Morgunblaðið - 18.09.2005, Side 72

Morgunblaðið - 18.09.2005, Side 72
UM 400 manns starfa við margs konar rekstur flugfélaga og annarra fyrirtækja sem sinna þjónustu við flug á Reykjavíkurflugvelli. Sam- kvæmt upplýsingum frá Flug- málastjórn hafa um 20 fyrir- tæki aðsetur á Reykja- víkurflugvelli. Á vellinum eru næri 100 flugvélar í eigu áætl- unarflugfélaga, flugskóla og flugklúbba sem hafa aðsetur á flugvallarsvæðinu. Stærsti vinnuveitandinn á Reykjavíkurflugvelli er Flug- félag Íslands en alls eru starfs- menn rúmlega 200 og er vinnu- staður yfir 150 þeirra Reykjavíkurflugvöllur. Eru það flugmenn og flugfreyjur, af- greiðslu- og skrifstofufólk og þar er einnig aðalskrifstofa fé- lagsins. Næst stærsti vinnuveit- andinn er Flugmálastjórn en alls sinna um 65 manns störfum sem beint tengjast umferð um völlinn, þ.e. flugumferðarstjórn um 20, álíka margir eru í slökkviliði vallarins og um 10 á vélaverkstæði sem einnig sér um hreinsun flugbrauta. Starfs- menn Landsflugs eru 40 til 50 að jafnaði en fleiri á sumrin og hjá flugdeild Landhelgisgæsl- Um 400 störf við flug á Reykjavíkurflugvelli Morgunblaðið/Jim Smart Frá Reykjavíkurflugvelli, en um 20 fyrirtæki hafa þar aðstöðu. unnar eru um 30. Flugfélagið Ernir er með yfir tíu starfs- menn, fjórir flugskólar með kringum 20 manns, 10–12 manns sinna eldsneytisaf- greiðslu hjá Skeljungi og hjá Flugþjónustunni eru 3–4. Við þetta bætist um tugur manna sem sinnir viðhaldi og þjónustu við flugvélar á hinum ýmsu flugvélaverkstæðum á vellinum. Ýmsir klúbbar sem tengjast flugi einkaflugvéla eru starf- andi í Fluggörðum og sam- kvæmt upplýsingum frá Flug- málastjórn hafa um 270 manns sem tengjast slíkum áhuga- mannafélögum aðgangsheimild að vellinum. Hörður Guðmundsson, sem rekur flugfélagið Erni, segir að efla ætti flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli og telur að þar sé vaxtarbroddur í ferða- þjónustu. Þá segir hann mjög vaxandi flug um Reykjavíkur- flugvöll með fólk í viðskiptaer- indum og sé þar bæði um að ræða ferðir út um landið og til útlanda. Matthías Arngrímsson, flug- maður og yfirkennari hjá flug- félaginu Geirfugli, segir í sam- tali við Morgunblaðið að verði Reykjavíkurflugvöllur lagður niður muni öll flugkennsla verða í uppnámi. Flugnemar muni leita til útlanda og því ekki fá æskilega reynslu af flugi á Íslandi sem sé góður skóli. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is  Störf í uppnámi | 10–11 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. FYRSTU skóflustungur voru teknar í gærmorgun að nýjum grunnskóla í Kóra- hverfi í Kópavogi. Nokkur börn í hverf- inu, þau Halldór Snær Jónasson, María Rut Þórðardóttir, Kolbrún Andrea Þórð- ardóttir og Ásdís Zebids, tóku skóflu- stungurnar að viðstöddum forráðamönn- um bæjarins, þeim Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra, Ármanni Kr. Ólafssyni, for- seta bæjarstjórnar, og Árna Þór Hilmars- syni fræðslustjóra. Fullbyggður mun skólinn taka um 500 börn en í fyrsta áfanga, sem taka á í notkun haustið 2006, verður byggt fyrir yngsta stigið. Grunnskólinn er sá tíundi sem Kópavogsbær rekur, staðsettur við Baugakór, en nýr skóli tók til starfa í Vatnsenda í haust. Morgunblaðið/Þorkell Stungið fyrir nýjum grunnskóla ÍSLENSK stjórnmál hafa þörf fyrir fleiri opn- anlega hlera út