Morgunblaðið - 09.10.2005, Page 8

Morgunblaðið - 09.10.2005, Page 8
8 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Drepfyndinn og rómantískur gamanleikur. Ertunokkurn tímann alveg viss? Einstakt tilboð til VISA kreditkorthafa: Miðinn í forsölu á 1.500 kr. í stað 2.600 kr. Forsala til 20. október 2005. Miðasala: 4 600 200 / www.leikfelag.is Tilboðið gildir á eftirtaldar sýningar: 20., 21., 23., 27., 28. 29. október og 4. og 5. nóvember. Sala hafin – fyrstir koma – fyrstir fá. Forsala til 20. október. Tryggðu þér miða núna EINSTAKT TILBOÐ TIL VISA KREDITKORTHAFA: MIÐINN Í FORSÖLU Á 1.500 KR! (ALMENNT VERÐ 2.600 KR.) Svo virðist sem fram-boð íslensku sjón-varpsstöðvanna á innlendu dagskrárefni hafi sjaldan verið meira en í vetur. Samkeppnin er það hörð að nokkrir við- mælenda Morgunblaðsins höfðu á orði að þeir létu ekkert uppi um framtíðar- áform hvað þetta varðar, því væri nefnilega svarað um hæl af samkeppnisað- ilunum. Dagskrárstjóri Stöðvar 2 telur að kostn- aður við framleiðslu inn- lends dagskráefnis sem sýnt sé á öllum íslensku sjón- varpsstöðvunum geti numið á bilinu 700–900 milljónum á næsta ári. Úrvalið er líka nokkuð fjöl- breytt þennan veturinn, allt frá leiknum gamanþáttum og heim- ildarmyndum upp í íslenskt raun- veruleikasjónvarp af amerískri fyrirmynd. Forsvarsmenn félaga leikara og kvikmyndaframleiðenda telja nauðsynlegt að efla framboð á leiknu sjónvarpsefni. Ekki megi gleyma því menningarlega gildi sem það hafi. Bandalag íslenskra listamanna hefur barist fyrir því lengi að meira fé verði varið til gerðar leikins sjónvarpsefnis. Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður Félags kvikmyndagerð- armanna, segir að of lítill hluti þeirra þriggja milljarða sem RÚV hafi úr að spila árlega fari í gerð innlends dagskrárefnis, eða að- eins um 10%. Hann telur að til að RÚV geti framleitt sjónvarpsefni með þeirri menningarlegu reisn sem vera beri þurfi um milljarð í viðbót. Innlend dagskrárgerð sé dýr og fé skorti. Birni finnst einkastöðvarnar standa sig mjög vel í innlendri þáttagerð. „Það er mikið framleitt og sérstaklega um þessar mundir eru margir íslenskir þættir á öll- um stöðvum af ýmsu tagi.“ Hann segir þættina yfir höfuð mjög vel unna og hina prýðilegustu skemmtun. Hins vegar sé leikið sjónvarpsefni það dýrt í fram- leiðslu að erfitt sé að gera það án styrkja frá ríkinu. Björn telur því mjög mikilvægt að efla Sjónvarps- sjóðinn sem í er veitt árlega fé til framleiðslu leikins sjónvarpsefnis. Þá minnir Björn á mikilvægi þess að ungt fólk alist upp við vandað íslenskt sjónvarpsefni og að í framtíðinni gæti slíkt efni orðið verðmæt útflutningsvara. Aldrei meira á RÚV „Það verður meiri innlend dag- skrá í vetur heldur en nokkru sinni í sögu Sjónvarpsins,“ segir Rúnar Gunnarsson, dagskrár- stjóri RÚV. Meðal efnis í vetur eru tvær leiknar sjónvarpsþáttar- aðir, Kallakaffi og sakamálasagan Allir litir hafsins eru kaldir sem og sjónvarpsleikrit sem verður líklega sýnt um jól eða áramót og heitir Grænalandið eftir Ólaf Hauk Símonarson. Af öðru leiknu efni má nefna Latabæ og Spaug- stofuna góðkunnu. Væntanlega verður rúsínan í pylsuendanum fyrir marga um fjörutíu íslenskar heimildarmynd- ir sem „í leiðslunum“ er að sýna á RÚV eftir áramót að sögn Rún- ars. „Innlent efni og leikið efni er dýrasta efni sem sjónvarp sýnir,“ segir Rúnar. Hann segir nú komið til