Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 29

Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 29
3FIMMTUDAGUR 18. nóvember 2004 w w w .d e si g n .is @ 2 0 0 4 Ármúla 31 • S. 588 7332 • www.i-t.is Fjölbreytt úrval N†TT ba› fyrir jólin! Ver› kr. 94.300,- stgr Ba›innrétting, breidd 85 cm. Gegnheil Hnota. Innifali› í ver›i: Spegill, ljós, postulínshandlaug, blöndunartæki og skápahöldur. Opi› virka daga frá kl. 9-18 Opi› laugardaga frá kl. 10-14 „Sjón er svo sannarlega sögu rík- ari. Við tókum sýningaraðstöðuna okkar nýlega í gegn og gerðum hana enn glæsilegri. Þar erum við með fullt af nýjum lausnum sem fólk verður endilega að kíkja á til að sjá hvað þetta eru góðar lausn- ir,“ segir Alex Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Hegas ehf. heild- verslunar á Smiðjuvegi 1 í Kópa- vogi. „Við erum í raun og veru að sýna fólki hluti sem það hélt að væru ekki til. Fólk hefur komið inn til okkar og viljað kaupa heilu mublurnar en við seljum því miður bara íhlutina. Þetta eru allt mjög nýjar og ferskar vörur og við höfum fundið fyrir góðum undirtektum. Við bjóðum til dæmis upp á barnaöryggislæs- ingar, skúffur sem ná alveg niður í sökkul, sjálflokun á skúffum, fellihurðir og ótal margt fleira. Þetta er líka allt mjög smart. Við skreytum síðan innréttingarnar okkar með næturlýsingu sem hefur ekki verið á boðstólum hér á landi til þessa,“ segir Alex en Hegas býður líka upp á nýjar lausnir fyrir skrifstofurými. „Í staðinn fyrir þessar hefðbundnu skrifborðsskúffur sem allir þekkja bjóðum við upp á skúffur sem snúa í raun upp á endann. Þar er hægt að geyma skrár, fis- tölvu og geisladiska svo eitthvað sé nefnt.“ Alex er bjartsýnn á framtíðina í þeim lausnum sem Hegas býður upp á en verslunin hefur lagt áherslu á að vera alltaf með það nýjasta. „Það hafa verið miklar nýjungar á markaðinum undan- farna mánuði og því tókum við sýningaraðstöðuna okkar í gegn. Til að vera í takt við tímann.“ lilja@frettabladid.is Lausnir sem ekki hafa sést áður Hegas ehf. heildverslun býður upp á fjöldann allan af rýmislausnum fyrir bæði skrifstofu og eldhús sem henta mörgum. Axel Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Hegas ehf., er að vonum stoltur með nýju sýningaraðstöðuna. 28-29 heimili ofl (02-03) 17.11.2004 14:24 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.