Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 22

Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 22
22 Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að hafin verði rannsókn á þróun valds og lýðræðis. Þingmenn allra flokka hafa lýst yfir stuðningi við málið. Hvað viltu rannsaka? Þróun valds og lýðræðis í þjóðfélaginu. Við þurfum að fá sem gleggsta mynd af því hvort þrískipting ríkisvaldsins sé óljós og kanna hvort stoðir lýðræðis og góðrar stjórnskipunar hafi veikst. Þá vilj- um við skoða áhrif fjölmiðla á þróun stjórnmála og þjóðfélagsins, skoða völd embættismanna og hvort völd hafi færst frá kjörnum fulltrúum til fyrir- tækja. Er hægt að fá heildarmynd af þessu? Já. Nágrannaþjóðir okkar gerðu þetta fyrir nokkrum árum síðan. Þeim þótti það nauðsynlegt vegna breytinga í þjóðfélaginu. Mér finnst að það þurfi að gera þetta hér áður en farið verður út í breytingar á stjórnarskránni. Hverjir eiga að rannsaka þetta? Það eru fulltrúar háskólanna sem eiga að meta þetta. Hvenær á rannsókninni að ljúka? Þetta getur tekið þrjú til fjögur ár. Hóp- urinn á að skila okkur skýrslum eftir því sem verkinu miðar fram og því á að ljúka eigi síðar en í janúar árið 2008. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Vald og lýðræði undir smásjánni VALD OG LÝÐRÆÐI SPURT OG SVARAÐ Stjórnarandstaðan krafðist þess á Al- þingi á þriðjudag að Ísland yrði tekið af lista hinna staðföstu þjóða, þeirra þrjá- tíu ríkja sem styðja Breta og Bandaríkja- menn í stríðinu gegn hryðjuverkum. Hvort umræðan náði eyrum ráðherra er álitamál, en enginn þeirra sat í þingsal þegar hún átti sér stað. Formenn allra stjórnarandstöðuflokk- anna vildu sem fyrr að hætt yrði stuðn- ingi við innrás Breta og Bandaríkja- manna í Írak. Þeir segja Ísland bera sið- ferðislega ábyrgð, meðal annars á voða- verkum sem séu framin af herjunum í Falluja þessa dagana. Jón Ormur Halldórsson sagði í pistli sín- um í Fréttablaðinu fyrir nokkru að ástandið í Írak væri ekki furðuleg niður- staða af undarlegum tilviljunum, heldur beinlínis fyrirsjáanleg afleiðing ákvarð- ana sem teknar hefðu verið fyrir hálfu öðru ári síðan á fölskum forsendum og vegna vísvitandi blekkinga manna með pólitíska hagsmuni. Hann spurði, rétt eins og stjórnarandstaðan hefur gert, hvort íslenska ríkið hefði ekki reynt að afla sér upplýsinga frá öðrum en CIA og Pentagon þegar nafn landsins var ritað á listann. Hvaða upplýsingar, hvaða hugsjónir og hvaða hagsmunir hafi komið við sögu? Hann sagði spurningar ekki dónalega hnýsni í prívatmál heldur snúast um hverjir Íslendingar séu sem þjóð og hverjir þeir vilji vera. Stjórnarflokkarnir hafa sagt að þeir telji íslensk stjórnvöld ekki hafa verið í stakk búin til að véfengja upplýsingar banda- rískra yfirvalda þegar þeir skrifuðu sig á lista hinna staðföstu þjóða. Þeir hafa sagt að málið sé í skoðun. Í fyrstu ræðu Davíðs Oddssonar sem utanríkisráðhenna á setningu þingsins staldraði hann meðal annars við ástandið í Írak. Hann ítrekaði að ís- lensk stjórnvöld væru enn þeirrar skoðunar að rétt hefði verið ráðast inn í landið og fullyrti jafnframt að mikið hefði áunnist í endurreisnar- starfi þrátt fyrir að ýmis ljón hefðu verið í veginum. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði við sama tilefni að dragi ríkisstjórnin þjóðina af listanum gefi hún yfirlýs- ingu um að hún sé á móti uppbygg- ingu í Írak. Davíð benti á í ræðu sinni að fjölþjóðaherinn í Írak væri í um- boði Sameinuðu þjóðanna. Fróðlegt væri að vita hvort siðferðisleg ábyrgð hinna staðföstu þjóða væri önnur fyrir vikið. Íslendingar staðföst þjóð FBL GREINING: STUÐNINGUR VIÐ INNRÁSINA Í ÍRAK 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL Steinar Berg Björns- son hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum í 22 ár, þar af áratug í yfirmannsstöðu friðargæslu Sam- einuðu þjóðanna. Síðasta verkefni hans var í Sierra Leone, þar sem hann var forstjóri fyrir rekstri friðar- gæsluliðsins.Frá því að hann hóf störf segir hann að mikil breyting hafi orðið á starfi friðargæslunnar. „Fram til 1988 er friðargæslan, til þess að gera, ein- föld. Þeir sem berj- ast koma sér saman um vopnahlé, þá koma Sameinuðu þjóðirnar inn með misþungvopnaðan her og halda þessum aðilum frá því að berjast.“ Hann segir starfsemina hafa verið tvískipta. Annars veg- ar voru það hermenn og hins veg- ar borgaralegir starfsmenn sem sáu um stuðing; ráku fjármál, starfsmannamál og birgðir. Breiðara starf friðargæslu Í byrjun tíunda áratugarins hafi það svo gerst að yfirmaður friðar- gæslunnar hafi breyst úr því að vera herforingi í því að verða póli- tískur leiðtogi. „Þetta verður heldur meira pólitískt starf; mannréttindi, mannúðarmál og síðan er farið að þjálfa lögreglu. Það er ekki bara verið að bíða eft- ir að aðilar fari að vinna saman, heldur er farið að byggja upp þjóðfélagið.