Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 26

Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 26
18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR26 Þjóðarsátt?! Aðgengi að fyrsta flokks net- aðgangi er grundvallaratriði þegar kemur að vali fólks á bú- setu. Sé ekki um að ræða aðgang að háhraða nettengingu er byggð- in annars flokks og ekki sam- keppnishæf við þær sem búa betur að þessu leyti. Í ljósi þess hvernig samfélagið hefur þróast hlýtur það að teljast til grunn- þarfa í samfélaginu að hafa kost á góðri nettengingu enda miðast þjóðfélagið við það. Þarna hafa stjórnvöld brugðist skyldu sinni á meðan þjóðareignin, Síminn, fjár- hættuspilar með fé almennings í áhættufjárfestingum. Yfir 22.000 Íslendingar hafa ekki aðgang að háhraða netteng- ingu og eru þar með án tækifæra til að nýta sér möguleika fjar- skiptabyltingarinnar. Þessar töl- ur koma fram í svari samgöngu- ráðherra við fyrirspurn minni um málið. Þar með er íbúum þessara byggðarlaga haldið frá raunveru- legri þátttöku í þjóðfélaginu, fjar- námi, fjarvinnslu og öllu viðun- andi aðgengi að möguleikum og tækifærum sem netið og upplýs- ingatæknin gefur kost á. Um er að ræða dreifbýlið og smærri byggðarlög sem Síminn sér ekki hagnaðarvon í að tryggja aðgang að háhraða nettengingu. Þetta mál snertir ekki bara íbúa dreifbýlisins og smærri byggðar- laga, heldur ekki síður þær tug- þúsundir Íslendinga sem eiga annað heimili í sumar- og heils- árshúsum úti um allt land. Síminn er hins vegar haldinn þeirri nauðhyggju að hann sé ekki þjónustufyrirtæki íslensku þjóð- arinnar heldur harðsvírað gróða- fyritæki. Á meðan ríkisvaldið hristir ekki upp í fyrirtækinu og skikkar til aðgerða er ekki breyt- inga að vænta. Á dögunum lagði ég fram þingsályktunartillögu á Alþingi til að breyta þessu. Hún fjallar um að Alþingi feli samgönguráð- herra að undirbúa frumvarp til laga sem tryggi að allir lands- menn eigi kost á háhraða netteng- ingu óháð búsetu. Háhraða nettenging flokkast sem grunnþjónusta í nútímasam- félagi rétt eins orkuveita og síma- þjónusta. Síminn metur það svo að ekki sé arðvænlegt að leggja ADSL-tengingar í byggðarlögum þar sem íbúar eru færri en 150. Gróðasjónarmiðin ráða för en kjarni málsins er sá að það er skylda samfélagsins að tryggja öllum Íslendingum háhraða nettengingu óháð búsetu. Án þess er ekki um að ræða jafnstöðu við aðra um þátttöku í nútímasam- félagi. Stjórnvöld eiga þess t.d. kost að skylda Símann til að veita, eða hafa milligöngu um að veita, slíka þjónustu eða gefa fjarskiptafyrir- tækjunum kost á að bjóða í slíkan þjónustu pakka. Á meðan svo er að mikill fjöldi Íslendinga býr ekki við háhraða- tengingar og góðan aðgang að upplýsingahraðbrautinni eru byggðir þeirra ekki að fullu keppnishæfar þegar kemur að vali fólks og fyrirtækja til bú- setu. Byggðirnar eru annars flokks í þessu tilliti og íbúum þeirra er mismunað af hálfu sam- félagsins. ■ Netaðgangur og nauðhyggja Símans BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR UMRÆÐAN UM SKYLDUR SÍMANS AÐ TRYGGJA ÖLLUM LANDSMÖNNUM HÁHRAÐATENGINGU Ríkisstjórn Halldórs Ásgríms- sonar hefur bundið enda á verk- fall grunnskólakennara með furðulegum klunnahætti og rík ástæða er til að óttast að eftir- leikurinn muni skaða skólastarf í landinu enn frekar en orðið er. Þeir kennarar sem á annað borð treysta sér til að snúa aftur til starfa munu gera það niður- brotnir og særðir eftir harðvít- uga baráttu og miklar fórnir. Verst er að lítið útlit er fyrir að vonir þeirra um réttmætar kjarabætur