Morgunblaðið - 09.10.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.10.2005, Qupperneq 1
Tímarit og Atvinna í dag Tímarit | Þrautseigur Rússi  Háskólapróf úr skóla lífsins  Frjálslegt og flæð- andi hár  Pistill Steinunnar Ólínu Atvinna | SA telja umræðu um útlendinga á villigötum  Tæknibreytingar kalla á starfsmenntun  Kulnun í starfi STOFNAÐ 1913 273. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Frægðin og fylgifiskarnir Renée Zellweger dreymdi um frama en frægðinni fylgir baggi | 60 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 2 3 7 4 Við réttum þér hjálparhönd við bílakaup Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á glitnir.is. ÓTTAST er að yfir þúsund manns hafi farist þegar mikill jarðskjálfti reið yfir Pakistan, Afganistan og Indland um fjögurleytið í gærmorg- un að íslenskum tíma. Skjálftinn var 7,6 stig á Richterskvarða, að sögn jarðvísindastofnunar Bandaríkj- anna, japanskir vísindamenn töldu hann hafa verið stærri, 7,8 stig. Mest var manntjónið í Pakistan þar sem vitað var um mörg hundruð látna en einnig munu hátt í 200 hafa dáið í Indlandi, flestir í indverska hluta Kasmír. Tvö börn dóu í Afganistan. „Tala látinna gæti verið yfir 1.000, það gæti hafa orðið geysilegt mann- tjón en við erum ekki búnir að fá ná- kvæmar tölur um það ennþá,“ sagði Shaukat Sultan, talsmaður Pervez Musharrafs Pakistansforseta, í sam- tali við AP-fréttastofuna. Aurskriður í kjölfar skjálftans Upptökin voru 80–100 km norðan við Islamabad, höfuðborg Pakistans, í Kasmír-héraði sem skiptist milli Pakistans og Indlands. Allmörg þorp og bæir í norðanverðu Pakistan grófust undir aurskriðum sem féll í kjölfar jarðhræringanna. Skjálftans varð vart um miðbik Pakistans, í Nýju-Delhí í Indlandi og í Kabúl í Afganistan auk svæðanna sem verst urðu úti. Liðsforingjar sem könnuðu ástandið í norðurhér- uðum Pakistans úr lofti, sögðust hafa séð mörg hundruð hús sem hefðu jafnast við jörðu. Í Islamabad stóð aðalskjálftinn yfir í um hálfa mínútu og mikil skelf- ing greip um sig. Blóðugt fólk sem ekki gat hrært sig sást sums staðar í húsarústum, margir hrópuðu á hjálp, að sögn AFP-fréttastofunnar. Í Indlandi sögðu talsmenn hersins að „gríðarlegt tjón“ hefði orðið í Uri- héraði sem er rétt við markalínuna sem skiptir Kasmír. Voru aðeins ör- fá hús sögð standa enn í héraðinu. AP Tíu hæða íbúðarhús sem var hluti af stærri húsasamstæðu í Islamabad, höfuðborg Pakistans, hrundi til grunna í hamförunum í gærmorgun. Óttast var að tugir manna væru fastir í brakinu, um hádegið var búið að bjarga rúmlega tuttugu. Rehmatullah, karlmaður sem býr skammt frá og tók þátt í björgunaraðgerðunum, sagði að fyrst í stað hefði lítið sést vegna ryksins. „Við drógum einn manninn upp með því að taka af honum báða fæturna.“ Óttast að yfir 1.000 hafi farist Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tíu hæða hús hrundi Mikið manntjón í jarðskjálfta með upptök í Kasmír „MÉR finnst mikil skömm liggja hjá Hæsta- rétti fyrir að hafa sýknað þennan mann,“ segir Thelma Ásdísardóttir um föður sinn, sem um árabil beitti hana og systur hennar fjórar andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Í gær kom út bók Gerðar Krist- nýjar „Myndin af pabba – saga Thelmu“ en í henni segir Thelma frá líf- inu í gula húsinu í Hafnarfirðinum þar sem þær systur ólust upp. Allt frá því að þær voru fimm ára gaml- ar beitti faðirinn dætur sínar grófu kynferðislegu ofbeldi og seldi öðrum mönn- um aðgang að þeim til hins sama í skiptum fyrir áfengi og fíkniefni. Í samtali við Tíma- rit Morgunblaðsins í dag segir Thelma sögu sína og gagnrýnir framgöngu yfirvalda í málefnum fjölskyldunnar. Sérstaklega gagnrýnir hún Hæstarétt fyrir að hafa sýkn- að föður hennar af ákærum um kynferðisof- beldi gegn dóttur sinni, þrátt fyrir sakfell- ingu héraðsdóms. Málareksturinn tók sex ár og allan þann tíma og reyndar mun lengur þurftu stúlkurnar að þola misþyrmingar af hálfu föður síns og annarra karlmanna. Þá segir hún skólayfirvöld lítið sem ekkert hafa gert til að grípa inn í gang mála. „Í raun finnst mér allt þetta öryggisnet hafa brugðist. Börn sem eru í svona vand- ræðum, eins og við vorum þarna í, eiga að geta treyst því að þeim sé bjargað.