“ Fjármögnun til frið- argæslu hafi einnig stóraukist á þessu tímabili, frá 400 til 500 milljónum dollara á ári í 3.000 dollara á ári. Starf friðargæslunn- ar hófst árið 1948 þegar friðar- gæslulið fór til Jerúsalem að passa upp á vopnahlé. Þar sem friðarsamningar hafa ekki tekist starfar liðið þar enn. Síðan þá hef- ur rúm milljón manns starfað við friðargæslu, bæði starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, hermenn og heimamenn. „Að halda friðinn er ekki auðvelt. Það byrjar allt á því að fólk virðir ekki lögin. Þegar það gerist að fólk hættir að virða lögin, þá fer allt til fjandans.“ Lok verkefna Til að friðargæslulið fari frá ríki og starfi hennar teljist lokið segir Steinar að friðarsamningar þurfi að liggja fyrir. „Þá þarf að vera löglega kjörin ríkisstjórn sem sýnir það að hún ráði þjóðfélag- inu, geti haldið uppi menntun og lögum og reglu. Þá á friðargæslan að fara heim.“ Stundum hefur þetta tekist, en stundum ekki. Friðargæslan fór til dæmis frá Haiti, en síðar kom í ljós að for- setinn réð ekki við að halda við friði og því er önnur sveit friðar- gæslu nú komin til landsins. Á stundum hafa störf friðargæsl- unnar verið gagnrýnd og segir Steinar að það sé auðvitað margt sem mætti gera betur. Sameinuðu þjóðirnar séu þó ekki meira en ákvarðanir aðildarríkjanna og oft skorti á pólitískan vilja til að leggja til mannskap eða fjármagn sem til þarf til að friðargæslan geti náð þeim markmiðum sem henni er sett. Íslensk aðild Mjög hefur verið deilt um þátt- töku Íslendinga í friðargæslu NATÓ í Afganistan, sérstaklega vegna deilu um hvort þeir Íslend- ingar sem þar eru séu hermenn eða borgaralegir starfsmenn. Steinar er á því að það sé skylda Íslands, sem fullvalda þjóðar, að taka þátt í friðargæslu. „Við get- um ekki haldið áfram að leyfa þjóðfélögum að brotna niður eins og Afganistan hefur gert. Við get- um líka hugleitt að 60-80% af öll- um eiturlyfjum á Vesturlöndum koma frá Afganistan, getum við sætt okkur við það til frambúðar? Alþjóðasamfélagið hefur ákveðin verkefni. Við getum haft einhver áhrif á þau, en slík áhrif eru voða- lega lítil. En ég held að þau verk- efni sem við erum að glíma við, þau eru öll gild.“ Munur á friðargæslu NATÓ og SÞ Steinar tekur undir það að ís- lensku friðargæsluliðarnir séu ekki borgaralegir starfsmenn, heldur hermenn. „Þetta er munur- inn á milli NATÓ og Sameinuðu þjóðanna. Ef SÞ væru með þessa friðargæslu, hefðum við getað sent menn þarna inn sem borgara- lega friðargæsluliða í staðin fyrir að gera þá að hermönnum. En NATÓ er ekki með strúktúr til að taka við slíku. Ég held að það sé rangt að gera þá að hermönnum, en það er rétt af okkur að taka þátt í þessu samstarfi.“ Hann bæt- ir því við að það eigi ekki að blanda því saman að senda menn og afhenda þeim byssur og taka þátt í friðargæslu. Þátttaka okkar á því sviði geti verið á margvís- legan hátt. Nú er rúmur tugur Ís- lendinga sem starfar við friðar- gæslustörf fyrir Sameinuðu þjóð- irnar og segir Steinar að við gæt- um aukið það starf með því að setja saman ýmsa vinnuhópa til að senda á vettvang. Hann nefnir sem dæmi að þegar hann var í Si- erra Leone hafi Þjóðverjar sent vinnuhóp til að gera við rafstöð, sem var mjög þýðingarmikið starf. Slíkir borgaralegir vinnu- hópar séu dæmi um starf sem Ís- lendingar geti tekið þátt í. Steinar Berg mun halda erindi klukkan 17 í dag í miðstöð Sam- einuðu þjóðanna á Íslandi að Skaftahlíð 24 um upphaf, þróun og horfur friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. svanborg@frettabladid.is 4,2% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Skylda Íslands að taka þátt í friðargæslu Í starfi Steinars Bergs Björnssonar hjá friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í rúman áratug segir hann margt hafa breyst. Friðargæslan sé nú mun betur í stakk búin til að taka að sér fjölbreyttari verkefni en áður í uppbyggingarstarfi. „Ef SÞ væru með þessa friðargæslu, hefðum við getað sent menn þarna inn sem borgaralega friðargæslu- liða í staðinn fyrir að gera þá að her- mönnum. En NATÓ er ekki með strúktúr til að taka við slíku.“ STEINAR BERG BJÖRNSSON „Að halda friðinn er ekki auðvelt. Það byrjar allt á því að fólk virðir ekki lögin. Þegar fólk hættir að virða lögin, þá fer allt til fjandans.“ 22-23 (360 gr) 17.11.2004 20.01 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.