Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2004, Qupperneq 87

Fréttablaðið - 18.11.2004, Qupperneq 87
FIMMTUDAGUR 18. nóvember 2004 Leikfélag Akureyrar býður öllum nemendum í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólunum á Eyjafjarðar- svæðinu í leikhús í næstu viku til þess að sjá leiksýninguna Ausu Steinberg eftir Lee Hall. Að sögn Magnúsar Geirs Þórð- arsonar, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, eru skólasýningarnar á Susu liður í nýrri stefnu leikfélags- ins þar sem lögð er rík áhersla á að þjóna yngri áhorfendum í meira mæli en verið hefur. Stefnir leik- félagið að því að reglulegar leik- húsheimsóknir verði fastur hluti af menntun barna á Akureyri og að allir sem útskrifist úr grunnskóla hafi farið að minnsta kosti einu sinni í leikhús. Nemendurnir koma á sýning- una með kennurum sínum og munu margir kennaranna, í fram- haldi, ætla sér að nota sýninguna við kennslu í lífsleikni, enda mörg- um áleitnum spurningum um lífið, tilveruna og dauðann velt upp í verkinu. Ungum boðið í leikhús ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR Í hlutverki Ausu Steinberg. Leikritið um Nítjánhund- ruð, piltinn sem ól allt sitt líf um borð í farþegaskipi, sýnt í nýju leikrými í Þjóðleik- húsinu. Ítalski einleikurinn „Nítjánhund- ruð“ eftir Alessandro Baricco verður frumsýndur í forsal Smíða- verkstæðisins í kvöld. Úti á miðju Atlantshafi, á stóru farþegaskipi um aldamótin 1900, fæðist barn sem er skilið eftir á skipinu, í kassa ofan á flyglinum í danssaln- um. Einn skipverjanna tekur drenginn að sér, nefnir hann Nítjánhundruð og elur hann upp á skipinu. Drengurinn reynist hafa ein- stæða tónlistarhæfileika og fer brátt að leika á flygil með dans- hljómsveit skipsins. En það er á þriðja farrými, þar sem innflytj- endurnir hafast við, sem hann galdrar fram úr píanóinu sína eigin tónlist – sem heillar og töfr- ar þá sem á hlýða. Nítjánhundruð verður goðsögn í lifanda lífi en hann leikur aðeins á skipinu, því hann fer aldrei í land. Það er vinur hans, trompetleikari úr skips- hljómsveitinni, sem segir söguna. „Þetta er ansi mögnuð saga sem virkar á mörgum plönum,“ segir leikstjórinn Melkorka Tekla Ólafsdóttir. „Þetta er hrífandi sagnaskemmtun sem um leið fjall- ar um ýmsa þætti í mannlegri til- veru, meðal annars um mikilvægi listarinnar, ekki síst sagnalistar- innar og tónlistarinnar. Það sem gerir þetta að góðu leikhúsi er að hér er ekki bara verið að segja góða sögu, heldur notfærir höf- undurinn sér þær aðferðir sem geta gert einleikinn að skemmti- legu formi, það er að segja þetta beina samband milli leikarans og áhorfandans þar sem áhorfandinn lendir í sérstöku hlutverki. Það er verið að tala beint til hans. Um leið gegnir tónlist mikilvægu hlut- verki í verkinu og sýningunni. Við höfum fengið til liðs við okkur djasspíanóleikara sem hefur samið afskaplega fallega tónlist við verkið og hefur náð að fanga anda þeirrar tónlistar sem maður getur ímyndað sér að komi frá þessum sérstæða tónlistarmanni, Nítjánhundruð. Verkið er að gerast allt frá aldamótunum 1900 en að miklu leyti á árunum 1927-1933, þegar djassinn nýtur mikilla vinsælda. Nítjánhundruð spilar djass, en einnig sína eigin tónlist sem er ólík öllu því sem fólk hefur heyrt áður og er innblásin af þeim sér- stöku kringumstæðum sem hann er í. Annars vegar er það allt þetta fólk sem er að ferðast fram og til baka yfir Atlantshafið, hins vegar úthafið – að ekki sé talað um það sérstæða hlutskipti að maðurinn stígur aldrei á fast land. Við höfum farið með söguna inn í mjög óvenjulegt og skemmti- legt rými, sem er forsalur Smíða- verkstæðisins, dálítið gróft rými en um leið mjög sjarmerandi stað- ur, sem er skyndilega orðinn eins og hluti af þessu risastóra far- þegaskipi þar sem þessi einstæði píanóleikari spilar. Í leikmyndinni erum við að vinna með ákveðinn einfaldleika og um leið þátt í verk- inu sem er mjög mikilvægur, sem er gildi ímyndunaraflsins. Lýsing- in gegnir mikilvægu hlutverki við að búa til þetta rými.“ Í forsal Smíðaverkstæðisins hefur verið sköpuð kaffileikhús- stemning, áhorfendur sitja við borð og geta keypt léttar veitingar. Í sýningunni er frumsamin tónlist Agnars Más Magnússonar. Þýð- andi verksins er Halldóra Frið- jónsdóttir, Högni Sigurþórsson að- stoðaði við útfærslu leikmyndar og lýsingu annaðist Björn Bergsteinn Guðmundsson. Leikari í sýning- unni er Jóhann Sigurðarson. sussa@frettabladid.is Einleikur um goðsögn JÓHANN SIGURÐARSON Trompetleikari úr skipshljómsveitinni, sem segir söguna. MELKORKA TEKLA ÓLAFSDÓTTIR 86-87 Menning (42-43) 17.11.2004 18.44 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.