Morgunblaðið - 10.06.2005, Page 34

Morgunblaðið - 10.06.2005, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MARGIR muna þá tíð að hlut- irnir virtust einfaldari en þeir eru í dag. Ef menn fundu til eymsla, andlegra eða líkam- legra, fóru þeir til læknis. Með til- komu svokallaðra stoðstétta bauðst fólki kostur á sér- hæfðari úrræðum, s.s. félagsráðgjöf, sálfræðiviðtölum, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Á allra síðustu árum hefur átt sér stað gríðar- leg þensla í meðferð sem í daglegu tali kallast óhefðbundin. Mörg slíkra úrræða hafa reynst fólki vel, en hins vegar er hægara sagt en gert að átta sig á hvaða tilboð standa undir nafni. Þetta á ekki síst við í ráðgjafar- og meðferðar- störfum. Ráðgjafar- hugtakið er orðið að einhvers konar safn- kistu yfir allt sem nöfnum tjáir að nefna, allt frá snyrt- ingarráðgjöf, útlits-, offitu-, fjár- mála-, fata-, áfengis-, hjóna-, upp- eldis-, og næringarráðgjöf til erfðaráðgjafar. Í nafni ráðgjafar getur nánast hver sem er gefið sig út fyrir að „kunna allt“ eða alla vega „geta allt“, oftast með mjög einföldum ráðum. Þótt ófagleg ráðgjafarstarfsemi þurfi ekki að vera beinlínis skaðleg er of oft um að ræða hálfgildings „kukl“ og fólk er haft að féþúfu. Eftirlit með fagmennsku Hinn vel upplýsti hluti almenn- ings er oftast á varðbergi, veit muninn á gæðum og gervi og hef- ur sjálfstraust til að setja mörk. Margir sem minna mega sín verða of oft auðveld bráð þeirra sem bjóða „töfralausnir“ og hindur- vitni. Þessi hópur situr oftar en ekki uppi með sárt ennið, peninga- og tímatap, ruglaðan huga og niðurlægingu og skortir þor eða sjálfstraust til að leita leiðrétt- ingar. Til vitnis um þetta má nefna að fagfólk sem sinnir með- ferð ber iðulega saman bækur sín- ar ráðalaust og áhyggjufullt vegna skjólstæðinga sem segja farir sínar ekki sléttar og hafa jafnvel beðið skaða af óvönd- uðum meðulum ófag- lærðra aðila sem kynna sig sem bjargvætti í nafni ráðgjafa. Þetta á ekki að líðast í velferðar- og þekking- arsamfélagi okkar og hlýtur að koma til kasta þeirra sem fara með skipulag og ábyrgð á heilbrigðisþjónustu í víðustu merkingu. Málið snýst um að koma í veg fyrir ástundun starfsemi sem sem áður kallaðist „skottulækningar“ og að ófaglærðir „ráð- gjafar“ geti haft af- skipti af viðkvæmum persónulegum mál- efnum, hvað þá auglýst meðferð á þeim. Ís- lensk lög um heil- brigðisþjónustu og Al- þjóðaheilbrigðistofnunin gera enda ráð fyrir slíku samkvæmt skil- greiningum. Frumvarp til laga um græðara voru samþykkt á Alþingi nú í vor og er það skref í rétta átt. Þau munu þó ekki sanna gildi sitt fyrr en nánari línur hafa verið lagðar með reglugerð. Upplýsingar, ráðgjöf eða meðferð Öll ráðgjöf í persónulegum mál- efnum er viðkvæm og vandasöm og krefst faglegrar þekkingar. Það er þó skýr munur á þeirri fagmenntun og þjálfun sem þarf annars vegar til að veita almennar upplýsingar, fræðslu og leiðsögn og hins vegar til að stunda faglega ráðgjöf eða meðferð. Sá sem sinn- ir fræðslu þarf vissulega að hafa góða þekkingu á umfjöllunarefni sínu, en í meðferð er farið dýpra í saumana og beitt sérhæfðum að- ferðum. Meðferð snertir andlegt, félagslegt og líkamlegt heilbrigði og velferð þess sem hennar leitar og felur því í sér mikla ábyrgð. Aukin þörf fyrir fjölþætta faglega aðstoð Þörf almennings fyrir margs konar ráðgjöf, stuðning og með- ferð í persónulegum málefnum fer nú ört vaxandi hér á landi sem annars staðar. Þjónustuþörf al- mennings getur snert félagslega aðlögunarerfiðleika og sjálfsmat