Morgunblaðið - 09.10.2005, Side 10
10 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Áhugi fólks á því að flytja í Borg-arbyggð hefur valdið því aðvið höfum varla haft undan að
úthluta lóðum, stækka leikskólann og
grunnskólann,“ segir Helga Halldórs-
dóttir forseti bæjarstjórnar Borg-
arbyggðar. Ekki er nóg með að atvinnu-
líf í Borgarbyggð hafi fengið byr undir
báða vængi því að spennandi hug-
myndir eru uppi um endurnýjun lífdaga
gamals verslunarhúsnæðis og Mjólk-
ursamlagshúss í Borgarnesi. End-
urskipulagning stendur fyrir dyrum á
athafnasvæðinu í Brákarey og hefur því
m.a. verið slegið fram að þar gæti risið
Manhattan Vesturlands.
Páll Brynjarsson, bæjarstjóri, rifjar
ásamt Helgu upp stærstu áhrifaþætti
uppbyggingarinnar í sveitarfélaginu.
„Ég held að við getum öll verið sam-
mála um að einn stærsti áhrifaþátt-
urinn hafi verið Hvalfjarðargöngin. Við
höfum alltaf notið þeirra forréttinda að
búa í nábýli við náttúruna. Með tilkomu
ganganna batnaði svo til muna aðgengi
okkar að allri þjónustu á höfuðborg-
arsvæðinu. Við teljum okkur með öðr-
um orðum njóta þess besta úr sveit og
borg.“
Menntaskóli á tjaldstæðinu
„Annar stór áhrifaþáttur er fólginn í
uppbyggingu háskólanna á Bifröst og
Hvanneyri,“ segir Páll. „Háskólarnir
hafa stuðlað að hærra menntunarstigi
og almennt haft jákvæð áhrif á mannlíf
ásvæðinu. Við teljum okkur geta boðið
upp á mikil lífsgæði í sveitarfélaginu.
Hér er næg vinna, gott að ala upp börn
og góðir skólar.“
„Við höfum helst saknað þess að
geta ekki boðið upp á framhalds-
skólanám í heimabyggð,“ viðurkennir
Helga og bætir við að unnið sé að því
að bæta úr þeim skorti. „Að frumkvæði
Borgarbyggðar hefur sveitarfélagið
efnt til samstarfs við Háskólann á Bif-
röst, Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri og Borgarfjarðarsveit um
stofnun framhaldsskóla í Borgarnesi.
Vinnan er komin á fullt skrið og er búið
að ákveða að skólinn verði einkaskóli.
Gaman er að segja frá því að Sparisjóð-
ur Mýrasýslu hefur ákveðið að leggja
fram 40 milljóna króna hlutafé til skól-
ans.“
Forvitnast er um hvar skólinn eigi að
rísa. „Við höfum ekki tekið endanlega
ákvörðun um staðsetninguna en fyr-
irliggjandi tillögur gera ráð fyrir að
framhaldskólinn verði á núverandi tjald-
stæði.“
Úthlutað lóðum fyrir 100 íbúðir
Af öðrum áhrifaþáttum nefnir Helga
uppbyggingu sumarhúsabyggðar í
sveitarfélaginu. „Uppbyggingin hefur
verið svo hröð að hún er komin fram úr
gildandi svæðisskipulagi um uppbygg-
ingu sumarhúsa í sveitarfélaginu,“ segir
hún og tekur fram að ný vatnsveita
Orkuveitu Reykjavíkur með þátttöku
Borgarbyggðar hafi án efa haft jákvæð
áhrif á uppbyggingu sumarhúsasvæð-
isins. Páll bætir við að vatnsveitan hafi
ekki síður haft jákvæð áhrif á uppbygg-
ingu iðnaðar á svæðinu – einkum mat-
vælaiðnaðar. „Iðnaður í fyrirtækjum
eins og Loftorku hefur verið að
blómstra að undanförnu. Starfsemin á
Grundartangasvæðinu hefur farið sí-
vaxandi og ekki er enn séð fyrir endann
áþeirri þróun.“
Páll segir stjórnendur sveitarfé-
lagsins hafa átt gott samstarf við
stjórnendur Norðuráls sem og við
stjórnendur fyrirtækja í Borgarbyggð.
„Ekki er heldur hægt að kvarta yfir
áhugaleysi fólks yfir því að flytja í sveit-
arfélagið. Skortur á húsnæði hefur
einna helst staðið okkur fyrir þrifum.
Við höfum brugðist við því með út-
hlutun lóða fyrir ríflega 100 íbúðir í
Borgarnesi. Að auki fer mikil uppbygg-
ing fram bæði á Bifröst og Hvanneyri.“
Helga minnir á landbúnaðinn. „Þrátt
fyrir breytingarnar er enn rekinn öfl-
ugur landbúnaðar á svæðinu bæði
hefðbundinn og óhefðbundinn.“
Vöruskemma með hlutverk
Eins og áður er getið eru uppi hug-
myndir um endurnýjun lífdaga gamalla
verslunarhúsa í Borgarnesi. Við Búð-
arklett stendur vöruskemma, versl-
unarhús og íbúðarhús frá ofanverðri 19.
öld. Vöruskemman er í eigu bæjarins.
Hins vegar eru bæði íbúðarhúsið og
verslunarhúsið í einkaeign. Íbúðarhúsið
hefur verið nýtt sem slíkt frá upphafi.
Veitingarekstur hefur verið rekinn í
verslunarhúsinu um hríð.
