Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 38
Sörur eru mitt uppáhald ogþað eru engin jól ánþeirra,“ segir Jón JúlíusElíasson garðyrkjumeist-
ari sem undanfarin þrjú ár hefur
tekið að sér að búa til sörur fyrir
jólin á sínu heimili. „Sörurnar sem
ég gerði núna fyrir þessi jól eru
einstaklega vel lukkaðar og það fer
um mig sæluhrollur þegar þær
bráðna í munni. Mér finnst líka
gaman að bjóða gestum upp á
þennan afrakstur minn með
kaffinu, en ég og Arnaldur, yngsti
sonur minn, erum einir um að vera
sólgnir í sörur á okkar heimili,“
segir Jón sem tekur heilan dag frá
til að búa til góðgætið. „Þetta er
heilmikið maus og tekur sinn tíma
og maður verður að vanda sig ef
vel á að takast til. Mér finnst þetta
líka svo skemmtilegt og ég kemst í
mikið jólaskap við þessa fram-
kvæmd.“
Frúin varð að
fela sörurnar vel
Sagan á bak við það hvernig Jóni
áskotnaðist heimsins besta upp-
skrift að sörum er nokkuð sérstök.
„Fyrir þremur árum var ég að
vinna í lóð hjá heiðurshjónum hér í
bænum á aðventunni og húsbónd-
inn var svo elskulegur að bjóða
mér inn í kaffi og smákökur. Þá
bað konan hans hann um að vera
kyrran inni í eldhúsi hjá mér á
meðan hún færi að ná í sörurnar,
því hann mátti alls ekki vita hvar
þær væru, því þá kláruðust þær á
svipstundu, svo sólginn var hann í
þær. Hann tautaði í barm sér að
nú vissi hann þó að ekki væri þær
að finna í eldhúsinu. Hann var
greinilega að útiloka einn stað í
markvissri leit sinni. Þegar ég
svo smakkaði sörurnar komst
ég að því hvílíkt lostæti
þetta var og hrósaði
henni í hástert.
Nokkrum dögum síð-
ar hringdi ég til frú-
arinnar til að fá upp-
skriftina, sem var
auðsótt mál, en hún
lét þess getið að hús-
bóndinn hefði komist
í sörurnar og þær
væru búnar. Þetta
var þó nokkur áskorun
fyrir mig að búa til sör-
ur, því ég hef ekki mikla
reynslu í bakstri og vissi vel
að þær eru ekki einfaldar í
gerð. En allt hefur þetta lukkast
vel hingað til og fer reyndar batn-
andi,“ segir Jón hreykinn og bætir
við að bestar finnist honum sör-
urnar ískaldar beint úr frystinum
með sjóðandi kaffi. „En það er
ekki gott að borða margar í einu,
betra að fá sér bara eina í einu og
njóta hennar til fulls.“
Sörur
50 stk.:
Botn:
200 g fínt malaðar möndlur
3 ¼ dl sigtaður flórsykur
3 eggjahvítur, stífþeyttar
Flórsykrinum og möndl-
unum blandað út í þeyttar
eggjahvíturnar.
Sett í 180 C heitan ofn í 12–15
mínútur.
Krem:
3 eggjarauður, stífþeyttar
¾ dl sykur
¾ dl vatn
150 g mjúkt smjör
1 msk. kakó
1 tsk. kaffiduft
Sykur og vatn er soðið saman í
8–10 mínútur eða þar til verður að
sírópi. Blandið þessu saman við
eggjarauðurnar þeyttu og hrærið
vel. Smjöri síðan blandað við það,
þeyta vel. Kakó og kaffiduft sett út
í á meðan þeytt er. Berið kremið á
kökubotnana og láti kólna í ísskáp.
Súkkulaði:
200–250 g Ópal hjúpsúkkulaði,
dökkt.
Brætt í vatnsbaði.
Dýfið kökunum ofan í bráðið
súkkulaðið en þó þannig að súkku-
laðið fari aðeins yfir kremhliðina
en ekki á botnana sjálfa.
Frystið kökurnar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Söruaðdáendurnir og feðgarnir Jón Júlíus og Arnaldur.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Gefur sér heil-
an dag til að
búa til sörur
JÓLAHEFÐ | Garðyrkjumeistara áskotnaðist uppskrift í lóðarvinnu hjá heiðurshjónum á aðventu
Kjörið er að strá kan-
ildufti á eldavélarhelluna
þegar búið er að sjóða skötuna og slökkva á
hellunni. Kanilduftið er látið brenna til ösku
og askan þurrkuð af þegar hellan er orðin
köld.
Sumir skera niður lauk og hafa í vatni
við hliðina á skötupottinum eða í skötusoð-
inu. Það á ekki að hafa áhrif á bragðið af
skötunni.
Það er sagt gefa góða raun að væta
klút í ediki og leggja yfir skötupottinn þeg-
ar fer að sjóða.
Um leið og skatan er soðin þarf að
þrífa alla potta strax.
Því sem ekki er borðað skal henda
strax út í tunnu.
Og svo er það gamla góða ráðið: Sjóða
hangikjöt um leið og skötuna eða strax á
eftir.
Fróðir menn segja að skötulyktin eins og
hún er í dag komist ekki í hálfkvisti við það
sem hún var einu sinni. Ráðin hér að ofan
eru margreynd og hafa skilað góðri nið-
urstöðu.
HÚSRÁÐ
Morgunblaðið/Þorkell
Mörgum finnst skata ómissandi á Þorláksmessu.
Hvernig er best að losna við skötulykt?
daglegtlíf
ídesember
HVAÐ KOSTA
JÓLATRÉN?
SEM MINN-
INGAR ERU
BUNDNAR VIÐ
JÓLA-
SKRAUT
Viltu fá mynd af þér
með jólasveininum?
Náðst hefur samkomuleg við jólasvein-
inn um að sitja fyrir á myndum um
helgina. Myndatökur fara fram í dag,
laugardaginn 17. desember og á morgun
18. desember á milli kl. 15 og 17 hvorn
dag í gömlu húsi á Safnasvæðinu á
Akranesi.
Sést hefur til jólasveina á vappi um
Safnasvæðið síðustu daga og ekki er úti-
lokað að þeir bræður verði nokkrir sam-
an á ferð á Safnasvæðinu um helgina.
Rétt er að vekja athygli fólks á því að
myndatakan er að sjálfsögðu fyrir alla-
,mömmur, pabbar, afar, ömmur og önn-
ur börn á öllum aldri allt frá Snæfells-
nesi og Skorradal, Reykholti eða
Reykjavík geta að sjálfsögðu notað
tækifærið og fengið af sér mynd.
Myndsmiðjan á Akranesi er hirð-
ljósmyndastofa jólasveinsins og Penninn
sér um að afgreiða myndirnar eftir
helgina. Myndatakan kostar 1000 krón-
ur og innifalin er mynd sem er 15 x 21
cm að stærð. Rétt er einnig að vekja at-
hygli á því að jólasveinninn tekur
hvorki debet- né kreditkort, og því þarf
fólk að muna eftir að taka með sér þús-
und króna seðil í myndatökuna.
AKRANES
Mynd með jólasveininum
Orðið engill þýðir sendiboði.
Englar færðu fjárhirðum,
sem gættu hjarða sinna, frétt-
ir af fæðingu frelsarans.
Englar eru
sendiboðar
TÁKN JÓLANNA