Morgunblaðið - 18.09.2005, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LY
F
29
50
6
09
/2
00
5
www.lyfja.is
- Lifið heil
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni -
Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði -
Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi -
Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum.
Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því
hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgi-
seðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt
er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings
ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins,
nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota
Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette
nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn.
Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
Nýtt í Lyfju
Nicorette Freshmint 210 stk.
20% afsláttur í september
LÁTTU REYKLAUSA DRAUMINN
RÆTAST
AFSLÁTTURINN GILDIR AF FRESHMINT 210 STK. 2 MG og 4 MG.
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson,
þingmaður og borgarfulltrúi í
Reykjavík, hefur ákveðið að gefa
ekki kost á sér í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins vegna borgarstjórnar-
kosninganna í vor.
Í viðtali við Morgunblaðið segir
hann þetta hafa verið erfiða ákvörð-
un, sem hafi annaðhvort snúist um að
gefa kost á sér í fyrsta sæti í próf-
kjörinu eða sækjast eftir einu af for-
ystusætum í Reykjavík fyrir næstu
alþingiskosningar. Hann valdi síðar-
nefnda kostinn. Guðlaugur Þór lýsir
jafnframt yfir stuðningi við Vilhjálm
Þ. Vilhjálmsson í fyrsta sætið í kom-
andi prófkjöri.
Guðlaugur Þór segir að ákvörðun-
in hafi af mörgum ástæðum verið erf-
ið. Hann hafi í átta ár starfað á vett-
vangi borgarinnar og lagt mikið af
mörkum. Á sama hátt hafi sér verið
treyst til að vera þingmaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík fyrir
síðustu þingkosningar.
„Val mitt stóð á milli þess að bjóða
mig fram í fyrsta sætið í prófkjörinu,
eða sækjast eftir aukinni ábyrgð á
vettvangi landsmála. Eftir að hafa
farið gaumgæfilega yfir málin, er það
niðurstaðan að ég ætla að sækjast
eftir auknum áhrifum á vettvangi
landsmála, þrátt fyrir að mörg tæki-
færi séu á vettvangi borgarinnar. Ég
er vongóður um að við munum vinna
kosningarnar í vor. Á sama hátt eru
mikil tækifæri í landsmálunum. Ég
er í 2. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í
Reykjavíkurkjördæmi norður og
stefni að því að vera í forystusveit
flokksins á landsvísu,“ segir Guð-
laugur Þór.
Hann segir marga hafa hvatt sig til
að skella sér í slaginn um oddvita
flokksins í borgarstjórn, jafnt vinir,
kunningjar sem ókunnugt fólk. Af
þeim sökum hafi hann tekið sér góð-
an tíma í umhugsun.
Spurður hvort eitthvað hafi ráðið
ákvörðun sinni öðru fremur segir
Guðlaugur Þór að í raun hafi verið
um „lúxusvandamál“ að ræða, ef svo
megi að orði komast.
„Ég er þakklátur fyrir tækifærin
bæði í borgarstjórn og á Alþingi og
hef notið þess að vera á báðum þess-
um stöðum. Ég hef náð árangri í
ýmsum mikilvægum málum fyrir
borgarbúa. Stundum fékk ég reynd-
ar á mig gagnrýni fyrir of harða
stjórnarandstöðu. Sú gagnrýni heyr-
ist ekki lengur, þar sem komið hefur í
ljós að allt sem ég var að benda á
reyndist rétt. Hvort sem um var að
ræða lóðaskort, fjármál borgarinnar
eða málefni Línu.nets. Þegar ég lít til
baka sé ég að barátta mín skilaði ár-
angri á mörgum sviðum. Mörg minna
baráttumála hafa náð fram að
ganga,“ segir Guðlaugur Þór og
nefnir þar m.a. tillögu um að nýta
slippsvæðið undir blandaða byggð,
flutning olíutanka úr Örfirisey,
breytta nýtingu á Miklatúni, bætta
samkeppnisstöðu einkarekinna leik-
skóla og björgun Laugardalsins frá
malbiki og stórhýsum.
„Verkinu er alls ekki lokið. Mik-
ilvægt er að sjálfstæðismenn taki við
stjórn borgarinnar, hefji þar upp-
byggingu á nýjan leik og sjái til þess
að tækifærin í borginni verði nýtt.“
Vilhjálmur getur leitt flokkinn
til sigurs í borginni
Guðlaugur Þór er sannfærður um
að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti sjálfstæðismanna í borgarstjórn í
dag, muni leiða flokkinn til sigurs í
kosningunum í vor, fái hann til þess
tækifæri. Vilhjálmur hafi þann kost
að hann hlusti á fólk og beri virðingu
fyrir því. Hann hafi traust borgarbúa
og búi yfir mikilli reynslu og þekk-
ingu til að takast á við erfið en um
leið spennandi verkefni, að koma
Reykjavíkurborg aftur í fremstu röð
á sem flestum ef ekki öllum sviðum.
Guðlaugur Þór er spurður hvort
framboð Gísla Marteins Baldursson-
ar í fyrsta sætið í borginni hafi haft
áhrif á hans ákvörðun. Hann segir
svo ekki hafa verið. Hins vegar muni
hann styðja Gísla Martein í efstu
sætin í prófkjörinu.