muni rætast á næstu misserum. Sá dómstóll sem á að ákveða kjör þeirra til ótiltekins tíma er bundinn af fyrirmælum um að hækka ekki laun þeirra umfram það sem almennt gerist. Hvað réttlætir að þessi stétt, sem flestir viðurkenna að hefur með höndum eitt mikilsverðasta hlutverkið í okkar samfélagi, skuli meðhöndluð með þessum hætti? Hefur þetta fólk ruðst fram fyrir aðra að jötunni? Eru stjórnvöld að halda aftur af ein- hverjum frekjulýð sem fer of- fari í kröfum sínum? Þeim er telja að sú sé raunin er hollt að kynna sér skýrslu OECD um stöðu menntunar í aðildarlönd- unum (Education at a Glance, 2004) en þar er að finna merki- legar vísbendingar um kjaralega stöðu kennara í hinum ýmsu löndum. Samanburðurinn gildir fyrir árið 2002. Sá mælikvarði sem notaður er setur laun grunnskólakennara með 15 ára starfsaldur í samhengi við lands- framleiðslu á íbúa. Er skemmst frá því að segja að af 28 þjóðum er Ísland í 27. sæti. Aðeins Sló- vakía er neðar. Meðaltalið fyrir þjóðirnar 28 er 1,33 en gildið fyrir Ísland er 0,68. Meðaltalið fyrir hin Norðurlöndin er 1,08. Hvað segir þetta okkur? Svarið er einfalt. Ísland er það land inn- an OECD sem metur störf kenn- ara lakast, að maður segi ekki smánarlegast. Munurinn á okkur og þeim löndum sem við ættum helst að bera okkur saman við er hreint út sagt hrikalegur. Mæli- kvarðinn er grófur, satt er það, en sama er hvaða fyrirvarar eru settir. Íslenskir grunnskólakenn- arar eru augljóslega settir skör lægra en kollegar þeirra í öðrum löndum. Og þar skulu þeir vera eða hvað? Helstu rökin fyrir þeirri ósveigjanlegu afstöðu Launa- nefndarinnar að koma ekki meira til móts við kröfur kenn- ara eru að nauðsynlegt sé að tryggja jafnvægi á vinnumark- aði og halda aftur af verðbólgu. Fái kennarar hækkanir umfram aðra muni ASÍ og allir hinir krefjast hins sama. Ég skal nú verða síðastur manna til þess að mæla gegn því að fólkið á lægstu kauptöxtum fái ríflegar hækk- anir, held reyndar að það sé löngu tímabært. Það væri athug- andi fyrir ASÍ að gera könnun á því hvar t.d. afgreiðslufólk í stórmörkuðum stendur kjara- lega samanborið við kollega sína í öðrum löndum. Ég yrði ekki undrandi þó að útkoman yrði svipuð og hjá kennurunum. Íslenska þjóðin er rík. Sú lág- launastefna sem viðgengst gagn- vart hluta hennar er í því ljósi skammarleg. Þetta skilja til allr- ar hamingju fjölmargir launa- greiðendur á hinum almenna markaði og telja sig því ekki skuldbundna að njörva sitt fólk við lægstu taxtana. Opinberir aðilar horfa hins vegar mjög til lágu taxtanna og líta á þá og hreyfingu þeirra sem fullgilda viðmiðun. Um þetta á svo að heita að sé þjóðarsátt. Kennarar eiga ekki að gjalda þess þó að lít- ið hafi gengið í því að tryggja hluta launafólks mannsæmandi kjör og bundnir séu í samning- um taxtar svo lágir að dugi eng- um til framfæris. Þrátt fyrir að útlitið sé dökkt ætla ég að leyfa mér að vona að þeir sem fjalla um laun grunn- skólakennara, hvort sem það eru samninganefndir eða dómarar, beri gæfu til að lenda þessu máli þannig að friður og sátt náist til frambúðar. Annað er í raun óafsakanlegt gagnvart börnun- um okkar. ■ HÁLFDÁN ÖRLYGSSON AÐSTOÐARSKOLAMEISTARI VMA Ísland er það land innan OECD sem metur störf kennara lakast, að maður segi ekki smánar- legast. Munurinn á okkur og þeim löndum sem við ætt- um helst að bera okkur saman við er hreint út sagt hrikalegur. ,, SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. 26-71 Umræða (26-27) 17.11.2004 14:41 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.