Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 78
34 18. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Lið Njarðvíkur beið lægri hlut fyrir Snæfelli, 83-81, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í Inter- sportdeildinni í körfuknattleik í gær. Leikurinn var fyrsti ósigur þeirra grænklæddu í vetur og sá fimmti í röð gegn liði Hólmarana. Það hlýtur að teljast áhyggjuefni fyrir Njarðvíkurliðið að Snæfell hafi á því visst tak. DV sló á þráðinn til Friðriks Inga Rúnarssonar, fyrrum lands- liðsþjálfara og körfubolta- spekings. „Það er nokkurt ljóst að Snæfell náði einhverju taki á Njarðvík í úrslitakeppninni í fyrra,“ sagði Friðrik. „Eftir það var í raun alveg sama hvort Njarð- vík náði mikilli forystu eða ekki, á endanum tapaði liðið öllum leikj- unum gegn Snæfelli.“ Friðrik vildi ekki meina að Snæfell væri með traust tak á Njarðvík þó svo að leikurinn hafi tapast í fyrrakvöld. „Það er í raun margir þættir sem spila inn í og sennilega hefur tímasetningin haft mikið um þetta að segja. Snæ- fell er lengi búið að spila undir getu og Snæfellsmenn skulduðu sínu fólki og ekki síst sjálfum sér að hysja upp um sig buxurnar og spila betur. Þá er í raun ekkert jafn hvetjandi fyrir liðið og að mæta í Ljónagryfjuna og leika gegn taplausu liði Njarðvíkinga. Fyrir mótið hafði ég sérstakar væntingar til Pierre Green sem byrjaði tímabilið ekki nógu vel. Desmond Peoples hafði kvartað undan heimþrá og vildi fara heim þegar stutt var liðið á tímabilið. Í leiknum gegn Njarðvík voru þeir báðir mjög góðir og Snæfell náði að smella vel saman eftir strögl í byrjun móts. Liðið fékk líka mikla gagnrýni fyrir að spila ekki jafn- vel núna og seinni part móts í fyrra. Þetta var því kærkominn sigur fyrir Snæfell og liðið hitti á Njarðvíkurliðið á góðum tíma.“ Að sögn Friðriks mátti greina vissa værukærð í leik Njarðvík- inga sem er skrítið miðað við að- stæður. „Njarðvík kom á óvart með því að mæta frekar andlaust til leiks og var hreinlega að spila illa á köflum. Það er náttúrulega búið að ganga mjög vel hjá Njarð- víkurmönnum. Þeir vinna mótið í Danmörku, koma svo heim og gjörsigra Keflvíkinga í Meistur- um meistarana, þeim er spáð Ís- landsmeistaratitlinum og setja met í byrjun móts með að vinna leiki með tuttugu stigum að meðal- tali og því má kannski áætla að þeir hafi verið orðnir værukærir. Þetta hefur í raun verið topptíma- setning fyrir Snæfell og ég held að það sé kannski ekki þannig að lið- ið hafi eitthvert tak á Njarðvíking- um.“ Liðin tvö eiga hörkuleiki fyrir höndum í undanúrslitum Hópbíla- bikarsins annað kvöld. Það gæti því farið svo að liðin mættust að nýju á laugardaginn, takist þeim að komast í úrslit. „Það gæti orðið leikur í lagi en til þess þurfa liðin að komast í gegnum sína andstæð- inga sem verður ekki auðvelt verkefni.“ Friðrik fullyrti að tapið gæti reynst Njarðvíkurmönnum dágóð- ur lærdómur, þó að þeim finnist eflaust ekki þægileg tilfinning að tapa. „Þegar upp er staðið gæti ósigurinn reynst Njarðvíkurliðinu til góðs og ágætis lending fyrir komandi leiki,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson. smari@frettabladid.is MATT SAYMAN Á FLEYGIFERÐ Njarðvíkingurinn Matt Sayman var stigahæstur hjá sínum mönnum í gær með 29 stig en það dugði ekki til gegn Snæfell. Tapið góður lærdómur Lið Njarðvíkinga beið sinn fyrsta ósigur í Ljónagryfjunni í vetur gegn Snæfelli í Intersportdeildinni í körfuknattleik sem fram fór á þriðju- dagskvöldið. Ósigurinn var sá fimmti í röð gegn liði Snæfells. Ísland sendir karla- og kvennalið áNorður-Evrópumótið í fimleikum sem fram fer um helgina í Dan- mörku. Þangað fer okkar sterkasta fim- leikafólk að Rúnari A lexanderssyn i undanskildum en kappinn þarf að gangast undir aðgerð á öxl á næstu dögum og getur því ekki keppt á þessu sinni. Þær borgir sem áhuga hafa á aðhalda Ólympíuleikanna árið 2012 lögðu inn tilboð sín á mánudaginn var. Telja spekingar að Madrid á Spáni komi einna helst til greina en London kemur næst á eftir. Aðrir borgir sem einnig sýndu áhuga voru París, Moskva og New York en ákvörðun Ólympíu- nefndarinnar verður tilkynnt í júlí næstkomandi. Sú ákvörðun austurríska drykkj-arrisans Red Bull að taka við for- múluliði Jagúar bjargar 300 störfum sem annars hefðu farið forgörðum. Eru forsvarsmenn Red Bull þegar komnir í samningaviðræður við ökumenn og aðstoðarfólk og virðast taka þetta verkefni alvarlega. Red Bull fyrirtæk- ið hefur verið þekkt hingað til fyrir að styrkja svokallaðar jaðargreinar hér og þar um heiminn. Edgar Davids hefur blásið á sögu-sagnir þess efnis að hann sé á leiðinni aftur til Barcelona á Spáni. Davids hafnaði sem kunnugt er samn- ingi við liðið í sumar og gekk í raðir Inter á Ítalíu. Úr herbúð- um Barcelona heyr- ast þær raddir að hans frammistaða á síðasta ári sé engum gleymd og nafn hans sé bak við eyra Frank Rijka- ards þjálfara þegar leikmannamark- aðurinn opnar aftur í janúar. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI ...einfaldlega betri! Hörður Gunnarsson: Í heiðurshof fangbragða GLÍMA Herði Gunnarssyni, for- manni Glímudómararfélags Ís- lands, var um helgina veitt sér- stök heiðursviðurkenning frá Al- þjóðlegu fangbragðasamtökunum og var í leiðinni boðið sæti í heið- urshofi samtakanna þar sem að- eins þrettán menn sitja. Hörður sótti ráðstefnu samtak- anna í Pittsburgh í Bandaríkjun- um um síðustu helgi og tók hann þar við viðurkenningunni. Hörður hefur undanfarin ár verið í broddi fylkingar við kynningu á íslensku glímunni bæði á Íslandi og erlend- is auk þess sem hann hefur verið með bestu dómurum landsins um árabil. ■ HÖRÐUR GUNNARSSON Sést hér taka við heiðursviðurkenningu frá Alþjóðlegu fangbragðasamtökunum í Pittsburgh í Bandaríkjunum síðastliðinn laugardag. Skagamenn fá liðsstyrk: Dean Mart- in til ÍA FÓTBOLTI Dean Martin, sem leikið hefur með KA-mönnum undanfar- in ár, er genginn til liðs við ÍA. Martin, sem er 32 ára gamall, skrifaði undir þriggja ára samn- ing við Skagamenn en hann er ekki ókunnugur í herbúðum liðs- ins þar sem hann spilaði tíu leiki með liðinu árið 1998. Dean Martin mun án nokkurs vafa styrkja lið Skagamanna verulega en hann hefur verið í hópi betri leikmanna deildarinnar allt frá því að hann kom fyrst til Íslands árið 1995. ■ DEAN MARTIN Genginn til liðs við Skagamenn frá KA. Gaf 18 stoðsendingar gegn gömlu félögunum Steve Nash kom í fyrsta sinn til Dallas eftir brotthvarfið til Phoenix Suns og vann. KÖRFUBOLTI Steve Nash sneri aftur til Dallas í NBA-deildinni í fyrr- inótt með nýju félögum sínum í Phoenix Suns og hafði sigur 107- 101 í hörkuleik. Nash átti fínan leik, skoraði 17 stig og gaf heilar 18 stoðsendingar þótt það hafi reyndar kostað hann það að tapa 10 boltum. Nash spilaði Amare Stoudem- ire upp hvað eftir annað og endaði hann með 34 stig í þessum leik en sá átti afmæli og fagnaði sínu 22. aldursári í leiknum. „Ég get ekki munað eftir tilfinningaþrungnari leik en einmitt þessum,“ sagði Nash eftir leikinn. „Það féllu eng- in tár en ég var svo sannarlega stressaður. Það var bara skiljan- legt enda á maður margar minn- ingar héðan,“ sagði Nash en Jón Arnór Stefánsson var eins konar lærlingur hjá þessum snjalla kanadíska leikstjórnanda hjá Dallas í fyrravetur. Nash, sem gaf 17 stoðsending- ar í sigri á Cleveland í framleng- ingu á dögunum, var aðeins einni stoðsendingu frá sínu persónu- lega meti. Nash sagði alla töpuðu boltanna vera afleiðing af því að hann sé að venjast liðinu. „Þeir eru að læra að spila með mér og ég er að læra að spila með þeim eins og sést vel á þessum 10 töp- uðu boltum,“ sagði Nash, sem hóf ferilinn með Phoenix á sínum tíma en er þekktastur fyrir árin sem sem hann spilaði með Dallas Mavericks. Nash var með lausan samning við Dallas í sumar og vildi vera áfram í herbúðum Ma- vericks en tók á endanum miklu betra tilboði frá Suns. Nash þakkaði móttökurnar sem hann fékk í Dallas því í stað þess að púa á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann tóku heimamenn vel á móti honum og á pöllunum mátti sjá skilti eins og „Takk, Steve“ og „Velkomin aftur, Nash“ og það voru einnig margir á pöllunum í Dallas-búningi merkt- um honum. „Það er ótrúleg tilfinn- ing að finna fyrir svona miklum stuðningi á þessari erfiðu stundu,“ sagði Nash, sem er með 15,3 stig og 10,9 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sjö leikjum sín- um með Phoenix, sem eru bæði hærri tölur en hann var með hjá Dallas í fyrra. ■ GÓÐUR Á GAMLA HEIMAVELLINUM Steve Nash skoraði 17 stig og gaf 18 stoðsendingar í 107-101 sigri Phoenix á Dallas. 78-79 sport (34-35) 17.11.2004 20.07 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.