Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Gull- og
Silfursmiðjan Erna
Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is
Fallega Jólaskeiðin
frá Ernu
kr. 6.900
Þ
að skeði fyrir til-
viljun á dögunum
að ég sá hlaða
vikuritsins Sirkus
á afgreiðsluborði
kjörbúðar, fletti
því og þá sagði af-
greiðsludaman að ég mætti taka
það með mér. Áhugasvið mitt skar-
ar þess lags blöð raunar í mjög
takmörkuðum mæli, nema þau ber-
ist mér upp í hendur og ég hafi
ekki annað betra að gera þá stund-
ina, til að mynda á biðstofum.
Um undarlega atburðarás að
ræða, líkast sem forlögin væru að
verki, í ritinu nefnilega grein sem
kemur samræðunni um viðgang ís-
lenskrar myndlistar nokkuð við.
Mjög gott að einhverjir taki til
máls í röðum myndlistarmanna og
ekkert verra að fulltrúar grasrót-
arinnar láti í sér heyra. Þeirra skal
vera að rífa kjaft innbyrðis og við
okkur eldri, eins og ég hef alltaf
haldið fram, en þó æskilegt að sam-
ræðan fari fram á málefnalegum
grunni, helst að allar kynslóðir séu
hér vel virkar eins og gerist utan
landsteina.
Á útmánuðum fyrir ári var því
slegið upp í fjölmiðlum, að stór
hópur grasrótarinnar hafi fengið
inni í gamla Hampiðjuhúsinu og
ekki nema mikið gott um að segja.
Að baki drjúgur höfðingsskapur
Landsbankans, þó öllum gert ljóst
að þetta væri einungis innan ákveð-
inna tímamarka meðan mál væru í
biðstöðu um framtíðarnýtingu
hússins. En svo gæfulega hafa mál
þróast að unga fólkið hefur fengið
að vera þarna hálfu ári lengur en
til stóð.
Æskan á vissulega að fá að rasa
út, hennar er framtíðin og slíkir
gjörningar eiga sér víða hliðstæður
í stórborgum og hafa lengi átt, á
stundum hafa þeir hrist hressilega
upp í hlutunum. Hér í borg ruddi
SÚM-hópurinn brautina í bakhúsi
að Vatnsstíg 3. fyrir sirka 36 árum
en forsendurnar aðrar, viðkomandi
munu þó hafa notið velvildar Al-
þýðubankans sem leigði þeim hús-
næðið. Hér var um markverða
sjálfsbjargarviðleitni að ræða,
ennþá nokkuð í land að námslán og
starfsstyrkir litu dagsins ljós, og
nutu viðkomandi hvatningar og
stuðnings Dieters Roth og vinar
hans Ragnars Kjartanssonar. Þá
var þetta nýtt í þeirri mynd hér á
landi, að ógleymdum September-
sýningarhópnum rúmum áratug
fyrr, en tímar aðrir og núlistir í
upphafsreit. Viðbrögðin hatramm-
ari, vettvangur þeirra einungis
Listamannaskálinn gamli og engir
beinir stuðningsmenn né bankar að
baki. Hvað SÚM snerti var á ferð
nokkurs konar andóf gegn Sept-
emberhópnum sem var orðinn full
einráður í félagsmálum myndlist-
armanna, mjög skylt því að skoð-
anabræður SÚM í Danmörku höt-
uðust við Cobra og strangflatar-
listina, hugmyndalistin að taka yfir.
Mikil umskipti höfðu átt sér stað í
listheiminum sem umturnaði fyrri
gildum og vettvangi dagsins um
leið, pólitík og róttæk heimspeki
reið nú röftum, menn glittu í
heimsbyltinguna margþráðu við
næsta horn.
