Morgunblaðið - 18.09.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.09.2005, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GLÆSILEGAR SÉRHÆÐIR Í þessu fallega húsi í Safamýri 31 eru 3 sérhæðir til sölu. Áhugasamir hafi samband á netfangið sms@emax.is Hægt er að skoða myndir á blog.central.is/safamyri31 400 FLUGVALLARSTÖRF Um 400 manns starfa við margs konar rekstur flugfélaga og annarra fyrirtækja sem sinna þjónustu við flug á Reykjavíkurflugvelli. Skv. upplýsingum frá Flugmálastjórn hafa um 20 fyrirtæki aðsetur á Reykjavíkurflugvelli. Á vellinum eru nærri 100 flugvélar í eigu áætl- unarflugfélaga, flugskóla og flug- klúbba sem hafa aðsetur á flugvall- arsvæðinu. Hótar að trufla kosningar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir að fari svo að samtökin Hamas bjóði fram í þingkosningum Palestínumanna í janúar muni Ísr- aelar reyna að trufla og torvelda þær. Komi til greina að fjarlægja ekki vegatálma og halda uppi ströngu eftirliti við gæslustöðvar til að hindra umferð fólks á kjördag. Palestínumenn andmæltu þessum orðum Sharons ákaft í gær og sögðu alla hafa rétt á að vera í framboði. Jarðvegseyðing víða vandi Alþjóðlegri ráðstefnu um jarð- vegsvernd lýkur á Selfossi um helgina en þar eru samankomnir nokkrir af fremstu sérfræðingum heims á þessu sviði, alls um 60 manns. Ólafur Arnalds, prófessor við umhverfisdeild Landbúnaðarhá- skóla Íslands, bendir á að jarðvegs- eyðing sé gríðarlegt vandamál um allan heim. Spenna í Þýskalandi Þingkosningar verða í Þýskalandi í dag og benda spár til þess að jafn- aðarmenn Gerhards Schröders kanslara tapi miklu fylgi frá síðustu kosningum. Ekki er þó víst að Ang- elu Merkel, kanslaraefni kristilegu flokkanna, takist að mynda nýja samsteypustjórn. Rúmur fimmt- ungur kjósenda var enn óákveðinn síðustu daga fyrir kjördag. Hættir í borgarpólitíkinni Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður og borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Hann segir þetta hafa verið erf- iða ákvörðun, sem hafi annaðhvort snúist um að gefa kost á sér í fyrsta sæti í prófkjörinu eða sækjast eftir einu af forystusætum í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Hann valdi síðarnefnda kostinn. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Myndasögur 56 Hugsað upphátt 20 Dagbók 56/59 Sjónspegill 32 Víkverji 56 Veiði 34/35 Velvakandi 57 Forystugrein 36 Staður og stund 59 Reykjavíkurbréf 36 Menning 60/69 Umræðan 38/47 Leikhús 62 Bréf 47 Bíó 66/69 Hugvekja 48 Sjónvarp 70 Minningar 48/52 Veður 71 Auðlesið efni 53 Staksteinar 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÓLAFUR Ragnar Grímsson og Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ræddu saman í New York í fyrradag í tilefni af al- þjóðlegri ráðstefnu, Clinton Global Initiative. Á ráðstefnuna er boðið þjóð- arleiðtogum víða að, forystumönn- um á alþjóðavettvangi og fræði- mönnum auk þess sem áhrifa- menn í vísindum og viðskiptum sitja einnig ráðstefnuna. Að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá forsetaskrifstof- unni snerust viðræður Ólafs og Clintons einkum um þrennt; bar- áttuna gegn eyðni, orkumál og frumkvæði Magnúsar Scheving með þáttunum Latabæ og áhrif þeirra á offitu barna. Samstarf lyfjafyrirtækja Clinton og Ólafur Ragnar ræddu um samstarf íslenskra og indverskra lyfjafyrirtækja og hvernig það gæti leitt til fram- leiðslu á eyðnilyfjum á ódýrari hátt en áður. „Slíkt samstarf gæti lagt grunn að raunhæfum aðgerðum til hjálp- ar eyðnisjúklingum víða í veröld- inni, einkum í Afríku. Clinton lýsti því hvernig hann hefur á und- anförnum árum beitt sér á þess- um vettvangi og komið á lagg- irnar