Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 36

Fréttablaðið - 18.11.2004, Page 36
Reynir Traustason, frétta-stjóri DV, mun taka viðritstjórn glanstímaritsinsMannlífs af Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur sem er á leið í barnseignarfrí. Reynir vildi ekki staðfesta þetta í samtali við F2 en samkvæmt heimildum blaðsins mun hann taka við starf- inu um næstu mánaðarmót. Steinar Lúðvíksson, aðalrit- stjóri Fróða, vildi heldur ekki staðfesta ráðningu Reynis en sagði að það myndi skýrast um eða eftir helgi hver tæki við af Gerði Kristnýju. Að sögn Steinars hafa margir sótt um ritstjórnarstarfið en það sé trúnaðarmál hverjir um- sækjendurnir eru. Margir hafa verið orðaðir við starfið síðustu mánuði. Steingrími Ólafssyni, kynningarfulltrúa Fróða, var með- al annars boðið starfið en hann af- þakkaði. Reynir Traustason hefur starf- að við fjölmiðla um langt skeið en áður starfaði hann við útgerð. Reynir hefur einnig skrifað nokkr- ar bækur, þar á meðal Linda - Ljós og skuggar, um lífshlaup Lindu Pé, og ævisögu Sonju De Zorilla. Að sögn Steinars mun Gerður Kristný snúa aftur til starfa að barnsburðaleyfi loknu en hún hef- ur ritstýrt Mannlífi í nokkur ár. ● Reynir Traustason Hann tekur við ritstjórnarstarf- inu um mánaðarmót. Söngkonan Þórunn AntoníaMagnúsdóttir virðist heldur bet- ur vera farin að vekja athygli í Bret- landi þar sem hún starfrækir hljóm- sveit sína The Honeymoon. Í tískublaðinu Style, sem fylgir The Sunday Times frá 14. nóvember, má finna risamynd af Þórunni þar sem hún talar um tískustraumana sem hún fylgir eftir. Þar segir hún meðal ann- ars: „Ég versla reglulega í Oxfam (se- cond-hand verslun). Ég veit hvernig ég er í vextinum. Ég veit hvað virkar.“ Tvö ár eru liðin frá því að Þórunn Antónía flutti til Bretlands eftir að hafa undirritað plötusamning við BMG-útgáfuna. Hún ákvað að freista gæfunnar og fór út með tvær hendur tómar. Það var svo í gegnum upptöku- stjórana The Away Team sem hún komst í samband við lagahöfundinn Wayne Murray. Saman mynda þau dúettinn The Honeymoon. Fyrsta breiðskífa þeirra, Di- alogue, kom svo út í Bretlandi fyrir skemmstu, og svo loks á Ís- landi í vikunni. The Honeymoon er nú á tónleikaferðalagi um Bretland ásamt Darreyn Hayes, sem áður var í Savage Garden. Ferðalagið mun standa til 27. nóvember en fyrsta smáskífa sveitarinnar, Truth Hurts, verð- ur gefin út í febrúar. Þeir sem eru á ferðalagi um Bret- land geta séð Þórunni Antoníu og The Honeymoon í Nottingham Royal Center á föstudag, Newcastle City Hall á laugardag, Glasgow Academy á sunnudag, Bristol Colston Hall á þriðjudag, Sout- hampton Guildhall miðvikudag, Wolverhampton Civic á fimmtudag en síðustu tónleik- arnir verða í Ipswich Regent laugardaginn 27. nóvember. F2 er vikurit sem fylgir Fréttablaðinu á fimmtudög- um. Útgefandi Frétt hf. Ritstjórn: Jón Kaldal Höfundar efnis í þessu hefti Borghildur Gunnarsdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Hjálm- arsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Sigríð- ur Dögg Auðunsdóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir. Hönnun Jón Óskar Hafsteinsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 550 5000 Netfang: f2@frettabladid.is Auglýsingar Auglýsingadeild Frétta- blaðsins, Jón Laufdal / jonl@frettabla- did.is / 515 7584 / 899 0797 Forsíða Íslenskir karlmenn eru að kikna undan hefðum fortíðar og kröfum nú- tímans. Sá úttekt bls. 14. Forsíðumynd Halldór R. Lárusson. Þetta og margt fleira 4 Persónuleg húðflúr 6 Þingheimur dreginn í dilka 8 Göturnar í lífi Þóru Sigurðardóttur 10 Edduklæði dæmd og vegin 12 Viðtal: Forréttindi fyrir fótboltafíkil Óskar Hrafn Þorvaldsson ræðir við Eggert Magnússon. 