Páll segir að því miður hafi vöru-
skemman lengi verið hlutverkalaus en
til þess að varðveita gömul hús verði
þau að gegna einhverju hlutverki. „Nú
hefur vöruskemman fengið verðugt
hlutverk,“ segir hann og rifjar upp að-
dragandann „Við höfðum verið að
vinna að því að byggja upp svokallaða
Egilsstofu þegar Kjartan Ragnarsson
og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
komu að máli við okkur um stofnun
Landnámsseturs árið 2003. Eftir
nokkrar vangaveltur varð úr að steypa
hugmyndunum í eina og semja við hjón-
in um framkvæmdina. Nú er búið að
ganga frá því að sett verði upp Land-
námssetur í vöruskemmunni. Byggð
verður tengibygging milli vöruskemm-
unnar og verslunarhússins. Fólk getur
því gengið yfir í veitingahúsið eftir að
hafa skoðað sýningarnar í vöruskemm-
unni. Sýningarnar verða opnaðar með
viðhöfn í tengslum við Listahátíð 13.
maí í vor.“
Gömul verslunarsamstæða
Þrjú verslunarhús frá 19. öld standa
við svokallaða Englendingavík undir
Miðnesklettum. Páll segir að sveitarfé-
lagið hafi fest kaup á húsunum fyrir um
tveimur árum. „Eftir kaupin gengum við
til liðs við Hollvinasamtök Englend-
ingavíkur um uppbyggingu húsanna.
Við höfum fengið þrjá milljónir frá fjár-
laganefnd í gegnum Húsfriðunarsjóð til
að vinna að þessu verkefni. Ekki má
heldur gleyma því að heimamenn hafa
lagt hönd á plóginn bæði með vinnu- og
fjárframlagi. Nú er búið að hlaða und-
Byr í Borgarbyggð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Páll og Helga vonast til þess að með sameiningu fjögurra sveitarfélaga á
svæðinu eigi slagkraftur sveitarfélagsins enn eftir að aukast í framtíðinni.
G
amla Mjólkur-
samlagshúsið í
Borgarnesi er
ekki ásjálegt að
innan eins og
stendur. Sum
herbergin eru
hálffull af drasli. Krotað hefur ver-
ið á veggi og rusl skilið eftir á
beru gólfinu. Páll Björgvinsson,
arkitekt og eigandi hússins, lætur
sér þó fátt um finnast þegar hann
fetar sig með teikningar af húsinu
í annarri hendinni í gegnum húsið.
Í hans huga er Mjólkursamlags-
húsið ekki gamalt yfirgefið hús
heldur vegleg listamiðstöð eða
Listnáma iðandi af lífi og fjöri.
„Ég var búin að fá hugmyndina
að listamiðstöðinni áður en ég
keypti húsið,“ segir Páll þegar
komið er í teiknistofu hans í
Stjórnsýsluhúsinu í Borgarnesi að
lokinni skoðunarferð um Mjólkur-
samlagshúsið. „Ég veit ekki til að
svona starfsemi hafi nokkurn tíma
verið rekin á Íslandi. Listnáman
verður væntanlega rekin með svip-
uðu sniði og norska ríkið og Nor-
ræna ráðherranefndin reka
Kunstnarsenteret í Dalsåsen í
Sunnfjord í Noregi. Listamiðstöðv-
ar með slíku sniði eru til úti um
allan heim og hafa meira að segja
með sér alþjóðleg samtök. Starf-
semin kemur til með að ganga út á
að veita innlendum og erlendum
listamönnum tækifæri til að dvelja
í Listnámunni og leggja stund á
list sína með styrk frá sínu heima-
landi í einhvern ákveðinn tíma –
vikur eða mánuði. Endurgerð
hússins gerir ráð fyrir að í húsinu
verði innréttaðar 5 litlar íbúðir
með vinnustofum ásamt sameig-
inlegri vinnuaðstöðu fyrir ólíkar
listgreinar og fjölnota sal undir
heitinu Egla með tilheyrandi að-
stöðu á neðstu hæðinni. Eglu væri
sem dæmi hægt að nýta undir
hvers kyns sýningarhald, tónleika,
námskeið listamanna og uppákom-
ur.“
Hjartað í Borgarfirði
Páli vefst tunga um tönn þegar
hann er spurður að því hvað hafi
valdið því að hann hafi ákveðið að
leggjast í jafngríðarlega vinnu og
endurbyggingu gamla Mjólkur-
samlagshússins. Hann segist ekki
vera ættaður úr Borgarfirði. „Aft-
ur á móti sat hjarta mitt eftir í
Borgarfirði eftir að ég var ungur
maður vinnumaður í Þverárhlíð-
Blómstrandi byggðarlag | Borgarbyggð hefur svo sannarlega fengið byr undir báða vængi. Ekki er nóg með að atvinnulífið
blómstri og sjaldan eða aldrei hafi fleiri sýnt áhuga á að búa í sveitarfélaginu. Spennandi hugmyndir eru uppi um end-
urnýjun lífdaga gamalla húsa í Borgarnesi og endurskipulagningu athafnasvæðisins í Brákarey. Athafnagleðin fór ekki
framhjá Önnu G. Ólafsdóttur og Ásdísi Haraldsdóttur þegar þær skelltu sér upp í Borgarnes á dögunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Inni í Mjólkursamlagshúsinu er nú heldur óhrjálegt um að litast.Átöppun Baulumjólkur í gamla samlaginu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mjólkursamlagshúsið má muna sinn fífil fegri. Framan við húsið rís ný íbúðar- og þjónustubyggð (sbr. teikningu á síðunni).
Listnáma í Mjólkur