“ Mikilvægt að bókin leiði til breytinga Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu, segir mikilvægt að bókin leiði til einhverra breytinga. „Þess vegna ætlum við að senda hana til helstu ráðherra sem málaflokkurinn snertir, formanna stjórnmálaflokkanna, for- manna þingflokkanna og stjórnenda í stærstu bæjarfélögunum. Þegar fólk sýnir það hugrekki að segja sögu sína eins og Thelma gerir í þessari bók þá finnst okkur að það verði að verða til þess að við bætum það umhverfi sem börn lifa og þrífast í. Til- finningin sem við öll fáum, sem höfum lesið þetta verk, er að þetta megi ekki gerast aft- ur.“ | Tímarit Greinir frá grófu kyn- ferðisofbeldi gegn sér og fjórum systrum sínum Öryggis- netið brást Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Thelma Ásdísardóttir SVO mikill áhugi er á búsetu í Borg- arnesi að bæjaryfirvöld hafa varla við að úthluta lóðum og stækka leik- skóla og grunnskóla, að því er fram kemur í samtali við Helgu Halldórs- dóttur, forseta bæjarstjórnar Borg- arbyggðar, og Pál Brynjarsson bæj- arstjóra. Spennandi hugmyndir eru uppi um endurnýjun lífdaga gamals versl- unarhúsnæðis og Mjólkursamlags- hússins í Borgarnesi þar sem til stendur að byggja upp listamiðstöð eða svokallaða Listnámu. Endur- skipulagning stendur fyrir dyrum á athafnasvæðinu í Brákarey. Páll Björgvinsson, arkitekt og byggingarmeistari, festi kaup á Mjólkursamlagshúsinu eftir að ákveðið hafði verið að rífa húsið. Hann hyggst byggja upp lista- miðstöð, eða Listnámu, í húsinu. Endurgerð hússins gerir ráð fyrir að í því verði innréttaðar fimm litlar íbúðir með vinnustofum ásamt vinnuaðstöðu fyrir ólíkar listgreinar og fjölnota sal undir heitinu Egla. Unnið er að endurnýjun gamalla húsa í Englendingavík og við Búð- arklett þar sem Landnámssetur hef- ur starfsemi sína næsta vor. Kallað verður eftir hugmyndum íbúa um svæðið í Brákarey í október. Ólöf Davíðsdóttir, listakona og eini íbúi eyjarinnar, er ekki í neinum vafa um að svæðið yrði best nýtt sem fólk- vangur og útivistarparadís. Uppbygging í Borgarbyggð  Byr í Borgarbyggð | 10–14 Madrid. AFP. | Talsmaður Kofi Ann- ans, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, sagði í gær að Ann- an hefði miklar áhyggjur af örlögum um 500 manna sem lög- regla í Marokkó er sögð hafa hrak- ið út í eyðimörk án matar og vatns. Fólkið hafði reynt að komast til Melilla og Ceuta, tvíburaborga sem Spánverjar eiga á Afríku- strönd, gegnt Gíbraltar. „Meira en 500 innflytjendur hafa verið yfirgefnir í eyðimörkinni í sunnanverðu Marokkó,“ sagði í yf- irlýsingu sem samtökin Læknar án landamæra gáfu út í Madrid. Um er að ræða fólk sem vill fá að flytja til Spánar og komst inn í umrædd- ar tvíburaborgir en var rekið það- an. Nýlega dóu sex innflytjendur þegar þeir reyndu að klifra yfir öfl- uga girðingu sem umlykur tvíbura- borgirnar. Daginn eftir hófu spænsk stjórnvöld átak gegn ólög- legum innflytjendum og ráku 73 úr landi. Spánverjar hétu í gær að rann- saka málið en sögðu Marokkómenn hafa lofað að virða mannréttindi fólksins og sjá því fyrir nauðþurft- um. Hrakið út í eyðimörk Amsterdam. AP. | Dómstóll í Hol- landi bannaði í vikunni konu að fara í skóla dóttur sinnar eða tala við kennara skólans vegna þess að hún hafði kvartað of mikið. Héraðsdómstóll í Groningen komst að þeirri niðurstöðu að kon- an hefði truflað starfsemi skólans „með linnulausum flaumi spurn- inga, athugasemda og kvartana“. Bannið gildir í eitt ár og á þeim tíma má hún hvorki koma á skóla- lóðina né hafa samband við kenn- ara og skólanefndina. Konan kvartaði meðal annars yfir námsefni, kennsluaðferðum og öryggismálum. Dóttir hennar er sögð vera afburðagreind og fannst móðurinni að slíkum börn- um væri ekki sinnt nógu vel. Á síðasta skólaári sendi konan skólanum 50 tölvubréf og 20 önnur bréf, auk þess sem hún fór níu sinnum í skólann og sendi skóla- nefndinni 29 bréf. Þá hafði hún samband við ýmsar opinberar stofnanir og fjölmiðla. Bannfærð fyrir nöldur ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.