Fréttablaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
edda.is
„Stórvirki“
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
3. – 9. nóv.
2.
Skáldverk
„Ólafur Jóhann lýsir persónum og
umhverfi af stakri snilld og fangar
lesandann áreynslulaust inn í
söguheim sinn. Hann býr einfaldlega
yfir þeirri náðargáfu að kunna
að segja sögu ... Sagan er allt í
senn sorgleg, fyndin, mannleg og
ævintýri líkust.“
− Hlynur Páll Pálsson, Fréttablaðið
„Frábær bók, skemmtileg ...
tvímælalaust besta bók Ólafs
Jóhanns.“
− Gísli Marteinn Baldursson, RÚV.
„Heldur lesanda föngnum ... Sakleysingjarnir eru enn eitt stórvirki
Ólafs Jóhanns. Þetta er yfirgripsmikil skáldsaga sem kemur með
ný sjónarmið inn í íslenskar bókmenntir.“
− Skafti Þ. Halldórsson, Mbl.
Engin kerfi
Þegar ég var unglingur heillaðistég af kommúnisma. Mér fannst
kommúnisminn vera hið fullkomna
kerfi sem gæti bjargað mannkyninu
frá því að tortíma sjálfu sér, kerfi
sem byggði á jafnrétti og bræðra-
lagi og væri stéttlaust. Ég trúði því
að kommúnisminn gæti bundið enda
á óréttlætið og þjáninguna í heimin-
um. Smátt og smátt komst ég að því
að það var misskilningur. Allstaðar
þar sem kommúnisma var komið á
tók Djöfullinn völdin. Kommúnism-
inn gengur ekki upp.
SEINNA féll ég fyrir kapítalisman-
um. Úr því að kommúnisminn var
svona misheppnaður hlaut frelsi
einstaklingsins og frjáls viðskipti að
vera hin sanna lausn. En eins og
frelsið er yndislegt þá eru fáir sem
kunna að fara með það því frelsi
fylgir ábyrgð sem fáir vilja axla. Og
þar sem engin ábyrgð er þar ræður
Djöfullinn ferðinni ásamt frænda
sínum Mammoni.
ÖLL kerfi eru ágæt að mörgu leyti
en ekki fullkomin. Það er ekki til
neitt fullkomið kerfi því að það sem
ber öll upphugsuð kerfi ofurliði á
endanum er breyskleiki mannanna;
sjálfselska, græðgi, reiði, öfund,
leti, stolt og hégómi. Þessir eðlis-
lægu hlutir leiða okkur alltaf til
glötunar sama hvaða kerfi við reyn-
um að verja okkur með. Við getum
fyllt líf okkar af reglum, boðum og
bönnum eða hreinlega sleppt þeim
algjörlega. Allt kemur fyrir ekki.
Lífsfyllingin lætur á sér standa.
EKKI einu sinni trúarbrögðin geta
bjargað okkur. Það er ekki til neins
að tilheyra einhverri kirkju eða
söfnuði og fylgja bara reglum þess
safnaðar ef ekkert meira liggur að
baki. Það er álíka innantómt og líf
hermannsins sem berst fyrir mál-
stað sem hann trúir ekki á.
Í DAG veit ég að það er ekkert kerfi
sem maðurinn getur upphugsað til að
bjarga sér frá glötun. Öll system eru
dæmd til að mistakast. Við getum
ekki hugsað okkur til heilbrigðis. Hið
fullkomna tæknisamfélag er líka
bara dauði. Engin heimspeki getur
frelsað okkur heldur. Gáfur okkar
munu ekki veita okkur ódauðleika.
Maðurinn getur ekki bjargað sér
sjálfur af eigin rammleik. Kærleikur-
inn er svarið. Hann er þúsund sinn-
um meira virði en öll speki heimsins.
Það eina sem getur bjargað okkur er
kærleikurinn og trúin á Guð. Love is
all you need! ■
JÓNS GNARR
BAKÞANKAR
96 bak 17.11.2004 20.46 Page 2