„Þar fer efnilegur sóknarmaður
sem mikilvægt er að hafa framarlega
í liðinu. Hann þarf meiri reynslu til
að verða fyrirliði og ég mun styðja
hann í allra efstu sætin á listanum.
Mér líst vel á þann hóp sem hefur
gefið kost á sér, hef starfað með þeim
flestum og ber þeim vel söguna. Við
erum að velja lið en áherslan hefur
svolítið verið á leiðtogann og borg-
arstjóraefnið. Við þurfum að skapa
sterkt og samhent lið. Ærin verkefni
eru framundan og sannarlega eru
fleiri spennandi stöður á vellinum
heldur en bara fyrirliðastaðan,“ segir
Guðlaugur Þór.
Í hans augum er verkefni borgar-
stjórans í Reykjavík eingöngu eitt,
þ.e. að vinna fyrir fólkið í borginni.
Þjóðin í þakkarskuld við Davíð
Hann stefnir sem fyrr segir á
landsmálin, þar bíði mörg spennandi
verkefni. Guðlaugur Þór segir brott-
hvarf Davíðs Oddssonar úr lands-
málunum vera stór tíðindi og enginn
velkist í vafa um ótrúleg afrek hans á
þeim vettvangi síðustu árin. Þjóðin
standi í mikilli þakkarskuld við Dav-
íð. Nú séu framundan mörg
skemmtileg verkefni undir stjórn
Geirs H. Haarde og nýrrar forystu
Sjálfstæðisflokksins.
„Ég vil taka þátt í því verkefni,
þrátt fyrir að ég muni ekki draga af
mér á næstu mánuðum í baráttunni
fyrir því að koma sjálfstæðismönnum
aftur í forystu í borginni.“ Hann seg-
ir verkefni borgarfulltrúans hafa ver-
ið góðan grunn fyrir þingmanns-
starfið. Hann hafi verið ófeiminn við
að taka upp á Alþingi ýmis hags-
munamál Reykvíkinga. Meira þurfi
að gera af því og hann segist ekki
vera í vafa um að málflutningur sinn
og fleiri þingmanna hafi haft þau
áhrif að 2/3 hlutar Símapeninganna
til samgöngumála hafi farið í sam-
göngubætur á höfuðborgarsvæðinu.
Nýta þurfi samgöngumannvirkin í
borginni betur og gera þar umbætur,
að öðrum kosti muni samgöngukerfið
springa á álagstímum. Þar þurfi bæði
ríki og borg að taka höndum saman
og ekki síst sé þörf á nýju hugarfari
borgaryfirvalda.
Gleymum ekki öldruðum
Fjölskyldumálin standa Guðlaugi
Þór nærri og telur hann það vera
verkefni hans kynslóðar að sameina
virka þátttöku í atvinnulífinu og fjöl-
skyldulífi. Að því borði verði ríki,
sveitarfélög og atvinnulífið að koma.
Honum eru einnig mörg mál hug-
leikin, sem hann telur að ná megi
betri árangri við. Sem nokkur dæmi
nefnir hann útrás í heilbrigðiskerfinu
og auðveldlega megi gera Reykjavík
og Ísland enn frekar að alþjóðlegri
fjármálamiðstöð.
„Við megum heldur ekki gleyma
þeim sem hafa byggt þetta allt saman
upp fyrir okkur. Við þurfum sérstak-
lega að huga að málefnum aldraðra.
Þar eru ákveðnir hópar sem ekki
hafa notið góðs af verðmætaaukning-
unni í þjóðfélaginu og það þurfum við
að bæta,“ segir Guðlaugur Þór, og
nefnir einnig umhverfismál sem mik-
ilvægan málaflokk. Íslendingar séu
matvælaframleiðendur og ferða-
mannaþjóð sem bjóði upp á einstaka
og ósnortna náttúru, nokkuð sem
fólk í öðrum löndum hafi ekki tæki-
færi á að kynnast nema hér á landi.
„Skilgreina þarf betur viðskipta-
stefnu Íslands. Tollar og vörugjöld
eru í eðli sínu hluti af haftastefnu og
stuðla að því að ýta verslun út úr
landinu og skerða lífskjör. Það er ei-
lífðarverkefni að halda álögum á fólki
og fyrirtækjum í lágmarki og koma í
veg fyrir útþenslu og óþarfa afskipti
hins opinbera. Enn er mikið verk
óunnið við að hrinda grundvallarhug-
sjónum sjálfstæðisstefnunnar í fram-
kvæmd. Halda verður áfram að auka
frjálsræði í atvinnulífinu og efla verð-
mætasköpun sem m.a. getur staðið
undir öflugri samhjálp fyrir alla þá
sem á henni þurfa að halda. Ég von-
ast til að fá brautargengi til að verða í
þeirri forystusveit sem hrindir þeirri
stefnu í framkvæmd,“ segir Guðlaug-
ur Þór að endingu.
