Morgunblaðið - 18.09.2005, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Krabbamein sem fjölskyldumein – áhrifá börn og aðra aðstandendur sjúk-linga, er yfirskrift árlegs kynning-arfundar stuðningshópa Krabba-
meinsfélags Íslands sem verður haldinn
miðvikudaginn 21. september og hefst hann
klukkan 20.
„Krabbamein er enn í hugum margra hugs-
anlegur dauðadómur,“ segir Ragnar Davíðsson,
formaður Nýrrar raddar. „Það ætti ekki að vera
svo því flestir sjúklingar njóta margvíslegra úr-
ræða sem nútímalækningar hafa að bjóða.
Krabbamein er í raun samheiti yfir fjölmargar
tegundir sjúkdóma og sumar tegundir eru þess
eðlis að batahorfur eru góðar. Þegar einhver í
fjölskyldunni greinist með krabbamein er það ef
til vill þetta samheiti sem gerir alla óttaslegna.
Á fundinum ætlum við að fjalla um hve miklu
máli skiptir að gleyma ekki þeim sem standa
sjúklingnum næst, fjölskyldunni börnunum, mök-
um, vinum og öðrum aðstandendum.“
Hann segir gildi stuðningshópa ótvírætt því
með því að miðla upplýsingum og þekkingu
stuðla stuðningshópar að því að hjálpa sjúkling-
um, fjölskyldum og þeirra nánustu við að takast
á við það tilfinningalega álag og breytingar á
daglegu lífi sem fylgir sjúkdómnum.“
Sjálfur hefur Ragnar reynslu af starfsemi
stuðningshópanna en hann greindist með
krabbamein í hálsi árið 1996. Þá hafði hann ný-
lokið námi í klassískum söng og hafði verið virk-
ur í íslensku tónlistarlífi. Hann var að velta fyrir
sér möguleikum á framhaldsnámi ytra og hafði
verið boðið nám hjá virtri sópransöngkonu, Virg-
iniu Zeani, í Bandaríkjunum. Veikindin komu því
á versta tíma, enda hafði Ragnar stefnt að því að
hafa framtíðaratvinnu sína í söng, sem einnig var
helsta áhugamál hans, ástríða og lífsstíll.
Ekki gekk vel að sjúkdómsgreina Ragnar og
tók það ferli 3–4 ár. Að lokum var úrskurðað að
hann væri með krabbamein og fjarlægja þurfti
barkakýlið úr honum. Meðan á þessu stóð
menntaði hann sig á öðru sviði.
„Fyrir mig og fjölskyldu mína var það ómet-
anlegt að kynnast og taka þátt í starfsemi stuðn-
ingshóps hjá KÍ og það kenndi okkur að nálgast
krabbameinið eins og hver önnur veikindi. Börn-
in okkar voru ung á þessum tíma og viðbrögð
þeirra mismunandi eftir aldri og því bar okkur
einnig að taka tillit til þess. En þögnin getur ekki
síður verið þrúgandi. Það er erfitt fyrir börn að
fá hvorki fræðslu né vitneskju um það sem gerist
á erfiðum tímabilum sem þessum. Ég hvet því
alla, hvort heldur þá sem fengið hafa krabba-
mein, eða eru aðstandendur þeirra, að mæta og
kynnast af eigin raun því sem fram fer á þessum
kynningarfundi.“
Stuðningshópur | Krabbameinsfélagið heldur kynningarfund í Ými
Ragnar Davíðsson er
verkefnastjóri á Land-
spítala – háskólasjúkra-
húsi. Ragnar stundaði
söngnám í Söngskól-
anum í Reykjavík og út-
skrifaðist frá Nýja tón-
listarskólanum. Hann
lauk B.Sc.-námi í
rekstrar- og markaðs-
fræðum frá Tækniskóla
Íslands 1999 og IPMA –
vottun í verkefnastjórnun 2005. Ragnar er
formaður Nýrrar raddar, stuðningsfélags inn-
an vébanda Krabbameinsfélags Íslands. Hann
er kvæntur Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur sjúkra-
liða og eiga þau saman þrjú börn.
