Morgunblaðið - 09.10.2005, Page 39

Morgunblaðið - 09.10.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 39 UMRÆÐAN SUÐURLANDSBRAUT 46 (bláu húsin) SÍMI 568 5556 FAX 568 5515 Daltún 4 - Kópavogi Opið hús í dag sunnudag á milli kl. 14 og 16 Um er að ræða fallegt og vel skipulagt par- hús á 3 hæðum með innbyggðum bílskúr alls 248,1 fm á þessum eftirsótta stað. Þrjú til fjögur svefn- herb. Vönduð gólfefni. Fallegar innréttingar. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Húsið getur losnað fljótlega. Verð 44,9 millj. Fru m TIL SÖLU Á BESTA STAÐ Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR TVÆR HEILAR HÚSEIGNIR AUSTURSTRÆTI NR. 12A OG NR. 14 Húsið nr. 12A er 754,1 fm. og skiptist það í kjallara og 5 hæðir. Húsið nr. 14. er 1.502,7 fm. og skiptist í kjallara, glæsilega jarðhæð og fjórar skrifstofuhæðir. Á jarðhæð og kjallara í húsinu nr. 14. er rekið veitingahúsið Kaffi París ásamt söluturninum London og selst rekstur þeirra með húseignunum. Rúmgott stigahús með lyftu sem nýtist fyrir bæði húsin. Um er að ræða einstakt tækifæri að eignast góðar og vel viðhaldnar húseignir staðsettar á einum glæsilegasta stað í miðbæ Reykjavíkur, eignirnar eru í traustri útleigu. Allar nánari upplýsingar veitir Þorlákur Ómar á skrifstofu Miðborgar í síma 533-4800. 5896 Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 481 • mid idborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Til sölu þetta fallega einbýlishús, sem er steinhús samtals 188 fm, þ.e. hús 156,1 fm og bílskúr 31,9 fm. Húsið hefur fengið mjög gott viðhald, m.a. ný- legt eldhús o.fl. 5 svefnherbergi. Mjög góð eign á eftirsóttum stað. Sjón er sögu ríkari! Húsið er sýnt í dag frá kl. 14.00-16.00. Kári Fanndal Guðbrandsson, - Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. Skipholti 5 Símar 562 1200 og 862 3311 MELGERÐI 5 - REYKJAVÍK OPIÐ HÚS BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SÍÐASTLIÐNAR vikur höfum við foreldrar barna á leikskólanum Austurborg beðið eftir tilkynningu frá leikskólanum þess efnis að hvert barn fái skertan vistunartíma á leik- skólanum sökum þess að ekki tekst að fá nýja starfsmenn til starfa. Nú er þetta yfirvofandi ástand orðið að veruleika og í byrjun vikunnar voru fyrstu börnin send heim sökum manneklu, og er talið að það vanti fólk í um 5 stöðugildi á Austurborg. Þetta kemur sér skiljanlega misvel fyrir foreldra. Við skorum á yfirvöld leikskóla- mála í borginni að endurskoða ít- arlega núverandi fyrirkomulag. Mikilvægt er að skilja að þetta er ekki eingöngu vandamál foreldra þeirra barna sem fá skertan vist- unartíma heldur alls samfélagsins í heild. Samfélagið verður fyrir rösk- un þegar foreldrar geta ekki mætt til vinnu sökum þess að leikskólinn þarf að draga úr þjónustu sinni. Það nægir ekki að henda „plástrum“ til hjálpa leikskólastjórum að greiða fyrir yfirvinnu. Starfsfólk leikskól- ans getur ekki endalaust bjargað málunum. Ef níðst er á starfsfólki leikskólanna endalaust með kröfum um aukna vinnu samfara auknu vinnuálagi sem í því felst að vera undirmannaður þá endar það með því að starfsfólk leikskólanna sem fyrir er hverfur einnig frá og vand- inn eykst. Starfsfólk Austurborgar er frá- bært hvort sem um er að ræða stjórnendur hans, leikskólakennara eða leiðbeinendur. Þar hefur mynd- ast góður og traustur kjarni sem hefur metnað til að vinna að því að gera leikskólann að einum besta leikskóla borgarinnar. Stjórnendur skólans hafa gefið út dagskrá sem börnin fara eftir, en að undanförnu hefur mikið álag verið á stjórnendur skólans og erfitt hefur verið að halda uppi metnaðarfullu starfi ásamt því að takast á við starfs- mannavanda. Allir starfsmenn hafa lagst á eitt til að ekki hafi þurft að koma til skerðingar vistunartíma en allt er fyrir ekkert. Miðvikudaginn 5. október voru 27 börn send heim. Við í stjórn foreldrafélagsins köll- um eftir varanlegum lausnum á leikskólavandanum í borginni. Við krefjumst þess að börnin okkar fái réttmæta þjónustu og að þau þurfi ekki að búa við þetta ófremdar- ástand sem raskar verulega þeirra daglega starfi í leikskólanum. Við viljum að borgaryfirvöld líti þetta mál alvarlegum augum og geri sér grein fyrir því að það vantar tæp- lega 100 leikskólaskólakennara til starfa á leikskólum borgarinnar. Hvað ætla borgaryfirvöld að gera til að leysa þennan vanda? Svar óskast. BERGLIND G. BRAGADÓTTIR, JÓNA GRÉTARSDOTTIR, RÚNA MALQUIST og ÞÓRHILDUR A. JÓNSDÓTTIR, allar í stjórn foreldrafélags leik- skólans Austurborgar. Opið bréf til borgarstjóra Frá Berglindi G. Bragadóttur, Jónu Grétarsdóttur, Rúnu Malmquist og Þórhildi A. Jónsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.