Guðlaugur Þór Þórðarson gefur ekki kost á sér í borgarstjórn og lýsir stuðn-
ingi við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í efsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna
Setur stefnuna á forystusveit
Sjálfstæðisflokksins á landsvísu
Morgunblaðið/Þorkell
Guðlaugur Þór Þórðarson ætar að einbeita sér að þingstörfunum.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
SIGURÐUR Sigurðarson vígslu-
biskup tekur þátt í biskupsvígslu í
Pókot-héraði í Kenýa í dag, sunnu-
dag, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá Biskupsstofu. William Lop-
eta, sem vígist til biskups, tengist
íslensku kristniboði sterkum bönd-
um.
Íslendingar hófu kristniboð í Ken-
ýa árið 1978 og hafa starfað þar síð-
an, mestmegnis í Pókot-héraði í
norðvesturhluta landsins. Íslenska
kristniboðið er unnið í samstarfi við
Lúthersku kirkjuna í Kenýa sem
telur 55 þúsund manns. Lopeta
kemur úr söfnuði sem Ragnar
Gunnarsson kristniboði stofnaði
með heimamönnum árið 1991 í
Lain, sem var hluti af starfssvæði ís-
lenska kristniboðsins í Chepareria.
Hann hlaut síðan
menntun í fræðslu-
miðstöð kirkjunnar í
Kapenguria í Pókot-
héraði og síðan í
prestaskóla kirkjunnar
í Matongo í suðvest-
urhluta landsins.
Fulltrúar frá kirkj-
unni í Pókot hafa kom-
ið til Íslands fyrir til-
stilli Hjálparstarfs
kirkjunnar og Sam-
bands íslenskra kristni-
boðsfélaga (SÍK).
Lopeta kom til landsins árið 2001 á
vegum SÍK og dvaldist hér um
tíma.
Fram kemur í tilkynningu að
Lútherska kirkjan hafi beðið Þjóð-
kirkjuna um að senda
biskup til að taka þátt í
vígslunni og bað biskup
Íslands Sigurð að fara
fyrir hönd kirkjunnar.
Með honum í för eru Jón-
as Þórisson frá Hjálpar-
starfi kirkjunnar og Þor-
valdur Karl Helgason,
biskupsritari. Sigurður
tekur þátt í vígslunni og
predikar. Walter Obare
Omwanza, höfuðbiskup
Lúthersku kirkjunnar í
Kenýa, annast vígsluna.
Þorvaldur Karl og Jónas munu
fara eftir biskupsvígsluna og heim-
sækja samstarfsaðila hjálparstarfs
kirkjunnar í Úganda, skammt frá
Pókót.
Vígslubiskup tekur þátt
í biskupsvígslu í Kenýa
Sigurður
Sigurðarson
Í KÖNNUN sem Gallup vann fyrir
Franca ehf. kemur fram að 57,1%
aðspurðra treystir Vilhjálmi Þ. Vil-
hjálmssyni vel eða mjög vel til þess
að gegna starfi borgarstjóra.
Hins vegar treystu 42,3% Gísla
Marteini vel eða mjög til að gegna
embættinu en í báðum tilvikum svör-
uðu um 20% því til að þeir treystu
frambjóðendunum hvorki vel né illa.
Niðurstöður úr spurningum um
traust til frambjóðendanna eru nán-
ast þær sömu og þegar spurt er um
hvorn frambjóðandann aðspurðir
vildu sjá leiða lista sjálfstæðis-
manna. Þar svöruðu 57,3% að-
spurðra því til að þeir vildu frekar
að Vilhjálmur leiddi listann en 42,7%
Gísla, eins og Morgunblaðið greindi
frá á föstudag.
Af þeim sem sögðust kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn í borgarstjórn-
arkosningum ef kosið yrði núna,
sögðust 33,8% treysta Vilhjálmi Þ.
mjög vel til að gegna starfi borg-
arstjóra og 39,1% treystu honum vel
til þess. Hins vegar treysta 26,6%
þeirra sem hyggjast kjósa Sjálfstæð-
isflokkinn Gísla Marteini mjög vel til
að gegna starfinu en 38,6% treysta
honum vel. Báðir frambjóðendurnir
njóta mest trausts meðal 68 ára og
eldri en 38,1% í þeim aldursflokki
treysta Vilhjálmi mjög vel en 19%
Gísla.
Fleiri treysta
Vilhjálmi
HLUTABRÉF í lággjaldaflugfélag-
inu EasyJet hækkuðu í fyrradag í
kjölfar frétta um að Icelandair
hefði hug á að
auka hlut sinn í
félaginu að því
er fram kemur á
vef Daily Tele-
graph.
Hluturinn hækkaði um 4,2% í
293,75 pens í kjölfar frétta af því
að verðbréfamiðlarinn Teather &
Greenwood hugðist kaupa þrjár
milljónir hluta í EasyJet fyrir Ice-
landair, sem á fyrir 13,01% í
EasyJet. Þrátt fyrir að aðeins sé
um að ræða 0,75% hlut í félaginu
er talið að frekari hlutaaukning
geti leitt til þess að yfirtökutilboð
fari í gang.
Icelandair
hugar að auknum
hlut í EasyJet