Morgunblaðið - 09.10.2005, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Verðið á karlhórum hefur lækkað
töluvert fyrir evrópskar konur!
Sprenghlægileg gamanmynd!
Sýnd kl. 2 og 4 ísl.tal
RACHEL
McADAMS
CILLIAN
MURPHY
RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY
HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRA-
VEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA.
Topp5.is
Í 36.000 FETUM VARÐ HENNAR
VERSTA MARTRÖÐ AÐ VERULEIKA.
Sími 564 0000í i
Miða sala opn ar kl. 13.30i l l. .
kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.40
Sýnd kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.40 B.i. 14 ára
Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx,
Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum.
FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS & XXXF LEI F E F I
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára
Göldrótt gamanmynd!
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Skemmtileg ævintýra-
mynd með íslensku tali.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 14 ára
RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY
Hrikalega hraður háloftatryllir
með Jamie Foxx, Josh Lucas og
Jessicu Biel í aðalhlutverkum.
FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND
THE FURIOUS & XXX
Sýnd kl. 2, 4 og 6
S.V. / MBL
S.V. / MBL
HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ
WES CRAVEN LEIKSTJÓRA
SCREAM MYNDANNA.
Í 36.000 FETUM VARÐ
HENNAR VERSTA MARTRÖÐ
AÐ VERULEIKA.
Topp5.is
S.V. / MBL
Sýnd kl. 8 og 10 b.i. 14 ára Sýnd kl. 2 og 4 í þrívíddSýnd kl. 2, 4 og 6
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR.
ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU
Sýnd kl. 2 og 4 ísl.tal
450
kr.
Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum.
Ein helsta hljómsveit í spuna-og óhljóðatónlist vestanhafs síðasta áratuginn ertríó þeirra Jack Rose, Mike
Gangloff og Patrick Best sem þeir
kalla Pelt. Liðsmenn Pelt hafa ekki
bara rutt brautir innan hennar. Því
þeir hafa líka verið iðnir við að taka
upp tónlist með öðrum listamönnum
eða einir. Mestu hefur Jack Rose af-
kastað á því sviði og fyrir stuttu
kom út með honum platan Kens-
ington Blues.
Sammannleg stef
Eins og heyra má á plötum Pelt
tóku þeir félagar smám saman að
fella inn í tónlistina áhrif frá fyrri
tímum, kassagítarblús og ragtime í
bland við indverska tónlist og sýndu
þannig fram á sammannleg stef í
hvoru tveggja þó líkindin virðist
ekki mikil við fyrstu hlustun. Rose
langaði að fara lengra í þá átt og fór
að halda sólótónleika þar sem hann
lék gamla ragtime slagara í bland
við nýja og sendi svo frá sér fyrsta
diskinn með slíkri tónlist 2001, plöt-
una Hung Far Low, Portland,
Oregon sem hann framleiddi sjálfur
og seldi á tónleikum, en á þeirri
plötu var meðal annars blúsinn
gamli Nobody’s Business sem
Mississippi John Hurt tók fyrst upp
1928.
Næsta útgáfa Rose var síðan
vínylskífan Red Horse, White Mule
sem gefin var út í 318 eintökum. Á
A-hlið plötunnar er aðeins eitt lag,
Red Horse, en B-hliðin hefst með
öðrum gömlum blús, Dark was the
Night (Cold was the Ground), sem
Blind Willie Johnson tók upp á sín-
um tíma. Til gamans má geta þess
að því lagi bregður fyrir í Paris,
Texas, enda heldur gítarleikarinn
snjalli Ryland Cooder mjög upp á
það og hefur meðal annars sagt það
oftar en einu sinni að gítarleikur
Johnsons í því sé besti slide-
gítarleikur sem upp hafi verið tek-
inn. Ólíkt Cooder er Rose ekki að
reyna að spila lagið sem líkast John-
son heldur leitast hann við að sýna á
því nýjar hliða, finna í því nýjan
sannleik. Þessa fyrstu eiginlegu
plötu Rose hafa sumir kallað
Takoma-plötu hans, og vísa þá í
samnefnt útgáfufyrirtæki sem John
Fahey stofnaði fyrir löngu, enda
þóttu tök Rose á tónlistinni minna á
það sem Fahey gerði best.
