Fréttablaðið - 22.12.2004, Side 4
4 22. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR
Reyndist vera með rúm 200 grömm innvortis:
Kókaínhylki sótt með skurðaðgerð
FÍKNIEFNI Náð var í um sextíu
kókaínhylki í görn fíkniefna-
smyglara með skurðaðgerð á
mánudag. Smyglarinn, sem er Ís-
lendingur um þrítugt, var hand-
tekinn við komuna til landsins á
sunnudag og leiddi röntgenskoð-
un í ljós að hann væri með
aðskotahluti innvortis.
Maðurinn var að koma frá
Frankfurt í Þýskalandi þegar
hann var tekinn. Við aðra röntg-
enskoðun á mánudag kom í ljós
að fíkniefnapakkningarnar voru
fastar í meltingakerfi mannsins.
Hann samþykkti að fara í
uppskurð til að sækja efnin því
ljóst þótti að þau skiluðu sér ekki
úr líkamanum með öðrum hætti.
Í hylkjunum reyndust vera rúm
200 grömm af kókaíni.
Ásgeir Karlsson, yfirmaður
fíkniefnadeildarinnar í Reykja-
vík, segir ekki hafa verið ástæðu,
á þessu stigi málsins, til að fara
fram á gæsluvarðhald yfir mann-
inum. Hann liggur nú á sjúkra-
húsi og jafnar sig eftir aðgerðina.
Jónas Magnússon skurðlæknir
segir aðgerð, eins og þurfti að
gera á manninum, ekki vera sér-
staklega stóra né hættulega.
Opna þarf kviðarhol með litlum
skurði og síðan þarf að opna
görnina þar sem aðskotahlutirnir
eru. - hrs
Hringt á milli íslenskra
síma í gegnum Noreg
Síminn sendir hluta símtala viðskiptavina sinna til Noregs og þaðan í net Og Vodafone. Talsmaður Og
Vodafone segir það alþekkta sjóræningjaleið. Síminn gagnrýnir Póst- og fjarskiptastofnun fyrir að
hlutast ekki til um heildsöluverð.
NEYTENDUR Erlend símafyrirtæki
greiða lægra heildsöluverð fyrir
símtöl viðskiptavina í net Og
Vodafone en Síminn, segir Eva
Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi
Símans. Hluta símtala úr númer-
um Símans til Og Vodafone sé því
beint í gegnum norskt símafyrir-
tæki, sem bjóði lægra heildsölu-
verð að neti Og Vodafone. Síminn
gagnrýnir Póst- og fjarskipta-
stofnun fyrir að hlutast ekki til
um heildsöluverð Og Vodafone.
Jafnræðis sé ekki gætt milli síma-
fyrirtækja.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, seg-
ir að eftir að stofnunin hafi úr-
skurðað Og Vodafone
markaðsráðandi á fjarskipta-
markaði hafi kostnaðargreining á
heildsöluverði fyrirtækisins farið
fram. Tölur Og Vodafone hafi
ekki gefið ástæðu til að gera at-
hugasemdir við gjaldskrána.
Eva segir Og Vodafone ívilna
eigin deildum og erlendum fjar-
skiptafyrirtækjum: „Á þetta hef-
ur Síminn ítrekað bent síðastliðið
eitt og hálft ár án þess að Póst- og
fjarskiptastofnun taki ákvörðun í
málinu.“
Pétur Pétursson, forstöðumaður
upplýsinga- og kynningarmála hjá
Og Vodafone, segir heildsöluverð
til erlendra fjarskiptafyrirtækja
ekki óeðlilega mikið lægra en verð
til Símans. Samningar við erlend
fjarskiptafyrirtæki séu gerðir til
langs tíma og í erlendri mynt.
„Gengisþróun olli því til
skamms tíma að verðið reyndist
óvenju lágt fyrir sum þessara er-
lendu fjarskiptafyrirtækja.
