Morgunblaðið - 09.10.2005, Side 6
6 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða frábært tækifæri til
að kynnast þessari stórkostlegu
Karíbahafseyju. Þú velur hvort þú
dvelur viku í Havana, viku á Varadero
ströndinni eða skiptir dvölinni á milli
staðanna. Kúbuferð er ævintýri sem
lætur engan ósnortinn. Þú kynnist
stórkostlegri náttúrufegurð og ein-
stakri þjóð. Havana er ein fegursta
borg nýlendutímans og lífsgleði og
viðmót eyjaskeggja eru engu lík.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Kúba
8. - 14. nóv.
frá kr. 69.990
Síðustu sætin - Allt innifalið
Verð kr. 69.990
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting á Hotel
Villa Tortuga í 6 nætur, allt innifalið.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Í TILEFNI af 30 ára afmælishátíð Fjölbrautaskólans í Breiðholti afhjúpaði
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra listaverk eftir Helga Gíslason við and-
dyri skólans á föstudag. Í tilefni afmælisins var opið hús í skólanum í gær þar
sem allar deildir voru með sýnishorn af því sem þær eru að fást við en jafn-
framt var kennsla í gangi og gafst gestum tækifæri til að fylgjast með.
Morgunblaðið/Golli
Listaverk afhjúpað
stein Pálsson til verksins hefði verið
tekin af síðustu forsætisnefnd að til-
lögu þáverandi forseta Alþingis,
Halldórs Blön-
dals. Hún sagðist
vita til þess að
Halldór hefði
rætt við nokkra
aðila til viðbótar
áður en hann
gerði þessa til-
lögu. „Rökin fyrir
þessu vali eru
meðal annars þau
að þarna takast á
þrjár fræðigrein-
ar, lögfræði, sagnfræði og stjórn-
málafræði,“ sagði hún. Þá yrði Þor-
steinn Magnússon, forstöðumaður
almennrar skrifstofu Alþingis, rit-
nefnd innan handar en hann er dokt-
or í stjórnmálafræði. „Þorsteinn
Pálsson er auðvitað mikill áhuga-
maður um þessi mál, á sæti í stjórn-
arskrárnefnd, er lögfræðingur og er
lipur penni. Þannig að hann nýtur
trausts til þessa starfs,“ sagði Sól-
veig.
Aðspurð hvort það hefði ekki farið
betur á því að fela fræðimanni þetta
starf, líkt og Sagnfræðingafélagið
hefur bent á, sagði Sólveig:
„Mér skilst að Halldór Blöndal
hafi verið búinn að ræða þetta mál
við ýmsa. Þarna takast á þrjár
fræðigreinar og það var enginn
ágreiningur í forsætisnefnd um
þetta. Og í sjálfu sér ekkert meira
um þetta að segja.“
Sólveig vísaði spurningum um í
hverju hlutverk Þorsteins væri fólg-
ið og um hvenær tíma- og kostnað-
SÚ ákvörðun forsætisnefndar Al-
þingis að fela Þorsteini Pálssyni að
hafa með höndum ritun á sögu þing-
ræðis á Íslandi hefur fallið í grýttan
jarðveg hjá stjórn Hagþenkis, félags
höfunda fræðirita og kennslugagna,
stjórn Sagnfræðingafélagsins og
Fróða, félagi sagnfræðinema við Há-
skóla Íslands. Hefur m.a. verið bent
á að óeðlilegt sé að leita ekki til
fræðimanna sem hafi stundað rann-
sóknir á þessu sviði. Sólveig Péturs-
dóttir, forseti Alþingis og formaður
forsætisnefndar þingsins, segir að
Þorsteinn hafi mikla reynslu, hafi
mikinn áhuga á þessu málefni, muni
eflaust standa sig vel og hafi notið
trausts allra nefndarmanna.
Samkvæmt upplýsingum frá Al-
þingi er gert ráð fyrir að Þorsteinn
riti uppistöðuna í textanum.
Þorsteinn Pálsson er lögfræðing-
ur að mennt og gegnir nú stöðu
sendiherra í Kaupmannahöfn. Hann
er fyrrum alþingismaður, ráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins frá
1983–1991. Hann lætur af störfum
sem sendiherra í Kaupmannahöfn 1.
nóvember. Forsætisnefndin skipaði
auk þess tveggja manna ritnefnd
sem í sitja Helgi Skúli Kjartansson,
prófessor í sagnfræði við Kenn-
araháskóla Íslands, og dr. Ragnhild-
ur Helgadóttir, lektor í stjórnskip-
unarrétti við Háskólann í Reykjavík.
