Fréttablaðið - 20.12.2003, Síða 75

Fréttablaðið - 20.12.2003, Síða 75
71LAUGARDAGUR 20. desember 2003 • SKEIFAN • BÍLDSHÖFÐI • HRINGBRAUT • DALSHRAUN • HVALEYRARBRAUT • MOSFELLSBÆR • SELFOSS • VESTMANNAEYJAR • HÖFN KRÓNAN BÝÐUR BESTA VERÐIÐ! Opið til kl. 22 og til kl. 23 á þorláksmessu öll kvöld fram að jólum Eftirréttur Orra Hugins: Kaffi- og súkkulaði- þrenna með mjólk Espresso granít 4x heitir og sterkir espresso (eða jafn margir og skammtarnir af ísréttinum) 1/2 -3/4 bollar sykur, eftir smekk Lagið 4x sterka espresso (má nota instant, en „alvöru“ er alltaf best). Setjið í kökuform eða annan disk sem kemst inn í frysti. Hellið sykrinum út í og leysið upp. Kælið og frystið. Takið diskinn út á ca. 30 mín. fresti og hrærið upp með gaffli til að brjóta upp ískristallana. Þannig næst gróf og flott áferð á ísinn. Setjið svo aftur inn í frysti. Haldið þessu áfram í u.þ.b. 5 tíma, eða þar til blandan er alveg frosin. Lokaáferðin ætti að vera heldur grófari en sorbet. Súkkulaðisorbet 340 g „bittersweet“ súkkulaði, gróft saxað 750 ml vatn 200 g sykur 1/8 tsk. salt Setjið vatn, sykur og salt í pott á meðalháan hita. Hrærið í við og við þar til þurrefnin hafa leyst upp. Látið suðu koma upp á sýrópinu, takið af hitanum. Setj- ið súkkulaðið út í og hrærið þar til það hefur bráðnað og blandan er mjúk. (Þetta má einnig gera í matvinnslu- eða hrærivél). Setjið í ísvél skv. leiðbeining- um framleiðenda. Má geyma í frysti í 1-2 daga áður en bera á fram. (Uppskriftin er ca. 1,2 lítrar af sorbet.) Kaffiís 1 vanillustöng 500 ml mjólk 6 eggjarauður 150 g sykur 100 ml rjómi 2x espresso Kljúfið vanillustöngina eftir endilöngu og skafið fræin úr ofan í pott. Setjið fræin og stöngina ofan í pottinn og hellið mjólkinni yfir. Látið suðuna koma upp. Þeyt- ið eggjarauðurnar og sykurinn þar til það er ljóst og þykkt. Fjarlægið vanillustöngina úr mjólkinni og hellið mjólkinni í mjórri bunu út í eggjablönduna, hrærið í allan tím- an. Flytjið eggjablönduna aftur út í pottinn og hrærið í á lágum eða meðalháum hita þar til blandan þykknar. Það er mjög mikilvægt að hræra í allan tíman og leyfa blöndunni ekki að hitna of mikið, þá hlaupa eggin og blandan er ónýt. Það fer ekkert á milli mála þegar blandan er orðin nógu þykk. Takið þá strax af hitanum, hellið í skál og hellið rjómanum út í. Gott er að hræra í blöndunni yfir köldu vatnsbaði til að stöðva örugglega suðuna. Blandið espresso út í og kælið alveg. Ábending. Fyrir þá sem eru vit- lausir í rjómaís er frábært að blanda varlega 250 ml af léttþeytt- um rjóma saman við áður en blandan er fryst. Setjið í ísvél skv. leiðbeining- um framleiðenda. Setjið inn í frysti í 1 klst. Má gera daginn áður en bera á fram, þó er áferðin alltaf best ef ísinn er borinn fram samdægurs. Mjólkurfroða 150 ml mjólk 150 ml rjómi 150 ml mulinn ís Setjið þessi hráefni í mat- vinnsluvél rétt áður en bera á fram og blandið þar til blandan er þykk og froðukennd, u.þ.b. 3 mín- útur. (Best er að veiða froðuna efst af blöndunni til að nota yfir ísinn). Kælið glös á fæti (gott að setja í frystinn, en alveg nóg að geyma í kæli í rúman hálftíma). Setjið eina kúlu af súkkulaðisorbet í hvert glas. Þrýstið ísnum niður í glasið með skeið, þannig að yfir- borðið sé slétt. Setjið kaffigranít (ca. einn espresso) yfir súkkulaði- ísinn og sléttið út líkt og með sorbetinn. Toppið þetta með einni kúlu af kaffiísnum. Setjið mjólk- urfroðuna yfir. Stráið súkkulaði- spæni varlega eða sigtið kakóduft yfir og berið fram. Það er hægt að gera ísinn og sorbetinn án þess að eiga ísvél. Þá er blöndunum einfaldlega komið fyrir í skál inni í frysti og þær þeyttar upp á ca. 30 mínútna fresti. Það er best að gera það í hrærivél til að fá sem mýksta áferð á ísinn. Með þessari aðferð er best að gera ísinn 1-2 dögum áður en bera á fram til að hann frjósi vel. Það má svo bara þeyta hann upp í hrærivél skömmu áður en bera á fram til að fá hann mjúkan og góðan. ■ ORRI HUGINN ÁGÚSTSSON LEIKLISTARNEMI Sér um eftirréttinn á aðfangadagskvöld. Hér er hann að leggja síðustu hönd á kaffi- og súkkulaðiþrennu sem er hans sérgrein.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.