Landssíminn hefur síðan ákveðið
að kaupa þennan aðgang að neti
Og Vodafone af erlendu fjar-
skiptafyrirtækjunum og spara
við það nokkra aura á mínútuna,“
segir Pétur: „Þetta er alþekkt hjá
sjóræningjasímafyrir tækjum í
útlöndum sem leita alltaf ódýr-
ustu leiða til að flytja umferð
sína á kostnað gæða þjónustunn-
ar sem þau veita viðskiptavinum
sínum.“
Póst- og fjarskiptastofnun
vinnur að nýrri greiningu íslensks
fjarskiptamarkaðar. Hrafnkell
segir að í framhaldinu verði hugs-
anlega aðrar aðferðir nýttar við
kostnaðargreiningu sem gæti leitt
til íhlutunar um heildsöluverð.
Það skýrist í vor. Eva segir of
lengi beðið.
gag@frettabladid.is
Ertu sátt(ur) við að engin und-
ankeppni verði hér heima fyrir
Eurovision?
Spurning dagsins í dag:
Ætlarðu að ferðast um jólin?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
50,67%
49,33%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
VERKEFNISSTJÓRINN
Helgi Jósefsson kvaðst vera í skýjunum yfir
framlagi ríkisstjórnarinnar.
Fjölmennt og Geðhjálp:
Samstarfs-
verkefnið lifir
MENNTAMÁL Ríkisstjórnin ákvað á
fundi sínum í gærmorgun að 12-14
milljónum skyldi varið til
samstarfsverkefnis Fjölmenntar
og Samhjálpar á næsta ári, að sögn
Helga Jósefssonar verkefnis-
stjóra. Verkefnið hefur verið rekið
til að mennta og endurhæfa
geðsjúka og hafa tugir manns
stundað námið á undanförnum
önnum.
„Ég er alveg í skýjunum,“ sagði
Helgi eftir fregnir af framlaginu.
„Ég er alsæll fyrir hönd nemend-
anna og kennaranna. Þetta er
virkilega ánægjuleg og góð jóla-
gjöf fyrir okkur öll.“ - jss
Fíkniefni í Færeyjum:
Vikið frá
Eimskip
LÖGREGLUMÁL Einum vélstjóra af
flutningaskipi Eimskips sem tek-
inn var í Færeyjum með lítilræði
af fíkniefnum hefur verið vikið úr
starfi. Hann átti eitt og hálft
gramm af hassi og 0,1 gramm af
kókaíni sem fundust í káetu
stýrimanns.
Haukur M. Stefánsson, for-
stöðumaður skiparekstrar og
tæknideildar Eimskips, segir
flutningafyrirtækið bregðast við
samkvæmt sjómannalögum. Ekki
skipti máli þó að fíkniefnin hafi
verið til einkanota. Ekkert fyrir-
tæki geti sætt sig við að starfs-
menn neyti fíkniefna á vinnutíma.
- gag
KÓKAÍN Í PLASTI
Um 200 grömm af kókaíni fundust innvortis í manni. Skurðaðgerð þurfti til að nálgast efnið.
Póst- og fjarskiptastofnunin í Svíþjóð,
Post- och telestyrelsen, fyrirskipaði
þann 15. desember þremur símafyrir-
tækjum með mestu markaðshlut-
deildina á sænskum markaði að
lækka heildsöluverð sín á milli og til
annarra símafyrirtækja. Fyrirtækin,
TeliaSonera, Tele2 og Vodafone, mega
ekki rukka meira en 80 sænska aura
á mínútuna fyrir símtöl á milli kerfa.
Fylgi þau ekki reglunum geta þau átt
á hættu sekt upp á 100 milljónir
sænskra króna, eða um 930 milljónir
íslenskra, samkvæmt heimasíðu
stofnunarinnar.
EVA MAGNÚSDÓTTIR
Segir Og Vodafone rukka Símann umfram önnur fjarskiptafyrirtæki
fyrir not á símkerfi sínu. Gripið hafi verið til aðgerða.
HRAFNKELL V. GÍSLASON
Segir ekki nauðsynlegt, eins og staðan sé í dag, að íhlutast um
heildsöluverð Og Vodafone. Það geti breyst í vor.