur, fædd í Neskaup- stað en hefur einnig búið lengi á Akureyri líkt og Þorgerður sem er fædd og uppalin í Reykjavík, en hefur á síðastliðinum árum m.a. stundað klassískt söngnám við Tón- listarskóla Eyjafjarðar og hyggst halda því áfram. Allar stefna þær að framhaldsnámi síðar og segja háskóla í útlöndum sækjast í aukn- um mæli eftir nemendum sem lokið hafi þverfaglegu námi, hafi breiðan grunn. „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt, “ sagði Ólína. „Ég féll alveg fyrir þessu námi þegar ég sá það auglýst, mér fannst það mjög spennandi,“ sagði Þorgerður og Ragnheiður Jóna tók í sama streng og sagði að þegar hún kynnti sér hvað í boði var innan nútímafræð- innar hefði hún heillast af. Þor- gerður prófaði fyrst nám á leik- kólakennarabraut en fann sig ekki. „Ég var að leita eftir einhverju í líkingu við þetta,“ sagði hún. Allar voru sammála um að hiklaust mætti mæla með námi í nútíma- fræði, það væri öllum gagnlegt að staldra aðeins við og skoða heim- inn í kringum sig, m.a. hvort allar framfarir hefði orðið til góðs. Lokaritgerð Ólínu er rannsókn á breyttu uppeldishlutverki í nútíma- samfélagi, en hún skoðaði m.a. þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfsháttum hér á landi, fjöl- skylduböndum og félagsskipan. Þá skoðaði hún sérstaklega starf kennara og viðhorf þeirra til upp- eldis- og menntamála auk þess að fjalla um vandamál sem snúa að einstaklings-, sjúkdóms- og markaðsvæðingu og lýsir áhyggj- um yfir að skólinn hafi ekki sýni- legan tilgang fyrir alla nemendur þó öðru máli gegni um samfélagið. Ragnheiður Jóna fjallaði um sameiningu verkakvenna- og verkamannafélaga og hvort hún hefði orðið konum til framdráttar. Setti hún fram þá tilgátu að hag kvenna væri betur borgið í blönd- uðum verkalýðsfélögum og að hag- ur þeirra hefði við það vænkast heldur en hitt. Hún skoðaði launa- jafnrétti, blöndun í störf, sjúkra- sjóðsréttindi, fjölskyldugildi og vinnutíma í sögulegu samhengi og samhengi við þjóðfélagsbreytingar. Afbrot unglinga, orsök, úrræði og meðferð mála er heiti á lokarit- gerð Þorgerðar, en hún fjallaði um afbrot ósjálfráða unglinga og hvernig tekið er á málum, hvernig lög eru varðandi meðferð slíkra mála, hvaða meðferðarúrræði eru í boði og einnig lítillega um með- ferðarheimili fyrir ungmenni. Í verkefninu er fjallað um fíkniefna- neyslu og afbrot unglinga á Ak- ureyri, viðtöl tekin við stúlkur á meðferðarheimili og fanga í Fang- elsinu á Akureyri með langan af- brotaferil að baki. Skemmtilegt, gefandi og fjölbreytt nám Morgunblaðið/Margrét Þóra Nútímafræðingar Þær Þorgerður Hafdís Þorgilsdóttir, Ólína Freysteins- dóttir og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir brautskrást frá Háskólanum á Akureyri á morgun, laugardag, en þær hafa lagt stund á nútímafræði við háskólann, sem einn háskóla í landinu kennir þessa grein. Fyrstu nútímafræðingarnir brautskrást frá Háskólanum á Akureyri Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Rúgbrauðið, sem er frjálsleg- ur götumarkaður í göngugöt- unni Hafnarstræti á Akur- eyri, verður opnaður í dag, 10. júní klukkan 12 á hádegi. Áhersla verður lögð á ís- lenska menningu, tónlist og kvikmyndir, en fyrst og fremst íslenska hönnun. Föt frá DEAD, Ósóma og fleirum ásamt eigin hönnun er meðal þess sem í boði verður, ásamt allskonar glingri, handverki og jafnvel heimabakstri. Eins og nafnið gefur til kynna er húsnæðið fagurlega skreytt VW Rúgbrauð, og verður lögð mikil áhersla á skemmti- lega stemmningu, en ást og hamingja eru einkunnarorð markaðarins. Í sumar má bú- ast við að tónlistarmenn leggi leið sína á markaðinn og spili fyrir gesti og gangandi, og verður eflaust líka eitthvað um myndlist og leiklist í tengslum við starfsemina. Það er 19 ára gamall Akur- eyringur, Ingimar Björn Dav- íðsson, sem á og rekur Rúg- brauðið, en hann hefur mikinn áhuga á allri menn- ingu. „Þetta er framlag mitt til að lífga upp á bæjarlífið á Akureyri og þagga niður í röddum sem telja að menningu og skemmtilegt miðbæjarlíf verði að sækja til Reykjavíkur,“ segir Ingimar í frétt um opnun markaðarins. Frjálslegur götumark- aður í Rúgbrauði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.