móts við óskir leikara og kvik- myndagerðarmanna um aukna innlenda framleiðslu, t.d. sé Kalla- kaffi ein lengsta þáttaröð sem framleidd hefur verið hjá RÚV. Þá verði heimildarmyndirnar keyptar af sjálfstæðum framleið- endum. Níu þættir á Skjá einum Níu íslenskir þættir verða á dagskrá Skjás eins í vetur og að sögn Magnúsar Ragnarssonar sjónvarpsstjóra hefur innlend dagskrárgerð aukist undanfarin ár. Stærsta verkefnið er óneitan- lega Íslenski bachelorinn en af öðrum nýjum þáttum má nefna spurningaþáttinn Spark í umsjón Stefáns Pálssonar og Borgin mín þar sem Íslendingar sem búsettir eru erlendis kynna þær borgir sem þeir búa í. Engir leiknir þætt- ir eru í boði þetta misserið, „nema að þú viljir telja Silvíu Nótt sem heimildarmynd um unga stúlku,“ segir Magnús. Á Sirkus verður íslenski raun- veruleikaþátturinn Ástarfleyið á dagskrá í vetur, sem og fimm aðr- ir íslenskir þættir, t.d. lífsstíls- þátturinn Veggfóður og Kvöld- þátturinn. Tinna Jóhannsdóttir hjá Sirkus segir að sumarið hafi farið í þróunarvinnu en að nú sé innlenda dagskráin komin í nokk- uð fast horf. Hún segir það mark- mið stöðvarinnar að vera með eins mikið af innlendu efni og mögu- legt sé og telur að um 30–35% frumsýnds efni í viku hverri sé ís- lenskt. Heimir Jónasson, dagskrár- stjóri á Stöð 2, segir þátt innlends efnis vera að aukast og að líklega muni fjármagni sem varið sé til þess tvöfaldast milli ára. Stærstu verkefnin eru Idol stjörnuleit og Stelpurnar sem sérstaklega mikill metnaður sé lagður í. Hann segir kröfurnar orðnar meiri en áður, sérstaklega þar sem efni Stöðvar 2 sé í lokaðri dagskrá. „Við þurf- um að hafa meiri gæði og einnig stærri verkefni en opnu stöðvarn- ar.“ Fréttaskýring | Framboð á íslensku dagskrárefni í sjónvarpi í vetur Íslenskt, já, takk Margir nýir íslenskir sjónvarpsþættir en leikið efni er af skornum skammti Kallakaffi er dæmi um íslenskt efni. Áhyggjur af lítilli aukningu á leiknu sjónvarpsefni  „Félag íslenskra leikara segir að framleiðsla á leiknu sjón- varpsefni þyrfti að vera mun meiri. „Enda hefur það sýnt sig að íslenskt efni er gríðarlega vin- sælt,“ segir Randver Þorláksson, formaður félagsins. „Það hefur verið lítil aukning á leiknu efni, nánast engin og það er áhyggju- efni.“ Fjármagn til framleiðsl- unnar vanti og fé til Sjónvarps- sjóðsins hafi ekki aukist þrátt fyrir loforð. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is NÝR grunnskóli í Vatnsenda var vígður í Kópavogi á föstudag. Nú þegar er risinn fyrsti áfangi skól- ans og skólastarf byrjað með 120 nemendum. Næsti áfangi skólans verður tekinn í notkun að ári. Gert er ráð fyrir að nemenda- fjöldi skólans tvöfaldist á milli ára og einnig gert ráð fyrir að í skól- anum verði ríkjandi áherslur á raungreinanám. Við hönnun skól- ans er gert ráð fyrir sérstakri að- stöðu sem á að styðja við þessar áherslur en umhverfi skólans við Elliðavatn er sérstaklega vel til þess fallið að fara með nemendur í vettvangsferðir umhverfis vatnið og inn í Heiðmörkina sem er hinum megin við vatnið. Skólastjóri Vatns- endaskóla er Guðrún Soffía Jónas- dóttir. Við vígsluna léku nokkrir ungir nemendur á blokkflautur við góðar undirtektir viðstaddra, sem meðal annarra voru forráðamenn bæjar- félagsins, kennarar, foreldrar og velunnarar skólans. Morgunblaðið/Golli Vatnsendaskóli vígður í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.