Morgunblaðið - 09.10.2005, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Með ofbeldi í æðum
O
fbeldi er óæski-
legt. Rót alls ills
í samfélagi
manna. En samt
erum við, og höf-
um ætíð verið, á
einhvern af-
brigðilegan hátt hænd að ofbeldinu,
erum sólgin í það, eins og alþýðu-
menningin hefur allt frá örófi borið
vitni. David Cronenberg er einn
þeirra kvikmyndagerðarmanna
samtímans sem hefur látið sig of-
beldið og eðli þess hvað mest varða
og fyrir vikið hlotið bæði lof og átöl-
ur fyrir. Í hans nýjustu kvikmynd, A
History of Violence, sem hæglega
má telja hans hefðbundnustu hvað
varðar uppbyggingu og gerð, veltir
hann fyrir sér rótum ofbeldis,
hversu djúpt það hvílir í hinu mann-
lega eðli og hvort manninum sé það
virkilega í blóð borið eða algerlega
sprottið úr okkar trylltu tilveru.
Sagan sjálf er sem fyrr segir hefð-
bundin að lögun, segir frá fjöl-
skyldumanninum Tom Stall, leikinn
af Mortensen, sem býr í smábæ í
Bandaríkjunum ásamt gullfallegri
eiginkonu í farsælu starfi og efnileg-
um syni og dóttur. Hann rekur vin-
sælt og vinalegt kaffihús og virðist á
allan hátt fyrirmyndarborgari. Ekki
dregur úr vinsældum hans þegar
hann vinnur hetjudáð með því að yf-
irbuga og myrða í sjálfsvörn tvo
óprúttna og ofbeldisfulla aðkomu-
menn sem dúkka upp í kaffihúsinu.
En eftir stendur spurningin hvað
þessir aðkomumenn vildu, að hverju
eða hverjum þeir voru að leita og
hvers vegna óbreyttur kaffihúsarek-
andi hafði kjark og getu til að sjá við
vopnuðum og að virtist greinilega
þrautþjálfuðum atvinnuföntum.
Myndasaga um hvunndagshetju
Hér er á ferð geysisterk mynd
sem á yfirborðinu virkar eins og
hver önnur spennumynd, en býr
undir niður yfir djúpum og áleitnum
spurningum sem yfirgefa kvik-
myndahúsið með manni. Myndin
hefur enda hlotið afar góða dóma og
þótti með þeim sigurstranglegri í
aðalkeppninni um Gullpálmann á
kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr á
árinu. Það er ekki hvað síst að
þakka frábærri frammistöðu Ís-
landsvinarins Viggo Mortensens í
aðalhlutverkinu hversu vel heppnuð
myndin er, er klæðskerasniðinn í
hlutverk hins hugaða, hæverska en
dularfulla fjölskyldumanns og
hvunndagshetju. Auk hans fara hin-
ir gamalreyndu William Hurt og Ed
Harris á kostum í litlum en afar
veigamiklum hlutverkum og lítt síð-
ur eftirtektarverð eru Maria Bello
úr ER í hlutverki eiginkonu Stall og
nýgræðingurinn Ashton Holmes
sem sonur Stalls.
Eins og svo margar aðrar kvik-
myndir um þessar mundir þá var A
History of Violence gerð eftir sam-
nefndri myndasögu þeirra Johns
Wagners and Vince Lockes.
Það er margt í fari þessarar nýj-
ustu myndar Cronenbergs sem tal-
ist getur frábrugðið öðrum myndum
hans. Þótt ofbeldið hafi honum sann-
arlega verið hugleikið í gegnum tíð-
ina þá hefur hann ekki nálgast það
með þessum hætti áður, ekki á eins
raunsæjan og jarðbundinn hátt. Hér
er ekkert yfirnáttúrulegt á ferð,
engir hausar að springa eins og í
Scanners eða stökkbreyttar mann-
flugur á sveimi eins og í The Fly.