Halldór ræddi við nokkra aðila
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Sólveig að ákvörðunin um að fá Þor-
aráætlun myndi liggja fyrir til
Helga Bernódussonar, skrifstofu-
stjóra Alþingis.
Stjórn Sagnfræðingafélagsins
hefur sagt að ráðning Þorsteins
Pálssonar, frekar en að leita til ein-
hvers úr hópi vel menntaðra og
reyndra sagnfræðinga, veki alvar-
legar spurningar um viðhorf ráða-
manna til háskólanáms á þessu
sviði. Félagið benti m.a. á að Alþingi
hefði áður falið virtum fræðimönn-
um að vinna ritin Kristni á Íslandi,
sem dr. Hjalti Hugason prófessor í
kirkjusöguritaði og Endurreisn Al-
þingis og þjóðfundurinn sem dr. Að-
algeir Kristinsson, sagnfræðingur
ritaði.
Spurð um athugasemdir Sagn-
fræðifélagsins sagði Sólveig skiljan-
legt að fagfélög hugsuðu um stöðu
sinna félaga en það yrði að hafa í
huga að þarna skipti lögfræði og
stjórnskipunarréttur ekki síður
máli.
Sagnfræðingafélagið benti m.a. á
að ráðning fyrrum forsætisráðherra
og formanns stjórnmálaflokks vekti
spurningar um hvort Alþingi vildi
ekki gæta ýtrustu hlutlægni við
verkið. Við þessu sagði Sólveig að
Þorsteinn Pálsson hefði notið
trausts allrar nefndarinnar sem í
sætu fulltrúar flestra stjórnmála-
flokka á Alþingi. Hún taldi enga
hættu á að hlutlægni væri stefnt í
hættu.
Að sögn Helga Bernódussonar,
skrifstofustjóra Alþingis, er eftir að
ákveða efnistökin endanlega en í
slíkum ritum væru iðulega fengnir
sérfræðingar til að leggja til þeirra.
Gagnrýni á að Þorsteini Pálssyni var falin söguritun
Segir samstöðu hafa
ríkt í forsætisnefnd
Sólveig
Pétursdóttir
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
DAGANA 17. og 18. október næst-
komandi mun Michael Alan Richard-
son, margverðlaunaður ráðgjafi,
kennari og fyrrum borgarstjóri á
Nýja-Sjálandi, halda námskeið hér á
landi sem ber heitið „Hvernig næst
afburða árangur í stjórnun opinberra
stofnana?“
Mikil áhersla hefur verið lögð á
mælanlegan árangur í stjórnun op-
inberra stofnana undanfarin ár og að-
ferðir þróaðar til árangursmælinga.
Á herðum stjórnenda í opinberum
rekstri hvílir að byggja upp það sem
liggur góðum árangri til grundvallar,
það er árangursríka stjórnunar- og
samskiptahætti innan stofnana, og
heldur Richardson því fram að list
stjórnandans felist í því að gera öllum
starfsmönnum í stofnun kleift að gera
sitt besta til að markmið hennar ná-
ist.
Stjórnendum opinberra stofnana
sé nauðsynlegt að
skilja og tileinka
sér þær aðferðir
sem gera þetta
mögulegt en
markmið nám-
skeiðsins er að
þátttakendur
skoði aðstæður,
viðhorf og hegðun
á eigin vinnustað í
ljósi fimm lyk-
ilþátta í því að ná fram afburða ár-
angri. Þátta líkt og „Hvað gerist þeg-
ar ég mæti á minn vinnustað? Geri ég
mitt besta?“ „Hvaða þættir stuðla að
umbótum, þróun og lærdómi?“ og
„Sé ég þær breyttu kröfur sem op-
inberar stofnanir standa frammi fyr-
ir?“
Námskeiðið er haldið í samstarfi
Endurmenntunar Háskóla Íslands,
Stofnunar stjórnsýslufræða og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga en
þetta í þriðja skipti sem Richardson
kemur hingað til lands sem ráðgjafi
og leiðbeinandi. Á námskeiði sem
hann hélt fyrir tveimur árum sögðu
allir aðspurðir þátttakendur að náms-
efnið myndi nýtast þeim mjög vel eða
vel í starfi.
Unnið til margra verðlauna
Undir stjórn Richardsons vann
Christchurch á Nýja-Sjálandi til
margvíslegra verðlauna fyrir árangur
og brautryðjendastarf á tímabilinu
1992 til 2002 en þar var mikil áhersla
lögð á innra starf sveitarfélagsins.
