Fréttablaðið - 18.11.2004, Síða 64

Fréttablaðið - 18.11.2004, Síða 64
[ KAUPMANNAHÖFN ] Buxnadagar hjá GreenHouse Buxnadagar eru nú hjá GreenHouse í Rauðagerði 26 og þýðir það 25% afslátt af öllum buxum. Þar er aðeins opið þriðjudaga frá 13-19 og laugardaga frá 10-14.[ ] Ferðaskrifstofan Stúdentaferðir er sennilega fremst í flokki þeirra ferðaskrifstofa sem bjóða upp á óvenjulegar ævintýraferðir á mjög viðráðanlegu verði. Stúd- entaferðir urðu til fyrir þremur árum við samruna Ferðaskrif- stofu stúdenta og fyrirtækisins Vistaskipti og nám. Viðskiptavin- irnir eru, eins og nafnið gefur til kynna, að miklu leyti námsmenn og ungt fólk sem tekur sér hlé frá námi til að skoða heiminn. „Vin- sælustu ferðirnar þessa dagana eru starfsþjálfunarferðir,“ segir Hulda Stefánsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Stúdentaferða. „Þá fer fólk fyrst í málanám og undir- búning og svo að vinna á hótelum og veitingahúsum. Svo er líka vin- sælt að ferðast um Suður- og Mið- Ameríku og fara í málaskóla og læra spænsku á ólíkum stöðum í ferðinni. Áhuginn á sjálfboða- störfum og ævintýraferðum er alltaf að aukast. Sjálfboðastörfin eru í Kosta Ríka, Gvatemala, Perú og Suður-Afríku og eru þau til dæmis hjá Rauða krossinum og oft við að aðstoða börn sem búa á götunni. Þá er farið frá Íslandi í málanám og undirbúning og á meðan á því stendur er fundið verkefni fyrir sjálfboðaliðana. Lágmarksdvalartími er 12 vikur en flestir finna sig svo vel í þess- um ferðum að þeir vilja fram- lengja dvölina. Við höfum einnig sent fólk til Suður-Afríku í þriggja til fjögurra mánaða vinnu sem lýkur á gönguferð um villi- slóðir. Við hvetjum fólk alltaf til að gera sem mest úr ferðinni á þessar fjarlægu slóðir.“ Hulda hefur sjálf ferðast og dvalið erlendis svo hún þekkir það af eigin raun. „Ég fór sjálf sem au-pair en á eftir að fara í ævintýraferð. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég myndi frekar vilja fara í ævintýraferð til Asíu eða um Mið-Ameríku, hvort tveggja heillar mig mjög.“ Hulda vill að lokum taka fram að ævin- týraferðirnar eru fyrir alla, ekki bara ungt fólk og námsmenn. „Þó við séum Stúdentaferðir þá bjóðum við upp á spennandi ferð- ir fyrir alla, ekki bara stúdenta.“ Nánari upplýsingar um það sem er í boði hjá Stúdentaferðum má finna á heimasíðunni exit.is. ■ Jólasigling með Smyrli Smyril-line er með jólatilboð á sigling- um til Færeyja, Hjaltlandseyja eða Dan- merkur. Verðið er 11.400 á mann mið- að við fjögurra manna fjölskyldu og bíl. Gist er í fjögurra manna klefa og bók- unar- og tryggingargjald er innifalið. Aukagjald á mann í fjögurra manna klefa með glugga er 1.400 krónur og í tveggja manna klefa með glugga 4.200 krónur. Þetta er ljúfur ferðamáti og áfangastaðirnir spennandi. Þá er ekki verra að geta nýtt heimilisbílinn á ferðalaginu. Tilboðið gildir frá og með 17. nóvember, en miðað er við síðustu heimkomu 4. janúar. Jólaálfar og skautasvell Þeir sem ætla til Kaupmannahafnar fyrir jól ættu að eiga auðvelt með að komast í jólastemningu. Borgin er ljósum prýdd og getur fólk fundið sér eitt og annað til dundurs, eins og að sækja jólamarkaði eða fara á skauta auk þess sem kirkjur bjóða upp á sér- staka jólatónleika og verslanir eru opnar alla daga vikunnar út desem- bermánuð. Stærsti jólaatburður borg- arinnar er sennilega jólamarkaðurinn í Tívolíinu þar sem þúsundir ljósa lýsa upp skammdegið ásamt jólaskreyting- um og ýmsar uppákomur færa gest- um anda jólanna. Markverðir atburðir í Kaupmannahöfn um jólin: 12. nóvember - 23. desember Jólamarkaðurinn í Tívolíinu með til- heyrandi markaðsbásum og jóla- skrauti og þúsundir jólaljósa. Aðstoð- armenn jólasveinsins eru á ferðinni og á svæðinu eru stór tjöld uppfull af litlum rauðklæddum jólaálfum auk þess sem settir eru upp skautahringir og boðið upp á danskan jólamat og jólaglögg. 19. nóvember - 22. desember Jólamarkaðurinn í Nyhavn þar sem markaðsbásar svigna undan gjöfum og jólaskrauti og hefðbundnum mat. 27. nóvember - 22. desember Jólin fyrir börnin á Þjóðminjasafninu með jólamarkaði og hefðbundnum mat og drykk á veitingahúsi safnsins. 27. nóvember til 20. desember. Jólamarkaður í Arken með daglegum uppákomum og skemmtiatriðum. Jólabasar sem býður upp á sérstakar og öðruvísi gjafir. Daglega er flogið til Kaupmannahafn- ar með Icelandair og Iceland Express. Ekki er seinna vænna að panta sér flug fyrir jólin. Spennandi ferðir fyrir alla Stúdentaferðir ekki bara fyrir námsmenn Hulda Stefánsdóttir lætur sig dreyma um fjarlægar slóðir. - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 64-65 tilboð ofl (10-11) 17.11.2004 14:37 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.