ungs fólks, uppeldisvanda for- eldra, hjónabandserfiðleika, per- sónulega tilfinningatogstreitu og tilvistarkreppur, skilnaðar- og for- sjármál, stjúptengslavanda, fjöl- skylduáföll, kreppur vegna áfalla og slysa o.s.frv. Mörg af þessum málum eru þess eðlis að fá mark- viss fagleg viðtöl nægja til að koma í veg fyrir að stærri vandi hljótist af. Þess vegna er brýnt bæði frá sjónarhorni einstaklings- heilla og samfélagshags að bregð- ast strax við þeim. Önnur mál þarfnast lengri tíma, persónulegs stuðnings eða úrvinnslu í viðtals- meðferð. Aðferðin sem er beitt fer eftir eðli vandans og kunnáttu fag- mannsins. Sérhver fagmaður þarf að hafa færni til að greina hvað hann getur tekið að sér og hvaða málum ber að vísa til annarra sér- fræðinga. Til þess þurfa valkost- irnir að vera fyrir hendi. Það er hér sem menntunarkrafa og hlið- varsla koma til skjalanna. Fjallað verður nánar um skil- greiningar á menntunar- og rétt- indakröfum til meðferðarstarfa í seinni grein okkar um þessi efni. Meðferðarstörf og ráðgjöf – Þörf er á opinberu eftirliti Sigrún Júlíusdóttir og Sæunn Kjartansdóttir fjalla um ráðgjöf ’Ráðgjafarhugtakið erorðið að einhvers konar safnkistu yfir allt sem nöfnum tjáir að nefna …‘ Sæunn Kjartansdóttir Sigrún er prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og starfar við með- ferð á eigin stofu. Sæunn er sjálfstætt starfandi sálgreinir. Sigrún Júlíusdóttir ÞAÐ ER ótrúlegt að þurfa að skrifa skiptastjóra Apple- umboðsins ehf opið bréf til að fá hann til að svara einfaldri fyr- irspurn um embættis- verk sín – þ.e. veita upplýsingar sem hon- um ber skylda til samkvæmt lögum. En eflaust er réttast að rekja málavexti áður en lengra er haldið. Ég er annar Jóninn í Jón & Jón (J&J) en við Jón Marinósson erum myndhöfundar Stafakarlanna og Bergljót Arnalds er textahöfundur verks- ins. Bergljót og út- gáfufyrirtæki hennar og Jóns L. Arnalds, Virago sf., eru útgef- endur disksins. Jón L. er einnig lögmaður útgáfunnar. Árið 1997 gerði Apple-umboðið sáluga rammasamning við Berg- ljótu Arnalds og Virago sf (BA&V) um kaup á margmiðlunardiskum Stafakarlanna en Apple var í út- gáfusamstarfi með BA&V. Hafði Apple einungis efnt u.þ.b. 500 þ. kr. af diskakaupsamningnum þegar það varð gjaldþrota. BA&V gáfu ekki upp þessa 500 þús kr sölu í uppgjörum til J&J og innheimtum við því 10% höfundarlaun af þeirri sölu með dómi héraðsdóms árið 2003. Síðari hluta diskakaupsamn- ingsins innheimtu BA&V svo með kröfulýsingu á Apple-umboðið. Þau viðskipti voru heldur ekki talin með í uppgjörunum til J&J. Í kröfulýsingu á Apple-umboðið mátu BA&V eftirstöðvar diska- kaupsamningsins á 10 millj. kr. Sundurliðuðu þau einingaverð disksins í 14.5% höfundarlaun textahöfundar BA, 10% laun mynd- höfunda J&J og 75.5% hlut útgef- enda BA&V. Síðan drógu BA&V höfundarlaun J&J frá kröfu útgef- enda í búið en héldu höfund- arlaunum BA óskertum í kröfunni! Með þessari reiknikúnst myndu BA&V (mögulega) sleppa við að borga J&J 10% höfundarlaun af viðskiptunum fengist krafan greidd úr hendi skiptastjóra búsins. Kröfur BA&V í bú Apple voru almennar launakröfur Bergljótar og rekstrartengdar kröfur upp á ca 1,6 millj (kröfunúmer 3–10) og svo krafa um efndir diskakaupsamn- ingsins (kröfunúmer 11–16) sem hljóðaði upp á 9 milljónir eftir höf- undarlaunaafsláttinn. Loks krafðist Bergljót innheimtulauna kr. 100 þús. fyrir að útbúa kröfulýsinguna (kröfuliður 17). Skiptaráðandi hafn- aði strax kröfum BA&V frá nr. 3– 10 og kröfu nr. 17. Eftir stóðu kröfur nr. 11–16 sem snéru að