Margt fór á annan veg en ætlað
var eins og fyrri daginn, kenningar
stóðust ekki og er fram liðu stundir
hrundi Berlínarmúrinn, járntjaldið
svonefnda samtímis, ásamt því að
ólandið mikla leystist upp í frum-
parta sína. Á þeim 17 árum sem
liðin eru frá þeim miklu hvörfum
hafa gífurleg umskipti orðið í heim-
inum og standa hér tækni- og
tölvuheimurinn helst að baki. Við-
teknu gildismati umturnað og við-
skiptaumhverfinu um leið, einna
sýnilegast í fjarskiptum, til að
mynda vöruflutningum landa á
milli, gámar og vélknúnir kranar
hafa nær útrýmt eyrarkarlinum og
verkamanninum. Hin miklu hafn-
arhverfi Evrópu eins og t.d. í Ham-
borg og Rotterdam komin langleið-
ina með að breytast í íbúðarhverfi
og listamiðstöðvar og þróunin loks
náð hingað. Gott dæmi um tækni-
heiminn, að flest smátt og stórt við
fermingu og affermingu banda-
rískra skipa á þessum stöðum fer
nú fram í tölvum vestra og hverj-
um skyldi hafa dottið slíkt í hug
fyrir áratug eða svo?
Í millitíðinni áður en hafist varhanda við uppbygginguhafnarhverfa stóð fjöldi pakk-
húsa auður og þangað leituðu
húsnæðislausir listamenn, sama
átti við um iðnaðarhverfi eins og
Ruhr og víðar, umskiptin í Hamp-
iðjunni angi keimlíkrar þróunar.
Svipað gerðist í Berlín við fall Berl-
ínarmúrsins er höfuðstöðvar Stasi í
miðborginni, Berlin Mitte, stóðu
skyndilega auðar og leystust þar
miklir kraftar úr læðingi við að-
streymi listamanna ekki síður en
annars staðar. Uppistöðuna í fram-
sókn sína á núlistamarkað sótti til
að mynda Charles Saatchi í og með
til listamanna í yfirgefið verk-
smiðju- eða pakkhús í London,
minni hér einnig á New York og
Soho. Allstaðar var um frumkvæði
listamannanna að ræða sem nutu
engra styrkja, þar á meðal við-
urkenndir listamenn sem voru að
flýja hverfi sem þeir sjálfir áttu
þátt í að gera of dýr og yfirþyrm-
andi með lífrænni nærveru sem
margfaldaði fasteignaverðið, eink-
um New York.
Ólafur Elíasson var einn þeirra
sem sá sér leik á borði við um-
skiptin í Berlín og fann prýðisgott
vinnuhúsnæði í Mitte, fékk þá að-
stæður til athafna sem hann gat
ekki látið sig dreyma um í Kaup-
mannahöfn, öflugt bakland um leið.
Ef þetta segir ekki einhverjum að
aðstæður skipta máli er hinn sami
langt úti að aka og hér er komið að
kjarna málsins.
Í öllum tilvikum réði þörfin fyrir
húsnæði og friði til svipmikilla at-
hafna ferðinni, verkin sýndu merk-
in en ekki ofgnótt viðburða og aug-
lýsingaskrums þótt ómissandi sé í
bland og þá helst svo eftir verði
tekið. Fjöldi sýninga ekki aðal-
atriðið heldur það sem gerðist inn-
an veggja vinnustofanna, ofgnótt
sýninga er yfirmáta slæm markaðs-
setning eins og berlega hefur kom-
ið í ljós hér í borg á undangengn-
um árum. Að halda sýningu og þá
helst sem oftast virðist sumum sál-
arhjálparatriði, en gengur ekki upp
í þessu örþjóðfélagi, ei heldur að
vera með sömu sýninguna svo mán-
uðum skipti eins og tíðkast í sum-
um safnanna. Handstýrt listaum-
hverfi ei heldur gæfulegt, hlutirnir
eiga einfaldlega að gerast, vera
ávöxtur metnaðar og ósérhlífni, síð-
ur sýndarmennsku.
Nú eru aðstæðurnar allt aðr-ar hér í Reykjavík en íheimsborgunum, stuðn-
ingur við listir óverulegur, mynd-
list hornreka og eiga gerendurnir
sjálfir því miður drjúga sök á því
með andvara- og metnaðarleysi,
eiginhyggju og klíkuskap. Þá er
sjónarheiminum ekki gefinn til-
hlýðilegur gaumur í mennta-
kerfinu, listmenntunin eins og hún
leggur sig sópað inn í fram-
haldskólakerfið og síðan samein-
aðan listaháskóla, beinar rann-
sóknir eins og í sérskólum þykja
óþarfar, allt skal í kruss og þvers
klæðskerasaumað á kontórum. Hin
dýpri sérmenntun þurrkuð út, nú
síðast skal listdansi troðið inn í
staðlað áfangakerfið og ætli röðin
komi ekki bráðum að söngskólan-
um?