Rannsóknir á ragtime
John Fahey, sem lést fyrir átta
árum, var merkilegur karl, batt
bagga sína ekki sömu hnútum og
samferðamennirnir, átti reyndar
sjaldnast samleið með nokkrum
manni – fór eigin leiðir í tónlist alla
tíð. Hann sökkti sér ofan í tónlist
frumherja í blúsgítarleik þriðja,
fjórða og fimmta áratugarins og til-
einkaði sér svo stílinn að hann
samdi lög í þeim anda að því er virt-
ist áreynslulaust. Lengst af var
Fahey einskipa, átti sér fáa fylg-
ismenn og enga lærisveina en með
tímanum tóku menn að átta sig á
hvurslags snillingur hann var og er
hann féll frá þrotinn að kröftum
voru nokkrir þegar farnir að feta
sömu braut, þar á meðal sumir af
yngri kynslóð; Steffan Basho-
Junghans, Glenn Jones, Richard
Bishop, Ben Chasney og nú Jack
Rose.
Eftir að hafa spáð eilítið í slide-
gítar- og plokkblús lagðist Rose í
rannsóknir á ragtime. Líkt og tíðk-
ast hefur með gítarhetjur fyrri tíma
segir sagan að hann hafi hitt dul-
arfullan ragtime-fræðing, Dr.
Chattanooga Red, sem hafi lagt
hendur á höfuð honum, eins og til að
leggja yfir hann anda sinn, og gefið
upp öndina að því loknu. Í framhald-
inu sendi Rose síðan frá sér heima-
brenndan disk í takmörkuðu upplagi
undir nafninu Dr. Ragtime, rétt til
að fylgja þeim fyrirmælum meist-
arans að miða ragtime inn í nýja öld.
Hylling ragtime-tónlistar
Hvað þessari ágætu sögu líður
var næsta plata Rose, Opium
Musick, mikil hylling ragtime-
tónlistar, þó ekki væri alltaf verið að
spila samkvæmt hefðinni.
Í tveimur laganna spilar hann til
að mynda á gítar sem hann leggur í
kjöltu sér og úr verður býsna raga-
legt lag, Yaman Blues, en tampura-
leikur ýtir óneitanlega nokkuð undir
Vegvísar til
framandi staða
Gítarleikarinn snjalli Jack Rose hefur rutt óhljóða-
list og spuna nýjar brautir í Pelt. Hann hefur líka
verið brautryðjandi einn síns liðs eins og heyra má
á sólóskífum hans.
Tónlist á sunnudegi
Árni MatthíassonSprengjuhótun varð til þess aðgera varð hlé á tónleikum
hljómsveitarinnar Rolling Stones í
Charlottesville í Virgínu-ríki í
Bandaríkjunum í vikunni, að því er
fréttastofa Reuters skýrði frá. Lög-
reglan fann hins vegar ekkert og
sveitin gat stigið aftur á svið um 45
mínútum eftir að hótunin barst, að
því er yfirvöld sögðu í dag.
Hótunin barst símleiðis rétt fyrir
klukkan 21 að staðartíma. Var svæð-
ið í kringum tónleikasviðið nefnt sér-
staklega í hótuninni, en tónleikarnir
fóru fram á Scott-vellinum við Virg-
iníuháskóla. Um 50.000 aðdáendur
Stones voru
mættir til tón-
leikanna, að sögn
Carol Wood, tals-
konu skólans.
„Mick Jagger
var gert viðvart
og hann tilkynnti
að sveitin ætlaði
að taka sér 10
mínútna langt hlé,“ sagði Wood.
Hljómsveitin fór af sviðinu og lög-
reglumenn með leitarhunda, sem
voru á vellinum vegna tónleikanna,
rannsökuðu svæðið.
Þegar í ljós kom að engin sprengja
var á staðnum fór hljómsveitin aftur
á svið og lék fram yfir miðnætti.
Rolling Stones hafa verið á tón-
leikaferðalagi í Bandaríkjunum frá
því í ágúst.
Fólk folk@mbl.is