Morgunblaðið - 09.10.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 47
MINNINGAR
Elsku pabbi minn,
ég trúi því varla ennþá
að þú sért farinn, þú
sem varst mér svo
mikið og ég sakna þín
svo sárt. Ótal minningar þjóta í
gegnum hugann, þú varst svo ynd-
isleg sál. Þú studdir mig í gegnum
allt súrt og sætt, ég gat alltaf leitað
til þín. Þú vildir okkur systkinun-
um allt það besta og það tók þig
svo sárt þegar við villtumst af leið,
en aldrei dæmdir þú okkur. Þú
gafst svo mikið af þér, leiddir mig í
gegnum erfiðleik-
ana.
Þú varst klettur-
inn í mínu lífi, vissir
allt og kunnir allt,
duglegasti maður
sem ég hef kynnst.
Ég er svo þakklát
fyrir allar góðu
stundirnar, svo
þakklát fyrir að þú
fékkst að sjá litla
drenginn okkar
Kjartans áður en þú
kvaddir okkur. Fyrir
stundirnar sem þú
áttir með Aroni, þú varst svo flott-
ur afi, svo góður og hlýr. Ég vildi
óska að þeir hefðu getað átt með
þér lengri tíma.
Takk elsku pabbi, fyrir hlýjuna,
ástina, skilninginn, vináttuna og
góðu ráðin. Ég veit þú ert á góðum
stað, Guð blessi þig, þín
Guðbjörg.
JÓN SÆVAR
JÓHANNSSON
✝ Jón Sævar Jó-hannsson fæddist
á Akureyri 21. sept-
ember 1945. Hann
varð bráðkvaddur að
morgni 1. september
síðastliðins og var út-
för hans gerð frá
Fossvogskirkju 8.
september.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar
aðstoðað við undirbúning útfara.
Alhliða útfararþjónusta
Símar: 567 9110,
893 8638 og 897 3020
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HELGA KATRÍN GÍSLADÓTTIR,
Unufelli 44,
Reykjavík,
HJÁLMTÝR GUÐMUNDUR HJÁLMTÝSSON,
Unufelli 44,
Reykjavík
verða jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. október kl. 13.00.
Sigurjón Magnússon,
Brynjar Mikael Mikaelsson,
Birkir Rafael Mikaelsson, Hjördís Árnadóttir,
Kristinn Ó. T. Jónsson, Tanya Lynn Williamsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir, Eiríkur Orri Hermannsson,
Arthúr Herbert Jónsson,
Ingvar Birgir Jónsson, Valgerður Gunnarsdóttir,
Hjálmtýr Valur Hjálmtýsson,
Þorgrímur Fannar Hjálmtýsson,
Jón Oddur Heiðberg Hjálmtýsson, Tinna Ýr Tryggvadóttir,
Guðrún Sigríður Hjálmtýsdóttir, Jón Gunnar Einarsson,
Kristinn Andri Hjálmtýsson
og barnabörn þeirra.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
BIRGIR DAVÍÐSSON,
Skipasundi 61,
Reykjavík,
er lést laugardaginn 1. október, verður jarðsung-
inn frá Langholtskirkju mánudaginn 10. október
kl. 15:00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barna-
spítala Hringsins.
Inga Jónsdóttir,
Selma - Gunnar Heimir,
Sigurjón - Sigríður María,
María - Ásmundur
og litlu afabörnin.
Systir mín,
ÁSRÚN EINARSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Grenimel 32,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
sunnudaginn 2. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda,
Margrét S. Einarsdóttir.
Móðir mín, tengdamóðir, amma okkar, systir
og mágkona,
HJÖRDÍS EINARSDÓTTIR BEHEN,
áður Chantilly,
Virginíu,
lést á sjúkrahúsi í Virginia Beach miðvikudaginn
5. október.
Kristín Una Lineberry, David Lineberry,
Kyle Thomas, Alexander Michael,
Dagbjört Einarsdóttir,
Hallveig Einarsdóttir,
Halldóra Sæmundsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GEIRMUNDUR SIGURÐSSON,
Austurströnd 8,
Seltjarnarnesi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 6. október.
Fanney Ófeigsdóttir,
Ófeigur Geirmundsson, Anna Margrét Ögmundsdóttir,
Baldur Geirmundsson, Anne B. Hansen,
Birna Geirmundsdóttir, Ólafur Þ. Bjarnason,
Sigurður Geirmundsson, Hrafnhildur Helgadóttir,
Sverrir Geirmundsson, Arndís Sveina Jósefsdóttir,
Geirmundur Geirmundsson, Jóna Stefánsdóttir,
Haukur Geirmundsson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför,
HARÐAR ÁGÚSTSSONAR
listmálara,
Grænuhlíð 12.
Sigríður Magnúsdóttir,
Gunnar Ágúst Harðarson, Guðbjörg Benjamínsdóttir,
Steinunn Harðardóttir, Magnús Ólafsson,
Guðrún Harðardóttir, Árni Svanur Daníelsson
Erla Ágústsdóttir
Jóhann Ágústsson og fjölskylda .
Helluhrauni 10, 220 Hf.,
sími 565 2566,
www.englasteinar.is
Englasteinar
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Í dag kveð ég elskulega mágkonu
mína með innilegu þakklæti fyrir það
sem hún var mér. Mér þótti vænt um
hana eins og hún væri systir mín. Við
Björg þekktumst áður en ég giftist
bróður hennar. Þegar ég missti
manninn minn þá veittist mér hugg-
un og styrkur að eiga Björgu að,
þessa trúuðu og góðu konu. Við átt-
um margar yndislegar stundir sam-
an þar sem við töluðum um okkar
sameiginlegu áhugamál. Björg var
mikil húsmóðir og átti fallegt heimili.
Mér er efst í huga á þessari stundu
þakklæti til Bjargar og Sigurgeirs
sem alltaf tóku svo vel á móti mér og
börnunum mínum þegar við komum í
heimsókn á Boðaslóðina.
Mín vina kær ég kveð þig nú í anda
með klökkum huga þakka ást og tryggð.
Þú horfin ert til sælli sólarstranda
og sérð ei framar þjáning eða hryggð.
(G.S.Þ.)
Ég færi ykkur Elínu, Kristjáni,
Yngva, Guðbjörgu og fjölskyldum
innilegar samúðarkveðjur. Megi Guð
styrkja ykkur og blessa.
Guðbjörg S. Sigurjónsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikindaviðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir,
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Pétur.
BJÖRG
ÁGÚSTA
ÁGÚSTS-
DÓTTIR
✝ Björg Ágústa Ágústsdóttirfæddist í Vestmannaeyjum 18.
ágúst 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 30. september síð-
astliðinn og var jarðsungin frá
Landakirkju 8. október.
Vegna mistaka í vinnslu eru
tvær minningargreinar um
Björgu Ágústu endurbirtar hér á
eftir. Hlutaðeigendur eru beðnir
velvirðingar á mistökunum.