Morgunblaðið - 18.09.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 18.09.2005, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ M args konar starfsemi fer fram á Reykja- víkurflugvelli og kringum hann og tengist hún eðlilega að langmestu leyti flugi. Fyrir utan fé- lög sem sinna áætl- unar- og leiguflugi má nefna kennslu, viðhald og þjónustu við flugrekstur og síðan eru fjölmargir einkaaðilar og klúbbar sem hafa aðstöðu í svo- nefndum Fluggörðum, litlum flugskýlum þar sem minni flugvélar eru geymdar. Þá er ótalin starfsemi Flugmálastjórnar Íslands varðandi völlinn sjálfan og stjórnun umferðar um hann, slökkvilið og björgunaraðilar. Alls hafa um 100 stórar og smáar flugvélar heimahöfn á Reykja- víkurflugvelli, þar af um 80 í Fluggörðum, og um 400 manns starfa beint við hvers kyns rekstur sem tengist flugi við Reykjavíkurflugvöll. Nokkur umræða hefur verið að undanförnu um flutning Reykjavíkurflugvallar. Færa má rök að því að ekki sé unnt að flytja völlinn, um- ræðan snýst miklu fremur um hvort Reykjavík- urflugvöllur verði lagður niður og einungis not- ast við flugvöll við Keflavík eða byggður nýr – hvar sem það gæti orðið. Flugrekstraraðilar á Reykjavíkurflugvelli eru fjölmargir, vart færri en 20 fyrirtæki og klúbbar hafa þar starfsemi, mismunandi umfangsmikla. Verði Reykjavíkur- flugvöllur lagður niður má ljóst vera að margs konar starfsemi sem þar hefur verið legðist nið- ur. Sumu yrði fundinn annar samastaður. Flugkennslan úr landi? Einn flugrekenda á Reykjavíkurflugvelli er Flugfélagið Geirfugl, sem er félag 157 hluthafa með 9 vélar í rekstri, en tilgangur félagsins er flugkennsla og rekstur flugklúbbs. Matthías Arngrímsson, flugmaður hjá Ice- landair, er yfirkennari skólans sem hefur síð- ustu árin kennt flugnemum til einkaflugprófs. Matthías tekur svo djúpt í árinni að segja að verði flugvöllurinn lagður niður muni flug- kennsla flytjast úr landi og almannaflug stór- lega dragast saman. „Hvert á öll sú starfsemi sem tengist minni og millistærðarflugvélunum að fara? Á Reykjavíkurflugvelli eru starfandi fjórir flugskólar, Flugskóli Íslands, Flugskóli Helga Jónssonar, Flugskóli Reykjavíkur og við. Ég sé ekki fyrir mér að sú starfsemi verði flutt á einu bretti, hvað þá hvert. Flugnemar munu þá sækja til útlanda og það þýðir að verkleg þjálfun myndi í æ meira mæli fara fram þar og menn því ekki fá æskilega reynslu af flugi á Íslandi við ís- lenskar veðurfarsaðstæður,“ segir Matthías og telur að þetta myndi jafnvel þýða það smám saman að Íslendingar myndu hætta að leggja flugið fyrir sig sem atvinnu og að einungis þeir efnuðustu myndu láta drauminn rætast, en það séu ekki endilega alltaf þeir hæfustu. Getur lífgað upp á borgina Hörður Guðmundsson, sem rekur flugfélagið Erni, tekur undir þessar vangaveltur Matthías- ar um hvert starfsemin eigi að fara ef völlurinn verður lagður niður. „Það á miklu fremur að nota Reykjavíkurflugvöll til að lífga upp á borg- ina og auka umsvif og umferð um völlinn,“ segir Hörður og telur umræðu stjórnmálamanna um völlinn einkennast af atkvæðaveiðum þeirra í ljósi væntanlegra borgarstjórnarkosninga. „Við hjá Flugfélaginu Erni flugum í sumar með hundruð farþega, mest erlenda ferðamenn, í út- sýnisflug. Þetta voru farþegar úr skemmtiferða- skipum sem höfðu viðdvöl í Reykjavík og mikill áróður er nú rekinn fyrir og aðrir ferðamenn sem hingað koma. Þetta fólk sem er ekki síst að koma fyrst og fremst til Reykjavíkur myndi ekki hafa fyrir því að ferðast til Keflavíkur eða Sel- foss til að fara í útsýnisflug þaðan,“ segir Hörður og telur ferðaþjónustuna einmitt eiga mikla vaxtarmöguleika ef áfram verði unnt að reka flugstarfsemi frá Reykjavíkurflugvelli. Mikið sé gert í markaðssetningu vestnorræna svæðisins, þ.e. Færeyja, Grænlands og Íslands, og ferða- menn heimsæki þessi svæði í vaxandi mæli sam- an enda hafi flug milli Íslands og þessara landa lengst af verið rekið frá Reykjavíkurflugvelli. Sagði hann