Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 31
Ég sit á plaststól á litlum veit-ingastað, Al Shabab alArabi, tromma með fingrun-um á borðið og velti fyrir
mér hvað í ósköpunum ég sé að gera
hérna. Í litlu sjónvarpi við afgreiðslu-
borðið eru fréttir frá Al-Jazeera.
Ég er nýlent í landinu Katar og
íhuga hvernig ég gat mögulega feng-
ið þá flugu í höfuðið að það væri góð
hugmynd að stoppa hér á leiðinni frá
Suðaustur-Asíu til Evrópu. Ég er
ein, sé ekki einn einasta vestræna
ferðamann og er ekki með neina
ferðabók með mér. Ég vissi einungis
að Katar væri lítið og öruggt land í
Miðausturlöndum og fannst ofsalega
sniðugt að skella mér þangað.
Í vegabréfsskoðuninni tveimur
klukkutímum áður fóru að renna á
mig tvær grímur. Ég var eins og álf-
ur út úr hól með skítugan bakpoka og
í ónýtum sandölum og staulaðist í of-
análag um með forláta gítar sem ég
hafði fest kaup á vikuna áður.
Ég vil engar hótelasápur
„Ex-skjús mí, dú jú nó off ení pleis
tú stei?“ hafði ég spurt leigubíls-
stjóra, sett upp sólgleraugu til að
auka á kúlið en hrasað fram af lágri
gangstéttarbrún. Góður. Ég lagaði
gítarinn á öxlinni og þurrkaði tauga-
óstyrk svitann af efri vörinni. Hvað
var ég að gera með þetta gítarrass-
gat í einhverju guðsvoluðu landi við
Persaflóa? Ég kunni ekki einu sinni á
gítar, var einungis með þrjú grip á
hreinu, og leit út eins og hálfviti. Svo
var óhugnanlega heitt hérna.
Löng hótelaleit upphófst og meðan
við rúntuðum um borgina útskýrði
ég hjáróma fyrir leigubílsstjóranum
að ég þyrfti hvorki samanpressuð
handklæði né hótelsápur, bara ein-
hvern ódýran stað að vera á. Og nei,
ég var ekki tónlistarmaður. Nei, ég
kunni heldur engin arabísk lög.
Leitin reyndist erfið, ég fann ekk-
ert gistiheimili og endaði á hóteli þar
sem næturgistingin kostaði sem nam
2.000 krónum. Ég gnísti tönnum, vön
því að borga á bilinu 100-300 krónur í
Suður og Suðaustur-Asíu. Katar-
grínið yrði dýrt spaug.
Um það leyti sem ég hef drukkið
þrjá tebolla á veitingastaðnum og
heitið mér því að taka héðan í frá yf-
irvegaðari ákvarðanir á ferðalögum
mínum, bíður glaðlegur karlmaður
góðan daginn. Þetta er Fassel, fjög-
urra barna faðir frá Jemen. Hann
talar litla ensku.
„Qatar good. I came to Qatar to
work. My family in Yemen,“ segir
hann og klykkir síðan út með: „You
like BBC?“ Ég hnykla brýr og
muldra sem svo að ég kunni hreint
ágætlega við sjónvarpsstöðina BBC.
Fassel gefur manninum við af-
greiðsluborðið merki og andartaki
síðar siglir flaska af Pepsi á borðið.
Ég horfi á Pepsiflöskuna og fer síðan
að hlæja. Hann var augljóslega að
spyrja hvort ég vildi „pebbsí“ en ekki
hvort mér líkaði „bí-bí-sí“. Ég sýp af
gosdrykknum og þakka fyrir mig.
Við spjöllum en ensku samræðurnar
ganga illa. Fassel býðst þá til að
kenna mér bara arabísku. Ég brosi.
Best að drekka Pepsi á einhverjum
Al Shabab al Arabi veitingastað og
læra arabíska frasa af nýja jemenska
vininum mínum. Hef ég eitthvað
betra að gera í Katar á mánudegi?
Þetta er farið að líta aðeins betur
út. Kannski félaginn geti líka kennt
mér á gítar.
Fimmtíu stiga hiti
Ég eyði góðri stundu með Fassel
en ákveð síðan að kíkja á borgina. Sól
skíni í heiði og það er bjart yfir öllu.
Mörg hús eru hvítmáluð og víða er
ljós sandur. Ég fæ hálfgerða ofbirtu í
augun. Katar er eyðimörk. Höfuð-
borgin Doha er nýtískuleg og um
götur aka dýrar bifreiðar. Stór og
mikil háhýsi standa við ströndina.
Þarna sé ég moskur og líka risastóra
verslunarmiðstöð. Bíddu við, er þetta
ekki McDonalds? Ég rek augun í
hamborgarann McArabia á matseðl-
inum.
Fyrir utan matvöruverslun stend-
ur maður í blárri skyrtu. Hann spyr
hvort mig vanti eitthvað, til dæmis
kók eða pepsí. Ég fer að hlæja og
segi að mig vanti reyndar hvorugt.
Maðurinn er frá Jórdaníu en hefur
búið í Katar í 20 ár.
„Jórdanía er ekki ríkt land eins og
Katar. Þar er ekki olía eða jarðgas.