diskakaupsamningnum. Næsta skref í samningastappi Jóns L. Arnalds f.h. BA&V og skiptastjóra var að semja um skuldajöfnun milli aðila. Með sam- komulagi við skiptaráðanda 2. júni 1999 féllu Jón L. Arnalds og BA&V frá 11 millj. kr. kröfunum gegn skuldajöfnun krafna frá Apple og að auki fengu BA&V 29.5% eignarhluta Apple í útgáfu- rétti Stafakarlanna. Met ég þessi viðskipti á svipaða ef ekki hærri upphæð en upphaflegu 11 millj. kr. kröfuna enda var útgáfa disksins mjög ábatasöm með allt að 3.500% álagningu. Einnig var útgáfan skuldlaus, diskurinn margfaldur metsöludiskur og BA&V því fjárhags- legur akkur í að eign- ast útgáfuréttinn allan. Þegar ég uppgötvaði þennan rausnarlega höfundarlaunaafslátt útgefenda í viðskipt- unum við skiptaráð- anda sýndi ég Berg- ljótu og Jóni L. Arnalds fram á að út- gáfusamningar okkar BA væru samhljóða og að útgefendum væri ekki heimilt að veita afslátt í formi höfundarlauna annars höfundarins en inn- heimta laun hins í við- skiptum. Þeim rök- stuðningi var hafnað og því höfðaði J&J nýtt höfundarlaunamál vegna seinni hluta diskakaupsamnings. Málsgögnin voru öll úr fórum skiptaráðanda. Þ. 11. mars féll dómur máli J&J gegn BA&V og mér til undrunar þá tapaði J&J málinu þar sem í samkomulagi við skiptaráðanda stendur að Apple sé að greiða kröf- ur nr. 3–11. Tel ég að talan 11 sé að öllum líkindum innsláttarvilla og þar ætti að standa talan 17 en sá eini sem getur skorið þar úr um er skiptaráðandi, Jóhann Níelsson. Og er þetta einmitt spurningin sem Jó- hann hefur leitast undan að svara þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar og lögmanns J&J. Síðast í fyrradag átti ég símtal við ritara Jóhanns sem sagði mér að hann hygðist ekki skipta sér af þessu máli. Svo sendir hann loks e-mail þar sem hann segist ekki muna neitt um málið og hann finni ekki minn- ismiðana sína. Þessi undansláttur Jóhanns sæmir að mínu mati ekki opinber- um embættismanni. Embættisverk skiptaráðanda eru kjarninn í mála- ferlum um meint umboðssvik BA&V í viðskiptum við skiptaráð- anda sjálfan. Mér er sama þótt Jón L. Arnalds og Jóhann séu skóla- bræður og jafnvel vildarvinir eða briddsfélagar. Það eina sem J&J vill fá fram er sannleikurinn. Er þessi umrædda tala innsláttarvilla eða ekki? Ef skiptaráðandi og BA&V sömdu um að sleppa kröfuliðum sem lutu að höfundarlaunum J&J þá vil ég vita af hverju. Sé talan 11 ekki innsláttarvilla þá er Jóhann að afhenda milljónaverðmæti úr búi Apple og skuldajafna gegn kröfum upp á 2,3 millj. Væru allir liðir taldir með (3-17) samkomulaginu þá er verið að skuldajafna u.þ.b. 11 milljóna kröfu og láta sambærileg verðmæti úr búinu fyrir. Jafnvel þó þú finnir ekki minn- ismiðana þína, Jóhann, þá ætti mál- ið að skýrast fyrir þér ef þú bara skoðaðir það og notaðir jafnvel þessa grein sem minnispunkta. Þegar þetta bréf birtist í Morgun- blaðinu hefur J&J u.þ.b. 8 tíma til að afla gagna og áfrýja dómi hér- aðsdóms. Einu áfrýjunargögnin sem koma til greina eru að þú, Jó- hann Níelsson, staðfestir að tölulið- ir samkomulagsins séu rétt eða rangt inn færðir. Öllum geta orðið á mistök og sé þetta innsláttarvilla þá eru þeir menn meiri sem viður- kenna slíkt og leiðrétta villuna heldur en þeir sem fela sig, neita að svara bréfum eða bera við minnisleysi. Var það innslátt- arvilla eða ekki? Jón Ármann Steinsson ritar opið bréf til Jóhanns Níels- sonar, hrl., skiptastjóra Apple-umboðsins ehf. ’Embættisverkskiptaráðanda eru kjarninn í málaferlum um meint umboðss- vik BA&V.