vélar frá sér hafa farið tvisvar til Færeyja og þrisvar til Grænlands í síðustu viku. Aukið flug vegna viðskiptaerinda „Ég get líka nefnt enn einn þátt sem er vax- andi bæði hjá okkur og öðrum en það er flug með fólk í viðskiptaerindum og þá er ég ekki endilega að tala um útlönd. Það er æ meira um það að fyrirtæki sem þurfa að senda nokkra menn á fund út á land eða til útlanda leigi vélar í slíkar ferðir sem oftast standa þá bara frá morgni til kvölds eða í mesta lagi til næsta dags. Þá er flogið frá Reykjavík og lent í námunda við fundarstaðinn og lágmarkstími fer í önnur ferðalög. Þetta er mun meiri vaxtarbroddur en menn gera sér grein fyrir.“ Hörður dregur einnig fram sjónarmið varð- andi sjúkraflug. „Við ætlum að byggja upp nýtt hátæknisjúkrahús og hvað er eðlilegra en að flugvöllurinn haldi áfram að þjóna sem sjúkra- völlur? Og þá er ég ekki bara að tala um sjúkra- flug af landsbyggðinni og hingað heldur einnig flug frá Grænlandi eða annars staðar erlendis frá með sjúklinga hingað til lands. Nokkuð er einnig um líffæraflutninga sem þurfa að ganga hratt og örugglega fyrir sig.“ Vill efla flugmenntun Matthías Arngrímsson telur að leggja ætti áherslu á að efla starfsemi sem snertir flug- kennslu og alla flugmenntun og minna má á að við Reykjavíkurflugvöll fer fram nánast öll flug- kennsla í landinu og þar eru í dag einu aðilarnir sem kenna til atvinnuflugs. „Yfirvöld samgöngu- og menntamála mættu gjarnan gera miklu meira til að efla flugmennt- un í landinu því Íslendingar eru geysisöflug flugþjóð og það er eiginlega stórmerkilegt hversu langt við höfum náð miðað við litla hvatn- ingu stjórnvalda í menntun sem tengist flugi.“ Þá telur Matthías ofsagt það sem fram hefur komið að borgaryfirvöld hafi rætt við flug- rekstraraðila um framtíð vallarins. Kannast hann að minnsta kosti ekki við að slíkar umræð- ur hafi farið fram. „Í Kastljósi Sjónvarpsins þann 12. september sagði Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarstjóri að grundvöllur fyrir flutn- ingi flugvallarins væri að skapast og að borgin og flugrekstraraðilar væru að ræða það. Við er- um flugrekstraraðilar, eins og má jafnvel segja Um 100 flugvélar með aðsetur á Reykjavíkurflugvelli á um 400 manna vinnustað Mörg störf í uppnámi fa Guðjón Sigurgeirsson rekur verkstæði í skýli 6, sjóskýlinu, sem sinnir viðhaldi og viðgerðum á litlum vélum. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Baldvin Pálsson, flugvallarstjóri Reykjavíkurflugvallar, er hér á spjalli við Guðmund Sveinbjörns- son, framkvæmdastjóra Geirfugls, sem er félag 157 hluthafa og er með 9 vélar í rekstri. Allmörg stór og lítil fyrirtæki sinna ýmsum rekstri sem tengist Reykja- víkurflugvelli. Fyrir utan flugfélög eru það flugskólar og þjónustu- aðilar fyrir flugrekstur. Jóhannes Tómasson fór hring um völlinn og sá fjölbreytta starfsemi þar. F lugþjónustan er eitt þeirra fyrirtækja sem starfað hafa á Reykjavíkur- flugvelli um árabil en fyrirtækið hef- ur Sveinn Björnsson rekið frá árinu 1973. „Þegar mest er um að vera á sumrin, í júlí og ágúst, fara hér í gegn um 200 flug- vélar á mánuði en að vetrinum mun færri, kannski rúmlega 40 þegar minnst er að gera í janúar og febrúar,“ segir Sveinn í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að hótel á höf- uðborgarsvæðinu fái milli þrjú og fjögur þús- und gistinætur vegna viðskiptavina Flugþjón- ustunnar. Sveinn Björnsson segir viðskiptavini sína bæði koma frá Evrópu og Ameríku og þeir komi hingað á margs konar flugvélum, allt frá eins hreyfils smávélum upp í 20 manna vélar og þotur og þaðan af stærri. Erindin hingað eru eins misjöfn og vélarnar eru margar. Gott orðspor Reykjavíkur „Reykjavík er orðin mjög vel þekkt borg og hingað koma margir beinlínis til að dvelja á Þrjú til fjögur þúsund gistinætur Morgunblaðið/Jim Smart Flugþjónustan tekur á móti um 200 vélum á mánuði þegar mest er um að vera á sumrin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.