Margir hafa ekki vinnu og koma þess
vegna hingað,“ segir hann, réttir mér
pepsíflösku og bætir við: „Það er fínt
að vera hérna en verður alltof heitt á
sumrin. Það er næstum því óbæri-
legt. Yfir 40 gráður og stundum upp í
50. Hvernig litist þér á það?“
Löndin við Persaflóa
Við ræðum um múslima sem ekki
eru arabar, araba sem ekki eru músl-
imar, stríðið í Írak, íslenskar matar-
venjur og löndin við Persaflóa. Yfir
annarri gosflösku opnast nýr heimur
fyrir mér. Löndin Óman og Jemen,
Bahrain, Kúvæt og Sameinuðu arab-
ísku furstadæmin, fá nýja merkingu
og reynast ólík innbyrðis. Ég vissi að
þau hlytu að hafa einhverja sérstöðu
en í höfðinu á mér var þetta sami
grautur í sömu skál – múslima-eyði-
merkur-olíu-araba-Allah-eitthvað.
Á hótelinu um kvöldið tala ég lengi
við manninn í móttökunni. Þetta er
ungur maður, eldklár, sem segir mér
enn meira um Katar og nágrannarík-
in. Um það leyti sem ég leggst á
koddann er mér orðið illt í kjálkun-
um af blaðrinu og farin að skjálfa af
sykrinum í öllum gosdrykkjunum
sem ég hef innbyrt. Ég segi glað-
hlakkaleg við sjálfa mig að einn dag-
inn muni ég heimsækja öll löndin við
Persaflóa. Það er meira að segja
spurning hvort ég taki ekki gítarinn
með mér. Þetta var kannski ekki svo
galin hugmynd eftir allt saman.
Moskur og McArabia
Morgunblaðið/Sigríður Víðis
Veitingastaður í höfuðborginni Doha í Katar. Ég efaðist á tímabili um að það
væri góð hugmynd að koma við í landinu á leið minni til Evrópu.
Svipmynd frá Katar
Sigríður Víðis Jónsdóttir
Vegna aukinna umsvifa í
blaðadreifingu óskar
Morgunblaðið að ráða
fólk í blaðburð víða á
höfuðborgarsvæðinnu
sem fyrst.
Vinsamlega hafið
samband í síma 569-
1122 eða sendið
tölvupóst á
netfangið
bladberi@mbl.is
FRÉTTIR
FRANSÍ Biskví, bók Elínar Pálma-
dóttur, blaðamanns og rithöfundar,
um frönsku fiskimennina sem í þrjár
aldir stunduðu þorskveiðar á Íslands-
miðum, er nýkom-
in út hér á landi í
franskri þýðingu.
Á frönsku nefnist
hún Les Pêcheurs
Français en Is-
lande.
Bókin um
frönsku Ís-
landssjómennina
vakti mikla at-
hygli þegar hún
kom út á sínum tíma, varð met-
sölubók, og tilnefnd til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna. Í dag er hún
löngu uppseld og ófáanleg.
Það er Mál og menning, eða Edda
sem gefur frönsku þýðinguna út hér á
landi, og kveðst Elín hæstánægð með
þá niðurstöðu mála. „Það hefur mikið
verið spurt um bókina á franskri
tungu. Það hafa komið út bækur um
frönsku þorskveiðisjómennina sem
sigldu á Íslandsmið, bæði þá sem
komu frá Bretagne og hina sem
bjuggu í Flandri. Það hafa verið sér-
hæfðar bækur, og aðeins rakið hluta
sögunnar. Það sem er sérstakt við
þessa bók er að ég segi söguna alla,
líka frá íslensku sjónarhorni, fjalla
um samskipti frönsku sjómannanna
við Íslendinga, sjóslysin skelfilegu
sem voru tíð, frönsku spítalana og
frönsku grafirnar. Mér telst svo til að
um 400 skip og 4.000 franskir fiski-
menn hafi ekki snúið aftur til síns
heima.“
Elín segir að margir þeirra bæja
sem sjómennirnir komu frá, haldi enn
árlegar Íslandshátíðir, eins og gert
var þegar sjómennirnir lögðu á hafið í
þá daga. Fiskibæirnir ytra hafa líka
margir stofnað til vinabæjatengsla
við íslensk sjávarþorp. „Nú síðast
hafa Grundarfjörður og Paimpol haf-
ið formlegt vinabæjarsamband, og
Fáskrúðsfjörður og Gravelines hafa
lengi ræktað lífleg vinabæja-
samskipti.“
Í Bretagne og Flandri byggðust
heilu borgirnar upp fyrir gróðann af
þorskveiðum við Íslandsstrendur, að
sögn Elínar. Íslandssiglingarnar
skipuðu því afar mikilvægan sess í
bæði efnahags- og menningarsögu
Frakka.
Elín segir að nær ekkert íslenskt
lesefni hafi verið til hér á frönsku, og
því komi bókin væntanlega ekki að-
eins til með að höfða til Frakka sem
vilja kynna sér þessa sögu, heldur
líka til franskra ferðamanna á Íslandi
og þeirra Íslendinga sem vilji gleðja
vini og viðskiptamenn í Frakklandi.
Bókin er 365 bls. að stærð með 95
gömlum ljósmyndum, uppdráttum og
línuritum. Þýðendur eru Robert
Guillemette og Gérard Chinotti, en
ljóðin þýddi Jón Óskar.
Frakkar fá loks Fransí Biskví
Frönsk fley voru algeng á Íslands-
miðum á fyrri öldum.
Elín Pálmadóttir