Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 75

Fréttablaðið - 20.12.2003, Side 75
71LAUGARDAGUR 20. desember 2003 • SKEIFAN • BÍLDSHÖFÐI • HRINGBRAUT • DALSHRAUN • HVALEYRARBRAUT • MOSFELLSBÆR • SELFOSS • VESTMANNAEYJAR • HÖFN KRÓNAN BÝÐUR BESTA VERÐIÐ! Opið til kl. 22 og til kl. 23 á þorláksmessu öll kvöld fram að jólum Eftirréttur Orra Hugins: Kaffi- og súkkulaði- þrenna með mjólk Espresso granít 4x heitir og sterkir espresso (eða jafn margir og skammtarnir af ísréttinum) 1/2 -3/4 bollar sykur, eftir smekk Lagið 4x sterka espresso (má nota instant, en „alvöru“ er alltaf best). Setjið í kökuform eða annan disk sem kemst inn í frysti. Hellið sykrinum út í og leysið upp. Kælið og frystið. Takið diskinn út á ca. 30 mín. fresti og hrærið upp með gaffli til að brjóta upp ískristallana. Þannig næst gróf og flott áferð á ísinn. Setjið svo aftur inn í frysti. Haldið þessu áfram í u.þ.b. 5 tíma, eða þar til blandan er alveg frosin. Lokaáferðin ætti að vera heldur grófari en sorbet. Súkkulaðisorbet 340 g „bittersweet“ súkkulaði, gróft saxað 750 ml vatn 200 g sykur 1/8 tsk. salt Setjið vatn, sykur og salt í pott á meðalháan hita. Hrærið í við og við þar til þurrefnin hafa leyst upp. Látið suðu koma upp á sýrópinu, takið af hitanum. Setj- ið súkkulaðið út í og hrærið þar til það hefur bráðnað og blandan er mjúk. (Þetta má einnig gera í matvinnslu- eða hrærivél). Setjið í ísvél skv. leiðbeining- um framleiðenda. Má geyma í frysti í 1-2 daga áður en bera á fram. (Uppskriftin er ca. 1,2 lítrar af sorbet.) Kaffiís 1 vanillustöng 500 ml mjólk 6 eggjarauður 150 g sykur 100 ml rjómi 2x espresso Kljúfið vanillustöngina eftir endilöngu og skafið fræin úr ofan í pott. Setjið fræin og stöngina ofan í pottinn og hellið mjólkinni yfir. Látið suðuna koma upp. Þeyt- ið eggjarauðurnar og sykurinn þar til það er ljóst og þykkt. Fjarlægið vanillustöngina úr mjólkinni og hellið mjólkinni í mjórri bunu út í eggjablönduna, hrærið í allan tím- an. Flytjið eggjablönduna aftur út í pottinn og hrærið í á lágum eða meðalháum hita þar til blandan þykknar. Það er mjög mikilvægt að hræra í allan tíman og leyfa blöndunni ekki að hitna of mikið, þá hlaupa eggin og blandan er ónýt. Það fer ekkert á milli mála þegar blandan er orðin nógu þykk. Takið þá strax af hitanum, hellið í skál og hellið rjómanum út í. Gott er að hræra í blöndunni yfir köldu vatnsbaði til að stöðva örugglega suðuna. Blandið espresso út í og kælið alveg. Ábending. Fyrir þá sem eru vit- lausir í rjómaís er frábært að blanda varlega 250 ml af léttþeytt- um rjóma saman við áður en blandan er fryst. Setjið í ísvél skv. leiðbeining- um framleiðenda. Setjið inn í frysti í 1 klst. Má gera daginn áður en bera á fram, þó er áferðin alltaf best ef ísinn er borinn fram samdægurs. Mjólkurfroða 150 ml mjólk 150 ml rjómi 150 ml mulinn ís Setjið þessi hráefni í mat- vinnsluvél rétt áður en bera á fram og blandið þar til blandan er þykk og froðukennd, u.þ.b. 3 mín- útur. (Best er að veiða froðuna efst af blöndunni til að nota yfir ísinn). Kælið glös á fæti (gott að setja í frystinn, en alveg nóg að geyma í kæli í rúman hálftíma). Setjið eina kúlu af súkkulaðisorbet í hvert glas. Þrýstið ísnum niður í glasið með skeið, þannig að yfir- borðið sé slétt. Setjið kaffigranít (ca. einn espresso) yfir súkkulaði- ísinn og sléttið út líkt og með sorbetinn. Toppið þetta með einni kúlu af kaffiísnum. Setjið mjólk- urfroðuna yfir. Stráið súkkulaði- spæni varlega eða sigtið kakóduft yfir og berið fram. Það er hægt að gera ísinn og sorbetinn án þess að eiga ísvél. Þá er blöndunum einfaldlega komið fyrir í skál inni í frysti og þær þeyttar upp á ca. 30 mínútna fresti. Það er best að gera það í hrærivél til að fá sem mýksta áferð á ísinn. Með þessari aðferð er best að gera ísinn 1-2 dögum áður en bera á fram til að hann frjósi vel. Það má svo bara þeyta hann upp í hrærivél skömmu áður en bera á fram til að fá hann mjúkan og góðan. ■ ORRI HUGINN ÁGÚSTSSON LEIKLISTARNEMI Sér um eftirréttinn á aðfangadagskvöld. Hér er hann að leggja síðustu hönd á kaffi- og súkkulaðiþrennu sem er hans sérgrein.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.