Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.12.2005, Blaðsíða 38
Sörur eru mitt uppáhald ogþað eru engin jól ánþeirra,“ segir Jón JúlíusElíasson garðyrkjumeist- ari sem undanfarin þrjú ár hefur tekið að sér að búa til sörur fyrir jólin á sínu heimili. „Sörurnar sem ég gerði núna fyrir þessi jól eru einstaklega vel lukkaðar og það fer um mig sæluhrollur þegar þær bráðna í munni. Mér finnst líka gaman að bjóða gestum upp á þennan afrakstur minn með kaffinu, en ég og Arnaldur, yngsti sonur minn, erum einir um að vera sólgnir í sörur á okkar heimili,“ segir Jón sem tekur heilan dag frá til að búa til góðgætið. „Þetta er heilmikið maus og tekur sinn tíma og maður verður að vanda sig ef vel á að takast til. Mér finnst þetta líka svo skemmtilegt og ég kemst í mikið jólaskap við þessa fram- kvæmd.“ Frúin varð að fela sörurnar vel Sagan á bak við það hvernig Jóni áskotnaðist heimsins besta upp- skrift að sörum er nokkuð sérstök. „Fyrir þremur árum var ég að vinna í lóð hjá heiðurshjónum hér í bænum á aðventunni og húsbónd- inn var svo elskulegur að bjóða mér inn í kaffi og smákökur. Þá bað konan hans hann um að vera kyrran inni í eldhúsi hjá mér á meðan hún færi að ná í sörurnar, því hann mátti alls ekki vita hvar þær væru, því þá kláruðust þær á svipstundu, svo sólginn var hann í þær. Hann tautaði í barm sér að nú vissi hann þó að ekki væri þær að finna í eldhúsinu. Hann var greinilega að útiloka einn stað í markvissri leit sinni. Þegar ég svo smakkaði sörurnar komst ég að því hvílíkt lostæti þetta var og hrósaði henni í hástert. Nokkrum dögum síð- ar hringdi ég til frú- arinnar til að fá upp- skriftina, sem var auðsótt mál, en hún lét þess getið að hús- bóndinn hefði komist í sörurnar og þær væru búnar. Þetta var þó nokkur áskorun fyrir mig að búa til sör- ur, því ég hef ekki mikla reynslu í bakstri og vissi vel að þær eru ekki einfaldar í gerð. En allt hefur þetta lukkast vel hingað til og fer reyndar batn- andi,“ segir Jón hreykinn og bætir við að bestar finnist honum sör- urnar ískaldar beint úr frystinum með sjóðandi kaffi. „En það er ekki gott að borða margar í einu, betra að fá sér bara eina í einu og njóta hennar til fulls.“ Sörur 50 stk.: Botn: 200 g fínt malaðar möndlur 3 ¼ dl sigtaður flórsykur 3 eggjahvítur, stífþeyttar Flórsykrinum og möndl- unum blandað út í þeyttar eggjahvíturnar. Sett í 180 C heitan ofn í 12–15 mínútur. Krem: 3 eggjarauður, stífþeyttar ¾ dl sykur ¾ dl vatn 150 g mjúkt smjör 1 msk. kakó 1 tsk. kaffiduft Sykur og vatn er soðið saman í 8–10 mínútur eða þar til verður að sírópi. Blandið þessu saman við eggjarauðurnar þeyttu og hrærið vel. Smjöri síðan blandað við það, þeyta vel. Kakó og kaffiduft sett út í á meðan þeytt er. Berið kremið á kökubotnana og láti kólna í ísskáp. Súkkulaði: 200–250 g Ópal hjúpsúkkulaði, dökkt. Brætt í vatnsbaði. Dýfið kökunum ofan í bráðið súkkulaðið en þó þannig að súkku- laðið fari aðeins yfir kremhliðina en ekki á botnana sjálfa. Frystið kökurnar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Söruaðdáendurnir og feðgarnir Jón Júlíus og Arnaldur. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Gefur sér heil- an dag til að búa til sörur  JÓLAHEFÐ | Garðyrkjumeistara áskotnaðist uppskrift í lóðarvinnu hjá heiðurshjónum á aðventu  Kjörið er að strá kan- ildufti á eldavélarhelluna þegar búið er að sjóða skötuna og slökkva á hellunni. Kanilduftið er látið brenna til ösku og askan þurrkuð af þegar hellan er orðin köld.  Sumir skera niður lauk og hafa í vatni við hliðina á skötupottinum eða í skötusoð- inu. Það á ekki að hafa áhrif á bragðið af skötunni.  Það er sagt gefa góða raun að væta klút í ediki og leggja yfir skötupottinn þeg- ar fer að sjóða.  Um leið og skatan er soðin þarf að þrífa alla potta strax.  Því sem ekki er borðað skal henda strax út í tunnu.  Og svo er það gamla góða ráðið: Sjóða hangikjöt um leið og skötuna eða strax á eftir. Fróðir menn segja að skötulyktin eins og hún er í dag komist ekki í hálfkvisti við það sem hún var einu sinni. Ráðin hér að ofan eru margreynd og hafa skilað góðri nið- urstöðu.  HÚSRÁÐ Morgunblaðið/Þorkell Mörgum finnst skata ómissandi á Þorláksmessu. Hvernig er best að losna við skötulykt? daglegtlíf ídesember HVAÐ KOSTA JÓLATRÉN? SEM MINN- INGAR ERU BUNDNAR VIÐ JÓLA- SKRAUT Viltu fá mynd af þér með jólasveininum? Náðst hefur samkomuleg við jólasvein- inn um að sitja fyrir á myndum um helgina. Myndatökur fara fram í dag, laugardaginn 17. desember og á morgun 18. desember á milli kl. 15 og 17 hvorn dag í gömlu húsi á Safnasvæðinu á Akranesi. Sést hefur til jólasveina á vappi um Safnasvæðið síðustu daga og ekki er úti- lokað að þeir bræður verði nokkrir sam- an á ferð á Safnasvæðinu um helgina. Rétt er að vekja athygli fólks á því að myndatakan er að sjálfsögðu fyrir alla- ,mömmur, pabbar, afar, ömmur og önn- ur börn á öllum aldri allt frá Snæfells- nesi og Skorradal, Reykholti eða Reykjavík geta að sjálfsögðu notað tækifærið og fengið af sér mynd. Myndsmiðjan á Akranesi er hirð- ljósmyndastofa jólasveinsins og Penninn sér um að afgreiða myndirnar eftir helgina. Myndatakan kostar 1000 krón- ur og innifalin er mynd sem er 15 x 21 cm að stærð. Rétt er einnig að vekja at- hygli á því að jólasveinninn tekur hvorki debet- né kreditkort, og því þarf fólk að muna eftir að taka með sér þús- und króna seðil í myndatökuna.  AKRANES Mynd með jólasveininum Orðið engill þýðir sendiboði. Englar færðu fjárhirðum, sem gættu hjarða sinna, frétt- ir af fæðingu frelsarans. Englar eru sendiboðar  TÁKN JÓLANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.