14 Úttekt: Ráðvilltir nútímamenn Freyr Gígja Gunnarsson skrifar. 18 Baðherbergisdraumar. 20 Villibráð og eðalvín 22 Karl Lagerfeld hannar fyrir H & M 24 Það sem ber hæst framundan 26 Sigfús Bjartmarsson er ljóð- skáld og verðbréfagutti F2 2 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Morgunmatur Heimagert „boozt“, létt, hollt. Blönduð, frosin ber úr pakka, syk- urlaust vanilluskyr.is og ísmolar, beint í blandarann og þú hefur daginn í hendi þér. CD Mugimama - Is This Monkey Music? Mugison,Heldur út- gáfutónleika á Nasa á fimmtudag. Skyldu- mæting. Lesefni Sakleysingjarnir eftir Ólaf Jó- hann. Spennandi saga um spennandi fólk eftir spennandi höfund. Síðdegiskaffi Kaffi og vöfflur á Apó- tekinu. Sjónvarp/föstudagur Nigella gerir elda- mennsku að hreinni ástríðu og kyndir undir hinum ýmsu löngunum. Sjónvarp/laugardag- skvöld Laugardags- kvöld með Gísla Marteini. Ekki vegna Gísla... heldur Harry Belafonte og Jagú- ar. Útvarp Morgunleikfimin alla virka daga klukkan 9:50. Kvöldhressing Rauðvínsglas og pipar- kökur - fullkomin samsetning. Drykkur Ískaldur tómatsafi með klök- um. Með eða án vodka... Hádegismatur Smáréttadiskur á Yndis- auka í bókabúðinni Iðu í Lækjargötu. Bíó Sky Captain and the World of Tomorrow. Flottar brellur og frábærir leikarar, Jude Law, Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie. Gönguferð Fjöruferð á Ægisíðuna í híf- andi roki og helst kafaldsbyl hressir bet- ur en nokkuð annað. Skyndibiti Beygla með rjómaosti og reyktum laxi úr Reykjavík Bagel Company á Laugaveginum. Stund milli stríða Bíltúr umhverfis Hafravatn á fallegum degi. Undarleg til- finning að setjast upp í bílinn sinn í há- deginu eftir erilsaman morgun í vinn- unni og vera kominn út í sveit innan tíu mínútna. velurF2 Hjalti á að leika Erlend Í síðustu viku spurði F2 lesendur hver ætti að leika rannsóknarlög- reglumanninn Erlend Sveinsson í fyrirhugaðri kvikmyndagerð á Mýrinni eftir Arnald Indriðason. Erlendur er einhver ástsælasta sögupersóna íslenskara bókmennta í seinni tíð og því ekki lítið mál að ákveða hver á að túlka hann á hvíta tjaldinu. Gátu lesendur valið með sms-kosn- ingu milli þriggja valinkunnra leikara: Hjalta Rögnvaldssonar, Theodórs Júlíussonar og Pálma Gestssonar, en allir búa þeir yfir ákveðnum kostum sem henta vel í hlut- verk rannsóknarlögreglumannsins lífsleiða. Niðurstöður kosningarinnar voru nokkuð afgerandi því ríflega helmingur eða 52 prósent þátttakenda fannst Hjalti vera rétti kandídatinn í rulluna, 38 prósent kusu Theodór og 10 prósent Pálma. Reynir Traustason tekur við Mannlífi Rannsóknarblaðamaður ritstýrir glanstímariti The Honeymoon Í Style Þórunn Antonía fær mikið pláss í Style, fylgiriti The Sunday Times. Þórunn Antonía vekur athygli 02-03-F2 17.11.2004 14:32 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.