í atvinnulífið og virkara flæði fólks þar á milli. Þannig beri fólk reynslu og þekkingu á milli, og því er ekki heppilegt að of margir stjórn- málamenn alist upp í „flokksvélunum“. Þetta er samdóma álit Dags B. Eggertssonar og Þor- bjargar Helgu Vigfúsdóttur í umfjöllun Tímarits Morgunblaðsins í dag um ímynd stjórnmála og stjórnmálamanna. „Pólitíkin er alltof mikilvæg til þess að hægt sé að láta hana pólitíkusunum einum eftir,“ segir Dagur, en hann hefur setið í borgarstjórn í Reykja- vík í fjögur ár sem fulltrúi R-lista óháður flokkum. Nútímalegt vinnulag mikilvægt Þorbjörg Helga, sem gefur kost á sér til 4. sætis í fyrirhuguðu prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykja- vík, segir mikilvægt að reynsla fólks komi víða að, t.a.m. sé styrkur að fólki sem hafi búið erlendis og kynnst samfélagsgerð og áherslum þar: „… einn af ókostunum við að byrja snemma í pólitík – [er] að þora ekki að yfirgefa land og þjóð til að missa ekki af þyngdarafli í prófkjöri eða kjörgengi,“ segir hún. Þá telja þau bæði tímabært að í stjórnmálum, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum, verði tekið upp nútímalegra vinnulag í samskiptum og ákvarð- anatöku, líkt og gerst hefur í atvinnulífinu og há- skólunum. Eigi allt þetta að komast í farveg hjálpar ekki til að staðalmynd stjórnmálamannsins í hugum fólks sé af miðaldra lögfræðimenntuðum manni í dökk- um jakkafötum. „Það er orðinn svolítill grákalla- keimur af pólitíkinni hér, hún má vera litríkari. Og mér finnst það vera að gerast í borginni núna,“ segir Þorbjörg Helga. | Tímarit Uppeldi í „flokksvélun- um“ ekki heppilegt STARFSEMI verður áfram í ríkisbyggingum á Kópavogstúni í nokkur ár. Því hefur skipulagi þess verið breytt og tekur það aðeins til lands Kópavogs á svæðinu, að sögn Gunnars Birg- issonar bæjarstjóra. Á bæjarstjórnarfundi fyrr í vikunni var felld tillaga Samfylkingarinnar um að fresta end- anlegri ákvarðanatöku um skipulag Kópavogs- túns fram yfir væntanlegt íbúaþing í haust. Gunnar Birgisson segir að athugasemdir hafi borist við auglýstri tillögu að deiliskipulagi. Málið sé í vinnslu hjá skipulagsnefndinni og gert sé ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki síðar í mánuðinum. Gunnar segir að þegar Kópavogur hafi keypt landið fyrir um tveimur og hálfu ári hafi verið gengið út frá því að starfsemi ríkisins á svæð- inu færi í burtu á næstu fimm til tíu árum. Svæðið hafi verið skipulagt til framtíðar með það í huga en nú hafi orðið breyting á. Kvenna- fangelsið fari sennilega þegar nýtt fangelsi verði byggt, en líknardeildin, Rjóður, Fjöl- smiðjan og sambýlin verði í núverandi húsnæði á svæðinu í jafnvel tíu til fimmtán ár til við- bótar. Byggingarnar í miðju landinu verði því áfram og því hafi þurft að breyta skipulaginu. Fyrir bragðið fækki íbúum verulega frá aug- lýstu deiliskipulagi enda aðeins byggt í landi Kópavogs til að byrja með. Að sögn Gunnars er meðal annars gert ráð fyrir 44 sérbýlum og 160 til 180 íbúðum í fjöl- býli á Kópavogstúni. Að þeim meðtöldum hafi Kópavogur úthlutað 450 sérbýlum á árunum 2002 til 2005 en Reykjavík 309 sérbýlum. Á sama tíma hafi um 1.700 fjölbýlisíbúðum verið úthlutað í Kópavogi en um 1.200 í Reykjavík. Skipulagt í kringum ríkisbygg- ingarnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.