Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 8

Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 8
8 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Bandarísk þingnefnd rannsakar brot Íraka á viðskiptabanni: Drógu sér hundruð milljarða BANDARÍKIN, AP Stjórn Saddams Hussein dró sér andvirði um 1.400 milljarða króna úr áætlun Samein- uðu þjóðanna sem átti að gera Írökum kleift að selja olíu til að fjármagna matvæla- og lyfjakaup meðan landið sætti viðskiptabanni af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í gögnum sem tekin voru saman fyrir bandaríska þingnefnd sem rannsakar spill- ingu í kringum olíusöluna. „Það er mikilvægt fyrir okkur að komast að því hvort hagnaður af spillingunni hafi verið nýttur til hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Henry Hyde, formaður þingnefnd- arinnar. Féð notaði Saddam meðal ann- ars til að greiða bætur að and- virði 1,7 milljóna króna til fjöl- skyldna Palestínumanna sem gerðu sjálfsmorðsárásir á Ísra- ela. Þær greiðslur fóru í gegnum bankareikninga í Jórdaníu sem erlend fyrirtæki og einstaklingar greiddu mútur inn á til að eiga ólögleg viðskipti við Íraka. Þingnefndin fjallaði í gær um ásakanir þess efnis að franskur banki hefði hjálpað Íraksstjórn að draga sér fé með því að fylgj- ast ekki nægilega vel með því að greiðslurnar væru fyrir vörur sem hefðu verið afhentar. ■ Bláfjöll eru kjörin fyrir vindmyllur Nú stendur yfir rannsókn á möguleikum á nýtingu vindafls á landinu. Undirlendi Suðurlands og Bláfjöll eru meðal hentugustu svæða á Vestur- og Suðurlandi. Samrekstur vatnsaflsvirkjana og vindaflsvirkjana heppilegur. Malarnám í Ingólfsfjalli: Umhverfisráðuneytið heimilar efnistökuna SKIPULAGSMÁL Umhverfisráðu- neytið hefur heimilað að nýju malarvinnslu á fjallsbrún Ingólfs- fjalls sem Skipulagsstofnun hafði í byrjun september kveðið á um að væri óheimil meðan umhverf- ismats væri beðið. Ráðuneytið telur Skipulagsstofnun hafa laga- heimild til að stöðva starfsemina og er hún því heimil þar til endan- legur úrskurður ráðuneytisins liggur fyrir 29. þessa mánaðar. Magnús Ólason, annar for- svarsmanna Fossvéla á Selfossi sem stundað hefur malarnámið, segir svigrúmið verða nýtt til frekari efnisvinnslu á fjallsbrún- inni, en þar hefur möl verið ýtt niður í eldri námu. Hann telur að umhverfisáhrif malarnámsins hafi verið ofmetin. „Þetta er í rauninni umhverfisvænsta að- gerðin ef út í það er farið. Þetta sést ekki frá veginum eins og rót- ið í hlíðinni,“ segir hann og bætir við að möl hafi verið að þrjóta í námunni í fjallshlíðinni. Mölin hefur verið notuð til fram- kvæmda á Selfossi og telur Magn- ús að nú kunni fyrirtækið í það minnsta að hafa svigrúm til að út- vega möl vegna framkvæmda við Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem séu að hefjast. - óká ORKUMÁL Það mætti minnka uppi- stöðulón í vatnaflsvirkjunum fram- tíðarinnar með því að samreka þær með vindaflsvirkj- unum. Þetta segir Hreinn Hjartar- son, veðurfræð- ingur hjá Veður- stofu Íslands, en á fundi Orkustofn- unar í gær um um nýja möguleika til orkuöflunar var kynnt rannsókn undir hans stjórn á hugsanlegri nýt- ingu vindorku á landinu. Rannsóknum á Suður- og Vesturland er lokið og á næstunni verður unnið að því að klára verkið allt í kringum landið. Hreinn segir að stærstu tegund- ir vindmylla séu sextíu metra háar með um þrjátíu til fjörutíu metra löngum spöðum. „Þetta eru mikil mannvirki,“ segir Hreinn. „Þetta er í líkingu við að setja spaða á Hallgrímskirkjuturn. Þess vegna yrði mikil sjónmengun af þessu og því má reikna með að þetta yrði umdeilt.