verkefnum í samvinnu við ríkisstjórnir sex Afríkuríkja, en stefnt er að því að fjölga þátt- tökuríkjum, einkum í Afríku og Asíu. Þá er einnig stefnt að því að hefja innan tíðar slíka starfsemi í Rússlandi og Úkraínu,“ segir í til- kynningunni. Tilraunastöð í orkubúskap Einnig var rætt um reynslu Ís- lendinga á sviði umhverfisvænnar orku, bæði nýtingu jarðhita og til- raunir með nýtingu vetnis í al- menningssamgöngum og hvernig þetta gæti skapað grundvöll að raunhæfri umræðu um nýjar leiðir til að hamla gegn loftslagsbreyt- ingum. „Ísland gæti verið tilraunastöð í orkubúskap nýrrar aldar, en um- ræðan um hættur vegna loftslags- breytinga setur ríkan svip á ráð- stefnu Clintons í New York,“ segir í tilkynningunni. Þættir Magnúsar Scheving um Latabæ báru einnig á góma og hvernig hann hefur varpað nýju ljósi á baráttuna gegn offitu barna og ungmenna með hvatningu til að stunda íþróttir og neyta eink- um heilsusamlegrar fæðu. Clinton þótti framlag Latabæjar og átaks- verkefni í einstökum byggðar- lögum á Íslandi sem beindist að því að hvetja börn og foreldra til heilbrigðara mataræðis vera afar forvitnilegt fordæmi. Bill Clinton, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff ræða saman í New York á föstudag en Ólafur tekur þar þátt í ráðstefnu sem Clinton stendur fyrir. Ræddu baráttu gegn eyðni, orkumál og frumkvæði Magnúsar Scheving Ólafur Ragnar Grímsson og Bill Clinton ræddu saman í New York VÍSITALA íbúðaverðs á höfuð- borgarsvæðinu lækkaði um 0,6% í ágústmánuði, miðað við mánuðinn þar áður. Var vísitalan 280,7 stig í ágúst en 282,4 stig í júlí, sam- kvæmt upplýsingum frá Fasteigna- mati ríkisins. Hafði vísitalan þá ekki lækkað í heilt ár, eða frá því í júlí 2004. Lækkunin nú á fyrst og fremst við um fjölbýli á höfuðborgarsvæð- inu, sem lækkaði um 1,4% í ágúst- mánuði. Hins vegar hækkaði vísi- tala sérbýlis um 2% í þessum sama mánuði. Sé horft lengra aftur í tímann þá hækkaði vísitala íbúða- verðs um 3,4% síðustu þrjá mánuði, um 14,2% undanfarna sex mánuði og um heil 40% síðustu tólf mánuði. Spurður um verðþróunina telur Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, að líta verði yfir lengri tíma en einn mánuð. Síð- asta árið hafi hækkun fasteigna- verðs verið óvenjumikil en nú séu kannski að koma fram vísbendingar um að þær hækkanir séu að stöðv- ast eða hægja á sér. Eftir sem áður sé veltan í fasteignaviðskiptum enn mikil og sérbýlið sé heldur ekki að lækka í verði. Björn Þorri Viktorsson, formað- ur Félags fasteignasala, segir lækk- un íbúðaverðs vera óverulega en í samræmi við þá tilfinningu sína að markaðurinn sé að leita jafnvægis. Markaðurinn sé eftir sem áður lif- andi og hreyfing mikil. Hlutfall milli framboðs og eftirspurnar sé að jafnast, einkum í fjölbýlinu. Björn Þorri segist ekki sjá fyrir sér mikla lækkun fasteignaverðs á næstunni, að minnsta kosti á meðan efnahagsástandið sé gott og verð- bólgan fari ekki á frekara skrið. Varað við ályktunum Í hálffimm-fréttum greiningar- deildar Kaupþings banka á föstu- dag er varað við því að draga of sterkar ályktanir af lækkun fast- eignaverðs nú, þótt líklegt sé að verulega hafi dregið úr spennu á markaðnum. Þær miklu hækkanir, sem hafi verið á fasteignaverði undanfarið ár, séu ekki óeðlilegar í ljósi þess að fjármagnskostnaður hafi lækkað um 30% á þessu tímabili og fjár- magnsskömmtun til íbúðakaupa hafi verið afnumin. Þessar breyt- ingar hafi haft mest áhrif á stærri og betri eignir enda hafi þær hækkað meira. Vísitala fasteigna lækkaði í fyrsta sinn í rúmt ár                                                                   Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.