Erfitt fyrir börn að fá ekki fræðslu
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ég á mér draum, sagði Martin Luther
King í frægri ræðu. Orðalagið er engin
tilviljun; ég á pening, eða ég hef gert
áætlun vekur ekki sömu hughrif. Ein-
beittu þér að draumunum, þeir skipta
mestu máli núna.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið er náið manneskju með vafasama
fortíð. Nú reynir á getu þess til þess að
fyrirgefa hið liðna og sneiða hjá kjafta-
sögum. Hið fyrra er reyndar auðveldara
en hið síðara.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Órökrétt vinnulag ástvinar er að gera
tvíburann gráhærðan og reyndar verður
hann enn reiðari þegar aðferð viðkom-
andi lukkast. Hér gildir að hafa opinn
huga og aldrei að segja aldrei.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Sérhver réttindi fela í sér ábyrgð og öll-
um forréttindum fylgir fyrirvari. Krabb-
inn á að neyta réttar síns og nýta sér að-
stöðu sína á þann veg að aðrir geti tekið
sér hann til fyrirmyndar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið hefur komist upp með sitt af
hverju fyrir tilstilli ófeiminnar og ófyr-
irleitinnar manneskju sem ekki hikar við
að fara yfir strikið. Nú er komið að ljón-
inu að leyfa öðrum að ganga á lagið.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Sumir hafa verið það þröngsýnir um
langt skeið að stórvirkar vinnuvélar
þyrfti til þess að opna huga þeirra. Ef
þér gengur treglega að komast áleiðis
skaltu snúa þér að næsta manni.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Raunveruleiki vogarinnar er svo inni-
haldsríkur að hún hefur ekkert að flýja.
Ef þú stendur sjálfa þig að dagdraumum
um ótilgreinda eyju í hitabeltinu skaltu
snúa til baka. Þú ættir að reyna að vekja
aðdáun einhvers í steingeitarmerkinu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þörfin fyrir að tilheyra einhverju herjar
á sporðdrekann. Hver þekkir það ekki?
En tilfinningar drekans eru ákafari en
annarra. Einfaldasta leiðin til þess finna
til samkenndar með öðrum er að gefa af
sér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er alls ekki víst að vandamálin þín
séu svo slæm. Hugsanlega eru þau meira
að segja dálítið spennandi. Láttu gamlan
farangur lönd og leið og fáðu þér eitt-
hvað smart í staðinn. Líkingin er sem
sagt þessi, við erum öll með eitthvað í
farteskinu og því eins gott að farang-
urinn sé aðlaðandi og með stíl.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin er alveg í stuði til þess að
fara fínt í hlutina. Reyndar á það vel við
hennar hástemmda og fágaða stíl. Þeir
sem best þekkja til skilja hvað við er átt.
Einhver er hugfanginn af rödd steingeit-
arinnar; segðu eitthvað fallegt við hann.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Stundum er nóg að vera metinn að verð-
leikum fyrir eitthvað, en þegar öllu er á
botninn hvolft vill vatnsberinn bera úr
býtum hér og nú. Þú ert vel þess virði,
ekki biðja um minna en þú átt skilið.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn lendir í því að lagfæra, þó að
hann hafi ekki átt þátt í því að aflaga eitt
eða neitt. Hann er hetja í augum ann-
arra fyrir vikið, að minnsta kosti eins.
Kalt mat á aðstæðum kemur með
kvöldinu.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Fólk er sennilega enn að
vinna úr því sem aukið
innsæi á fullu tungli í fisk-
um hefur dregið fram. Tunglið er hins
vegar í þann mund að fela sínar ávölu
línur í herklæðum hrútsins, búið undir
nýjar aðstæður með nýja vitneskju í far-
teskinu. Ástarplánetan Venus og kerfis-
karlinn Satúrnus eru á öndverðum meiði
núna. Hemjum árásargirnina svo við
fælum ekki óorðna ástvini frá okkur.