Á einn veg er þetta nokkurs kon-
ar handstýrð sósíalísering í anda
austurblokkarinnar sáluðu, frels-
isins í Kína, Kúbu og Norður-
Kóreu, en á annan veg glitfagrar
umbúðir skrumiðnaðarins, þar sem
allir eiga að vera að springa í loft
upp af sjálfumgleði og hamingju.
En nei, nei, því miður drepa þessi
stefnumörk og hugsunarháttur
hagræðingar allt frumkvæði, skap-
andi kenndir einstaklingnum eðl-
islægar, hluti lífsneista sem ekki
verður svo glatt höndlaður, ávöxtur
heilbrigðrar sérhyggju sem ber að
hlú að.
Fútúristinn F.T. Marinetti
(1876–1944) hitti í mark í hugleið-
ingum um ljóðið sem hann skrifaði
í kompu sína 11. maí 1913: „Ég vík
öllum þessum heimskulegu skil-
greiningum og ruglingslega orða-
gjálfri prófessoranna til hliðar og
segi ykkur, að lýríkin er fágætasti
hæfileiki mannsins til þess að
kveikja líf og gera áfengt. Hæfi-
leikinn til að umbreyta morleitum
vökva lífsins allt í kring um okkur
og í okkur í eðalvín.“
Allt þetta hollt að gaumgæfaen um leið má grasrótinhafa hugfast, að þótt hún sé
í fullum rétti í leit sinni að starfs-
aðstöðu grómar hún málstað sinn
þegar hún varpar fram röngum
fullyrðingum honum til fram-
dráttar, kemur með innstæðulausar
tuggur sem ég get ekki látið ómót-
mælt. Valdamenn á endurreisn-
artímabilinu og raunar fyrr styrktu
ekki listamenn eins og tíðkast í dag
heldur réðu þá til sín, og seint er
hægt að setja samasammerki með
þeim og auðmönnum nútímans.
Auðmenn í nútímaskilningi eru af-
kvæmi borgarastéttarinnar og vel
að merkja skilgreindu menn fyrr-
um hugtakið samtímalist nokkuð á
annan veg en unga fólkinu er talin
trú um í listaskólum nú um stundir.
Hin nýja tegund eignamanna sem
fylgdi í kjölfar iðnbyltingarinnar
vildi ekki vera eftirbátar aðalsins
um skreytingu híbýla sinna og frá
þeim tíma hefur ótölulegur fjöldi
listamanna haft atvinnu af að full-
nægja þeim ferska metnaði. En nú
er svo komið að sá huglægi kjarni
sem öll listsköpun byggist á er orð-
in sameign allra stétta, í öllu falli
upplýstari geira þeirra, eins og
menn verða allstaðar varir við utan
landsteinanna. Þá eru það klár öf-
ugmæli að hið opinbera sé fast í
fortíðinni, afræki þá ungu og hugsi
bara um þá eldri og dánu, ládeyðan
yfirleitt söm um allar kynslóðir,
nær yfir gröf og dauða.
Meginveigurinn að gera stað-
bundna myndlist jafn gagnsæja og
upplýstar þjóðir heimsins eru að
keppast við á sínum heimsslóðum
og að hún standi á eigin fótum.
Gerendur jarðtengdir, síður lít-
ilþægir þiggjendur sem í líkingu
við Bakkabræður rembast við að
bera útlenskt „sólskin inn til sín í
skjólum“. …
Þankar að gefnu tilefni
Grasrótin lét líka að sér kveða í Austur-Þýskalandi, þrátt fyrir öll boð og bönn:
„Hátimbrað útsýni yfir Austurströndina“, táknræn innsetning Leipziger mál-
arans og bóhemsins Manfreds Smollich, Hiddensee 1975.
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson