Morgunblaðið - 18.09.2005, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 18.09.2005, Qupperneq 72
UM 400 manns starfa við margs konar rekstur flugfélaga og annarra fyrirtækja sem sinna þjónustu við flug á Reykjavíkurflugvelli. Sam- kvæmt upplýsingum frá Flug- málastjórn hafa um 20 fyrir- tæki aðsetur á Reykja- víkurflugvelli. Á vellinum eru næri 100 flugvélar í eigu áætl- unarflugfélaga, flugskóla og flugklúbba sem hafa aðsetur á flugvallarsvæðinu. Stærsti vinnuveitandinn á Reykjavíkurflugvelli er Flug- félag Íslands en alls eru starfs- menn rúmlega 200 og er vinnu- staður yfir 150 þeirra Reykjavíkurflugvöllur. Eru það flugmenn og flugfreyjur, af- greiðslu- og skrifstofufólk og þar er einnig aðalskrifstofa fé- lagsins. Næst stærsti vinnuveit- andinn er Flugmálastjórn en alls sinna um 65 manns störfum sem beint tengjast umferð um völlinn, þ.e. flugumferðarstjórn um 20, álíka margir eru í slökkviliði vallarins og um 10 á vélaverkstæði sem einnig sér um hreinsun flugbrauta. Starfs- menn Landsflugs eru 40 til 50 að jafnaði en fleiri á sumrin og hjá flugdeild Landhelgisgæsl- Um 400 störf við flug á Reykjavíkurflugvelli Morgunblaðið/Jim Smart Frá Reykjavíkurflugvelli, en um 20 fyrirtæki hafa þar aðstöðu. unnar eru um 30. Flugfélagið Ernir er með yfir tíu starfs- menn, fjórir flugskólar með kringum 20 manns, 10–12 manns sinna eldsneytisaf- greiðslu hjá Skeljungi og hjá Flugþjónustunni eru 3–4. Við þetta bætist um tugur manna sem sinnir viðhaldi og þjónustu við flugvélar á hinum ýmsu flugvélaverkstæðum á vellinum. Ýmsir klúbbar sem tengjast flugi einkaflugvéla eru starf- andi í Fluggörðum og sam- kvæmt upplýsingum frá Flug- málastjórn hafa um 270 manns sem tengjast slíkum áhuga- mannafélögum aðgangsheimild að vellinum. Hörður Guðmundsson, sem rekur flugfélagið Erni, segir að efla ætti flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli og telur að þar sé vaxtarbroddur í ferða- þjónustu. Þá segir hann mjög vaxandi flug um Reykjavíkur- flugvöll með fólk í viðskiptaer- indum og sé þar bæði um að ræða ferðir út um landið og til útlanda. Matthías Arngrímsson, flug- maður og yfirkennari hjá flug- félaginu Geirfugli, segir í sam- tali við Morgunblaðið að verði Reykjavíkurflugvöllur lagður niður muni öll flugkennsla verða í uppnámi. Flugnemar muni leita til útlanda og því ekki fá æskilega reynslu af flugi á Íslandi sem sé góður skóli. Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is  Störf í uppnámi | 10–11 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. FYRSTU skóflustungur voru teknar í gærmorgun að nýjum grunnskóla í Kóra- hverfi í Kópavogi. Nokkur börn í hverf- inu, þau Halldór Snær Jónasson, María Rut Þórðardóttir, Kolbrún Andrea Þórð- ardóttir og Ásdís Zebids, tóku skóflu- stungurnar að viðstöddum forráðamönn- um bæjarins, þeim Gunnari I. Birgissyni bæjarstjóra, Ármanni Kr. Ólafssyni, for- seta bæjarstjórnar, og Árna Þór Hilmars- syni fræðslustjóra. Fullbyggður mun skólinn taka um 500 börn en í fyrsta áfanga, sem taka á í notkun haustið 2006, verður byggt fyrir yngsta stigið. Grunnskólinn er sá tíundi sem Kópavogsbær rekur, staðsettur við Baugakór, en nýr skóli tók til starfa í Vatnsenda í haust. Morgunblaðið/Þorkell Stungið fyrir nýjum grunnskóla ÍSLENSK stjórnmál hafa þörf fyrir fleiri opn- anlega hlera