Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ICELAND Express mun hefja áætl- unarflug til Alicante á suðurhluta Spánar næsta vor, nánar tiltekið 17. maí næstkomandi. Flogið verður tvisvar í viku að sögn Birgis Jóns- sonar, forstjóra félagsins. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að tvær breytingar hafi orðið á þeim áætlunum sem fé- lagið kynnti ný- lega um fjölgun áfangastaða á meginlandi Evr- ópu. Hætt verður við flug til Ham- borgar og Bergen en í staðinn verður tekið upp flug til Alicante. Þar með verða áfangastaðir félagsins 8 tals- ins. Auk Alicante verður flogið til Berlínar, Friedrichshafien, Gauta- borgar, Stokkhólms og Frankfurt Hahn en fyrir hefur félagið dagleg flug til Kaupmannahafnar og Lond- on. „Það kom í ljós að markaðurinn í Þýskalandi taldi Hamborg vera á sama svæði og Berlín þannig að við ákváðum að hætta við flug til Ham- borgar og fjölga flugum til Berlínar og Frankfurt-Hahn. Ennfremur ákváðum við að taka Bergen út og fara til Alicante í staðinn,“ segir Birgir en að hans sögn er nú komin endanleg mynd á áætlanir félagsins fyrir sumarið og hefst sala á mið- vikudag. Aðspurður segir hann að eingöngu verði flogið til Alicante yfir sumarið en félagið mun halda áfram að fljúga á einhvern af áfangastöðum sínum á Norðurlöndum og í Þýskalandi næsta vetur þótt enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvaða staðir það eru. Birgir segir að Iceland Express sé fyrsta íslenska flugfélagið sem býður upp á áætlunarflug til Alicante og aðspurður segir hann að sömu verðflokkar muni gilda í flug- inu þangað og til annarra áfanga- staða, þ.e. ódýrustu sætin verða seld á 7.995 krónur aðra leið. „Með þessu erum við að mæta eftirspurn fólks sem vill fjölga möguleikum sínum hvað varðar fríið,“ segir Birgir og bætir við að þetta muni veita þeim Íslendingum sem eiga hús á Spáni möguleika á ódýrara flugi þangað auk þess sem ekki þarf að skipta um flugvél. Nýlega festi Iceland Express kaup á ferðaskrifstofunni Mark- menn sem hefur meðal annars sér- hæft sig í sölu ferða á knattspyrnu- leiki og svokölluðum golfferðum. Nafni ferðaskrifstofunnar verður breytt í Express ferðir og segir Birgir að með þessu aukist mögu- leikar Iceland Express á því að bjóða upp á ódýrar pakkaferðir fyrir þá sem þess óska. Á það við um pakka- ferðir til Alicante sem og annarra áfangastaða félagsins. „Við höfum unnið náið með Mark- mönnum að undanförnu til þess að geta boðið upp á pakkaferðir, t.d. á fótboltaleiki og okkur hefur tekist að lækka verð á slíkum ferðum til muna,“ segir Birgir en að hans sögn hefur Iceland Express nú einkaum- boð á Íslandi fyrir Chelsea Village hótelið. Aspurður hvort þetta sé í takt við það sem önnur lágfargjalda- flugfélög bjóða upp á segir Birgir að svo sé ekki en bætir við að fyrirtækið sé alltaf í leit að nýjum tækifærum. Það er lengra flug til Alicante en flestra annarra áfangastaða Iceland Express og því er Birgir spurður hvort félagið þurfi að leggja út í fjár- festingar vegna langfleygari flugvéla en það hefur yfir að ráða í dag. „Við erum um þessar mundir að ganga frá langtímasamningum við flugfélag sem gerir það að verkum að við verðum með mun yngri vélar en til dæmis Icelandair. Þessar vélar taka 170 sæti en við munum breyta þeim þannig að í þeim verði 150 sæti,“ segir Birgir. Rekstri snúið í hagnað Hann segir að þessir nýju áfanga- staðir séu til marks um að mikill sóknarhugur sé í Iceland Express en að hans sögn hefur rekstri félagsins verið snúið við og verður hagnaður af honum á þessu ári. Iceland Express mun hefja flug til Spánar næsta sumar Kaupir ferðaskrifstofuna Markmenn og áformar