Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 34

Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 34
Hattar í tísku Meira upp á punt en til að halda hita. Þó að við búum við skrýtið veður og upplifum oft allar árstíðirnar á einum klukkutíma eru hattar í tísku. Auðvitað eru þeir meira upp á punt en til að halda hita á kollinum og víst er að þeir eru smart. Allar stærðir og gerðir og í hvaða lit sem er. Þennan hatt á myndinni er að finna í Accessorize og passar hann vel í hattatískuna þar sem hann er bæði fallegur á litinn og skemmtileg tísku- næla prýðir hann. Hann kostar 3.150 krónur. 8 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR HRUND Snyrtistofan Grænatúni 2 200 Kópavogi Sími 554 4025 Jólastemmning hjá Snyrtistofunni Hrund í kvöld kl. 20-22. Sérfræðingur frá CLARINS veitir ráðgjöf um förðun og umhirðu húðarinnar. 15% afsláttur af öllum vörum. Glæsilegar gjafir ef bókuð er meðferð fyrir 10. desember. LK 146 € 26,- Kautschukband Ø ca. 2 mm ca. 42 cm G 7 791 € 9,- Schlangenkette Ø ca. 2 mm ca. 4 2 cm G 8 97 7 € 18 ,- Lokkar Men Hringar Verð frá kr. 2100 Silfurskartgripir -Bjartir og fallegir Hugmynd komið í verk Lagerfeld í H & M Hönnun Lagerfelds vekur mismikla lukku. Í París í Frakklandi stóðu hund- ruð manns í röð frá sex um morg- uninn til að næla sér í Karl Lager- feld hönnun í Hennes og Mauritz í síðustu viku. Þar seldust galla- buxur og bolir eftir þennan heims- fræga hönnuð upp á örskotstundu. Annað var uppi á teningnum í London þar sem fjórar manneskj- ur læddust inn í verslunina þegar hún opnaði og vissi hreinlega ekki af hönnun Karls Lagerfelds. Talsmaður Hennes og Mauritz sagði Lundúnarbúa einfaldlega of tortryggna á að stórt nafn eins og Lagerfeld ynni með ódýrri versl- un. Á meðan er Lagerfeld í guða- tölu í Frakklandi eftir tvo áratugi af velgengni Channel. Lager- feld þarf því ekki að óttast og getur unað sæll við sitt. Hatturinn í Accessorize er fallega bleikur og vekur athygli. Hér sést Lagerfeld ásamt einni af fyrir- sætum sínum. Ásdís Jóelsdóttir kennir fatahönnun hjá Mími-Símenntun og hefur gert til fjölda ára. Í dag þegar framboð af ódýr- um fatnaði hefur aukist til muna telst það til undantekn- inga að konur sitji heima og saumi föt á fjölskylduna. Hinsvegar virðist aðsókn á námskeið í fatahönnun og saumaskap ekki hafa minnk- að með árunum, heldur auk- ist ef eitthvað er. „Þátttakendur sækja námskeiðið af ýmsum ástæðum, hvort heldur til að fá reynslu eða að undirbúa sig fyrir nám, hanna föt sem eru öðruvísi eða vegna þess að þau snið sem bjóðast í verslunum passa ekki,“ segir Ásdís Jóels- dóttir sem kennir námskeið í fata- hönnun hjá Mími-Símenntun. Sjálf hefur hún fengist við fata- og gluggatjaldahönnun og kennir fata- og textílhönnun í framhalds- skóla. „Aldursdreifing á námskeiðinu er mikil og eru hérna konur frá 15 ára aldri og upp úr. Allt eru þetta konur sem hafa gaman af því að skapa sem er forsenda allrar hönnunar,“ segir Ásdís og bætir við að mikill áhugi á fatahönnun sé nú í grunnskólum sem dregur að yngri konur. „Áður fyrr voru þetta konur upp úr þrítugu sem voru jafnvel mikið að sauma fatnað á fjölskylduna,“ segir Ásdís sem tekur þó ekki undir þá skoðun að það sé orðið svo dýrt að sauma eigin fatnað að það borgi sig ekki. „Maður getur sparað heilmikla peninga, sérstaklega á litlum og einföldum flíkum eins og pilsum og buxum,“ segir Ásdís auk þess sem hún segir að fólk sem læri að hanna og sauma föt sjálft verði meðvitaðri neytendur því það öð- list þekkingu á efni og sauma- skap. „Þátttakendur eru einstaklega áhugasamir og fullir af orku og hugmyndaríkir og eru þetta yfir- leitt allt duglegar konur,“ segir Ásdís, en kvenfólk sækir mest þetta námskeið þó svo að einstaka karlmaður hafi týnst inn. „Engin þörf er á einhverri reynslu áður en komið er á nám- skeiðið þó þekking á grundvallar- saumaskap hjálpi að sjálfsögðu til,“ segir Ásdís. Á námskeiðinu er notast við tilbúin grunnsnið af ýmsum stærðum, og leitast við að nota þau til að hanna hvað það sem manni dettur í hug. „Þetta er fyrst og fremst hugmyndvinna sem er viss hugarleikfimi þar sem maður tekst á við að leysa verkefnið að koma hugmynd í verk,” segir Ásdís. Hún vinnur nú að bók um fata- og híbýlahönnun sem kemur út eftir áramótin hjá Eddu útgáfu en hún hefur ekki gefið henni titil ennþá. „Það kem- ur fljótlega,“ segir hún að lokum. kristineva@frettabladid.is Á FÖSTUDÖGUM Uppskrift að góðri matarhelgi Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins 34-63 tíska ofl (08-09) 17.11.2004 14:20 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.