út í atvinnulífið og virkara flæði fólks þar á milli. Þannig beri fólk reynslu og þekkingu á milli, og því er ekki heppilegt að of margir stjórn- málamenn alist upp í „flokksvélunum“. Þetta er samdóma álit Dags B. Eggertssonar og Þor- bjargar Helgu Vigfúsdóttur í umfjöllun Tímarits Morgunblaðsins í dag um ímynd stjórnmála og stjórnmálamanna. „Pólitíkin er alltof mikilvæg til þess að hægt sé að láta hana pólitíkusunum einum eftir,“ segir Dagur, en hann hefur setið í borgarstjórn í Reykja- vík í fjögur ár sem fulltrúi R-lista óháður flokkum. Nútímalegt vinnulag mikilvægt Þorbjörg Helga, sem gefur kost á sér til 4. sætis í fyrirhuguðu prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykja- vík, segir mikilvægt að reynsla fólks komi víða að, t.a.m. sé styrkur að fólki sem hafi búið erlendis og kynnst samfélagsgerð og áherslum þar: „… einn af ókostunum við að byrja snemma í pólitík – [er] að þora ekki að yfirgefa land og þjóð til að missa ekki af þyngdarafli í prófkjöri eða kjörgengi,“ segir hún. Þá telja þau bæði tímabært að í stjórnmálum, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum, verði tekið upp nútímalegra vinnulag í samskiptum og ákvarð- anatöku, líkt og gerst hefur í atvinnulífinu og há- skólunum. Eigi allt þetta að komast í farveg hjálpar ekki til að staðalmynd stjórnmálamannsins í hugum fólks sé af miðaldra lögfræðimenntuðum manni í dökk- um jakkafötum. „Það er orðinn svolítill grákalla- keimur af pólitíkinni hér, hún má vera litríkari. Og mér finnst það vera að gerast í borginni núna,“ segir Þorbjörg Helga. | Tímarit Uppeldi í „flokksvélun- um“ ekki heppilegt STARFSEMI verður áfram í ríkisbyggingum á Kópavogstúni í nokkur ár. Því hefur skipulagi þess verið breytt og tekur það aðeins til lands Kópavogs á svæðinu, að sögn Gunnars Birg- issonar bæjarstjóra. Á bæjarstjórnarfundi fyrr í vikunni var felld tillaga Samfylkingarinnar um að fresta end- anlegri ákvarðanatöku um skipulag Kópavogs- túns fram yfir væntanlegt íbúaþing í haust. Gunnar Birgisson segir að athugasemdir hafi borist við auglýstri tillögu að deiliskipulagi. Málið sé í vinnslu hjá skipulagsnefndinni og gert sé ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki síðar í mánuðinum. Gunnar segir að þegar Kópavogur hafi keypt landið fyrir um tveimur og hálfu ári hafi verið gengið út frá því að starfsemi ríkisins á svæð- inu færi í burtu á næstu fimm til tíu árum. Svæðið hafi verið skipulagt til framtíðar með það í huga en nú hafi orðið breyting á. Kvenna- fangelsið fari sennilega þegar nýtt fangelsi verði byggt, en líknardeildin, Rjóður, Fjöl- smiðjan og sambýlin verði í núverandi húsnæði á svæðinu í jafnvel tíu til fimmtán ár til við- bótar. Byggingarnar í miðju landinu verði því áfram og því hafi þurft að breyta skipulaginu. Fyrir bragðið fækki íbúum verulega frá aug- lýstu deiliskipulagi enda aðeins byggt í landi Kópavogs til að byrja með. Að sögn Gunnars er meðal annars gert ráð fyrir 44 sérbýlum og 160 til 180 íbúðum í fjöl- býli á Kópavogstúni. Að þeim meðtöldum hafi Kópavogur úthlutað 450 sérbýlum á árunum 2002 til 2005 en Reykjavík 309 sérbýlum. Á sama tíma hafi um 1.700 fjölbýlisíbúðum verið úthlutað í Kópavogi en um 1.200 í Reykjavík. Skipulagt í kringum ríkisbygg- ingarnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.