Hér eru allir af mannlegu holdi og
blóði og frásögnin hefði hæglega
getað átt sér stað í húsinu við hlið-
ina. Fyrir vikið verða ofbeldisatriðin
ennþá svakalegri en ella, svo raun-
veruleg, nærgöngul og óvægin; háls-
ar brotnir og líkamar útgataðir
byssukúlum.
„Þetta er að mörgu leyti réttmæt
greining. Ég hef kannski ekki fjallað
um ofbeldi á svo jarðbundinn máta.
En samt. Crash þótti mér vera
býsna jarðbundin mynd þótt sögu-
persónur væru með, að mörgum
þyki, afbrigðilegar kenndir. Mér
fannst ég þannig séð ekki vera að
fást við eitthvað alveg framandi. En
vissulega eru allar myndir sem ég
geri framandi, því ég reyni alltaf að
fást við eitthvað nýtt. Ég hef oft bú-
ið til ofbeldissenur en kannski aldrei
svona jarðbundnar.“
Ofbeldi fagnað
Það vakti nokkra athygli að á
fyrstu opinberu sýningunni sem
haldin var á myndinni, fyrir blaða-
menn í Cannes, hversu sterk við-
brögð ofbeldissenurnar vöktu. Og
aldrei þessu vant fyrir mynd eftir
Cronenberg, þá var það ekki af óhug
sem menn brugðust við, heldur
þvert á móti var hlegið og fagnað
eftir að söguhetjan Tom Stall veitti
óþokkunum ærlega lexíu.
„Það var í sjálfu sér ekkert mark-
mið að gera þessi atriði fyndin, en
það kemur mér þó ekki á óvart að sú
hafi samt sem áður orðið raunin. Og
í raun gleður mig að áhorfendur
skuli hafa fagnað, því markmiðið var
að sjálfsögðu að reyna að hreyfa við
þeim, virkja þá á einn hátt eða ann-
an. En fyrir mína parta þá er meira
heillandi að áhorfendur skuli hafa
fagnað fremur en boðið við ofbeld-
inu. Hefðu senurnar aðeins vakið
hrylling þá hefði mér mistekist
hróplega ætlunarverk mitt; að búa
til þessa áhugaverðu þversögn sem
er í því fólgin að geta gamnað sér yf-
ir óförum annarra, hlakka yfir ein-
hverju sem manni finnst í raun sið-
ferðilega vera með öllu
óréttlætanlegt. Ég er sannfærður
um að þetta fólk sem fagnaði ofbeld-
inu séu engir morðingjar og hafi
ekki í hyggju að stofna til götu-
óeirða. Og það er einmitt það sem er
svo heillandi; að vekja fólk til um-
hugsunar um hvers vegna því finnst
ofbeldi svo spennandi. Það er jú eitt
af viðfangsefnum myndarinnar.
Hvers vegna verður Tom að hetju
eftir að hafa drepið menn? Ég er
ekki að segja það; í sumum mynd-
um, öðrum en þessari, gætu svona
jákvæð viðbrögð hjá áhorfandanum
við ofbeldisverkum verið vafasöm og
algjörlega óviðeigandi. En í þessu
Fjölskyldu Tom Stall leika Heidi Hayes, Maria Bello og Ashton Holmes.
Leikstjórinn og leikararnir kynna A History of Violence á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr á árinu. Frá vinstri: William
Hurt, Ashton Holmes, Maria Bello, Viggo Mortensen og David Cronenberg.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Nýjasta kvikmynd kanadíska leikstjórans Davids Cronen-
bergs, A History of Vilolence, er ekki einasta hans aðgengi-
legasta til þessa heldur tvímælalaust ein hans sterkasta.
Skarphéðinn Guðmundsson átti fund með Cronenberg og
aðalleikara myndarinnar Viggo Mortensen þar sem
einkum var rætt um kynlíf og ofbeldi … en ekki hvað?
„Kynlíf hefur aldrei verið langt undan
þegar ofbeldi er annars vegar, þannig er
það í kvikmyndum og hefur alltaf verið,“
segir David Cronenberg.
Viggo Mortensen í hlutverki
hvunndagshetjunnar og
fjölskylduföðurins Tom Stall.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins