Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 53

Fréttablaðið - 18.11.2004, Side 53
Fullkomlega ónauðsynlegt Hin undraverða tækni hefur afrekað ótrúlega hluti sem við gætum ekki hugsað okkur að vera án. En hún hefur líka þróað sumt sem við neyð- umst til að setja ákveðið spurningar- merki við. Er til dæmis nauðsynlegt að sofa með tæki sem lætur mann vita hvort verið sé að njósna um mann? Ísskápur með sjónvarpi og út- varpi: Það er ótrúlegt að svona skuli ekki vera á hverju heimili! Nú þarf maður ekki að hafa áhyggjur af að missa af neinu, þegar maður nær sér í kókið og snakkið. Sjón- varpið er í hurðinni á ís- skápnum. Sjálfvirk ryk- suga: Hjón eða pör þurfa ekki lengur að rífast yfir hver á að ryksuga. Þessi ótrúlega ryksuga gerir það bara sjálf. Hún er með innbyggða skynjara sem koma í veg fyrir að hún rekist á veggi eða fari fram af stigabrúninni. Svo sannarlega hjóna- bandsbjargvættur. Njósnavörn: Nú þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að einhver sé að njósna um þig. Njósnavörnin lætur þig vita ef ein- hver er að hlera eða kvikmynda þig. Tilvalið fyrir Íslendinga sem geta ekki þverfótað fyrir leyniþjónustum. F219FIMMTUDAGUR 18. nóvember 2004 Englaborð eftir Christian Strand. Bara hugsunin um engil skapar innri ró. Stólar eftir Christian Flindt. Litríkir ráðstefnustólar sem hægt er að renna saman. Sambræðingur eftir Ditte Hammerström. Sófi, borð, hilla og lampi, allt í einni einingu. Nýverið var opnuð sýning á verkum 35 ungra danskra hönnuða í Dansk Design Center. Þessi sýning er eins og hátískan sem sýnd er í París, þetta er það sem skal vinna út frá. Þessir 35 hönnuðir fengu 6 mánuði til þess að hanna ný húsgögn og er afraksturinn sýndur á þessari sýningu. Þeir unnu í nánu samstarfi við framleiðendur eins og Erik Jörgensen og PP möbler sem gefur ungum hönnuðum byr undir báða vængi því danskir framleið- endur hafa nánast verið ófáanlegir til þess að framleiða nýja hönnun sem ekki er hægt að rekja til gömlu frumherjanna. Því má segja að nýtt tímabil sé í burðarliðnum í danskri hönnun þar sem ungir danskir hönnuðir sækja innblástur sinn í myndlist í stað Arne Jackobsen og Karl J. Wegner. Áhrif frá myndlist einkenna nýja húsgagnahönnun Danskir hönnuðir kveðja fortíðina 18-19-F2 17.11.2004 13:26 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.