‘ Höfundur er rithöfundur og grafískur hönnuður. Jón Ármann Steinsson ÞAÐ VEKUR jafnan undrun og aðdáun þegar íslenskt leikhúsfólk greinir starfsbræðrum sínum í öðr- um löndum frá leikhúsáhuga Íslend- inga. Það er óþekkt annarsstaðar í heiminum að fleiri fari í leikhús en nemur íbúafjölda lands. En þannig er því varið á Íslandi. Við höfum um langt árabil getað stát- að af mikilli almennri leikhúsaðsókn. Leiklist er almenningseign á Íslandi. Þetta samspil áhorfenda og leikhús- listamanna er styrkur okkar sem höfum lagt leiklistinni til okkar starfskrafta, en þeir kæmu til lítils ef ekki væru neinir til að njóta. Og þeir eru til hér á landi – svo um munar. Að kvöldi 16. júní ár hvert höldum við hátíð sviðslistanna þegar Íslensku leik- listarverðlaunin, Gríman, eru afhent. Þetta er uppskeruhátíð sviðslistanna á Íslandi, haldin í lok hvers leikárs. Í ár verður hún haldin á stóra sviði Þjóðleikhússins og sjónvarpað um allt land. Við gerum það af því að við viljum að áhorfendur okkar geti tek- ið þátt í hátíðinni með okkur. Því hlutur þeirra er mikill í velgengni ís- lenskrar leiklistar og sviðslista al- mennt. Við leikhúsfólk kappkostum því að hátíðin sé einnig skemmtun fyrir alla landsmenn, þar sem fjöldi listamanna kemur fram okkur öllum til ánægju. Hátíðin er okkar allra. Þá eigum við stefnumót við áhorfendur, horfum til baka til þeirra stunda sem við höfum átt saman á liðnu leikári og fögnum öllum þeim góðu stundum og verðlaunum það sem okkur hefur fundist standa uppúr. Í ár eru Íslensku leiklistarverðlaunin, Gríman, veitt í sautján flokkum. Leiklistar- samband Íslands, sem er heildarsamtök sviðs- listastofnana, félaga og leikhúsa, hefur veg og vanda af hátíðinni og hafa aðildarfélög og stofnanir hennar skip- að fulltrúa sína í sér- staka valnefnd til að kjósa um það sem hverjum og einum hef- ur þótt bera af á árinu á leiklistarsviðinu. Þessi valnefnd 28 fagmanna hefur verið að störfum allt síðasta leikár og hefur haft úr vöndu að ráða að velja úr um 800 mögu- leikum, ýmist einstakra listamanna eða sýninga sem voru 67 talsins. Verk af öllu tagi og bera vitni um fjölbreytileika íslensks leikhúss: leiksýningar, óperusýningar, dans- verk, barnaleikrit o.sv.frv. Nið- urstaða þessa vals eru þær 75 til- nefningar sem hafa verið kynntar í einstökum flokkum sem alls eru fimmtán. Áhorfendur eiga líka leik en það eru sérstök áhorfendaverðlaun. Nú stendur yfir kosning þeirra á vefsíð- unni visir.is. Þar geta áhorfendur kosið þá sýningu sem þeim hefur fundist bera af á árinu. Það er mikils- vert fyrir leikhúsfólk að þátttaka áhorfenda verði sem mest, það gefur okkur innsýn í hvað njótendum leik- listar finnst um verk okkar á árinu. Þá mun verndari Íslensku leiklist- arverðlaunanna, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veita sér- stök heiðursverðlaun Grímunnar, einstökum listamanni fyrir ævistarf hans í þágu íslenskra sviðslista. Þau verðlaun, sem og önnur, verða til- kynnt á hátíðarkvöldinu. Góðir áhorfendur! Við hvetjum ykkur til að eiga með okkur stund að kvöldi 16. júní og taka þátt í hátíð- arhöldunum þegar Gríman, Íslensku leiklistarverðlaunin, verða afhent í Þjóðleikhúsinu, sem sjónvarpað verður um allt land – og ekki síst að taka þátt í kosningunni um Áhorf- endaverðlaunin. Góða skemmtun! Góðir áhorfendur Viðar Eggertsson fjallar um Ís- lensku leiklistarverðlaunin, Grímuna ’Þetta er uppskeruhátíð sviðslistanna á Íslandi, haldin í lok hvers leikárs.‘ Viðar Eggertsson Höfundur er formaður Leiklistar- sambands Íslands. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.