sölu á íþróttaferðum Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is                                Birgir Jónsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur hefur sýknað Arngrím Jó- hannsson af 94 milljóna króna kröfu norsks eiganda Scand- inavian Historic Flight (SHF) sem hélt því fram að komist hefði á samningur milli þeirra Arngríms um að hann keypti helmingshlut í SHF. Héraðs- dómur taldi hins vegar að stefnanda hefði ekki tekist að sanna það. Í héraðsdómi segir, að aðilar hafi ekki gert skriflegan samn- ing. Norðmaðurinn hefði byggt á því að Arngrímur hefði með yfirlýsingu í símtali 2. mars ár- ið 2004 skuldbundið sig til að kaupa helmingshlut í flugfélag- inu, sennilega í samræmi við uppkast að samningi sem lá fyrir. Þetta kannist Arngrímur ekki við. Ýmsar aðgerðir Norð- mannsins í framhaldi af þessu hefðu bent til að hann hefði haldið eða viljað að samningur væri kominn á. Hins vegar væri ekki að sjá að Arngrímur hefði aðhafst neitt sem bent gæti til þess. Héraðsdómur segir, að um væri að ræða talsverð viðskipti, þannig að einhver skrifleg stað- festing hefði verið allt að því nauðsynleg og hefði verið rétt af stefnanda að ganga eftir því að fá slíka staðfestingu með tölvupósti eða öðrum hætti. Jón Finnbjörnsson héraðs- dómari dæmdi málið. Árni Sig- urjónsson hrl. flutti málið fyrir Arngrím og Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. fyrir stefn- anda. Sýknaður af 94 milljóna króna kröfu UMTALSVERÐAR framkvæmdir hófust við Bláa lónið í vikunni í kjöl- far þess að undirritaðir voru hönn- unarsamningar. Aðeins eru sex ár síðan lónið var opnað í núverandi mynd. Ráðgert er að stækka húsnæði heilsulindar- innar um 3.000 fermetra og tvöfald- ast það að stærð. Meðal fram- kvæmda er stækkun og endur- hönnun á búnings- og baðaðstöðu, veitingaaðstaða verður bætt og nýr 250 manna veislu- og veitingasalur tekinn í notkun. Þá verður verslun heilsulindarinnar stækkuð ásamt skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu. Einnig verða framkvæmdir á bað- lóninu og stækkar það um helming frá því sem nú er eða í sjö þúsund fermetra. Um 350 þúsund gestir heimsóttu lónið það sem af er ári og búist er við því að þeim muni fjölga á næstu ár- um og því ekki vanþörf á slíkri stækkun en verklok eru áætluð vorið 2007. Kostnaður við framkvæmd- irnar er talinn nema um 800 millj- ónum króna. Húsnæði heilsulindarinnar við Bláa lónið verður ríflega tvöfaldað að stærð og verklok eru áætluð árið 2007. Byggingar við Bláa lónið stækka um 3.000 fermetra Undirritun hönnunarsamninga um framkvæmdir við Bláa lónið. Frá vinstri: Sigþór Jóhannesson, framkvæmdastjóri Fjarhitunar, Gunnar Ingi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Rafteikningar, Eðvarð Júlíusson, stjórnar- formaður Bláa lónsins, Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lóns- ins, Sigríður Sigþórsdóttir, VA-arkitektum, aðalhönnuður Bláa lónsins, og Brynjólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurnesja. HÆSTIRÉTTUR hefur mildað dóm yfir manni sem sakfelldur var fyrir tilraun til nauðgunar í september í fyrra við félagsheimilið í Aratungu. Í héraði var ákærði dæmdur í tveggja ára fangelsi en Hæstiréttur stytti refsinguna í 15 mánuði. Rétturinn féllst á það með héraðsdómi að árás- in hefði verið fólskuleg og að ákærði hefði beitt töluverðu líkamlegu of- beldi. Hins vegar var við ákvörðun refsingar litið til þess að brotið var ekki fullframið og ákærði hefði að eigin frumkvæði komið til lögreglu og gefið skýrslu um brot sitt auk þess sem hann greiddi skaðabætur. Refsing milduð í Hæstarétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.