Hann hefur einnig verið ráðgjafi fjöl-
margra opinberra aðila víðs vegar um
heiminn, meðal annars Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunarinnar um
stjórnkerfi borga í Suðaustur-Asíu og
er hann eftirsóttur gestafyrirlesari
um umbætur í opinberri stjórnsýslu.
Árangur í stjórnun stofnana
Michael Alan
Richardson
ATHUGASEMD Árna M. Mathie-
sen fjármálaráðherra vegna grein-
ar umhverfisráðherra Ástalíu í
þarlendu dagblaði fyrir mánuði
hefur verið birt en í öðru áströlsku
dagblaði, Canberra Times.
Í sumar gagnrýndi Árni, sem þá-
verandi sjávarútvegsráðherra,
Ástrala fyrir að andmæla vísinda-
hvalveiðum Íslendinga. Hann benti
Ian Campbell, umhverfisráðherra
Ástralíu, á að í ljósi hins mikla
áhuga Campbells á aðferðum Ís-
lendinga við hvalveiðar gerði hann
ráð fyrir að Ástralar legðu fram
gögn um aflífunaraðferðir á
stórum spendýrum eins og keng-
úrum og kameldýrum. Campbell
sagði þennan samanburð fráleitan
og spurði í viðtali við Daily Tele-
graph hvort maðurinn væri fífl.
Reynt var að fá svar Árna birt í
Daily Telegraph í mánuð en án ár-
angurs.
Leiðréttir umhverfis-
ráðherra Ástralíu
MANNANAFNANEFND sagði af
sér störfum í síðasta mánuði, eftir að
dómsmálaráðuneytið sendi nefnd-
inni bréf þar sem það benti henni á
að við afgreiðslu á erindi sem varð-
aði nafnið Eleonora mætti draga í
efa, að mannanafnanefnd hefði gefið
meðalhófsreglu stjórnsýslulaga
nægan gaum.
Nefndin úrskurðaði á sínum tíma
að nafnið Eleonora uppfyllti ekki
reglur sem gerðar eru til nafna sem
skráð eru í mannanafnaskrá. Í kjöl-
farið barst nefndinni þrívegis kvört-
un vegna afgreiðslunnar frá þeim
sem sótti um nafnið. Hann sneri sér
að lokum til dómsmálaráðuneytisins
og í kjölfarið barst nefndinni at-
hugasemd frá ráðuneytinu og í
framhaldi af því ákvað nefndin að
verða við tilmælum og skrá nafnið í
mannanafnaskrá.
O eða ó
Í úrskurði nefndarinnar frá 19.
september kemur fram að sam-
kvæmt lögum beri að skrifa nafn í
samræmi við almennar ritreglur ís-
lensks máls nema hefð sé fyrir öðr-
um rithætti. Nefndin hafði áður úr-
skurðað að rithátturinn Eleonora (í
stað Eleonóra) væri ekki í samræmi
við almennar ritreglur íslensks
máls. Eleonora kemur ekki fyrir í
manntali frá 1910, heldur aðeins
nafnið Eleonóra. „En ritháttur í
manntalinu 1910 og eldri gögnum er
um margt óáreiðanlegur, einkum er
varðar notkun broddstafa. Með tilliti
til þess þykir rétt að láta úrskurðar-
beiðanda njóta þess vafa sem ríkir
um rithátt nafnsins í þessum gögn-
um. Það er því niðurstaða nefnd-
arinnar að eins og þetta tiltekna mál
er vaxið sé rétt að fallast á að rit-
hátturinn Eleonora (ef. Eleonoru)
hafi áunnið sér hefð í skilningi fyrr-
greinds lagaákvæðis og 1. liðar d, í
vinnulagsreglum mannanafna-
nefndar frá 1. júlí 2004,“ segir í síð-
asta úrskurði nefndarinnar.
Sama dag sendi nefndin ráðuneyt-
inu bréf og sagði af sér störfum.
Nefndin segir í bréfinu að það sé
„með öllu óskiljanlegt af hverju
ráðuneytið kýs að telja það ámæl-
isvert að nefndin starfi í samræmi
við hlutlæg viðmið sem eigi sér stoð í
viðurkenndum lögskýringargögnum
Það gerir nefndin að sjálfsögðu til
þess að gæta jafnræðis.“
Varamenn í nefndinni hafa tekið
sæti aðalmanna.
Samþykkti Eleonoru og gekk út
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Mannanafnanefnd hefur sagt af sér