Sudoku
© Puzzles by Pappocom
Lausn síðustu gátu
Þrautin felst í því
að fylla út í reit-
ina þannig að í
hverjum 3x3-reit
birtist tölurnar
1-9. Það verður
að gerast þannig
að hver níu reita
lína bæði lárétt
og lóðrétt birti
einnig tölurnar
1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu
í röðinni.
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 hollráðið, 8
happið, 9 atvinnugrein, 10
greinir, 11 nefið, 13 kveif,
15 sæti, 18 moð, 21 tré, 22
treg, 23 hamingja, 24 hag-
kvæmt.
Lóðrétt | 2 inntaks, 3 há-
rug, 4 þjálfun, 5 út, 6
drungi, 7 for, 12 vond, 14
dveljast, 15 rétt, 16 án fyr-
irvara, 17 aur, 18 brotsjór,
19 fim, 20 svelgurinn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skáld, 4 þrúga, 7 urtan, 8 ökrum, 9 nem, 11
dúða, 13 ásar, 14 gumar, 15 farg, 17 asni, 20 gró, 22 log-
ar, 23 nauða, 24 runni, 25 tuddi.
Lóðrétt: 1 Skuld, 2 ástúð, 3 dúnn, 4 þröm, 5 útrás, 6 aum-
ur, 10 eimur, 12 agg, 13 ára, 15 fúlar, 16 ragan, 18 stund,
19 iðaði, 20 grói, 21 ónýt.
70 ÁRA afmæli. Í dag, 18. sept-ember, er sjötugur Brynjar H.
Jónsson, fyrrverandi starfsmaður
VISA á Akureyri. Hann verður að
heiman í dag.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Haustlitaferð á
Þingvelli fimmtudaginn 29. sept.
Kaffihlaðborð á Hótel Örk. Skrán-
ing og greiðsla eigi síðar en 23.
sept. Allir velkomnir. Uppl. í síma
535 2760.
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er
öllum opið kl. 9–16. Fastir liðir eins
og venjulega. Skráning stendur yfir
í postulíns- og framsagnarnám-
skeið. Komdu í heimsókn, kíktu í
blöðin, fáður þér kaffisopa og
kynntu þér haustdagskrána. Við
getum líka sent þér netbréf. Sím-
inn okkar er 588 9533.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16
opin listmunasýning Einars Árna-
sonar „Hjáverk í amstri daga“.
Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga á
morgun frá Grafarvogskirkju kl. 10.
Vesturgata 7 | Haustbingó verður
haldið þriðjudaginn 20. september
kl. 13. Rjómapönnukökur með
kaffinu. Allir eru velkomnir.
Vesturgata 7 | Haustlitaferð
fimmtudaginn 22. september kl. 13.
Ekið til Þingvalla, komið við í þjón-
ustumiðstöðinni. Ekið meðfram
Þingvallavatni niður með Sogni.
Veitingar í Þrastarlundi að eigin
vali. Skráning í síma 535 2740. All-
ir velkomnir.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja | Fundir æskulýðs-
félagsins alla sunnudaga kl. 17.00–
18.30. Unglingar á aldrinum 13–15
ára eru boðnir velkomnir.
Grafarvogskirkja | Haustferð eldri
borgara verður farinn 20. sept. kl.
10 frá Grafarvogskirkju. Farið verð-
ur í Stykkishólm, norska húsið og
kirkjan skoðuð. Komið verður við í
Bjarnarnesi á leiðinni heim.
Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir
9. og 10. bekk er með fundi á
sunnudögum kl. 20–21.30.
Ytri-Njarðvíkurkirkja | Spilakvöld
aldraðra og öryrkja fimmtudaginn
22. sept. kl. 20 í umsjá félaga úr
Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar
Helgu Sigurðardóttur, Natalíu Chow
Hewlett, organista, og sókn-
arprests.
Hlutavelta | Þær Hafdís, Selma og María söfnuðu 2.223 kr. til styrktar Hjálpar-
sjóði Rauða kross Íslands.
Morgunblaðið/Þorkell