“ Hann segir Bláfjalla- svæðið tilvalið fyrir vindmyllur miðað við niðurstöðu Veður- stofunnar. Einnig sé slétt undir- lendi Suðurlands kjörið vindmyllu- svæði. Það sé jafnvel hentugra en Bláfjöllin vegna hættu á ísingu þegar ofar kemur í landið. Ein vindmylla af stærstu gerð framleiðir um eitt og hálft mega- vatt. Til samanburðar framleiðir Kröfluvirkjun um 60 til 70 mega- vött. Hreinn segir að jafnan séu reistar nokkrar vindmyllur saman til að auka framleiðsluna. Vindorka er hins vegar óáreiðanleg og því segir Hreinn að það sé árennilegast að reka vatnsaflsvirkjun og vind- aflsvirkjun saman til að auka ör- yggi framleiðslunar. Þá sé helst að treysta á vindorku á veturna þegar lítið sé í uppistöðulónum og fram- leiðsla vatnsaflsvirkjana er í lág- marki. Auk þess sé hægt að fram- leiða virkjanir með minni uppi- stöðulónum ef þær eru samreknar með vindaflsvirkjunum. Þannig megi draga úr áhrifum á náttúruna á viðkvæmum svæðum. Hreinn segir að tækni í nýtingu vindorku þróist hratt um þessar mundir og hún verði sífellt hag- kvæmari. Hann býst því við nokk- urri eftirspurn eftir vindmyllum þegar rannsókninni lýkur. ghg@frettabladid.is Jarðsprengjur: Þúsundir skaðast árlega KAMBÓDÍA, AP Rúmlega átta þúsund manns hið minnsta létust eða slös- uðust af völdum jarðsprengja á síð- asta ári. Þetta er sá fjöldi atvika sem tilkynnt var um en raunveru- legur fjöldi slasaðra og særða getur verið tvöfalt til þrefalt hærri þar sem ekki er tilkynnt um nærri öll atvik, að sögn samtaka sem börðust gegn banni við notkun jarðsprengja. Forsvarsmenn samtakanna, Al- þjóðlegu baráttunnar fyrir banni gegn jarðsprengjum, segja þó mik- inn árangur hafa náðst. Síðan þá hafa 62 milljón jarðsprengjur verið eyðilagðar og 1.100 ferkílómetrar lands verið hreinsaðir. ■ ÁREKSTUR Á AKUREYRI Tveir fólksbílar rákust saman um klukk- an átta í gærmorgun í Þórunnar- stræti á Akureyri. Minniháttar skemmdir urðu á bílunum. Lög- reglan á Akureyri telur að ekki hafi verið keyrt í samræmi við að- stæður en snjór er nokkur. FASTUR Á LÁGHEIÐI Jeppi var dreginn af Lágheiði við Ólafsfjörð. Heiðin er ófær og hefur lögreglan gert Vegagerðinni viðvart. Skilti verða sett upp. Lélegt GSM-sam- band er á heiðinni og erfitt að ganga til byggða komi einhvað upp á. Ökumaðurinn náði að gera lögreglunni viðvart. DVÍNANDI BELTANOTKUN Sjö voru teknir án bílbelta í klukkustundar athugun lögreglunnar á Eskifirði og Reyðarfirði. Lögreglan segir beltisnotkun fara dvínandi. Öku- mennirnir fengu sekt, um 5.000 krónur. ,,Þetta er í líkingu við að setja spaða á Hallgríms- kirkjuturn. Þess vegna yrði mikil sjónmengun af þessu. DANADROTTNING Í JAPAN Margrét Þórhildur Danadrottning og eigin- maður hennar, Hinrik prins, eru í átta daga opinberri heimsókn til Japans. Þau tóku í gær á móti Michiko keisaraynju Japans í móttöku í Tókýó. Segja slökkviliðs- menn í Nes- kaupstað hafa breytt framburði sínum fyrir dómi – hefur þú séð DV í dag? Gjaldþrot blasir við fyrirtæki Baltasars og Lilju Pálma „VEL HEPPNUÐ HROLLVEKJA“ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN „... MÆL[I] MEÐ ÞVÍ AÐ SEM FLESTIR HVOLFI SÉR YFIR BÓKINA Í SKAMMDEGINU, EFTIR AÐ HAFA NEGLT AFTUR SKÁPANA ...“ – Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is „SKYLDUEIGN HROLLVEKJU- AÐDÁANDANS“ – Þorsteinn Mar, kistan.is ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FJALLAÐ UM FJÁRDRÁTT ÍRAKA Vitni hafa verið kölluð fyrir bandaríska þingnefnd sem kannar hversu útbreidd spillingin var. MALARNÁM Í INGÓLFSFJALLI Mölin úr fjallinu er að mestu notuð í fram- kvæmdir og uppbyggingu á Selfossi, en bærinn hefur þanist út síðustu ár. Hart hefur verið deilt á námuna og hún kölluð „svöðusár í andliti Flóans“. BLÁFJÖLL Það mætti beisla gríðarleg mikla orku með því að reisa vindmyllur á fjallgarðinum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 08-09 fréttir 17.11.2004 19.40 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.